Sviðslistadeild LHÍ velur verk eftir Jónas Reyni
Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands auglýsti í vor eftir leikverkum handa útskriftarnemum sínum 2016. Fjórtán verk voru send inn og var verk eftir hinn nýútskrifaða ritlistarnema Jónas Reyni Gunnarsson valið til sýninga.
Í frétt á visir.is kemur fram að leikritið fjalli um fólk í raunveruleikaþætti sem gerist um borð í geimskipi. Markmið þess sé að öðlast frægð fyrir að vera fyrsta fólkið á Mars.
Með í pakkanum fylgdi starfsstyrkur til að ljúka við leikritið og hyggst Jónas helga sig því næstu mánuði.
Ég óska Jónasi Reyni til hamingju með þennan áfanga. Þetta er ekki fyrsta samkeppnin sem hann vinnur því að ljóð eftir hann vann ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins 2014.