NORDITA: Saga Norrænu stofnunarinnar í kennilegri eðlisfræði fyrstu 50 árin

Út er komin bókin Nordita - The Copenhagen Years: A Scrapbook, í ritstjón þeirra Helle Kiilerich, Christophers Pethick, Bens Mottelson og Einars Guðmundssonar. Bókin er 330 síður í stærðinni A4.

Auk ítarlegra inngangsgreina um aðdragandann að stofnun Nordita árið 1957 og þróun stofnunarinnar næstu 50 árin, inniheldur verkið ýmsar skrár og um hundrað stuttar ritgerðir um starfsemina á Kaupmannahafnarárunum. Þar halda á penna ýmsir starfsmenn og gestir, styrkþegar og hollvinir Nordita. Meðal höfunda eru Íslendingarnir Magnús Magnússon, Einar Guðmundsson, Þórður Jónsson, Gunnlaugur Björnsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Vésteinn Þórsson. Fjöldi mynda prýðir bókina, meðal annars þessar tvær:

Þátttakendur á einum mikilvægasta undirbúningsfundinum að stofnun Nordita. Myndin var tekin í febrúar 1956 við Calsberg heiðurssbústaðinn í Kaupmannahöfn, þar sem Bohr-fjölskyldan bjó þá. – Fyrir framan tröppurnar eru frá vinstri: C. Møller og H. Wergeland. Á neðsta þrepinu: E. Laurila, S. Rozental, O. Klein, C. Thomsen, og G. Funke. Á næsta þrepi: E. Kinnunen, Niels Bohr, og S. Rosseland. Á efsta þrepinu og þar fyrir aftan: M. Jakobsson, I. WallerP. Jauho, Þorbjörn Sigurgeirsson, Aage Bohr, og E. Hylleraas (aftan við Niels Bohr). Á myndina vantar T. Gustafson. Ljósmynd: J. Woldbye.

Stjórn Nordita í Kaupmannahöfn vorið 2003, fjórum árum fyrir flutninginn til Stokkhólms. Sitjandi frá vinstri: G. Einevoll, P. Minnhagen, A. Andersen, og M. Manninen. Standandi frá vinstri: H. Scheibel (lögfræðilegur ráðgjafi stjórnarinnar), M. Larsson, K. Langanke, J. Hertz, Lárus Thorlacius, C. Jarlskog, P. H. Damgaard, C. Lütken og Gunnlaugur Björnsson.

Bókin um Nordita er mikilvægt framlag til sögu kennilegrar eðlisfræði á Norðurlöndum á árunum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar til upphafs tuttugustu og fyrstu aldar.

Allir, sem lagt hafa til efni í bókina, fá sent eintak. Jafnframt er stefnt að því að birta verkið fljótlega á vef Nordita í Stokkhólmi. Á meðan á biðinni stendur, getur áhugafólk svalað fróðleiksþorstanum með því að kanna eftirfarandi heimildir:

 


 

Birt í Eðlisfræði, Stærðfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta og fyrsta öldin, Tuttugasta öldin

Tímamót í þróun stærðfræðilegra lærdómslista á Íslandi: Björn Gunnlaugsson hefur kennslu við Bessastaðaskóla árið 1822

Björn Gunnlaugsson lauk öðru lærdómsprófi við Kaupmannahafnarháskóla árið 1818, eftir að hafa meðal annars lært stærðfræði hjá C.F. Degen, stjörnufræði hjá H.C. Schumacher og eðlisfræði hjá H.C. Ørsted. Hann hélt síðan áfram að kynna sér stærðfræðilegar lærdómslistir við skólann, að mestu á eigin spýtur, en hefur þó sennilega notið góðrar aðstoðar Degens. Björn stefndi þó ekki að lokaprófi í raunvísindum, enda var slíkt ekki í boði í Kaupmannahöfn á þeim tíma. Landmælingar lærði hann hjá Schumacher og vann undir hans stjórn við þríhyrningamælingar á Holtsetalandi á árunum 1820 og 1821.

Björn Gunnlaugsson (1788-1876) árið 1859, þá 71 árs gamall. Hann var ekki aðeins fremsti stærðfræðingur, stjörnufræðingur og eðlisfræðingur Íslendinga um sína daga, heldur áhrifamikill náttúruguðfræðingur. Teikningin er eftir Sigurð Guðmundsson málara.

Vorið 1822 virðist Birni hafa þótt tímabært að snúa aftur heim til föðurlandsins og hinn 2. apríl 1822 sendi hann eftirfarandi bréf til skólayfirvalda í Danaveldi (Den Kongelige Direction for  Universitetet og de lærde Skoler). Bréfið er varðveitt á Þjóðskjalasafni Íslands (Skólastjórnarráð 1928-012 | SK/3 Örk: 27):

Det er en saavel af ældre som yngere almindelig erkendt Sandhed, at blandt de Kundskaber, der í særdeleshed vekke Tænkningen øve Dømmekraften og derved aabne Vejen til Forstandens Dannelse, indtage de mathematiske en særdeles høj, om ikke den øverste Plads. Det er derfor almindelig vedtaget, at Mathematiken udgiør en væsentlig Deel af Undervisningen, ikke alene i de lærde, men endog i de for Almuen indrettede Undervisnings Anstalter. Islands eneste saa kaldte lærde Skole, er maaske den eneste, der gandske mangler dette Gode; en Mangel som for Island er saa meget meere føleligt, som der ikke gives nogen Maade, hvorved den kan erstattes, thi der haves i Landets Sprog ingen egenlig mathematiske Skrifter, og endnu vanskeligere at forstaa, for dem der ikke have nogen mundtlig Veiledning. Disse Vanskeligheder have hidtil saaledes forhindret det mathematiske Studium Opkomst og Fremgang i Island, at uagtet der gives mange Islændere, der af Naturen synes fødte til deslige Beskiæftigelser, og som derved meget kunde gavne deres Fædreland, saa gives der dog i Island, næsted ingen som kan give den lærebegiærlige Yngling, den fornødne Veiledning i dette Henseende. Denne Mangel af mathematiske Kundskaber bliver da isærdeeleshed følelig for dem, hvis Evner tillade dem, efter fuldendte Skolestudier at reise hertil Universitetet, for videre at forsætte disse, og som derfor í deres første Aar maa anvende uforholdsmæssig Tid paa at giøre sig bekiændt med de for dem gandske fremmede mathematiske Videnskaber.

Den Overbevisning at det derfor vilde være særdeles nyttigt for Island, om der ved den værende lærde Skole, oprettedes en Lærerplads for Mathematik, giver mig Dristighed til underdanigst at tilbyde den Højkongelige Direction for Universitetet, og de lærde Skoler, - ifaldt Højsamme kunde finde fornøden Adgang til at oprette en mathematisk Lærerplads ved bemeldte Skole – min Tieneste i denne Henseende, hvor til jeg troer mig at besidde den fornødne Duelighed, da jeg næsten udelukkende har anvendt mit 4 Ars Ophold her ved Universitetet til deels theoretisk deels practisk paa Reiser med Hr. Professor Schumacher at udvide mine mathematiske Kundskaber, hvilket til nærmere Bekræftelse jeg underdanigst torde beraabe mig paa at have vundet den academiske Pris for 2 mathematiske Prisopgaver.

København den 2 April 1822, underdanigst, B. Gunløgsen

Skólayfirvöld vissu mæta vel, að lýsing Björns á ástandinu á sviði stærðfræðilegra lærdómlista á Íslandi var sannleikanum samkvæm, og að kennsla í stærðfræðigreinum í skólum landsins hafði til þessa öll verið meira og minna í skötulíki. Þeim var jafnframt kunnugt um mikla hæfileika Björns á þessu sviði og tóku því boði hans fegins hendi. Með bréfi dagsettu 18. maí 1822 var hann skipaður fjórði kennarinn við Bessastaðaskóla (Lovsamling for Island, 8. bindi (1819-1825), bls. 334-335). Hinir þrír lærimeistararnir voru þá þeir Jón Jónsson „lektor“ (1777-1860), Hallgrímur Scheving (1781-1861) og Sveinbjörn Egilsson (1791-1852).

Bessastaðaskóli og Bessastaðakirkja árið 1834. Myndin er úr ferðabók Johns Barrow frá 1835 (bls. 249).

Fullyrða má, að með ráðningu Björns Gunnlaugssonar í kennarastöðu við Bessastaðaskóla, árið 1822, hafi í fyrsta sinn verið lagður grunnur að formlegri raunvísindakennslu í íslenskum skólum.

Björn hóf kennaraferil sinn með miklum glæsibrag. Við skólasetninguna í október 1822 hélt hann magnaða ræðu um nytsemi stærðfræðilegra lærdómslista (sjá bls. 54-66) og sagði meðal annars:

Til þess að geta lifað, og lifað þægilegu lífi, verðum vér að nota þau gæði sem guð hefur oss í náttúrunni fyrirbúið, til að nota náttúrunnar gæði verðum vér að þekkja hennar gang; til að geta þekkt hennar gang verðum vér eða að minnsta kosti nokkrir af oss að rannsaka hann; til að rannsaka hann verðum vér að reikna hann út oft og tíðum með mathesi applicata; til að reikna með mathesi applicata verðum vér að þekkja mathesin puram og það til hlítar; og til þess að þekkja hana að gagni verðum vér að kynna oss öll veltingabrögð hennar að svo miklu leyti sem oss er mögulegt; og höfum vér ekki allir tækifæri og tómstundir til þess, þá verðum vér að senda nokkra njósnarmenn út sem gjöri það fyrir oss. Sérhvör þjóð ætti því að hafa sína mathematicos til að senda þá út í náttúruna sem njósnarmenn á undan sér til að rannsaka hennar leyndardóma og sem vísi síðan þjóðinni á eftir hvört hún leita skuli til að finna þau gæði sem í henni eru fólgin.

Á þeim tæpa aldarfjórðungi, sem Björn kenndi mælifræði (þ.e. stærðfræði) við Bessastaðaskóla notaði hann eingöngu danskar kennslubækur, meðal annars í talnareikningi og algebru eftir  H.O. Bjørn (1777-1843) og  G.F. Ursin (1797-1849) og í rúmfræði eftir Ursin og C. Svenningsen (1801-1853). Kennslubækur þessar komu í fleiri en einni útgáfu og færsluhöfundur hefur litlar sem engar upplýsingar um það, hvaða útgáfur rötuðu til Bessastaðaskóla frá skólayfirvöldum í Kaupmannahöfn. Hins vegar má ætla, að eftirfarandi kennslubók gefi allgóða hugmynd um framsetningu og dýpt námsefnisins, alla vega fyrstu árin:

Björn þurfti, auk stærðfræðinnar, að kenna greinar eins og dönsku og landafræði, en hvorki stjörnufræði né eðlisfræði voru kennd með formlegum hætti við Bessastaðaskóla. Það var ekki fyrr en lærði skólinn var fluttur til Reykjavíkur árið 1846, sem síðastnefndu greinarnar urðu hluti af námsefninu. Það var að sjálfsögðu Björn Gunnlaugsson, sem sá um kennslu þeirra, auk stærðfræðinnar, allt þar til hann lét af störfum við Reykjavíkurskóla, 74 ára gamall, árið 1862. Þess má og geta, að samhliða þessum greinum þurfti hann um tíma að kenna skólapiltum náttúrusögu.

Reykjavíkurskóli og umhverfi hans um 1850. Dómkirkjan blasir við og lengst til hægri glittir í Tjörnina. Efst á holtinu fyrir ofan má sjá skólavörðuna bera við himin. Málverk: Jón Helgason.

Í þessari stuttu færslu verður ekki fjallað nánar um ævi Björns Gunnlaugssonar, né heldur um störf hans sem kennara, vísindamanns, heimspekings og rithöfundar. Í staðinn er fróðleiksfúsum lesendum vísað á ritaskrá Björns og verk, sem talin eru upp í sérstakri heimildaskrá. Þó er rétt að minnast hér á hið merka ljóð Björns, Njólu, sem var ein víðlesnasta bók á Íslandi á seinni hluta nítjándu aldar. Verkið kom fyrst út 1842, sama árið og Jónas Hallgrímsson sendi frá sér þýðingu sína á Stjörnufræði eftir áðurnefndan G.F. Ursin og tileinkaði Birni með orðunum „Þessa tilraun dirfist jeg að tileinka kjennara mínum, herra Birni Gunnlaugssini, stjörnuspekingi, í virðingar og þakklætis skini.“

Ég tel, að það yrði íslenskum raunvísindamönnum og raungreinakennurum til mikil sóma, ef þeir notuðu nú tækifærið til að halda veglega upp á tveggja alda afmæli opinberrar og formlegrar stærðfræðikennslu í íslenskum skólum. Sennilega væri skynsamlegast, að fagfélög eins og Íslenska stærðfræðafélagið, Eðlisfræðifélag Íslands, Stjarnvísindafélag Íslands, Félag raungreinakennara, Flötur - Samtök stærðfræðikennara, Stjörnuskoðunar-félag Seltjarnarness og fleiri slík félög tækju sig saman um að halda upp á afmælið haustið 2022.

Meðal þess, sem komið gæti til greina, er að bjóða upp á erindi, halda sýningu, skrifa stutta pistla fyrir fjölmiðla og/eða samfélagsmiðla, halda málþing, gefa út afmælisrit og fleira í þeim dúr. Ef átak sem þetta reynist hópnum ofviða, gefst fljótlega annað tækifæri, því árið 2026 verða nefnilega liðin 150 ár frá því Björn Gunnlaugsson lést.

Sýningarkassa með landmælingaverkfærum Björns Gunnlaugssonar má finna nálægt suðurdyrunum á gangi fyrstu hæðar í VRII, byggingu Háskóla Íslands við Hjarðarhaga. Kannski væri gangurinn kjörinn fyrir veggspjaldakynningu á Birni og verkum hans, og kannski mætti finna þar stofu fyrir erindi og fleira? – Þess má einnig geta, að á Þjóðminjasafninu er varðveitt falleg sjónpípa á þrífæti og ýmsir aðrir gripir úr eigu Björns. Útgefin rit hans og handrit er að finna á Landsbókasafni-Háskólabókasafni.

Að lokum þetta: Björn Gunnlaugsson er grafinn í Hólavallagarði (gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu). Á sínum tíma þurfti ég að hafa talsvert fyrir því að finna leiðið, þar sem legsteinninn reyndist bæði látlaus og mosavaxinn. Að auki hvílir Björn í fjölskyldugrafreit. Kannski væri við hæfi, að núlifandi raunvísindamenn íslenskir ættu frumkvæði að því að snyrta steininn og lagfæra, og þá í samvinnu við afkomendur Björns?

Legsteinninn á leiði Björns Gunnlaugssonar í Hólavallagarði árið 2003 (reitur: L-512C).

 

Til frekari fróðleiks:

 


 

Birt í Eðlisfræði, Nítjánda öldin, Stærðfræði, Stjörnufræði

Gagnlegar heimildir um Björn Gunnlaugsson (1788-1876)

 


 

Birt í Eðlisfræði, Nítjánda öldin, Stærðfræði, Stjörnufræði

Prentuð verk Björns Gunnlaugssonar (1788-1876)

 

 

Frá Bessastaðaárunum:

Frá Reykjavíkurárunum:

Sjá einnig:

 


 

Birt í Eðlisfræði, Nítjánda öldin, Stærðfræði, Stjörnufræði

Um merkisafmæli Stefáns Björnssonar og Gísla Einarssonar á árinu 2021. Ásamt inngangi um yfirborðsbylgjur

Í nóvemberhefti tímaritsins Physics Today er mjög fróðleg grein um yfirborðsbylgjur, sem ég hafði loks tíma til að lesa í gær:

Strax og ég sá titilinn, rifjaðist það upp fyrir mér, að fyrir rúmum 225 árum sendi Stefán Björnsson inn ritgerð(ir) um nákvæmlega þessa spurningu í verðlaunasamkeppni danska Vísindafélagsins. Sú saga er rakin í lok færslu minnar frá 2017: Aflfræði í verkum Stefáns Björnssonar.

Myndir úr handskrifaðri ritgerð Stefáns, sem hann sendi Hinu konunglega danska vísindafélagi á latínu sumarið 1795. Á íslensku hljóðar titillinn svo: Ritgerð, þar sem útskýrt er og sýnt, hvernig ölduhæð og öldubreidd veltur á víddum vatna, sem vindur hrærir.

Þeim sem vilja sökkva sér dýpra í þetta krefjandi viðfangsefni og sögu þess, má benda á eftirfarandi heimildir:

 

Stefán Björnsson (1721-1798)

Þótt eðlisfræðin, sem kemur við sögu hér að framan, sé bæði skemmtileg og mikilvæg, er tilgangur þessarar færslu ekki sá að fjalla frekar um hana sem slíka, heldur að minna menn á, að á þessu ári eru liðnar þrjár aldir frá fæðingu Stefáns Björnssonar reiknimeistara.

Stefán var sá maður íslenskur sem best var að sér í stærðfræðilegum lærdómslistum á átjándu öld. Um hann og verk hans má m.a. lesa hér:

 

Gísli Einarsson (1621-1688)

En það eru fleiri en Stefán, sem eiga merkisafmæli. Það á til dæmis við um Gísla Einarsson skólameistara í Skálholti og síðar prest á Helgafelli, en á þessu ári eru liðnar fjórar aldir frá fæðingu hans. Gísli mun hafa verið eini Íslendingurinn, sem lagði sérstaka stund á stærðfræðilegar lærdómslistir á sautjándu öld, og í framhaldi af því varð hann fyrsti konungsskipaði kennarinn í reikningi, rúmfræði og stjörnufræði  hér á landi.

Frekari upplýsingar um Gísla Einarsson má finna hér:

 


 

Birt í Óflokkað

Látnir samferðamenn

Hér eru taldir upp íslenskir raunvísindamenn (einkum eðlisfræðingar, efnafræðingar, stærðfræðingar og stjörnufræðingar), sem ég hef kynnst í gegnum tíðina, en eru nú horfnir yfir móðuna miklu. Skráin er fyrst og fremst ætluð mér sjálfum til að varðveita minningar um burtkallaða vini og kunningja, samstarfsmenn, kennara, nemendur og aðra raunvísindamenn, sem ég átti samleið með um tíma. Eðli málsins samkvæmt mun skráin smám saman lengjast, allt þar til færsluhöfundur kveður sjálfur.


Ágúst Valfells efna- og kjarnorkuverkfræðingur (1934-2024)

 


Jón Kristinn Arason stærðfræðingur (1946-2024)

 


Magnús Már Kristjánsson lífefnafræðingur (1957-2024)

 


Magnús Magnússon eðlisfræðingur (1926-2024)

 


Rögnvaldur Ólafsson eðlisfræðingur (1943-2024)

 


Sigfús Björnsson eðlis- og verkfræðingur (1938-2023)

 


Sigurður Helgason stærðfræðingur (1927-2023)

 


Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur (1935-2023)

 


Sigmundur Guðbjarnason efnafræðingur (1931-2023)

 


Halldór Halldórsson stærðfræðingur (1948-2023)

 


Axel Björnsson jarðeðlisfræðingur (1942-2023)

Andlátsfrétt í Mbl, 31. maí 2023

 


Þorvaldur Búason eðlisfræðingur (1937-2022)

 


Hörður Lárusson stærðfræðikennari (1935-2022)

 


Þórir Ólafsson eðlisfræðingur (1936-2022)

 


Stefán Briem eðlisfræðingur (1938-2022)

 


Ásmundur Jakobsson eðlisfræðingur (1946-2021)

 


Steingrímur Baldursson efnaeðlisfræðingur (1930-2020)


Leó Kristjánsson jarðeðlisfræðingur (1943-2020)

 


Örn Helgason eðlisfræðingur (1938-2019)

 


Þorsteinn Ingi Sigfússon eðlisfræðingur (1954-2019)

 


Halldór Elíasson stærðfræðingur (1939-2019)

 


Pálmi Ingólfsson rafmagnstæknifræðingur (1948-2018)

 


Páll Theodórsson eðlisfræðingur (1928-2018)

 


Jón Hafsteinn Jónsson stærðfræðingur (1928-2018)

 


Bragi Árnason efnafræðingur (1935-2017)

 


Ottó J. Björnsson stærðfræðingur (1934-2016)

 


Þorvaldur Ólafsson eðlisfræðingur (1944-2016)

 


Axel W. Carlquist eðlisfræðingur (1939-2016)

  • Jón Baldvin Hannibalsson 24. feb. 2016: Minning
  • Viðtal, 30. ágúst 1984

 


Sigþór Pétursson efnafræðingur (1943-2015)

 


Már Ársælsson stærðfræðikennari (1929-2013)

 


Sigfús J. Johnsen jarðeðlisfræðingur (1940-2013)

 


Halldór Guðjónsson stærðfræðingur (1939-2013)

 


Gunnlaugur Elísson efnafræðingur (1928-2012)

Minningargreinar í Mbl, 17. sept. 2012

 


Rúnar Bjarnason efnaverkfræðingur (1931- 2012)

 


Jón Pétursson rafmagnsverkfræðingur (1946-2011)

 


Jón Bragi Bjarnason lífefnafræðingur (1948-2011)

 


Óskar Maríusson efnaverkfræðingur (1934-2011)

 


Oddur Benediktsson stærðfræðingur (1937-2010)

 


Egill Egilsson eðlisfræðingur (1942-2009)

 


Marteinn Sverrisson rafmagnsverkfræðingur (1947-2008)

 


Jón Sveinsson rafmagnstæknifræðingur (1944-2007)

 


Sveinn Þórðarson eðlisfræðingur (1913-2007)

 


Ingvar Ásmundsson stærðfræðikennari (1934-2007)

 


Kjartan G. Magnússon stærðfræðingur (1952-2006)

 


Unnsteinn Stefánsson haffræðingur (1922-2004)

 


Guðmundur G. Bjarnason háloftafræðingur (1954-2003)

 


Ásgeir Bjarnason efnafræðingur (1958-2001)

 


Björn Bjarnason stærðfræðingur (1919-1999)

 


Hallgrímur Björnsson efnaverkfræðingur (1912-1997)

 


Guðmundur Arnlaugsson stærðfræðingur (1913-1996)

 


Eggert V. Briem áhugaeðlisfræðingur (1895-1996)

  • Minningargreinar í Mbl, 24. maí 1996
  • Leó Kristjánsson, Helgi Björnsson og Bryndís Brandsdóttir, 2000: Minning

 


Eiríkur Hamall Þorsteinsson eðlisfræðingur (1964-1996)

 


Sigurkarl Stefánsson stærðfræðingur (1902-1995)

 


Þórarinn Guðmundsson eðlisfræðingur (1936-1991)

 


Leifur Ásgeirsson stærðfræðingur (1903-1990)

 


Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræðingur (1917-1988)

 


Þóroddur Oddsson stærðfræðikennari (1914-1986)

 


Þessi persónulega skrá mín nær ekki lengra aftur í tímann, af þeirri einföldu ástæðu að ég kynntist ekki raunvísindamenntuðum einstaklingum fyrr en ég hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1963. Hins vegar hef ég tekið saman aðra skrá, Íslenskir stærðfræðingar, eðlisfræðingar og stjörnufræðingar til 1960: Skrá með inngangi og eftirmála, þar sem litið er yfir sviðið frá mun víðara sjónarhorni.


 

Birt í Eðlisfræði, Efnafræði, Stærðfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta og fyrsta öldin, Tuttugasta öldin

Þorvaldur Ólafsson eðlisfræðingur (1944-2016)

 

Minningargreinar I og II.

 

Birt í Tuttugasta og fyrsta öldin, Tuttugasta öldin

Guðmundur G. Bjarnason háloftafræðingur (1954-2003)

 

Minningargreinar.

 

Birt í Tuttugasta og fyrsta öldin, Tuttugasta öldin

Guðmundur Arnlaugsson stærðfræðingur (1913-1996)

 

Minningargreinar I, II, III og IV.

 

Birt í Tuttugasta öldin

Íslenskir stærðfræðingar, eðlisfræðingar og stjörnufræðingar til 1960: Skrá með inngangi og eftirmála

Færslan er enn í vinnslu og verður uppfærð eftir þörfum

 

Inngangur

Það var ekki fyrr en á nítjándu öld, sem hinar ýmsu verkfræði- og raunvísindagreinar urðu almennt að sjálfstæðum námsgreinum við helstu háskóla í Evrópu og Ameríku. Breytingin olli því meðal annars, að menn gátu nú loksins útskrifast með háskólagráðu á sviðum eins og verkfræði, stærðfræði, stjörnufræði, eðlisfræði, efnafræði og náttúrufræði.

Í Danmörku var þetta nýja fyrirkomulag fyrst innleitt með tilkomu Fjöllistaskólans (Den Polytekniske Læreanstalt) árið 1829 og síðan með stofnun Stærðfræði- og náttúruvísindasviðs (Det Matematisk-naturvidenskabelige Fakultet) við Háskólann í Kaupmannahöfn árið 1850. Kennsla þessara tveggja skóla í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði var að mestu sameiginleg, að minnsta kosti til ársins 1921, þegar Niels Bohr stofnunin tók til starfa. Stjörnufræðikennslan fór hins vegar fram að hluta við Stjörnuturn skólans (Astronomisk Observatorium), eins og tíðkast hafði allt frá 1642.

Háskólinn í Kaupmannahöfn er hér nefndur sérstaklega, þar sem hann var í raun þjóðarháskóli Íslendinga allt frá siðaskiptum til ársins 1911, þegar Háskóli Íslands var stofnaður. Dönsk áhrif héldu þó áfram að vera sterk hér á landi, vel fram yfir seinni heimstyrjöldina, ekki síst á sviðum eins og verkfræði og raunvísindum.  Vegna styrjaldarinnar neyddust Íslendingar til að hefja verkfræðikennslu að danskri fyrirmynd hér heima árið 1940, en BA-nám í raungreinum hófst ekki fyrr en um 1950 og þá í Heimspekideild. BS-nám í raunvísindum, að bandarískum og enskum sið, var svo sett á laggirnar við Verkfræði- og raunvísindadeild í kringum 1970.

Að mati færsluhöfundar má greinilega má sjá þrjú meginskeið í sögu raunvísinda hér á landi:

Fyrsta skeiðið nær frá siðaskiptum til miðrar nítjándu aldar. Á því tímabili lögðu ýmsir hæfileikaríkir Íslendingar, einkum Hafnarstúdentar, sig sérstaklega eftir stærðfræðilegum lærdómslistum (m.a. stærðfræði, stjörnufræði, ljósfræði, aflfræði) og/eða náttúruspeki (þ.e. kenningum um gerð heimsins, eiginleika efna og efnasambanda og eðli og hegðun náttúrulegra hluta og fyrirbæra, jafnt á himni sem á jörðu). Oftast virðist þetta hafa stafað af hreinni fróðleiksfýsn, því flestir þessara námsmanna (þó ekki allir) lögðu fyrst og fremst stund á aðrar vænlegri greinar (til dæmis guðfræði, lögfræði og læknisfræði) sem gáfu umtalsverða von um starf að námi loknu.

Næsta skeið nær frá seinni hluta nítjándu aldar og fram yfir miðja tuttugustu öld, eða til upphafs geimaldar. Hér verður miðað við tímabilið 1850-1960. Á þessum árum gátu menn útskrifast frá háskólum með prófgráður í hinum ýmsu náttúruvísindum og verkfræði, sem olli því að nokkrir Íslendingar tóku að sækja sérstaklega í slíkt nám í Kaupmannahöfn, fyrst í náttúrufræði og verkfræði, en nokkru síðar í eðlisfræði, stærðfræði og stjörnufræði. Ýmsar ástæður ollu því þó, að Ísendingar náðu ekki að ljúka lokaprófi í þessum greinum fyrr en á tíunda áratugnum. Þegar fram liðu stundir átti stofnun stærðfræðideildar við Reykjavíkurskóla, árið 1919, svo eftir að hafa mikil áhrif í þessum efnum.

Eftir seinni heimsstyrjöldina ollu margvíslegar hræringar á álþjóðavettvangi og aukinn bjartsýni og trú á vísindi og framfarir því meðal annars, að víða erlendis var auðveldara en áður að fá fjármagn til vísindarannsókna og kennslu framhaldsnema. Á Íslandi voru þó allir innviðir á sviði raunvísinda vanþróaðir og langt á eftir því, sem tíðkaðist í nágrannalöndum. Fyrir tilstilli framsýnna einstaklinga tók þó smám saman að örla á breytingum til hins betra. Þar komu ýmsir við sögu, þar á meðal Þorbjörn Sigurgeirsson, sem varð prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands árið 1957 og setti fljótlega á fót Eðlisfræðistofnun Háskólans. Þótt aðstaða til rannsókna væri mjög takmörkuð í fyrstu, varð þessi starfsemi ein af helstu ástæðum þess, að Raunvísindastofnun Háskólans var sett á laggirnar með góðri hjálp Bandaríkjamanna árið 1966. Þróunin hér heima, í bland við sívaxandi iðkun raunvísinda á alþjóðavettvangi, varð svo meðal annars til þess, að á sjöunda áratugnum tóku mun fleiri íslenskir námsmenn en áður að leggja fyrir sig háskólanám í raunvísindum.

Þriðja og síðasta skeiðið, „nútíminn“, hefst um og uppúr 1960. Því verða ekki gerð skil hér með nafnaskrá, og slíkt verk er ekki heldur á dagskrá hjá færsluhöfundi á næstunni - til þess er viðfangsefnið allt of flókið og viðamikið. Í eftirmála er hins vegar stuttlega minnst á nokkur almenn atriði varðandi nútíma raunvísindi á Íslandi og nefndar gagnlegar heimildir, sem gætu nýst við frekari rannsóknir á sögu þeirra.

Hvað varðar nafnaskrárnar fyrir tvö fyrstu skeiðin eru, auk ávaxtanna af eigin sögugrúski (sjá einnig hér), helstu heimildir mínar þessar:

Í nafnaskránni er notuð aldursröð, frekar en stafrófsröð, þar sem aldursröðin bregður skýrara ljósi á sögulega þróun viðkomandi greina. Lögð er áhersla á að nefna menntun einstaklinga, en jafnframt er vísað í frekari heimildir, þar á meðal æviskrár, um nánari smáatriði. Áhugasamir geta notað þessar tilvísanir til að rekja sig áfram.

Skráin er væntanlega ekki tæmandi og hún er enn í vinnslu. Ég bið menn því um að hnippa í mig, ef ég hef gleymt einhverjum, sem hlutu æðri háskólagráður (cand. mag., dr. phil., eða aðrar jafngildar) á sviðum stærðfræði, eðlisfræði og stjörnufræði á árunum 1850 til 1960. Rétt er að taka fram, að hér eru tryggingastærðfræðingar ekki hafðir með, því ég þekki lítið sem ekkert til þess hóps. Hins vegar eru ýmsir af öðrum sviðum en stærðfræði, eðlisfræði og stjörnufræði í skránni, þar sem þeir lögðu talsvert af mörkum til þessara þriggja greina, til dæmis með kennslu, alþýðufræðslu eða rannsóknum.



 

Nafnaskrá

1. Tímabilið frá miðöldum til 1850

Víkingaöld

Þorsteinn surtur Hallsteinsson bóndi (uppi um miðja 10. öld)


 

Kaþólskar miðaldir

Sæmundur fróði Sigfússon prestur (d. 1133)


Stjörnu-Oddi Helgason vinnumaður (uppi um 1100)

  • Setti fram reglur um tímasetningu sólhvarfa og vikulega breytingu á sólarhæð. Miðaði átt dögunar og dagseturs.
  • Íslenzkar æviskrár: Oddi Helgason.
  • Þorsteinn Vilhjálmsson og Ívar Daði Þorvaldsson, 2011: Stjörnu-Oddi.
  • Einar H. Guðmundsson, 2018: Stjörnu-Oddi Helgason, heimildaskrá.

Bjarni prestur Bergþórsson hinn tölvísi (d. 1173)


Styrmir fróði Kárason prestur, lögsögumaður og príor (d. 1245)


 

Siðskipta- og lærdómsöld (1550 - 1750)

Guðbrandur Þorláksson biskup (1542-1627)


Oddur Einarsson biskup (1559-1630)


Brynjólfur Sveinsson biskup (1601-1675)


Runólfur Jónsson skólameistari (um 1619 - 1654)


Páll Björnsson prófastur (1620-1706)


Vísi-Gísli Magnússon sýslumaður (1621-1696)


Gísli Einarsson skólameistari og prestur (1621-1688)


Þórður Sveinsson prestur (1623-1667)


Þorkell Arngrímsson prestur og læknir (1629-1677)

  • Vel að sér í náttúruspeki.
  • Wikipedia: Þorkell Arngrímsson Vídalín.
  • Vilmundur Jónsson, 1949: Lækningar – Curationes – séra Þorkels Arngrímssonar.
  • Sjá Læknatalið.

Gísli Þorláksson biskup (1631-1684)


Þórður Þoráksson biskup (1637-1697)


Þórður Þorkelsson Vídalín læknir og kennari (1662-1742)


Jón Árnason biskup (1665-1743)


Hjalti Þorsteinsson prestur og málari (1665-1754)


Jónas Daðason Gam rektor í Danmörku (1671-1734)

  • Vel að sér í stærðfræðilegum lærdómslistum, m.a. ljósfræði.
  • Íslenzkar æviskrár: Jónas Gam.

Þorleifur Halldórsson skólameistari (1683-1713)


Magnúa Arason landmælingamaður (1683-1728)


 

Upplýsingartímabilið (1750-1850)

Bjarni Pálsson náttúrufræðingur og læknir (1719-1779)


Stefán Björnsson reiknimeistari (1721-1798)


Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld (1726-1768)


Eyjólfur Jónsson stjörnumeistari (1735-1775)


Rasmus Lievog stjörnumeistari (1738-1811)


Hannes Finnsson biskup (1739-1796)


Pétur Þorsteinsson læknir og kennari (1752-1792)


Ólafur Ólafsson húsameistari og kennari (1753-1832)


Jón lærði Jónsson bóndi (1759-1846)


Magnús Stephensen dómstjóri og alþýðufræðari (1762-1833)


Sveinn Pálsson náttúrufræðingur og læknir (1762-1840)


Björn Gunnlaugsson kennari og landmælingamaður (1788-1876)


Jón Bjarnason bóndi (1791-1861)


Jónas Hallgrímsson náttúrufræðingur og skáld (1807-1845)


Jón Thorlacius Einarsson prestur (1816-1872)


Magnús Grímsson prestur (1825-1860)


 

2. Tímabilið frá 1850 til 1960

Benedikt Gröndal skáld og kennari (1826-1907)


Halldór Guðmundsson kennari (1826-1904)


Nikulás Runólfsson eðlisfræðingur (1851-1898)


Björn Jensson kennari (1852-1904)


Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur og alþýðufræðari (1855-1921)


Frimann B. Arngrímsson (1855-1936)


Sigurður Thoroddsen verkfræðingur og kennari (1863-1955)


Þorkell Þorkelsson eðlisfræðingur (1876-1961)


Ólafur Dan Daníelsson stærðfræðingur (1877-1957)


Sturla Einarsson stjörnufræðingur (1879-1974)


Trausti Ólafsson efnaverkfræðingur og kennari (1891-1961)


Vilhjálmur Ögmundsson bóndi (1897-1965)


Teresía Guðmundsson veðurfræðingur (1901-1983)

  • Cand. mag. í stærðfræði, stjörnufræði og efnafræði frá Hásk. í Osló 1925. Cand. real. í veðurfræði frá sama skóla 1937.
  • Viðtal í Aþbl. 3. nóv 1963.
  • Minningargrein í Mbl. 24. ágúst 1983.
  • Minning í Mbl. 15. mars 2012.
  • Sjá einnig Sögu Veðurstofu Íslands.

 

Eftir stofnun stærðfræðideildar MR 1919

Sigurkarl Stefánsson stærðfræðingur (1902-1995)

  • Cand. mag. í stærðfræði frá Hásk. í Khöfn 1928.
  • Ýmsar minningargreinar.
  • Sjá Kennaratal og Verkfræðingatal.

Leifur Ásgeirsson stærðfræðingur (1903-1990)


Steinþór Sigurðsson stjörnufræðingur (1904-1947)


Trausti Einarsson stjörnufræðingur (1907-1984)


Sveinn Þórðarson eðlisfræðingur (1913-2007)


Guðmundur Arnlaugsson stærðfræðingur (1913-1996)

  • Cand. mag. í stærðfræði frá Hásk. í Khöfn 1942.
  • Minningargreinar í Mbl. 15. Nóv. 1996.
  • Sjá Kennaratal.

Gunnar Böðvarsson verkfræðingur og jarðeðlisfræðingur (1916-1989)


Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræðingur (1917-1988)


Björn Bjarnason stærðfræðingur (1919-1999)

  • Cand. mag. í stærðfræði frá Hásk. í Khöfn 1945.
  • Minningargreinar í Mbl. 15. Maí 1999.
  • Sjá Kennaratal.

Bjarni Jónsson stærðfræðingur (1920-2016)


Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur (1924-2021)


Ári Brynjólfsson eðlisfræðingur (1926-2013)


Magnús Magnússon eðlisfræðingur (f. 1926)


Sigurður Helgason stærðfræðingur (f. 1927)


Skarphéðinn Pálmason stærðfræðingur (f. 1927)


Jón Hafsteinn Jónsson stærðfræðingur (1928-2018)


Guðmundur Pálmason jarðeðlisfræðingur (1928-2004)


Páll Theodórsson eðlisfræðingur (1928-2018)


Steingrímur Baldursson efnaeðlisfræðingur (1930-2020)



 

Örlítið um tímabilið eftir 1960

Ég reikna með, að flestir íslenskir raunvísindamenn geri sér fulla grein fyrir mikilvægi þess að halda utan um sögu sinna eigin fræðigreina og festa hana á blað fyrir komandi kynslóðir. Sumir líta jafnframt á vísindasöguritun í stærra samhengi, svo sem félagslegu og menningarlegu. Slíkt viðhorf er til dæmis að finna í ágætri grein, On science in a small country, sem welski vísindasagnfræðingurinn Iwan Rhys Morus birti árið 2018 í Physics Today. Hann kemst meðal annars svo að orði:

Historians of science have tended not to pay much attention to little countries like [Iceland], just as [Icelandic] historians have paid little attention to science. Historians of science, when they study national context, tend to focus on the big, ambitious, and powerful nation-states. Plenty of histories cover US science or Soviet science, for instance. Much has been written about science in imperial Victorian Britain. Philosophers of science tend to hold that science belongs to no particular place—that its origins are irrelevant to its content.

Looking at science in a small country is a good way of getting at why place does matter. It matters because where science gets done and how scientific ideas circulate through culture are critical to the way people understand it. What science means to people and how people think about their own relationship with it depend in part on where science is seen to be done. If our view and focus are firmly fixed on the great names and on science’s role in making powerful nations more powerful, we can easily miss the range of ways in which people understand science and what they think it means for them.

Og í lokin:

If recovering its scientific heritage is important to [Iceland], putting [Iceland] and other small countries like it back in the history of science is also important for how we think about science. Looking at the place science occupies in such countries reminds us, paradoxically, of the universality of science and the variety of ways in which it is and has been understood in different cultures and places.

We tend to think of science as moving from the center to the periphery. Looking at [Iceland] shows us that the process of exchange is rather more complex than that picture suggests.

Science clearly flowed into [Iceland] from elsewhere, but it was also made in [Iceland] and molded by the [Icelanders] to suit their own purposes. As in other cultures, science in [Iceland] has meant different things at different times to different people. Recovering the variety is an important historical task that matters for contemporary science. Looking where science belonged in a country like [Iceland] should remind us that science is common cultural property. It belongs to all of us and matters for all our futures.

Ég tek eindregið undir þessi orð, og eins og sjá má í hornklofunum, hef ég í áhersluskyni gert örlitlar breytingar á textanum.

Þróun nútíma raunvísinda hér á landi er nátengd sögu Háskóla Íslands. Í því sambandi er vert að nefna, að hinum samfélagslega og menningarlega bakgrunni háskólastarfs á Íslandi eru gerð ágæt skil í Aldarsögu Háskóla Íslands frá 2011. Þar er reyndar ekki farið djúpt í sögu fræðigreina, stofnana eða einstaklinga, enda var það aldrei ætlunin.

Ekki má heldur gleyma því, að við Háskólann í Reykjavík hafa nú um skeið verið stundaðar rannsóknir í nokkrum greinum raunvísinda ásamt viðeigandi kennslu.

Nú þegar hefur hefur talsvert verið birt um vissa kafla í sögu nútíma raunvísinda hér á landi, einkum þó fyrstu fjóra áratugina eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Vandinn er bara sá, að verulega erfitt er að fá góða yfirsýn, þar sem mikið af efninu liggur grafið á vefsíðum, í afmælisritum, minningargreinum, ráðstefnuritum, tímaritum, skýrslum, fréttabréfum og dagblöðum. Enn sem komið er, vantar okkur Íslendinga því sárlega yfirlitsrit um sögu þessara fræða. Kannski mæti bæta úr því í tilefni af 75 ára afmæli Raunvísindastofnunar Háskólans árið 2041, eða þá á hundrað ára afmælinu 2066? Mín vegna mætti það gerast mun fyrr.

Þeim, sem vilja fara að huga að þessum málum, má benda á eftirfarandi úrval af fróðlegum ritsmíðum um sögu raunvísinda hérlendis fram eftir tuttugustu öldinni. Einnig á nokkrar gagnlegar vefsíður stofnana og fagfélaga:

 

Greinar og samantektir

 

Ævisögur, afmælisrit og minningarrit

 

Vefsíður stofnana

 

Vefsíður fagfélaga

Verkfræðingafélag Íslands


Íslenska stærðfræðafélagið


Jöklarannsóknafélag Íslands


Jarðfræðafélag Íslands


Eðlisfræðifélag Íslands


Stjarnvísindafélag Íslands


Efnafræðifélag Íslands


Upplýsingar um fleiri rit um sögu nútíma raunvísinda á Íslandi sem og vefsíður stofnana og fagfélaga eru vel þegnar.

 

Birt í Átjánda öldin, Eðlisfræði, Miðaldir, Nítjánda öldin, Sautjánda öldin, Sextánda öldin, Stærðfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta og fyrsta öldin, Tuttugasta öldin