Stopp! – Ljóðasýning ritlistarnema
STOPP! Ljóðasýning ritlistarnema við Háskóla Íslands verður opnuð á neðri hæð Háskólatorgs föstudaginn 12. nóvember kl. 17.30. Til sýnis verða tuttugu og sjö ljóð eftir tíu nemendur.
Ljóðskáldin eru Tumi Ferrer, Hlín Ólafsdóttir, Vilhjálmur Pétursson, Gunnar Jónsson, Dagbjört Vésteinsdóttir, Birna Dís Eiðsdóttir, Steinunn María Halldórsdóttir, Finnbogi Þorkell Jónsson, Anna Steinunn Ágústsdóttir og Hertha Richardt Úlfarsdóttir.
Það eru ritlistarnemar sjálfir sem hafa haft veg og vanda af sýningunni og hefur Hertha Richardt Úlfarsdóttir gegnt hlutverki verkefnastjóra.