Þóra Karítas og Jóhanna Friðrika útskrifast með MA-próf

Jóhanna Fridrika

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir

Laugardaginn 21. febrúar útskrifuðust tveir ritlistarnemar með MA-próf í ritlist við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Það eru þær Þóra Karítas Árnadóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir.

Lokaverkefni þeirra beggja var í formi sannsögu, þ.e. sannsögulegrar frásagnar þar sem aðferðum skáldskaparins var beitt til að miðla efninu. Þóra Karítas skrifaði undir handleiðslu Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar og Jóhanna Friðrika undir handleiðslu Auðar Jónsdóttur rithöfundar. Þær birtu jafnframt frumsamið efni á námstímanum, m.a. í Jólabókum Blekfjelagsins og í bókinni Flæðarmál sem ritlistarnemar unnu í samvinnu við nema í hagnýtri útgáfu og ritstjórn og kom út í fyrra. Þess má geta að þær stöllur eru líka báðar leikkonur að mennt.

Þóra Karítas Árnadóttir

Þóra Karítas Árnadóttir

Um leið og ég óska Jóhönnu Friðriku og Þóru Karítas til hamingju með þennan áfanga þakka ég þeim góða viðkynningu. Þeim er jafnframt árnað heilla á skáldabrautinni. Ef ég þekki þær rétt er ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá meira af frumsömdu efni í einhverju formi frá þeim í framtíðinni.