Kristján Már Gunnarsson hlýtur verðlaun fyrir stuttmyndahandrit
Nýlega efndu Ljósvakaljóð til samkeppni um besta stuttmyndahandritið. Tuttugu og þrjú handrit bárust og hlutskarpastur varð Kristján Már Gunnarsson ritlistarnemi fyrir handritið Blóðdögg. Hlaut hann kr. 20.000 í verðlaun. Ég óska Kristjáni Má til hamingju með verðlaunin.
Þess má geta að nú á haustmisseri er einmitt verið að kenna kvikmyndahandritsgerð á vegum ritlistar. Þar leiðbeina þeir Dagur Kári Pétursson og Árni Óli Ásgeirsson en báðir eru þeir nýbúnir að senda frá sér góðar myndir, The Good Heart og Brim.