Hádegispallborð um Þú ringlaði karlmaður

Efnt verður til pallborðsumræðna um bókina mína, Þú ringlaði karlmaður: Tilraun til kerfisuppfærslu, í sal Þjóðminjasafnsins þriðjudaginn 12. nóvember kl. 12–13.

Þátttakendur verða Ásta Kristín Benediktsdóttir, Signý Sigurðardóttir, Sigurður Gylfi Magnússon og Sverrir Norland. Fimmti stóllinn verður svo ætlaður þátttakendum í sal sem vilja taka til máls um efni bókarinnar.

Bókin hefur vakið talsverða athygli og fengið lofsamlegar umsagnir gagnrýnenda sem almennra lesenda. „Markmið hans er tvímælalaust að stofna til sanngjarnrar og yfirvegaðrar umræðu sem byggist á þekkingu og skilningi, ekki sjálfshafningu og árásargirni,“ sagði Kristján Jóhann Jónsson, Morgunblaðinu. Fríða Björk Ingvarsdóttir bókmenntafræðingur sagði bókina gríðarlega merkilegt innlegg í jafnréttis- og kynjaumræðuna. Þá er mikið talað um hugrekki og einlægni í tengslum við þessa bók.

Öll velkomin. Aðgangur ókeypis.