Kanadískt lárviðarskáld heimsótti okkur

mary-pinkoskiMary Pinkoski, borgarlistamaður Edmonton í Kanada, heimsótti okkur í dag. Mary er ungt ljóðskáld sem sérhæfir sig í að flytja ljóðin sín blaðalaust. Hún skrifar þau að vísu á blað fyrst en miðar ljóðagerðina við að flytja ljóðin í eigin persónu. Þá þarf að hafa í huga að þau séu ekki of flókin til að áheyrendur geti numið þau við einn flutning.

Mary flutti okkar þrjú ljóða sinna í heimsókninni og má segja að hún hafi flutt þau með öllum líkamanum, beitti hrynjandi, svipbrigðum og handapati til þess að miðla ljóðunum. Í kjölfarið gaf hún ritlistarnemum góð ráð varðandi flutning á ljóðum.

Mary er á Íslandi í tengslum við Vetrarhátíð og kom til okkar í boði Reykjavíkur Bókmenntaborgar.