Þrenna hjá Bryndísi

bryndis_bjorgvinsdottir707266111Bryndís Björgvinsdóttir hefur nú afrekað það að fá þrenn verðlaun fyrir bókina Hafnfirðingarbrandarinn sem er að stofni til meistaraverkefni hennar í ritlist. Fyrst Bóksalaverðlaunin, þá Fjöruverðlaunin og loks Íslensku bókmenntaverðlaunin. Þetta er mikið afrek, ekki síst í ljósi þess að Bryndís er bara rétt rúmlega þrítug.

Ritlistarnemar hafa nú unnið til eða fengið tilnefningu til fjölmargra verðlauna. Þar má nefna, fyrir utan ofangreind verðlaun, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og Íslensku barnabókaverðlaunin.

Til hamingju, Bryndís!