Skáldin tala

Skáldatal er ný fyrirlestraröð á vegum ritlistar og Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands. Þar ræða rithöfundar og skáld það sem brennur á þeim og á þann hátt sem efnið krefst. Tilgangurinn er að gefa fólki kost á að hlýða á orðhaga rithöfunda ræða það sem þá lystir. Hver veit nema þeir geri úr því listrænan gjörning. Umfjöllunarefnið verður ekki gefið upp fyrirfram.

Pétur Gunnarsson ríður á vaðið. Hann hefur lengi verið sameign þjóðarinnar og verður ekki metinn til fjár. Pétur er þekktur fyrir sögulega yfirsýn og frábær erindi um allt milli himins og jarðar.

Fyrirlestur Péturs fer fram í stofu 102 á Háskólatorgi milli kl. 12 og 13 fimmtudaginn 20. október. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.