Þrír ritlistarnemar fá úthlutun úr Launasjóði rithöfunda
Við úthlutun úr Launsjóði rithöfunda, sem kynnt var á dögunum, kom í ljós að þrír ritlistarnemar fá úthlutun úr sjóðnum, þrjá mánuði hver. Það eru þær Bryndís Björgvinsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Soffía Bjarnadóttir. Þarna sýnir sjóðurinn ákveðna viðleitni til að styðja við bakið á upprennandi höfundum.
Í ritlist sækir oft fólk sem einnig er vel liðtækt í öðrum listgreinum enda mörk listgreina orðin óljósari en áður var. Margrét Bjarnadóttir, sem hefur getið sér gott orð sem dansari og danshöfundur, fær níu mánaða úthlutun úr Launasjóði sviðslistafólks.
Ég óska þessum nemendum mínum innilega til hamingju og hlakka til að sjá afraksturinn af vinnu þeirra í framtíðinni.