Fjallað um ritlistarnám í Samfélaginu í nærmynd
Í dag var útvarpað innslagi sem Ólöf Anna Jóhannsdóttir, nemi í ritlist og þjóðfræði, gerði um ritlistarnám. Hún ræðir þar við Kristínu Steinsdóttur, rithöfund og formann Rithöfundasambands Íslands, um viðhorf hennar til ritlistarnáms og undirritaðan sem gerir sitt besta til að lýsa því hvernig ritlistarnám við Háskóla Íslands fer fram. Nálgast má innslagið á vef RÚV og slóðin er: http://dagskra.ruv.is/ras1/4555959/2011/01/12/1/. Innslagið heitir „Þjóðbrók“.