Ekkert slor
Skáldsaga.Fiskhúsið hf. - endalaus hringiða þar sem Plássbúar strita við að bjarga verðmætum frá skemmdum. Verðmætum, já - en til hvers?
Upp úr iðandi mannlífi sögunnar teygja sig nokkrir ungir þorpsbúar sem fengið hafa slor í hárið og dreymir drauma um lífið utan frystihússins. Og oftar en ekki tengjast draumar þeirra hinu kyninu, sem flögrar fyrir augum þeirra meðan bónusinn sveiflar svipunni yfir mannskapnum. Í fjörugri frásögn sameinar höfundur gráa glettni í garð þeirra sem finnst ekkert slor að fá að puða og aðdáun á þeim sem reyna að eygja tilgang í lífinu þrátt fyrir slorið. (Af bókarkápu) Útgefandi: Forlagið. |
||
Ritdómar | ||
„Bezta skáldsagan var eftir kornungan Ísfirðing (nemanda úr MÍ) - og hún var ekkert slor. Sagan er sprottin upp úr hörðu mannlífi sjávarplássins og ósvikin vegna lifandi þekkingar höfundar á hugsunarhætti og kjörum þess fólks, sem hann elskar. Höfundurinn hefur til að bera hvort tveggja ást til mannfólksins og kunnáttu í skáldverkinu."Jón Baldvin Hannibalsson Morgunblaðinu
„Ekkert slor er mjög efnilegt byrjendaverk." Gunnlaugur Ástgeirsson, Helgarpóstinum „Rúnar Helgi hefur sýnt að hann er efnilegur höfundur sem gaman getur orðið að fylgjast með í framtíðinni." Matthías Viðar Sæmundsson, DV „Skáldsögur um daglegt líf íslensks fiskverkafólks nú á dögum eru næsta sjaldgæfar og af þeim fáu, sem ég hef séð á undanförnum árum, þykir mér þessi bera af. Hér er sýnilega á ferðinni höfundur sem vert er að veita fulla athygli í framtíðinni." Jón Þ. Þór NT „Rúnar Helgi skrifar talsvert íburðarmikinn stíl, hreint ekki „skáldlegan" en þó nokkuð sniðugan . . .Bak við galsann og hispursleysið stendur býsna alvörugefinn höfundur - höfundur sem ber virðingu fyrir lífinu, vinnunni og ástinni." Erlendur Jónsson Morgunblaðinu |