Ragnar Bragason talar um vaktirnar
Ragnar Bragason, sem leikstýrði hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttaröðum Næturvaktin, Dagvaktin og Fangavaktin og var jafnframt einn af handritshöfundum, heldur fyrirlestur á vegum ritlistar mánudaginn 1. nóvember.
Í fyrirlestri sínum hyggst Ragnar fjalla um vinnuna að þáttunum, einkum það hvernig spuni var notaður við sköpun leiktexta og hvernig leikarinn varð að meðhöfundi.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskólabíói, sal 3, á mánudaginn kl. 12. Hann er hluti af fyrirlestraröðinni „Hvernig verður bók til?“ sem ritlist efnir til í samvinnu við Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands. Fyrirlestrar þessir hafa verið vel sóttir og verður gaman að heyra hvað þessi færi leikstjóri hefur fram að færa.
Allir velkomnir.