Tvö útvarpsviðtöl
Á undanförnum vikum hef ég verið munstraður í tvö fremur ítarleg útvarpsviðtöl á Rás 1. Bæði komu til vegna greina sem nýlega birtust og vöktu athygli þáttastjórnenda.
Fyrra viðtalið var við Jórunni Sigurðardóttur í þættinum Orð um bækur. Þar ræddum við um að kenna ritlist á íslensku, máli sem á sér glæsta sögu en svo fáir tala. Tilefnið var greinin „Teaching Creative Writing in a Threatened Language“ í bókinni The Place and the Writer sem kom út nýlega.
Seinna viðtalið var við Þröst Helgason í þættinum Svona er þetta. Þar ræddum við um útilokunarmenningu og málfrelsi í framhaldi af greininni „Skærurnar á netinu“ sem birtist í 2. hefti Tímarits Máls og menningar 2021.
Þar sem ég hef fengið óvenju mikil viðbrögð við viðtölunum hef ég sett hlekki á þau eins og þið sjáið.