Lóa Hlín tilnefnd til Menningarverðlauna DV

Loa-Hlin-HjalmtysdottirLóa Hlín Hjálmtýsdóttir, meistaranemi í ritlist, er tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir bók sína Lóaboratoríum. Í umsögn dómnefndar segir:

„Eins og svo margar verulega góðar myndir segja teikningar Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur stóra sögu. Í einu vetfangi, einni setningu, einni mynd nær hún að fanga tíðaranda, samfélag og manneskjur – breyskar og grátbroslegar í öllu sínu veldi. Lóaboratoríum hreinsar hismið frá kjarnanum og afhjúpar okkur öll – hún er dásamlega fyndin og óþægilega sönn en merkilega laus við mannfyrirlitningu.“

Áður hefur Lóa Hlín hlotið tilnefningu til Fjöruverðlaunanna fyrir þessa frábæru bók. Ég óska henni til hamingju enn og aftur með verðskuldaða viðurkenningu.