Ritlistarnemar senda frá sér nýja bók
Í dag kemur út bókin III sem er þriðja og síðasta bók ritlistarnema á BA-stigi við Háskóla Íslands (vegna þess að námið hefur að mestu leyti verið fært yfir á meistarastig).
III hefur að geyma 29 verk eftir 21 höfund. Í fréttatilkynningu frá Ritvélinni, félagi ritlistarnema, segir að farið sé um víðan völl, „allt frá öskukenndu hjónabandi, sjálfritskoðaðri fjölskyldusögu, hugljúfri landsbyggðarferð til sjö versa ljóðs sem rekur heimsenda í gegn. Bókin er afrakstur þrotlausra skrifa ungskálda og -höfunda. Og auðvitað, tilraun til heimsyfirráða.“
Höfundarnir sáu sjálfir um að búa efnið til útgáfu, en undirritaður var þeim til halds og trausts. Áður hafa nemar gefið út með sama hætti bækurnar Hestar eru tvö ár að gleyma og Beðið eftir Sigurði. Þau eiga heiður skilinn fyrir framtakssemina.
Höfundar efnis í III eru: Halla Mía Ólafsdóttir, Sigursteinn J. Gunnarsson, Trausti Dagsson, Anna Steinunn Ágústsdóttir, Gunnhildur Helga Steinþórsdóttir, Brynja Huld Óskarsdóttir, Jón Bjarki Magnússon, Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir Hirt, Daníel Geir Moritz, Esther Ýr Þorvaldsdóttir, Gunnar Jónsson, Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Birna Dís Eiðsdóttir, Bjarnheiður Erlendsdóttir, Dagbjört Vésteinsdóttir, Tumi Ferrer, Kristján Már Gunnarsson, Hertha María Richardt Úlfarsdóttir, Hlín Ólafsdóttir, Pálmi Freyr Hauksson og Steinunn María Halldórsdóttir.
Ég óska þeim til hamingju með bókina.