Niels Bohr og Íslendingar VI: Heimildaskrá

Efnisyfirlit

 Fróðlegar upplýsingar um Niels Bohr, ævi hans, verk og áhrif, er meðal annars að finna á vefsíðu skjalasafnsins Niels Bohr Archive og einnig á sögusíðu Niels Bohr stofnunarinnar. Sjá einnig viðtöl á vefsíðu AIP (American Institute of Physics): Oral History Interviews.

A. Ýmsar erlendar ritsmíðar um Bohr og samtíð hans

B. Nokkur rit á íslensku, þar sem Bohr og verk hans koma við sögu

Sjá einnig:

C. Myndbönd

 

Til baka í efnisyfirlitið

 

Birt í Eðlisfræði, Efnafræði, Tuttugasta og fyrsta öldin, Tuttugasta öldin

Kenning Björns Gunnlaugssonar um innsta eðli efnisins

Hér eru glærur, sem ég notaði í erindi mínu um Björn Gunnlaugsson á fundi Íslenska stærðfræðafélagsins, 31. október 2022, en þann dag varð félagið sjötíu og fimm ára:

Kenning Björns Gunnlaugssonar um innsta eðli efnisins

Um frumagnakenningu Björns:

Sjá einnig:

 

Birt í Eðlisfræði, Efnafræði, Nítjánda öldin

Frá höfuðskepnum til frumeinda og öreinda: Íslendingar og kenningar um innstu gerð og eðli efnisins – Greinaflokkur

Efnisyfirlit

 I.   Inngangur ásamt yfirliti um tímabilið frá síðmiðöldum til lærdómsaldar
II.  Tímabilið frá upplýsingartímanum til 1850
III. Tímabilið 1850 til 1895
IV. Tímabilið 1895 til 1960
V.  Tímabilið eftir 1960
VI. Saga efniskenninga – Ritaskrár

 

Birt í Átjánda öldin, Eðlisfræði, Efnafræði, Miðaldir, Nítjánda öldin, Sautjánda öldin, Sextánda öldin, Tuttugasta öldin

Frá höfuðskepnum til frumeinda og öreinda: Íslendingar og kenningar um innstu gerð og eðli efnisins I

Inngangur ásamt yfirliti um tímabilið frá síðmiðöldum til lærdómsaldar

Í byrjun júlí árið 2012 fylgdist öll heimsbyggðin með af athygli, þegar tilkynnt var, að hin svokallaða Higgs-eind hefði loksins fundist í flóknum tilraunum með LHC, sterkeinda-hraðlinum mikla í CERN. Niðurstaðan var lokahnykkurinn í viðamiklu átaki eðlisfræðinga til að sannreyna staðallíkan öreindafræðinnar, kenningu sem gefur nær fullkomna lýsingu á öllum þekktum öreindum og víxlverkunum þeirra (sjá stutta myndræna umfjöllun hér).

Segja má að fundur Higgs-eindarinnar hafi verið hápunkturinn í langri sögu, sem teygir sig aftur í gráa fornesku. Sagan sú fjallar um leit mannsins að sífellt dýpri skilningi á innsta eðli efnisins og hún lýsir því, hvernig hugmyndir um gerð þess hafa breyst í gegnum aldirnar. Þessari löngu og flóknu atburðarás hafa verið gerð ítarleg skil í fleiri bókum og tímaritsgreinum en tölu verður á komið og meðal annars af þeim sökum verður ekki fjallað um hana í neinum smáatriðum hér, heldur vísað til ítarlegri heimilda í sérstöku fylgiskjali (sjá skrá A).

Staðan á Íslandi

Þessi færsla er sú fyrsta af fimm, sem fjalla um kynni Íslendinga af helstu kenningum um innstu gerð efnisins. Fram undir 1780 voru það nær eingöngu lærðir Íslendingar, sem höfðu aðgang að þekkingu á þessu sviði og þá einkum í gegnum erlendar kennslubækur og alfræðirit af ýmsu tagi (sjá t.d. skrá B). Það var ekki fyrr en á síðustu áratugum átjándu aldar, eftir að fyrstu fræðsluritin komu út á móðurmálinu, sem íslenskum almenningi gafst tækifæri til að kynnast fyrir alvöru hugmyndum erlendra manna um innsta eðli efnisins (sjá skrá C). Skömmu fyrir miðja nítjándu öld kom út Njóla Björns Gunnlaugssonar, merkt heimspekilegt ljóð um raunvísindi og náttúruguðfræði. Verkið hafði veruleg áhrif á bændur og búalið, og þar er meðal annars fjallað um athyglisverða frumagnakenningu höfundarins.

Forsíðan á þriðju útgáfu Njólu. Í þessu stórmerka ljóði Björns er sett fram fyrsta, og sennilega eina, séríslenska kenningin um innsta eðli efnisins (í IV kafla). Um er að ræða heimspekilega kenningu byggða á svokallaðri kraftahyggju (dynamism). Sjá nánari umfjöllun hér og hér.

Í kjölfar alþjóðlegra menningarstrauma, sem og þróunar í menntamálum í Danaveldi á seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu, jókst áhugi á vísindum og tækni smám saman hér á landi. Sífellt fleiri Íslendingar öfluðu sér þekkingar á þessum sviðum, einkum í Kaupmannahöfn.  Meðal annars af þeim sökum og eins vegna vaxandi tungumálakunnáttu og aukinnar útgáfu fræðsluefnis hér heima og erlendis má segja, að við upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar hafi hinn dæmigerði Íslendingur verið búinn að fá nokkuð ítarlegar fréttir af breytingunum miklu, sem urðu í eðlisfræði um og upp úr aldamótunum 1900. Hér er átt við tilkomu afstæðiskenningar og skammtafræði og meðfylgjandi kenningar um atóm, atómkjarna og öreindir (um komu afstæðiskenningarinnar til Íslands má lesa hér, hér og hér). Fullveldið 1918 og stofnun stærðfræðideildar við Menntaskólann í Reykjavík árið 1919 með tilheyrandi eflingu eðlisfræðikennslu hafði einnig veruleg áhrif hvað þetta varðar.

Eftir seinni heimsstyrjöldina og búbótina, sem henni fylgdi fyrir Íslendinga, hófst þróun sem á endanum leiddi til þeirrar blómlegu starfsemi, sem nú blasir við í vísindum og tækni hér á landi. Stofnun lýðveldisins 1944 og áhrifin frá fyrstu kjarnorkusprengjunum árið 1945, kalda stríðinu og upphafi geimaldar í kringum 1960 skiptu og verulegu máli á þeirri vegferð. Með tilkomu Raunvísindastofnunar Háskólans árið 1966 og raunvísindanámi við Háskóla Íslands, sem fylgdi í kjölfarið, myndaðist hér öflugur vettvangur fyrir rannsóknir og kennslu í raunvísindum. Nú er svo komið að íslenskir raunvísindamenn eru orðnir fullgildir þátttakendur í alþjóðlegri leit vísindasamfélagsins að heildarskilningi á eðli efnis og orku.

Færslurnar fjalla um það, hvernig erlendar hugmyndir um gerð og eðli efnisins bárust til Íslands á tímabilinu frá síðmiðöldum til loka tuttugustu aldar. Fyrst er gluggað í ritaðar heimildir um heimsmyndina frá kaþólskum tíma. Næst er rætt um þekkinguna, sem íslenskir stúdentar sóttu í náttúruspekikennsluna við Háskólann í Kaupmannahöfn á tímabilinu frá siðaskiptum til miðrar nítjándu aldar.  Þá kemur umfjöllun um kynni Íslendinga af atómvísindum  á seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu.  Að lokum er farið örfáum orðum um þróunina hér heima á seinni hluta tuttugustu aldar.

Höfuðskepnurnar – Hin fornu frumefni

Rétt er að minna á, að þótt rekja megi hugmyndir Vesturlandabúa um ódeilanleg atóm (þ.e. frumeindir) og tómið milli þeirra til Forn-Grikkjanna Levkipposar og Demókrítosar, sem uppi voru á fimmtu öld fyrir okkar tímatal (f.o.t.), þá hlaut atómhyggja lítið fylgi meðal náttúruspekinga fyrr en vel var liðið á sautjándu öldina.

Sú mynd af innsta eðli efnisins, sem langflestir aðhylltust fram að þeim tíma, var byggð á kenningu Aristótelesar (384–322 f.o.t) um hin svokölluðu sígildu frumefni, jörð, vatn, loft og eld, sem lengi voru kölluð höfuðskepnur á íslensku. Hugmyndina má reyndar rekja til Empedóklesar (um 450 f.o.t.; sjá einnig hér) og forvera hans, en það var Aristóteles sem fullmótaði kenninguna og kynnti í verkum sínum og kennslu, auk þess sem hann bætti við fimmta frumefninu, hinum himneska vaka (eter). Í kenningu Aristótelesar er gert ráð fyrir samfeldum efnisveruleika, að efnið sé óendanlega deilanlegt og að tóm sé ekki til („horror vacui“).

Samkvæmt kenningu Aristótelesar voru öll efnisleg fyrirbæri í hinum síbreytilega og forgengilega hluta heimsins, sem náði frá jarðarmiðju út að tunglhvelinu, gerð úr blöndu fjögurra frumefna í mismunndi hlutföllum. Þau voru kölluð jörð, vatn, loft og eldur. Ekki má þó taka nöfnin of bókstaflega. Með jörð var t.d. átt við öll föst efni og vatn náði yfir öll fljótandi efni, þar á meðal kvikasilfur. Frumefninin höfðu jafnframt ákveðna einkennandi eiginleika: jörðin var þurr og köld, vatnið kalt og vott, loftið vott og heitt og eldurinn heitur og þurr. Aristóteles bætti einnig við fimmta frumefninu, vaka, sem var bæði fullkomið og óbreytanlegt. Úr því var allur hinn himneski hluti heimsins, föruhnettirnir, fastastjörnurnar og himinhvelin. Myndin er fengin að láni úr bókinni Efnið eftir R.E. Lapp og fl. frá 1968 (bls. 12).

 

Höfuðskepnurnar í íslenskum fornritum

Í fornum íslenskum ritum mun hvergi vera minnst á atóm. Hins vegar er þar víða vikið að höfuðskepnunum fjórum, jörð, vatni, lofti og eldi. Í handritinu AM 685d, 4to, (31r) stendur til dæmis þessi texti (sá Alfræði íslenzka III, bls. 75):

Svo segir Imago mundi, að heimurinn sé vaxinn sem egg, og svo sem skurn er utan um eggið, svo er eldur umhverfis heiminn, og svo sem skjall er næst skurni, svo er og loft næst eldi, og svo sem hið hvíta úr eggi það er næst skjalli, svo eru vötn næst lofti, og svo sem hið rauða er í eggi, svo er jörðin lukt i þessum höfuðskepnum.

Höfundur Imago Mundi var guðfræðinginn Honorius Augustodunensis, sem samdi verkið í kringum 1120. Það var eitt af mörgum þekktum alfræðiritum í Vestur-Evrópu á síðmiðöldum, þar á meðal hér á landi. Einnig má nefna Etymologiae og De natura rerum eftir Ísidór frá Sevilla, frá fyrri hluta sjöundu aldar. Höfuðskepnurnar eru til umræðu í báðum verkunum, en í Etymologiae fjallar Ísidór einnig um atómtilgátuna. Í einföldum kennsluritum síðmiðalda, þar sem efniskenningar eru á annað borð á dagskrá, eru höfuðskepnurnar nær undantekningalaust einar til umræðu. Sem dæmi má nefna frægustu stjarnfræðikennslubók allra tíma, De sphaera mundi, eftir Sacrobosco. Þar er rætt um höfuðskepnurnar strax í upphafi fyrsta kafla.

Á síðmiðöldum hefur raunvísindaleg þekking borist hingað til lands með lærðum mönnum, bæði íslenskum og erlendum, sem numið höfðu við evrópska skóla. Bókleg þekking var meðal annars varðveitt í íslenskum klaustrum og í dómskólunum í Skálholti og á Hólum. Þar hefur henni væntanlega verið miðlað til skólapilta, að minnsta kosti að hluta.

Mynd af jarðmiðjuheimi Aristótelesar í íslenska handritinu AM 732b 4to frá miðri fjórtándu öld. Í innsta hring, sem táknar jarðkúluna, eru taldir upp eiginleikar höfuðskepnanna fjögurra. Utar taka við hvel vatns, lofts og elds. Þar fyrir utan eru hvel föruhnattanna sjö: tungls, Merkúríusar, Venusar, sólar, Mars, Júpíters og Satúrnusar. Í hornum myndarinnar er frekari lýsing á eiginleikum höfuðskepnanna. Myndin sýnir ekki ysta hvelið, hvel fastastjarnanna, sem umlykur hinn endanlega og eilífa heim Aristótelesar. Sjá nánari lýsingu í Alfræði íslenzkri III, bls. 63.

Höfuðskepnurnar koma víðar við sögu en í stjörnulist fornaldar. Þær birtast meðal annars í hinum fornu vessakenningum, sem lengi var beitt í læknislist, hér sem annars staðar, og fjalla um mikilvægi líkamsvessanna fjögurra: blóðs, guls galls, svarts galls og slíms. Þá er og vel þekkt, að í verkinu Tímaíosi, frá um 360 f.o.t., tengir Platon höfuðskepnurnar við rúmfræði, bæði við reglulega margflötunga og rúmfræðileg hlutföll. Eins og fram kemur í grein Kristínar Bjarnadóttur og Bjarna Halldórssonar um Algorismus frá 2021 (bls. 180-185), er svipaða umræðu að finna um hlutföll og höfuðskepnur í íslenska handritinu GKS 1812 4to (16r–16v) og hjá Platoni í Tímaíosi (31b-32c).

Mynd úr íslenska handritinu AM 736 III, 4to, fol. (1r) frá miðri sextándu öld. Hún sýnir nöfn höfuðskepnanna fjögurra í hringjunum til vinstri. Neðst er jörð, næst vatn, þá loft og efst eldur. Ofan við hvern hring, hægra megin, standa í orðum og að rómverskum hætti þær tölur, sem höfuðskepnunum fjórum eru eignaðar: 27 (eldur), 18 (loft), 12 (vatn). Töluna 8 (jörð) vantar þó á myndina. Þarna er ákveðin samsvörun við hugmyndir í Tímaíosi Platons (sjá nánari umfjöllun hér (bls. 183-185). Það er athyglisvert, að í dómkirkjunni í Anagni á Ítalíu er að finna veggmynd, sem líkist mjög þessari.

Gagnlegar heimildir (sjá einnig hér)

 

Siðskipta- og lærdómsöld

Allt frá siðaskiptunum um miðja sextándu öld fram til upphafs tuttugustu aldar, skipaði Háskólinn í Kaupmannahöfn stóran sess í íslenskri menningarsögu. Hann var í raun þjóðarháskóli Íslendinga í rúmar þrjár aldir, því þangað sóttu íslenskir námsmenn þekkingu sína og akademíska reynslu. Að loknu námi gerðu margir þeirra heiðarlega tilraun að nýta menntunina hér heima, en með misjöfnum árangri vegna aðstöðuleysis.

Íslensk menningarsaga, og ekki síst vísindasagan eftir siðaskiptin, væri nær óskiljanleg án hins danska bakgrunns. Til þess að ná heilum þræði í söguna, er því nauðsynleg að kynna sér viðeigandi sagnfræðirit um þróunina í Danaveldi. Hvað vísindasögu varðar má benda lesendum á eftirfarandi yfirlitsrit:

Þótt áhrif Aristótelesar á hugmyndir náttúruspekinga hafi smám saman farið dvínandi, voru efniskenningar hans ríkjandi í hinum lærða heimi fram á fyrri hluta sautjándu aldar, þar á meðal í stjörnuspeki. Þær gengdu og lengi mikilvægu hlutverki í efnaspeki og læknislist, ekki síst vegna áhrifa læknisins Galenosar (129-216). Á sextándu og sautjándu öld fór einnig talsvert fyrir hugmyndum byltingarmannsins Paracelsusar (1493-1541) og efnalæknislistar hans með frumþáttunum þremur, „brennisteini“, „kvikasilfri“ og „salti“.

Táknræn mynd af tengslum líkamsvessa, líkamsparta og höfuðskepna í galenískri læknislist. Sjá nánari umfjöllun í grein Jóns Steffensens (1990), þaðan sem myndin er fengin að láni (bls. 166).

Æðamaðurinn: Táknræn mynd tengd blóðtökum fyrri tíma. Hún endurspeglar hugmyndina um hin mikilvægu tengsl líkamsparta (og líkamsvessa) við stjörnumerki dýrahringsins. Mynd úr Þórðarrími (1692, bls. 130).

Á sextándu öld barst efnalæknislist Paracelsusar ásamt svokallaðri hermesarspeki til Danmerkur fyrir tilstilli manna eins og læknisins P. Severinusar og stjörnufræðingsins Týchós Brahe. Sá síðarnefndi lét til dæmis setja upp sérstaka efnaspekistofu í kjallaranum á Úraníuborg, þar sem hann gerði margskonar tilraunir í efnalæknislist og útbjó einnig ýmis náttúrulyf.

Tvær myndir á veggjum Úraníuborgar með einkunnarorðum Týchós Brahe: Suspiciendo despicio (með því að líta upp, sé ég niður) og Despiciendo suspicio (með því að líta niður, sé ég upp). Verkin tengjast greinilega hermetískri hugmyndafræði um náið samband hins smáa og hins stóra. Sjá nánar hér.

Ég hef ekki rekist á neinar heimildir um það að kunningjar Brahes, biskuparnir Guðbrandur Þorláksson og Oddur Einarsson, hafi lagt stund á efnaspeki, hvað þá gullgerðarlist með tilheyrandi leit að viskusteininum. Þeir hafa þó eflaust, einkum Oddur, vitað af hermesarspeki stjörnumeistarans mikla á Hveðn.

Eftir dauða Brahes lagðist hermetísk hugmyndafræði að mestu af í Danaveldi um skeið, þótt sums staðar sé á hana minnst í víðlesnum ritum C. Bartholins hins eldra. Bartholin lagði jafnframt stund á efnalæknislist, eins og ýmsir aðrir samtímamenn hans í Danmörku og víðar í Evrópu. Í þessu sambandi er einnig vert að nefna, að í hinu fræga bókasafni Brynjólfs biskups Sveinssonar var að finna ýmis rit með hermetískum áherslum.

Árið 1646 kom út heimslýsing Íslandskaupmannsins H. Nansen, sem mun hafa verið talsvert lesin hér á landi, enda rituð á dönsku. Þar er meðal annars fjallað ítarlega um höfuðskepnurnar fjórar, en athygli vekur, að lítil sem engin áhersla er lögð á efnaspeki. Ekki er hægt að segja hið sama um latneska dispútatíu Gísli Þorlákssonar frá 1651, De stellis fixes et errantibus (Um fastastjörnur og föruhnetti), sem reyndar er elsta varðveitta prentaða ritið um stjörnufræði eftir íslenskan höfund. Í síðari hluta ritgerðarinnar fjallar Gísli um eðli föruhnattanna sjö og notast þar bæði við efnaspeki og stjörnuspeki. Þar fylgir hann að verulegu leyti bók A. Kirchers frá 1646, Ars Magna Lucis et Umbrae (Hin mikla list ljóss og skugga).

Eftir að Gísli var orðinn biskup á Hólum gaf hann út rím yngri bróður síns, Þórðar Þorlákssonar, Enchiridion - það er handbókarkorn (oft kallað „Gíslarím“). Það kom aftur út árið 1692, lítilega breytt, undir heitinu : Calendarium Perpetuum -  Ævarande Tijmatal  (venjulega kallað „Þórðarrím“). Verkið inniheldur annars vegar eilífðarrím og veraldlegan fróðleik og hins vegar guðfræðilegt efni. Í viðaukum er meðal annars fjallað um rímfræði, kvartil tunglsins, föruhnetti og dýrahringinn auk læknislistar, þar á meðal blóðtökur og vessakenningar með efnaspekilegu og stjörnuspekilegu ívafi (sjá nánar hér).

Á sautjándu öld var náttúruspeki kennd öllum nemendum við Háskólann í Kaupmannahöfn, en eiginleg efnafræðikennsla var að mestu takmörkuð við læknanámið og tengdist einkum lyfjagerð þess tíma. Að minnsta kosti tveir íslenskir hafnarstúdentar öfluðu sér nokkurrar þekkingar á því sviði, þeir Þorkell Arngrímsson Vídalín og Vísi-Gísli Magnússon. Eftir Kaupmannahafnarárin stunduðu þeir báðir frekara nám í efnafræði/efnaspeki sem og námufræði, Þorkell í Hollandi og Noregi, Gísli í Hollandi og á Englandi.

Einn af samtímamönnum þeirra félaga var O. Borch, fyrsti prófessorinn í efnafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn (hann var jafnframt prófessor í læknisfræði, grasafræði og textafræði og líflæknir konungs). Hann endurvakti áherslur á hermesarspeki í ritum sínum og kennslu og öðlaðist nokkra frægð fyrir verkið De Ortu et Progressu Chemiae Dissertatio (Um uppruna og þróun efnafræðinnar) frá 1668. Sumir telja, að þar sé um að ræða fyrstu tilraunina til að skrá sögu efnafræðinnar/efnaspekinnar.

Þorkell Arngrímsson átti í bréfaskiptum við Borch og sendi honum ýmsar upplýsingar um náttúru Íslands. Eitthvað svipað virðist eiga við um Vísa-Gísla, því í löngu bréfi hans til Björns sonar síns, 12. september 1670, segir meðal annars: „Skrifadu doctor Olao Borricho til ad eg admirere og venerere storliga hanz doctissimum scriptum de ortu et progressu chymiæ. Og mælltstu miög til hannz favourem til þijn og mijn og eg vilie honum þiena þar eg kynne.“

Gísli Vigfússon skólameistari og bóndi mun einnig hafa haft einhver samskipti við Borch og svo kann að vera um fleiri Íslendinga. Um það skortir mig þó heimildir.

Gagnlegar heimildir (sjá einnig hér)

 

Atómhyggjan snýr aftur

Þrátt fyrir að kenningin um höfuðskepnurnar fjórar hafi mótað hugmyndir flestra náttúruspekinga um efnið allt frá dögum Aristótelesar fram á sautjándu öld, voru þeir nokkrir, sem héldu atómhugmyndinni lifandi. Þekktastur þeirra er gríski heimspekingurinn Epikúros (341-270 f.o.t.), sem líkt og Demókrítos hélt því fram, að efnisveruleikinn væri byggður á ódeilanlegum atómum og tóminu milli þeirra. Rúmum tveimur öldum síðar kynnti rómverska skáldið Lúkretíus (96-55 f.o.t.) atómhugmyndir Epikúrosar í ljóðinu De rerum natura (Um eðli hlutanna), sem mun hafa átt talsverðan þátt í endurreisn atómhyggjunnar á sautjándu öld. Þá fjallaði læknirinn Galenos (129-216) um atómhugmyndina í ritum sínum og hið sama gerði Ísidór frá Sevilla á sjöundu öld, eins og áður var nefnt.

Skólaspekingar miðalda fjölluðu einnig um atómhyggju í verkum sínum, en mikill meirihluti þeirra tók þar neikvæða afstöðu, byggða á harðri gagnrýni Aristótelesar á hugmyndir Demókrítosar. Hins vegar er athyglisvert, að skólaspekingarnir ræddu ítarlega og með velþóknun um hugmyndir Aristótelesar um svokallaðar minnstu náttúrulegu efniseiningar. Þar er átt við, að þótt hægt væri, að mati Aristótelesar, að deila einsleitum hlutum (t.d. járnbút eða spýtu) í hið óendanlega í smærri og smærri einingar, taldi hann að fyrr eða síðar kæmi að því, að einingarnar misstu einkennandi efniseiginleika sína. Minnsta arðan, sem enn hefði þessa eiginleika (þ.e. að vera járn eða viður) væri hin minnsta náttúrulega eining (minima naturalia). Þetta minnir einna helst á sameindir nútíma efnisvísinda og vera kann, að þetta gamla hugtak og umræðan um það hafi í einhverjum skilningi brúað bilið milli atómkenninga Forn-Grikkja og agnakenninga (corpuscularianism) sautjándu aldar.

Þekktustu agnahyggjumenn sautjándu aldar voru þeir P. Gassendi, R. Descartes, R. Boyle og I. Newton. Ásamt ýmsum öðrum blésu þessir merku náttúruspekingar nýju og fersku lífi í umræðuna um innsta eðli efnisins. Ekki voru þó allar kenningarnar eins. Til dæmis hélt Descartes því fram, að efni (eða frekar útbreiðsla þess) og rúm væru í raun sama fyrirbærið og því væri tóm ekki til. Samkvæmt hvirflakenningu hans fylltu óendanlega deilanlegar, en misjafnlega stórar efnisagnir, hvern krók og kima veraldarinnar. Þær gátu og aðeins haft áhrif hver á aðra með snertingu. Newton taldi hins vegar, að efnið væri samsett úr ódeilanlegum atómum, sem hreyfðust í tómi, þ.e. algildu rúmi. Þau hefðu stærð, lögun og massa og á milli þeirra verkuðu skammdrægir fráhrindi- og aðdráttarkraftar. Sem kunnugt er, setti hann einnig fram kenningu um það, að ljósið væri straumur agna.

Vel fram yfir miðja átjándu öld hafði agnakenning Descartes víða mun meiri áhrif en atómkenningin, einkum í Frakklandi, en einnig annars staðar, til dæmis við Háskólann í Kaupmannahöfn. Þetta má til dæmis sjá á kennslubókum þeirra C.T. Bartholins, G. Dethardings og P.N. Horrebows í náttúruspeki fyrir byjendur (sjá skrá Ba). Allir minnast þessir höfundar þó jafnframt á höfuðskepnur og atóm.

Þetta er líklega rétti staðurinn til að minnast lauslega á G.W. Leibniz og hugmynd hans frá 1714 um hinar eilífu, óefnislegu og víddarlausu mónöður, sem hver og ein var einstök afleining með eiginleika sálar. Leibniz taldi heiminn samsettan úr mónöðum og að stakir hlutir efnisheimsins væru einfaldlega birtingarmynd samstillts mónöðusafns. Þetta getur vart talist efniskenning í venjulegum skilningi, en hafði þó talsverð áhrif á náttúruspekinga á átjándu öld. Meðal þeirra, sem reyndu að tengja mónöðukenninguna við agnakenningar var heimspekingurinn og kennslubókahöfundurinn C. Wolff, sem hafði veruleg áhrif á kennsluna við Kaupmannahafnarháskóla á tímum þýsk-dönsk-íslensku upplýsingarinnar. Til gamans má geta þess, að eini Íslendingurinn, sem mun hafa blandað sér í mónöðu-umræðuna á opinberum vettvangi, var heimspekineminn Þorleifur Þorleifsson, síðar bóksali. Greinar hans, Monaderne I, II, III & IV, birtust í Kiöbenhavnske nye Tidender om lærde og curieuse Sager á árunum 1755 til 1756.

Mikilvægt er að hafa í huga, að það var ekki fyrr en nokkuð var liðið á nítjándu öldina, sem náttúruspekingar fóru almennt að taka atómhugmyndina alvarlega sem vísindalega kenningu. Var það einkum að þakka mikilvægum mæliniðurstöðum Englendingsins J. Daltons, meðal annars þeirri, að atóm mismunandi frumefna sameinast í efnasamböndum í föstum heiltöluhlutföllum. Enn áttu þó eftir að líða nær hundrað ár, þar til meirihluti eðlis- og efnafræðinga var orðin sannfærður um tilvist atóma. Meira um það síðar.

Mynd úr bókinni Hydrodynamica eftir D. Bernoulli frá 1738. Hún á að sýna, hvernig gasið í ílátinu er samsett úr ögnum á ferð og flugi. Tíðir árekstrar agnanna við lausa flötinn E‘F‘ valda þrýstingi, sem vinnur gegn þyngd lóðsins P, þannig að flöturinn er í stöðugu jafnvægi. Þetta er venjulega talin ein fyrsta tilgátan í fræðum, sem nú ganga undir nafninu kvikfræði gasa.

Gagnlegar heimildir (sjá einnig hér)

Til baka í efnisyfirlit

Birt í Átjánda öldin, Eðlisfræði, Efnafræði, Miðaldir, Nítjánda öldin, Sautjánda öldin, Sextánda öldin

Saga efniskenninga – Ritaskrár

Fylgirit með greinaflokknum Frá höfuðskepnum til frumeinda og öreinda: Íslendingar og kenningar um innstu gerð og eðli efnisins.

DRÖG

A.  Yfirlitsrit um sögu efniskenninga
B.  Dæmi um vel þekkt rit í Danaveldi til 1850
C.  Nokkur fróðleg rit á íslensku 1780 – 2020

Sjá einnig skrána Nokkur gagnleg rit um vísindasögu.

 

A. Yfirlitsrit um sögu efniskenninga

 (a) Nokkrar Wikipedíugreinar

Matter; Philosophy of matter; Classical element; Atomism; History of molecular theory; Kinetic theory of gases; Light; History of electromagnetic theory; Luminiferous aether; Atomic theory; History of subatomic physics; History of quantum mechanics; History of condensed matter physics; History of quantum field theory; History of general relativity; Theory of everything.

(b) Úrval bóka og greina (höfundar í stafrófsröð)

  1. Ball, P., 2002: The Elements: A Very Short Introduction.
  2. Ball, P., 2021: The Elements: A Visual History of Their Discovery.
  3. Brock, W.H., 2000: The Chemical Tree: A History of Chemistry.
  4. Brown, L.M., A. Pais & B. Pippard (ristj.), 1995: Twentieth Century Physics (3 bindi).
  5. Brush, S.G., 1976: The Kind of Motion We Call Heat: A History of the Kinetic Theory of Gases in the 19th Century. I: Physics and the Atomists. II: Statistical Physics and Irreversible Processes.
  6. Brush, S.G., 2003: The Kinetic Theory of Gases: An Anthology of Classic Papers with Historical Commentary.
  7. Buchwald, J.Z. & R. Fox (ritstj.), 2013: The Oxford Handbook of the History of Physics.
  8. Carlip, S. og fl., 2015: Quantum Gravity: A Brief History of Ideas and Some Prospects.
  9. Chalmers, A., 2009: The Scientist's Atom and the Philosopher's Stone: How Science Succeeded and Philosophy Failed to Gain Knowledge of Atoms. (M. Matthews: Umsögn.)
  10. Chalmers, A, 2014: Atomism from the 17th to the 20th Century.
  11. Close, F., 2011: The Infinity Puzzle: Quantum Field Theory and the Hunt for an Orderly Universe.
  12. Constable, E.C. & C.E. Housecroft, 2020: Chemical Bonding: The Journey from Miniature Hooks to Density Functional Theory.
  13. Crease, R.P. & C.C. Mann, 1996: The Second Creation: Makers of the Revolution in Twentieth-Century Physics.
  14. Dijksterhuis, E.J., 1986: The Mechanization of the World Picture: From Pythagoras to Newton.
  15. Debus, A.G., 1977: The Chemical Philosophy: Paracelsian Science and Medicine in the Sixteenth and Seventeenth Centuries.
  16. Ebbesen, S. & C. H. Koch, 2002-2004: Den danske filosofis historie 1-5.
  17. Eddy, M.D., S.H. Mauskopf & W.R. Newman (ritstj.), 2014: Chemical Knowledge in the Early Modern World.
  18. Einar Júlíusson, 1987: „Geimgeislar.“ Í bókinni Í hlutarins eðli: Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, bls. 349-379.
  19. Etheridge, E. & M. Campopiano, 2021: Medieval Science in the North: Travelling Wisdom, 1000-1500.
  20. Gillispie, C.C. (aðalritstj.), 1981-1990: Dictionary of Scientific Biography, 1-18. Til í Þjóðarbókhlöðu. Rafræn útgáfa hér. Sjá einnig Koertge (2007).
  21. Grant, E., 1996: The Foundations of Modern Science in the Middle Ages: Their Religious, Institutional, and Intellectual Contexts.
  22. Grant, E., 2007: A History of Natural Philosophy From the Ancient World to the Nineteenth Century.
  23. Guðni G. Sigurðsson, 1987: „Tilraunir í öreindafræði.“ Í bókinni Í hlutarins eðli: Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, bls. 381-399.
  24. Harman, P.M., 1982: Energy, Force, and Matter: The Conceptual Development of  Nineteenth-Century Physics.
  25. Heilbron, J.L., 1982: Elements of Early Modern Physics.
  26. Hoddeson, L., E. Braun, J. Teichmann & S. Weart (ritstj.), 1992: Out of the Crystal Maze: Chapters from the History of Solid State Physics.
  27. Hoddeson, L., L.M. Brown, M. Riordan & M. Dresden, 1997: The Rise of the Standard Model: A History of Particle Physics from 1964 to 1979.
  28. Holden, T., 2004: The Architecture of Matter: Galileo to Kant.
  29. Holliday, L., 1970: Early Views on Forces between Atoms.
  30. Jakob Yngvason, 2015: „Atóm og sameindir: Stærð þeirra og fjöldi.“ Í bókinni Einstein: Eindir og afstæði, bls. 107-132.
  31. Keller, A., 1983: The Infancy of Atomic Physics: Hercules in His Cradle.
  32. Koertge, N. (aðalritstj.), 2007:New Dictionary of Scientific Biography 1-8. Viðbót við Gillispie (1981-1990). Rafræn útgáfa hér.
  33. Kragh, H., 1999: Quantum Generations: A History of Physics in the Twentieth Century.
  34. Kragh, H., H. Nielsen, K. Hvidtfelt Nielsen & P.C. Kjærgaard, 2005-2006:Dansk Naturvidenskabs Historie 1-4.
  35. Kragh, H., 2011: Higher Speculations: Grand Theories and Failed Revolutions in Physics and Cosmology.
  36. Kragh, H., 2012: Niels Bohr and the Quantum Atom: The Bohr Model of Atomic Structure 1913-1925.
  37. Lindberg, D.C., 2007: The Beginnings of Western Science: The European Scientific Tradition in Philosophical, Religious, and Institutional Context, Prehistory to A.D. 1450. Second Edition.
  38. Lindberg, D.C. & R.L. Numbers (aðalritstj.), 2008-2020: The Cambridge History of Science 1-8.
  39. Lindley, D., 2001: Boltzmann’s Atom: The Great Debate that Launched a Revolution in Physics.
  40. Lüthy, C.H., J.E. Murdoch & W.R. Newman, 2001: Late Medieval and Early Modern Corpuscular Matter Theories.
  41. McMullin, E. (ritsj.), 1965: The concept of matter in Greek and medieval philosophy.
  42. Morus, I.R., 2005: When Physics Became King.
  43. Nye M.J. (ritstj.), 1984: The Question of the Atom. From the Karlsruhe Congress to the Solvay Conference, 1860-1911.
  44. Nye, M.J., 1996: Before Big Science: The Pursuit of Modern Chemistry and Physics, 1800-1940.
  45. Pais, A., 1982: ‘Subtle is the Lord…’: The Science and Life of Albert Einstein.
  46. Pais, A., 1986: Inward Bound: Of Matter and Forces in the Physical World.
  47. Pais, A., 1991: Niels Bohr’s Times: In Physics, Philosophy and Polity.
  48. Principe, L.M., 2013: The Secrets of Alchemy.
  49. Pullman, B., 1998: The Atom in the History of Human Thought.
  50. Riordan, M. (ritstj.), 1997: 100 Years of Particle Physics.
  51. Rocke, A.J., 1984: Chemical Atomism in the Nineteenth Century: From Dalton to Cannizzaro.
  52. Russell, B., 1923: The ABC of Atoms.
  53. Scerri, E. & E. Ghibaudi, 2020: What Is a Chemical Element?
  54. Schweber, S.S., 1994: QED and the Men Who Made it: Dyson, Feynman, Schwinger, and Tomonaga.
  55. Smith, C.S., 1965: The Prehistory of Solid-State Physics.
  56. Stone, D., 2013: Einstein and the Quantum: The Quest of the Valiant Swabian.
  57. Toulmin, S. & J. Goodfield, 1962: The Architecture of Matter.
  58. Van Melsen, A.G., 1952: From Atomos to Atom: The History of the Concept Atom.
  59. Weinberg, S., 2003: The Discovery of Subatomic Particles.
  60. Weinberg, S., 2021: Foundations of Modern Physics
  61. Þorsteinn J. Halldórsson, 2015: „Tilgáta um tvíeðli ljóss.“ Í bókinni Einstein: Eindir og afstæði, bls. 186-220.
  62. Þorsteinn Vilhjálmsson (ritstj.), 2015: Eindir og afstæði.

 

B. Dæmi um vel þekkt rit í Danaveldi 1550 – 1850

Hér er einkum um að ræða ýmsar kennslubækur og alþýðurit, þar sem m.a. er fjallað um efniskenningar. Telja má fullvíst, að lærðir Íslendingar fyrri alda hafi haft aðgang að þessum verkum, eða öðrum svipuðum. Ritunum er raðað í aldursröð.

(a) Lærdómsöld

  1. Aristóteles, frá því um miðja fjórðu öld f.o.t.: Um himnana, Lofthjúpsfræði, Náttúruspeki, Um myndun og eyðingu, etc. Fyrsta heildarútgáfan af verkum Aristótelesar kom á prenti 1495-98.
  2. Sacrobosco, frá því um 1230: De sphaera mundi. Kom fyrst á prenti 1472.
  3. P. Melanchthon, 1550: Initia doctrinae physicae.
  4. C. Bartholin, 1628: Systema physicum.
  5. R. Descartes, 1644: Principia philosophia.
  6. H. Nansen, 1646: Compendium cosmographicum et chronologicum. Á dönsku.
  7. O. Borch, 1668: De Ortu et Progressu Chemiae Dissertatio.
  8. C.T. Bartholin, 1692: Specimen philosophiae naturalis.
  9. A. Le Grand, 1695: Institutio Philosophiae, Secundum Principia D. Renati Descartes.
  10. G. Detharding, 1740: Fundamenta scientiae naturalis.
  11. P.N. Horrebow, 1748: Elementa Philosophiae Naturalis.

(b) Upplýsing og rómantík

  1. W.J. ’s Gravesande, 1720-21: Physices elementa mathematica experimentis confirmata I & II. Kom í mörgum útgáfum.
  2. H. Boerhaave, 1732: Elementa chemiae I & II. Kom í mörgum útgáfum.
  3. P. Musschenbroek, 1734: Elementa physicae. Kom í mörgum útgáfum.
  4. J.G. Krüger, 1740-49: Naturlehre I, II, III.
  5. C. Wolff, 1747: Vernünfftige Gedancken von Gott, der Welt und der Seele des Menschen, auch allen Dingen überhaupt.
  6. N. Wallerius, 1750-52: Systema metaphysicum I, II, III & IV
  7. J.E. Gunnerus, 1757: Institutiones metaphysicae scholis academicis potissimum adcommodatae.
  8. R.J. Boscovich, 1763: Theoria philosophiae naturalis. (Útgáfa frá 1922, ásamt enskri þýðingu.)
  9. C.G. Kratzenstein, 1764: Systema physicae experimentalis.
  10. H. von Aphelen, 1771-72: Chymisk Dictionnaire (þýðing á verki franska efnafræðingsins P.-J. Macquers).
  11. C.G. Kratzenstein, 1782: Vorlesungen über die experimental Physik. Ein útgáfa af fjölmörgum.
  12. N. Tychsen, 1784: Chemisk Haandbog I, II, III.
  13. C. Bastholm, 1787, Philosophie for Ulærde.
  14. J.C.P. Erxleben, 1790: Begyndelsesgrunde til Naturlæren.
  15. C.G. Kratzenstein, 1791: Forelæsninger over Experimental-Physiken.
  16. L. Euler, 1792-93: Breve til en Prindsesse i Tydskland. Bókin kom upphaflega út á frönsku í Pétursborg 1768–72. Sjá enska útgáfu frá 1802: Vol. I & Vol. II ásamt umsögn.
  17. A.W. Hauch, 1799: Begyndelses-Grunde til Naturlæren. Første Deel. (Umsögn Örsteds.); Anden Deel. (Umsögn Örsteds.)
  18. H.C. Ørsted, 1809: Videnskaben om Naturens almindelige Love. - Første Bind.
  19. H.C. Ørsted, 1811: Første Indledning til den almindelige Naturlære.
  20. H.C. Ørsted, (1812): Kraftlæren. Þetta verk kom ekki á prenti fyrr en 2003, en innihaldið gefur að öllum líkindum góða hugmynd um háskólafyrirlestra Örsteds um efnafræði á fyrri hluta nítjándu aldar.
  21. J.H.J. Müller & C.S.M. Pouillet, 1843: Lehrbuch der Physik und Meteorologie. Erster Band & Zweiter Band.
  22. H.C. Ørsted, 1844: Naturlærens mechaniske Deel.

 

C. Nokkur fróðleg rit á íslensku 1650 – 2020

Hér eru, að því ég veit best, talin upp öll helstu rit á íslensku, þar sem efniskenningar koma við sögu. Einhverjar áhugaverðar greinar kunna þó að hafa orðið útundan á tímabilinu eftir 1960, meðal annars í dagblöðum. Ég tel, að skráin gefi gagnlegar upplýsingar um þróunina hér á landi, bæði hvað varðar almenna þekkingu og alþýðufræðslu á þessu sviði.

(a) 1650 –1780

Athugasemd: Til viðbótar rímbókum Þórðar biskups Þorlákssonar tel ég rétt, efnisins vegna, að nefna hér ritgerðir á erlendum málum eftir fjóra aðra íslenska höfunda:

  1. Gísli Þorláksson, 1651: De stellis fixes et errantibus (Um fastastjörnur og föruhnetti; latnesk dispútatía). Fyrsta prentaða ritgerðin um stjörnufræði eftir íslenskan höfund. Síðari hlutinn fjallar um eiginleika föruhnattanna. Þar er bæði stuðst við efnaspeki og stjörnuspeki.
  2. Þórður Þorláksson, 1671: Enchiridion - það er handbókarkorn („Gíslarím“). Kom aftur út 1692, lítilega breytt, undir heitinu : Calendarium Perpetuum - Ævarande Tijmatal  („Þórðarrím“). Inniheldur annars vegar eilífðarrím og veraldlegan fróðleik og hins vegar guðfræðilegt efni. Í viðaukum er meðal annars fjallað um rímfræði, kvartil tunglsins, föruhnetti og dýrahringinn auk læknislistar, þar á meðal blóðtökur og vessakenningar með efnaspekilegu og stjörnuspekilegu ívafi. Sjá nánar hér.
  3. Þorleifur Þorleifsson, 1755-56: Monaderne Monaderne I, II, III & IV. Greinar á dönsku um mónöðufræði Leibniz í Kiöbenhavnske nye Tidender om lærde og curieuse Sager 1755-56. Sjá einnig þessa grein (bls. 7).
  4. Stefán Björnsson, 1759: De usu astronomiæ in medicina (Um gagnsemi stjörnufræði í læknislist; latnesk dispútatía). Meðal annars er fjallað um tómið og ýmsa vaka.
  5. Skúli Thorlacius, 1766: Dissertatio metaphysica de mundo (Frumspekileg tilraun um heiminn; latnesk dispútatía). Skúli mælir m.a. gegn óendanlegri deilingu efnisins (divisio physica) í þessu riti. Sjá nánar hér.

(b) 1780–1895

  1. Magnús Stephensen, 1782: Um meteora, eða vedráttufar, loptsiónir og adra náttúrliga tilburdi á sió og landi. Fyrsta greinin um lofthjúpsfræði á íslensku.
  2. Magnús Stephensen, 1783: Compendium Physicæ experimentali (Skipulegt ágrip af tilraunaeðlisfræði). Handrit: 560, 4to. Titill á latínu, en megintexti á dönsku.
  3. Sveinn Pálsson, 1788: Um kalkverkun af jørdu og steinum. Fyrsta ritsmíðin um efnafræði á íslensku.
  4. P.F. Suhm, 1798: Sá gudlega þenkjandi Náttúru-skoðari, þad er Hugleiding yfir Byggíngu Heimsins, edur Handaverk Guds á Himni og Jørðu. Asamt annari Hugleidingu um Dygdina. (Sjá t.d. bls. 31-32.) Danska útgáfan er frá 1769. Þýðandinn, Jón Jónsson (hinn lærði), skrifaði fróðlegar neðanmálsgreinar, sem bæta miklu við frumtexta Suhms.
  5. Magnús Stephensen, 1819: Helztu lopt-tegundir I, II & III.
  6. Björn Gunnlaugsson, 1842: Njóla, edur audveld skodun himinsins, med þar af fljótandi hugleidíngum um hátign Guds og alheims áformid, eda hans tilgáng med heiminn. Bodsrit til ad hlusta á Þá opinberu yfirheyrslu í Bessastada Skóla þann 23-28 Maji 1842, bls. 5-105. Ljóðið kom út aftur 1853 örlítið breytt og í þriðja sinn 1884. Fjallað er um efniskenningu höfundarins í IV. kafla.
  7. J.G. Fischer, 1852: Eðlisfræði. Þýðandi Magnús Grímsson. Sjá nánari umfjöllun í þessari færslu.
  8. Jón Hjaltalín, 1856: Vísindin, reynslan og „Homöopatharnir“. (Sjá bls. 10.)
  9. Magnús Jónsson, 1857: Hjaltalín og vísindin eða svar upp á rit hans „Vísindin, reynslan og homöopatharnir“. (Sjá bls. 38.)
  10. Benedikt Gröndal, 1872: Tíminn (bls. 28-36). M.a. rætt um litróf og litrófsgreiningu, sennilega í fyrsta sinn á íslensku. Sjá nánar undir lok þessarar greinar.
  11. Þórarinn Böðvarsson, 1874: Lestrarbók handa alþýðu á Íslandi.
  12. Benedikt Gröndal, 1878: Steinafræði og jarðarfræði.
  13. H.E. Roscoe, 1879: Efnafræði. Benedikt Gröndal þýddi.
  14. Þorvaldur Thoroddsen, 1882: Sólin og ljósið. M.a. rætt um litrófsgreiningu og efnin í sólinni.
  15. Benedikt Gröndal, 1886: Efnafræði.
  16. H. De Parville, 1891-93: Hvers vegna?–Vegna þess! Spurningakver náttúruvísindanna. Guðmundur Magnússon þýddi. Kaupmannahöfn 1891-93.
  17. Anon, 1893: Ljósrannsókn (Spectralanalysis). Þýtt efni.

(c) 1895 - 1930

  1. Nikulás Runólfsson, 1896: Merkileg uppgötvun. Sagan að baki uppgötvunar Röntgens rakin í örstuttu máli. Uppgötvuninni síðan lýst í jafnstuttu máli. Á eftir greininni er viðbót eftir ritstjórann, Valtý Guðmundsson: „stutt samantekt úr fréttablöðum“.
  2. Jón Þorláksson, 1899: Framfarir náttúruvísindanna á síðustu árum. a. er fjallað um uppgötvanir á nýjum frumefnum og uppgötvun Röntgens.
  3. G.B., 1902: „Röntgen.“ Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags, 28, 1902, bls. 28–30. Um Röntgen og uppgötvun hans og notkun geislanna í læknisfræði.
  4. Anon, 1903: Radium og önnur geisliefni I, II, III, & IV. Þýtt efni.
  5. Sigurður Þórólfsson, 1907: Fróðleiks-molar: Frumagnir og frumvægi I, II, III, IV, & V.
  6. Þorkell Þorkelsson (?), 1909: Ernest Rutherford.
  7. Þorvaldur Thoroddsen, 1910: Vísindalegar nýjungar og stefnubreytingar nútímans I, II, III. Í I er m.a. fjallað um atóm, sameindir og geislavirkni. Minnst á Thomson og rafeindina. Poincaré nefndur á nafn. Ekkert um afstæðiskenninguna. Ljósvakinn nefndur á bls. 11.
  8. Ágúst H. Bjarnason, 1910: Efniskenningin nýja. Heimspekileg umfjöllun. Fjallað um eðli ljóss: agnir eða bylgjur? Rætt um ljósvakann, atóm og sameindir, ný frumefni, litróf og litrófsmælingar, hvirfilatóm Thomsons. Vísað í bók Crookes um geislandi efni frá 1879, rætt um Hertz og Marconi, katóðugeisla, Thomson og rafeindina, geislavirkni.
  9. Brynjúlfur Jónsson (frá Minna-Núpi), 1912: Saga hugsunar minnar um sjálfan mig og tilveruna (útgáfa frá 1997). Fjallar m.a. um eindakenningu Brynjúlfs.
  10. Steingrímur Matthíasson, 1913: Undramálmurinn Radíum og geislamagn I & II.
  11. Guðmundur Hlíðdal, 1914: Röntgengeislar.
  12. Gunnlaugur Claessen, 1915: „Frú Curie.“ Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags, 41, 1915, bls. 13–17. Um M. Curie, radíumgeisla og áhrif fleirra á mannslíkamann. Notkun við lækningar.
  13. Ágúst H. Bjarnason, 1915-19: Heimsmyndin nýja I, II, III, IV, V og VI. Efnisyfirlit I og II: Heimspekilegur inngangur. I. Um uppruna og þróun efnisins: (a) Um uppruna og efni sólkerfanna. (b) Geislandi efni og upplausn fleirra. (c) Frumeindir og sameindir. Ólífræn og lífræn efnasambönd. Í II. er svo fjallað um uppruna og þróun lífsins, um lífsfrjó sem berast milli hnatta og um líf og þróun jarðarinnar.
  14. Þorvaldur Thoroddsen, 1916: Hin nýja stjörnulist. M.a. er fjallað um ljósvakann, litróf og litrófsmælingar.
  15. Gunnlaugur Claessen, 1916: Röntgensgeislar. Einkum um notkun geislanna í læknisfræði, en einnig í iðnaði.
  16. Þorkell Þorkelsson, 1916: Hvað eru Röntgens-geislar? Eðlisfræðileg útskýring á eðli og eiginleikum röntgengeislunar. Til sögu nefndir menn eins og Laue, Braggfeðgar og fleiri.
  17. Þorvaldur Thoroddsen, 1917: Heimur og geimur. M.a. fjallað um ljósvakann (bls. 38-42).
  18. Valdemar Steffensen, 1918: Radíum. Akureyri 1918. Fjallað um sögu Röntgengeisla og geislavirkni almennt. Sagt frá Röntgen, Becquerel, Curie og fl. Síðan rætt um radíumlækningar.
  19. Ólafur Ólafsson (Hjarðarholti), 1919: Orkugjafar aldanna: Ný paradís í vændum? Hugvekja um orkunotkun og orkugjafa í gegnum aldirnar. Minnst á „varmadauðann“ og Tyndell, Siemens, Helmholtz og Thomson í því sambandi. Einnig spjallað um geislavirkni. Curie hjónin nefnd til sögu. Minnst á Rutherford, Ramsey og Soddy. Vísað í ónefnt rit eftir Soddy. Í lokin er hugsað til framtíðar: 1950, 2050 og loks 2810.
  20. Gunnlaugur Claessen, 1919: Radíum. Fjallað um geislavirkni. Becquerel nefndur til sögu og einnig Curie hjónin. Radíum skoðað sérstaklega. Talað um alfa, beta og gamma geisla. Seinni hlutinn er um notkun geislavirkra efna, einkum radíums, í læknisfræði.
  21. Anon, 1920: Merkasta uppgötvun vísindanna I & II. Frétt.
  22. Anon, 1920: Prófessor Rutherford og frumeindakenningin. Frétt.
  23. Ágúst H. Bjarnason, 1921-22: Rutherford: Um gerð frumeindanna.
  24. Þorkell Þorkelsson, 1922: Frumefnin og frumpartar þeirra. Fjallað um þróun atómvísinda frá því skömmu fyrir 1900: Ný frumefni, geislavirkni, atóm og sameindir, lotukerfið, samsætur og rafeindir. Minnst á Rutherford í lokin.
  25. Trausti Ólafsson, 1924: Frumeindakenning nútímans. Eimreiðin, 30, 1924, bls. 30-44. Saga atómkenningarinnar rakin stuttlega. Thomson og rafeindin, Rutherford og kjarninn. Geislavirkni. Rafeindakenning Lorentz. Minnst á Planck en ekki Einstein. Atómkenning Bohrs.
  26. Trausti Ólafsson, 1925: Um atomkenningu Bohr’s. All ítarleg fræðilegt úttekt á atómkenningu Bohrs. Minnst á skammtahugmynd Plancks. Rætt um ljósskammta á loðinn hátt, án þess að nafn Einsteins sé nefnt.
  27. Ágúst H. Bjarnason, 1929: Heimsmynd vísindanna. Bókin fjallar um heimsmynd stjörnufræði og eðlisfræði og sögu fleirra. M.a. er bæði rætt um takmörkuðu og almennu afstæðiskenninguna. Þá er fjallað um atóm og sameindir, rafeindir, röntgengeisla, geislavirkni, atómkjarna og geimgeisla. Rætt um skammtafræði Plancks og Einsteins, atómkenningu Bohrs og minnst á De Broglie, Heisenberg og Schrödinger. Í seinni hluta bókarinnar er fjallað um heimsmynd stjörnufræðinnar, uppruna sólkerfanna og lífsins sem og jörðina og sögu hennar. Í lokin er svo fjallað á heimspekilegan hátt um upphaf og endalok, orsakalögmálið og fleira. - Trausti Ólafsson, 1931: Ritdómur.

(d) 1930-1960

  1. Ásgeir Magnússon, 1930: Efnisheimur I & II. Umfjöllun um efnið og kenningar um það í gegnum tíðina. Frumefni, mismunandi ástand efnisins, rafeindin, Rutherford og kjarninn, geislavirkni, atómkenning Bohrs.
  2. Vilhjálmur Þ. Gíslason, 1932: Nýjar atómrannsóknir: Dr. Cockroft og dr. Walton.
  3. J. Jeans. 1933: Endalok. Ásgeir Magnússon þýddi lauslega úr lokakafla bókarinnar The Universe Around Us frá 1929. Vangaveltur Jeans um þróun efnisins og breytingu þess í rafsegulgeislun með tímanum.
  4. Trausti Einarsson, 1935: Litrofin og þýðing þeirra fyrir rannsóknir á sólinni.
  5. Björn Franzson, 1938: Efnisheimurinn. Í eftirmála segir m.a.: „Fyrirmyndir að riti þessu hef ég engar haft, hvorki um framsetningu né niðurskipun efnisins, en auðvitað hef ég um staðreyndir stuðzt við fjölda erlendra fræðibóka.“ Efnisyfirlit: Heimsmyndir. Hin heiða aflfræði. Öldur ljóssins. Eindir efnisins. Rafmagn og segulmagn. Hamfarir orkunnar. Efnisgeislan. Rafsegulgeislan. Hinn smái heimur. Hinn mikli heimur. Afstæðiskenningin. Hið lifandi efni. Ritdómar: (a) Sigurkarl Stefánsson, 1938: Ritdómur; (b) Yngvi Jóhannesson, 1939: Ritdómur; (c) Guðmundur Arnlaugsson, 1939: Ritdómur & (d) Erling Ellingsen, 1939: Ritdómur I, II & III.
  6. E. Curie, 1939: Frú Curie. Kristín Ólafsdóttir íslenskaði. Ævisaga Maríu Curie eftir dóttur hennar, Evu.
  7. Helgi Hálfdánarson, 1939: Ferðalangar. Ævintýri handa börnum og unglingum.
  8. Sigurkarl Stefánsson, 1940: Niels Bohr. Um Bohr og atómkenningu hans.
  9. Trausti Ólafsson, 1940: Efni og orka. Saga atómrannsókna í stuttu máli. Rafeindin, kjarninn, geislavirkni, nifteindin og róteindin. Kjarneðlisfræði, hringhraðallinn. Efni og orka skv. Einstein. Orkulind sólstjarna.
  10. Björn Franzson, 1945: Nýjungar í tækni og vísindum: Hagnýting kjarnorkunnar.
  11. J. Jeans, 1945: „Frumeindarannsóknir.“ Þýðandi Björn Franzson. Í bókinni Undur veraldar. Rvík 1945 (bls. 167-177).
  12. C.C. Furnas, 1945: „Gamanspjall um frumeindir.“ Þýðandi Björn Franzson. Í bókinni Undur veraldar. Rvík 1945 (bls. 177-178).
  13. H. Schacht, 1945: „Á ferð í frumeindaheiminum: Lawrence og kjarnakljúfurinn.“ Þýðandi Björn Franzson. Í bókinni Undur veraldar. Rvík 1945 (bls. 179-188).
  14. Þorbjörn Sigurgeirsson, 1945: Gullgerðarlist nútímans. Um atómeðlisfræði og kjarneðlisfræði.
  15. Sveinn Þórðarson, 1945: Wilhelm Conrad Röntgen 1845–1923.
  16. Anon, 1945: Atómorkuöldin I & II. Þýtt úr tímaritinu Time.
  17. Ingi R. Helgason, 1945: Hin mikla kjarnorkusprengja.
  18. Steinþór Sigurðsson, 1946: Kjarnorka.
  19. Sveinn Þórðarson, 1946: Atóman og orka hennar I & II.
  20. Óskar B. Bjarnason, 1946: Kjarnorkan.
  21. Steinþór Sigurðsson, 1946: Kjarnorka. Um kjarneðlisfræði og kjarnorku og hagnýtingu hennar.
  22. Trausti Einarsson, 1947: Kjarnorkan og vald mannsins yfir efninu.
  23. D. Dietz: 1947: Kjarnorka á komandi tímum. Ágúst H. Bjarnason íslenskaði.
  24. H. Tyrén, 1947: Á morgni atómaldar. Ólafur Björnsson (læknir) þýddi. Rvík 1947.
  25. Þorbjörn Sigurgeirsson, 1949: Geimgeislar. Inniheldur m.a. stutt yfirlit um takmörkuðu afstæðiskenninguna.
  26. Þorbjörn Sigurgeirsson, 1950: Úr þróunarsögu atómvísindanna. Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags, 1950, bls. 77–100.
  27. Magnús Magnússon, 1955: Greinaflokkur um kjarnorku 0, I, II & III.
  28. Óskar B. Bjarnason, 1955: Innri gerð efnisins I, II, III, IV, V, VI, VII & VIII.
  29. Guðmundur Arnlaugsson: Hvers vegna–Vegna þess. I (223 bls.), II (238 bls.) Rvík 1956–57. M.a. er fjallað um öreindir, atóm og atómkjarna á bls. 125–135 í II.
  30. C.G. Koch, 1958: Atómöldin I, II, III, IV, V, VI, VII, VIII, IX, X, XI, XII, XIII, XIV, & XV.

(e) Ófullkomin skrá fyrir tímabilið 1960-2020

  1. Steingrímur Baldursson, 1961: Efni og andefni.
  2. Örn Helgason, 1967: „Iður atómanna.“ Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags, 1967, bls. 103–112.
  3. B. Henius, 1968: Fyrsti kjarnaofn heimsins.
  4. R.E. Lapp og fl., 1968: Efnið. Gísli Ólafsson þýddi. Formáli eftir Magnús Magnússon. Í flokknum Alfræðisafn AB.
  5. Þorstein Sæmundsson, 1969: Nöfn frumefnanna.
  6. A. Einstein, 1970: Afstæðiskenningin. Þýðandi Þorsteinn Halldórsson. Inngangur eftir Magnús Magnússon.
  7. Þórður Jónsson, 1977: Enn nýir kvarkar.
  8. Þórður Jónsson, 1981: Hvað er skammtasviðsfræði?
  9. Þórður Jónsson, 1985: Hvað er öreind?
  10. Þorsteinn Vilhjálmsson, 1986-87: Heimsmynd á hverfanda hveli: Sagt frá heimssýn vísindanna frá öndverðu fram yfir daga Newtons, I-II.
  11. Einar Júlíusson, 1987: „Geimgeislar.“ Í bókinni Í hlutarins eðli: Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, bls. 349-379.
  12. Guðni G. Sigurðsson, 1987: „Tilraunir í öreindafræði.“ Í bókinni Í hlutarins eðli: Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, bls. 381-399.
  13. Jakob Yngvason, 1987: „Skammtafræði og veruleiki.“ Í bókinni Í hlutarins eðli: Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, 401–428.
  14. Þórður Jónsson, 1989: „Strengjafræði. Kenningin um allt eða ekkert?“ Í ráðstefnuritinu Eðlisfræði á Íslandi IV. Ritstj. Jakob Yngvason og Þorsteinn Vilhjálmsson. Rvík 1989, bls. 173–194.
  15. S. Hawking, 1990: Saga tímans. Þýðandi Guðmundur Arnlaugsson. Inngangur eftir Lárus Thorlacius.
  16. Jón K.F. Geirsson, 1995: Nafngiftir frumefnanna.
  17. S. Weinberg, 1998: Ár var alda. Þýðandi Guðmundur Arnlaugsson. Inngangur eftir Einar H. Guðmundsson.
  18. R.P. Feynman, 2000: Ljósið. Þýðandi Hjörtur Jónsson. Inngangur eftir Þórð Jónsson.
  19. Lárus Thorlacius, 2001: Efnið og alheimurinn.
  20. Andri S. Björnsson, 2004: Vísindabyltingin og rætur hennar í fornöld og á miðöldum. Rvík 2004.
  21. Lárus Thorlacius, 2004: Svarthol og skammtafræði.
  22. Þorsteinn Vilhjálmsson, 2009: Skammtafræði í ljósi vísindasögu og heimspeki.
  23. Ottó Elíasson, 2010: Hverskonar veruleika lýsir skammtafræði?
  24. S. Hawking & L. Mlodinow, 2011: Skipulag alheimsins. Þýðendur Baldur Arnarson og Einar H. Guðmundsson.
  25. L. Randall, 2012: Máttur tómarúmsns: Higgs-eindin fundin. Þýðendur Baldur Arnarsson og Sveinn Ólafsson. Inngangur eftir Svein Ólafsson.
  26. Þorsteinn Vilhjálmsson, 2015: Eindir og afstæði.
  27. Jakob Yngvason, 2015: „Atóm og sameindir: Stærð þeirra og fjöldi.“ Í bókinni Eindir og afstæði, bls. 107-132.
  28. Þorsteinn J. Halldórsson, 2015: „Tilgáta um tvíeðli ljóss.“ Í bókinni Eindir og afstæði, bls. 186-220.
  29. C. Rovelli, 2017: Sjö stuttir fyrirlestrar um eðlisfræði. Þýðandi Guðbjörn Sigurmundsson.

Til baka í efnisyfirlit

Birt í Átjánda öldin, Eðlisfræði, Efnafræði, Miðaldir, Nítjánda öldin, Sautjánda öldin, Sextánda öldin, Tuttugasta öldin

Í tilefni Nóbelsverðlaunanna í eðlisfræði 2022

Í gær bárust þau ánægjulegu tíðindi að Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2022 hefðu fallið í skaut þriggja eðlisfræðinga „fyrir tilraunir með skammtatengdar ljóseindir, sem staðfestu brot á ójöfnum Bells og lögðu grunn að skammtaupplýsingafræði

Nóbelsverðlaunahafarnir í eðlisfræði 2022. Frá vinstri: Alain Aspect, John Clauser og Anton Zeilinger. Myndin er fengin að láni úr yfirlitsgreininni: Aspect, Clauser, and Zeilinger share 2022 Nobel Prize in Physics á heimasíðu Physics Today.

Verkum verðlaunahafanna er lýst nánar í tveimur greinum frá Nóbelsstofnuninni:

Til gamans má geta þess að einn verðlaunahafanna, Anton Zeilinger, kom til Íslands á ári ljóssins 2015 og var það að frumkvæði þeirra Þorsteins Halldórssonar, Jakobs Yngvasonar og Einars H. Guðmundssonar. Zeilinger hélt sérlega fróðlegan fyrirlestur við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, þar sem hann fjallaði meðal annars um rannsóknir sínar á furðum skammtafræðinnar.

Áhugasamir gestir á fyrirlestri Zeilingers, 27. ágúst 2015.

Íslenskir fjölmiðlar gerðu heimsókninni og fyrirlestrinum ágæt skil eins og sjá má hér:

Mér er ekki kunnugt um, að mikið hafi verið fjallað á íslensku um þau torskildu en skemmtilegu fræði sem hér eru til umræðu. Þetta eru þær greinar, sem ég hef rekist á:

 

Viðbót fyrir fróðleiksfúsa

  1. Þeim, sem vilja kanna söguna að baki þessum merku rannsóknum, er bent á hinar læsilegu bækur
  1. Hér eru svo tvö fróðleg myndbönd:

Viðbót, 6. okt. 2022  -  Fróðlegar fréttaskýringar:

Birt í Eðlisfræði, Tuttugasta og fyrsta öldin

Raunvísindamenn og vísindasagan

Almennur inngangur

Stundum er því haldið fram, að áhugi á vísindasögu sé eins og ólæknandi veirusjúkdómur, sem einkum leggist á fáeina einstaklinga í hópi raunvísindamanna. Það kann að vera nokkuð til í þessu, því margir af fremstu vísindasagnfræðingum heims eru jafnframt vel menntaðir í raunvísindum (athugið að samkvæmt íslenskri hefð er stærðfræði hér talin til raunvísinda). Hitt er einnig vel þekkt, að hinn dæmigerði raunvísindamaður er ekki sérlega áhugasamur um vísindasögu sem slíka, þótt hann telji sig yfirleitt ágætlega meðvitaðan um sögu sinnar eigin greinar. Vísindamenn virðast og almennt þeirrar skoðunar, að þótt gaman geti verið að lesa um vísindaafrek fyrri tíma og snjalla forvera, þá komi vísindasagan þeim að litlum notum í daglegu rannsóknaramstri. Ekki frekar en vísindaheimspekin, sem margir telja jafnvel enn gagnslausari en söguna.

Þessi viðhorf endurspeglast meðal annars í kennslubókum, sem raunvísindanemar í háskólum eru látnir lesa. Þar er undirstöðuþekkingin sett fram á skipulegan og rökrænan hátt og sagan afgreidd með stuttum innskotum, einskonar helgisögum, um fræga vísindamenn og afrek þeirra. Söguinnskotin gera þó sitt gagn, m.a. geta „stórmennin“ orðið nemendum hvetjandi fyrirmyndir og jafnframt hjálpað þeim til að læra nöfn eininga, lögmála og kenninga sem og margskonar fyrirbæra og uppgötvana. Sumir telja, að viðameiri og dýpri söguumfjöllun myndi bara rugla óþroskaða nemendur í ríminu og gæti jafnvel hrakið þá af hinni beinu og vel vörðuðu braut til frekara náms á raunvísindasviðinu.

Niðurstöður vísindarannsókna eru nær undantekningarlaust birtar í greinum, sem samdar eru sérstaklega fyrir þröngan hóp fræðimanna og saga glímunnar við viðfangsefnið er venjulega afgreidd á þægilegan hátt með tilvísunum í ritsmíðar annarra sérfræðinga. Það er yfirleitt ekki fyrr en vísindamenn fara að skrifa fyrir breiðari hóp (sérfræðinga á öðrum sviðum eða leikmenn) sem gripið er til vísindasögunnar til að auðvelda skilning og halda athygli lesenda. Venjulega er þá notast við einfaldaða söguframsetningu. Í einstaka tilvikum fyllast vísindamenn þó knýjandi þörf fyrir að kafa dýpra og fara sjálfir að að grúska í sögunni. Það eru glögg merki þess, að þeir séu smitaðir af áðurnefndri vísindasöguveiru.

Eins og sjá má á skránni Íslendingar sem birt hafa rit um sögu raunvísinda er meirihluti höfundanna annað hvort raunvísindamenn eða einstaklingar með umtalsverða menntun í þeim fræðum. Aðeins tveir Íslendingar hafa lokið doktorsprófi í vísindasagnfræði, en þeir eru jafnframt báðir með bachelorspróf í raunvísindum, annar í eðlisfræði og stærðfræði, hinn í líffræði. Staðan í þessum málum hérlendis er sennilega svipuð og í öðrum nálægum löndum. Margir raunvísindamenn halda því fram, að þetta sé vel skiljanlegt; venjulegir sagnfræðingar hafi hvorki löngun né burði til að fást við vísindasögu. Til þess skorti þá almennt næga grundvallarþekkingu á raunvísindum og iðkun þeirra. Sumir sagnfræðingar og heimspekingar telja aftur á móti, að þótt raunvísindamenn þekki vel til sinna eigin fræða, þá séu þeir ekki endilega hæfastir til að skrá söguna. Þeir séu yfirleitt illa að sér í söguspeki, með óheppilega nútíðarsýn, og flestir haldnir ólæknandi framfarahyggju. Sennilega hafa báðir aðilar nokkuð til síns máls.

Ágreiningur raunvísindamanna og hugvísindamanna um sögu og heimspeki vísinda birtist yfirleitt sem kurteisisleg akademísk skoðanaskipti á málþingum og í fagtímaritum. Einstaka sinnum sýður þó upp úr á opinberum vettvangi og menn fara að rífast í dagblöðum, fjöllesnum tímaritum og á samfélagsmiðlum. Eitt þekktasta dæmið um slíkar deilur eru hin alræmdu vísindastríð í lok síðustu aldar. Þar tókust svokallaðir raunhyggjumenn einkum á við póstmódernista og smíðahyggjumenn.

Þótt andstæðar fylkingar hafi ekki enn náð fullum sáttum, verður ekki betur séð, en búið sé að kreista flest gagnlegt út úr þessum heitu skoðanaskiptum. Ef einhver hefur áhuga á að rifja upp þrætuefnin, má benda á eftirfarandi heimildir:

Árið 2010 blossaði reyndar upp önnur en skyld deila, nú um samband heimspeki og raunvísinda, þegar þeir Stephen Hawking og Leonard Mlodinow lýstu því yfir í bókinni The Grand Design (2010; ísl. þýðing 2011: Skipulag alheimsins) að heimspekin væri dauð. Bókin A Universe from Nothing eftir Lawrence Krauss (2012; ísl. þýðing 2014: Alheimur úr engu) hellti síðan olíu á eldinn með ógætilegum ummælum höfundarins um heimspekina. Margir urðu til andsvara, eins og sjá má af eftirfarandi heimildum:

Deilur af þessu tagi geta oft verið skemmilegar og stundum fróðlegar, en hér verða þeim þó ekki gerð frekari skil. Ekki verður heldur farið í saumana á hinu aldagamla, en brothætta, sambandi raunvísindamanna og hugvísindamanna í akademísku samfélagi. Í staðinn er ætlunin að skipta í persónulega gírinn, fara nokkrum orðum um upphafleg kynni færsluhöfundar af vísindasögu, og lýsa jafnframt reynslu hans af sögugrúski. Lesendum, sem vilja heldur eyða dýrmætum tíma sínum í nánari umfjöllun um vísindasöguna sjálfa, er bent á heimildirnar í meðfylgjandi skrá.

 

Vísindasagan og ég

Þótt undarlegt megi virðast, man ég aðeins eftir einum sögutíma frá allri minni skólagöngu frá barnaskóla til stúdentsprófs. Það var reyndar ekki kennslustund í sögu, heldur óvenjulegur stærðfræðitími í Menntaskólanum í Reykjavík (MR), að mig minnir á síðasta kennsludegi fyrir jólin 1966. Þá tók kennarinn, Björn Bjarnason, sig til og las fyrir bekkinn kaflann „Hugvit og heimska“ úr bókinni Undur veraldar (1945). Kaflinn fjallar um ævi og örlög franska stærðfræðingsins Évariste Galois og höfundurinn er hinn skosk-bandaríski Eric T. Bell. Upplesturinn var áhrifaríkur, svo mjög, að bæði hlustendum og upplesara vöknaði um augu.

Björn Bjarnason stærðfræðingur (1919-1999). Ljósmynd: Gunnar Ágústsson.

Í jólafríinu það ár las ég svo bókina Stærðfræðin, sem Björn hafði þýtt fyrir Alfræðasafn AB. Um svipað leyti renndi ég einnig yfir bækurnar Veðrið og Vísindamaðurinn úr sama flokki. Bækur þessar eiga það sameiginlegt, að í þeim er talsvert fjallað um söguna. Því nefni ég þetta, að á sínum tíma voru það vísindin sjálf sem heilluðu og ég man ekki betur, en að ég hafi flett fram hjá flestum söguinnskotum. Þegar ég skoða þessi rit í dag, gerist hins vegar hið gagnstæða. Í þessu sambandi má einnig nefna, að við útskrift frá MR vorið 1967 var Íslenska stærðfræðafélagið svo vinsamlegt að gefa mér sögubókina The Last Problem (1961) eftir fyrrnefndan Bell. Ég las hana þó ekki fyrr en nokkrum árum síðar.

Á námsárum mínum í MR var listilega sneitt hjá allri vitrænni umræðu um skammtahugtakið í raunvísindakennslunni. Mikilvægara þótti (og þykir reyndar enn) að nemendur settu sig vel inn í hugmyndafræði sígildrar eðlisfræði, áður en farið væri í háskólanám. Þar gætu þeir, sem vildu, sökkt sér á kaf í nútíma eðlisfræði. Sumir stærðfræðideildarnemar voru þó eðlilega forvitnir og það var ástæða þess, að einn daginn leit ég við hjá Snæbirni og keypti þar kiljuna The Strange Story of the Quantum (1958) eftir Banesh Hoffmann. Ekki sögunnar vegna, heldur í þeirri veiku von, að verkið myndi opna fyrir mér undraveröld skammtafræðinnar. Það gekk því miður ekki eftir, en við nýlegan endurlestur uppgötvaði ég, hversu fróðleg og skemmtileg bók Hoffmanns er.

Háskólanám, kennsla og rannsóknir

Sumarið 1967 skráði mig í verkfræði við Háskóla Íslands (HÍ), á meðan ég beið eftir að komast í eðlisfræðinám til Bandaríkjanna. Auk þess að taka haustnámskeiðin í eðlisfræði og stærðfræði hjá öndvegiskennurum í Verkfræðideild, nældi ég mér í nafnbótina cand. phil. með því að ljúka prófi í „fílunni“, drepleiðinlegu námskeiði, sem hinn annars ágæti fræðimaður Símon Jóhann Ágústsson kenndi. Einnig byrjaði ég í málstofu hjá Birni Bjarnasyni um talnafræði og sögu hennar, en hætti fljótlega vegna eigin áhugaleysis. Ég man ekki betur en Björn hafi meðal annars notast við bókina Alt er Tall (1964) eftir Viggo Brun, enn eitt dæmið um verk, sem ég lærði ekki að meta að verðleikum fyrr en löngu síðar.

Haustið 1968 hóf ég BS-nám í eðlisfræði og stærðfræði við Princetonháskóla og var þar í tvö ár. Auk námskeiða í aðalgreinum var okkur, að bandarískum sið, ætlað að taka nokkur hugvísindanámskeið að eigin vali. Ég leitaði að fögum, sem ég taldi styrkja raunvísindanámið, og valdi í því skyni tvö: annað í vísindasögu hjá Charles Gillispie og hitt í vísindaheimspeki hjá Carl Hempel. Báðir voru þeir ágætis kallar, sem vildu nemendum vel, en lítið sat samt eftir af efni fyrirlestra þeirra og umræðufunda. Þó man ég eftir því, að hafa rætt stundarlangt við Gillispie um bók G.H. Hardys, A Mathematician Appology (1940; ísl. þýðing 1972: Málsvörn stærðfræðings) sem ég hafði nýlega lesið að áeggjan Reynis Axelssonar, þá framhaldsnema í stærðfræði við Princeton.

Fyrir skemmstu fletti ég í gegnum gamla kennsluskrá frá þessum árum og uppgötvaði, að auk þeirra Gillispies og Hempels, voru tveir aðrir prófessorar á námsbrautinni um sögu og heimspeki vísinda. Annar var stærðfræðingurinn Salomon Bochner, höfundur hins áhugaverða, en sérviskulega, greinasafns The Role of Mathematics in the Rise of Science (1966) sem ég hafði blaðað í á sínum tíma. Hinn var enginn annar en Thomas S. Kuhn, maður sem ég man reyndar ekki til að hafa heyrt nefndan fyrr en áratug síðar.

Eitt af því, sem vakti furðu mína í hugvísindanámskeiðunum, voru hinir álnarlöngu listar yfir tímaritsgreinar og bókarkafla, sem okkur var ætlað að lesa á bókasafninu, nokkuð sem ekki tíðkast í raunvísindum, þar sem ein kennslubók er yfirleitt látin duga. Prófessorarnir létu okkur þó einnig kaupa rit eftir sjálfa sig, Gillispie bókina The Edge of Objectivity: An Essay in the History of Scientific Ideas (1960) og Hempel verkið Philosophy of Natural Science (1966). Eftir að náminu lauk, hef ég aðeins flett tvisvar eða þrisvar upp í bók Gillispies, án þess þó að hafa haft mikið gagn af. Bók Hempels hef ég ekki opnað í meira en fimmtíu ár.

Á árum mínum í Princeton var eðlisfræðideildin að mestu í þessari flottu gömlu byggingu. Tveir af frumherjum raunvísinda í Bandaríkjunum, Benjamín Franklín (til vinstri) og Jósef Henry (til hægri), gæta inngangsins. Mynd: Wikipedia.

Ég get ekki lokið þessum sérvöldu minningarbrotum frá Princeton án þess að minnast á hið áhrifamikla rit, Men of Mathematics (1937), eftir E.T. Bell, sem ég las mér til mikillar ánægju á þeim árum. Bókin er safn rómantískra hetjusagna um merka stærðfræðinga fyrri tíma. Þótt löggiltir sagnfræðingar telji hana verulega söguskakka og fulla af villum, er hún eitt vinsælasta rit allra tíma um sögu stærðfræðinnar. Þeir eru ófáir raunvísindamennirnir, sem þakka henni áhuga sinn á stærðfræði og skyldum greinum. Þess ber einnig að geta, að sagan af Galois, sem áður var minnst á, er íslensk þýðing á 20. kafla þessa verks.

Ég hóf kennslu við MR haustið 1970, upphaflega í eðlisfræði, en fljótlega bættust stærðfræði og stjörnufræði við. Af hreinni skyldurækni leitaðist ég jafnan við að glæða áhuga nemenda á sögu fræðanna með vel völdum innskotum, sem oftar en ekki studdust við stuttaralega umfjöllun kennslubókanna. Ég verð að játa, að ég var ekki, frekar en aðrir raunvísindakennarar í menntaskólum þess tíma, sérlega meðvitaður um það, hversu ósöguleg slík „sögukennsla“ er. Í dag veit ég betur, en get því miður ekki bent á nein góð ráð til úrbóta. Það væri þá helst, að bjóða nemendum upp á valnámskeið í alvöru vísindasögu, eins og gert hefur verið við HÍ frá 1980. En þá vaknar strax spurningin um það, hverjir ættu að kenna slík námskeið.

Frekari umræðu um þetta kennslufræðilega efni má meðal annars finna í eftirfarandi heimildum:

Á þessum árum var hugur minn nær eingöngu bundinn við raunvísindi, einkum þó eðlisfræði. Ég fékk frí frá kennslunni til að ljúka MS-prófi í faginu við Wisconsinháskóla árið 1974 og byrjaði svo að kenna sömu greinar og áður í MR, en með nýjum áherslum, sérstaklega þó í stjörnufræðinni.

Undirritaður við stjörnufræðikennslu í MR haustið 1977. Ljósmynd: Skúli Sigurðsson.

Í náminu hafði ég öðlast staðgóða undirstöðuþekkingu í almennu afstæðiskenningunni og eftir heimkomuna hélt ég henni við með frekari lestri, einkum um svarthol, nifteindastjörnur, þyngdarbylgjur og heimsfræði. Það varð svo aftur til þess, að ég sótti sérstakan haustskóla í kennilegri stjarneðlisfræði á vegum Nordita í Kaupmannahöfn í nóvember 1975. Það er þeim haustskóla að þakka (eða kenna), að ég átti eftir að leggja megináherslu á slík fræði næstu 35 árin.

Sumarið 1977 sótti ég heimsfræðiráðstefnu í Cambridge í Englandi og rakst þar á bókina The First Three Minutes eftir bandaríska eðlisfræðinginn Steven Weinberg. Í þessu áhrifamikla verki er sérstök áhersla lögð á örbylgjukliðinn og sögu rannsókna á honum. Í dag tel ég, að það hafi verið sú söguumfjöllun, sem vakti fyrir alvöru áhuga minn á sögu heimsfræðinnar og í kjölfarið á sögu eðlisfræði og stjörnufræði, áhuga sem hefur fylgt mér alla tíð síðan.

Hið sígilda alþýðurit Weinbergs kom út í íslenskri þýðingu árið 1998 undir heitinu Ár var alda.

Haustið 1978 hóf ég rannsóknir í stjarneðlisfræði hjá Nordita í Kaupmannahöfn og einbeitti mér að kennilegum athugunum á varmaeiginleikum og kólnun nifteindastjarna næstu þrjú árin. Húsnæðið, sem Nordita hafði til umráða, var hluti af Niels Bohr stofnuninni og þar sveif andi sögunnar svo sannarlega yfir vötnunum. Ekki þurfti annað en heimsækja aðal fyrirlestrasalinn, Auditorium A, til að rekast á myndir af Týchó Brahe, Ole Römer, H.C. Örsted og að sjálfsögðu Niels Bohr sjálfum. Þar hékk einnig á vegg hin þekkta mynd af nokkrum af helstu frumherjum skammtafræðinnar, sitjandi á sömu hörðu bekkjunum og okkur var boðið upp á hálfri öld síðar:

Þátttakendur á frægri ráðstefnu um skammtafræði í Autitorium A á Niels Bohr stofnuninnini árið 1930. – Fyrsta röð frá vinstri: Oskar Klein, Niels Bohr, Werner Heisenberg, Wolfgang Pauli, George Gamow, Lev Landau og Hendrik Kramers. Í annarri röð sitja m.a. þeir Rudolf Peierls (milli Heisenbergs og Pauli) og Felix Bloch (á bak við Gamow). Ljósmynd: Niels Bohr Archive.

Á þessum Kaupmannahafnarárum fékk ég útrás fyrir vísindasöguáhugann með því að mæta eldsnemma á stofnunina, einu sinni eða tvisvar í viku, og lesa mér til í ýmsum bókum og tímaritum á bókasafninu. Um níuleytið fór ég svo á skrifstofuna, fékk mér kaffi og tók til við viðfangsefni dagsins í stjarneðlisfræði. Ég fór frekar dult með þessa aukavinnu, enda sennilega haldinn sektarkennd yfir því að eyða tímanum í annað en eðlisfræðina. Lesturinn var mér þó mikils virði og átti eftir að koma í góðar þarfir, ekki síður en aðrar rannsóknir sem ég stundaði á Nordita.

Eftir að hafa lokið lic. scient. (= ph.d.) prófi í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla haustið 1981, hóf ég að kenna stjarneðlisfræði við HÍ og varð skömmu síðar sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans. Jafnframt því að stunda rannsóknir á mínu eigin sérsviði í samvinnu við erlenda og síðar innlenda vísindamenn, hóf ég óbeðinn að leggja grunn að frekari uppbyggingu stjarnvísinda hér á landi, meðal annars með því að berjast fyrir aukinni kennslu og rannsóknum í greininni við Háskólann. Samhliða þessu vann ég að almennri kynningu á stjörnufræði og reyndi með ýmsum hætti að efla persónuleg tengsl innan hins þá fámenna hóps íslenskra stjarnvísindamanna. Þessi starfsemi varð að lokum til þess, að ég var fastráðinn sem kennari við HÍ árið 1991. Hafi einhver áhuga á að kynna sér atburðarásina nánar, má finna hér nokkur sögubrot til viðbótar:

Á þessum fyrstu árum var ekki mikill tími afgangs fyrir áhugamál eins og vísindasögu. Sögugrúskið lá því að mestu í dvala vel fram yfir miðjan níunda áratuginn. Þá gerðist það einn daginn, að Ottó J. Björnsson stærðfræðingur vék sér að mér á förnum vegi og fór að spyrja mig um Rasmus Lievog stjörnumeistara, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég kom algjörlega af fjöllum og varð að viðurkenna vankunnáttu mína, enda hafði ég aldrei heyrt minnst á þennan forvera minn. Í ljós kom, að Ottó vissi sjálfur ósköp lítið um Lievog og mundi heldur ekki í svipinn, hvar hann hafði heyrt eða séð nafnið. Það varð til þess, að ég ákvað að kanna málið nánar.

Sögugrúskið hefst fyrir alvöru

Segja má, að hið sérkennilega samtal okkar Ottós hafi markað upphafið að grúski mínu á sögu raunvísinda á Íslandi. Ég fann tíma til að heimsækja Landsbókasafnið, sem þá var á Hverfisgötunni, og uppgötvaði þar fljótlega ýmsar gersemar, meðal annars stjarnmælingabækur Lievogs á handritadeildinni og síðast en ekki síst Landfræðissögu Íslands, hið frábæra verk Þorvalds Thoroddsen. Leit í hinum ýmsu yfirlitsritum um sögu Íslands eftir sagnfræðinga tuttugustu aldar leiddi og smám saman í ljós, að Landfræðissagan var helsta heimild þeirra allra um iðkun náttúruvísinda hér á landi, allt frá siðaskiptum til loka nítjándu aldar.

Hvað sjálfan mig varðar, var Landfræðissagan gífurlega mikilvæg, Hún sparaði mér ómælda vinnu við leit að heimildum og gerði mér mögulegt að kortleggja í stórum dráttum sögu raunvísinda (þ.e. stjörnufræði, eðlisfræði og stærðfræði) á Íslandi fram til ársins 1900. Þar komu neðanmálsgreinarnar ekki að minna gagni en megintextinn. Sem stjarneðlisfræðingur hafði ég náttúrulega enga reynslu af sagnfræðirannsóknum, og til að ná áttum, tók ég saman persónulega skrá, sem ég kallaði „Safn til sögu stjarnvísinda á Íslandi“. Hún var að grunninum til samsafn upplýsinga úr Landfræðissögunni, en næstu þrjú árin eða svo hélt ég áfram að bæta við hana minnisatriðum byggðum á eigin sögugrúski.

Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921) haustið 1895. Með stórvirkinu Landfræðissaga Íslands (1892-1904) ruddi hann brautina fyrir áhugamenn um sögu náttúruvísinda á Íslandi. Ljósmynd: Søstrene Schiøtz.

Ég man ekki til að hafa haft neina meðvitaða áætlun í huga í upphafi, eða sett mér sérstök markmið með grúskinu. Þarna var fyrst og fremst um að ræða einskæra forvitni um þekkingu Íslendinga fyrri tíma á stjarnvísindum, hvaðan sú þekking væri komin og hvernig forverar okkar hefðu beitt henni. Um þetta leyti var ég reyndar að berjast fyrir því, að stjarnvísindin yrðu viðurkennd sem fullgildur meðlimur í íslensku vísindasamfélagi. Það kann að hafa vakið einhverja dulda þörf hjá mér til að upplýsa umhverfið um sögu greinarinnar hér á landi og benda jafnframt á, að stjarnvísindaþekking væri mikilvægur þáttur í íslenskri menningu.

Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því, að ekki nægði að leita upplýsinga eingöngu í íslenskum bókum og  skjalasöfnum, heldur þyrfti ég einnig að kynna mér bakgrunninn, það er að segja sögu raunvísinda í Danmörku og þá sérstaklega þróunina við Háskólann í Kaupmannahöfn. Svo heppilega vildi til, að á tímabilinu 1984 til 2006 var ég í öflugu rannsóknarsamstarfi við vísindamenn í Kaupmannahöfn og sinnti jafnframt ýmsum stjórnunar- og nefndarstörfum við Nordita og Norræna stjörnusjónaukann. Af þeim sökum dvaldist ég oft í okkar gamla höfuðstað og gat notað frístundirnar til að heimsækja dönsk bóka- og skjalasöfn sem og fornbókaverslanir. Þannig kom ég mér upp talsverðu heimildasafni, sem kemur að góðum notum, enn þann dag í dag.

Lengstu heimsóknirnar voru yfirleitt að sumri til og þá slóst ég í hóp „farfuglanna“, en það voru vísindamenn, sem heimsóttu Nordita og/eða Niels Bohr stofnunina reglulega að sumarlagi og fengu þar skrifstofuaðstöðu.  Strax fyrsta sumarið kynntist ég öðrum farfugli, Andy Jackson, skarpgáfuðum bandarískum eðlisfræðingi frá Stony Brook, sem ávallt var gaman að hitta á kaffiteríunni í hádeginu. Í kringum 1990 fékk hann mikinn áhuga á H.C. Örsted og verkum hans, og eftir að hann varð prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, árið 1995, vann hann það afrek að þýða, ásamt eiginkonu sinni Karenu Jelved, margar af helstu vísindaritsmíðum Örsteds á ensku og gefa út í nú vel þekktri bók, Selected Scientific Works of Hans Christian Ørsted (1998). Andy átti það til að fræða okkur farfuglana um hugmyndaheim Örsteds yfir hádegisverðinum og ýmislegt af því sem hann sagði, kom mér að góðum notum nokkrum árum síðar, þegar ég var að undirbúa grein mína um Björn Gunnlaugsson og náttúruspekina í Njólu.

Eðlisfræðingurinn Andrew D. Jackson árið 2011 með bókina The Travel Letters of H. C. Ørsted, sem hann vann að ásamt konu sinni, Karenu Jelved. Ljósmynd: A. Bartle.

Undir lok níunda áratugarins kynnti Andy mig fyrir enn einum farfuglinum, Abraham Pais, þekktum kennilegum eðlisfræðingi, sem verið hafði í fremstu röð öreindafræðinga á þriðja fjórðungi tuttugustu aldar og góðkunningi manna eins og Bohrs, Einsteins, Gell-Manns og Oppenheimers. Á efri árum hafði Pais snúið sér að vísindasagnfræði og sent frá sér ævisögu Einsteins (1982), verk sem hann hafði hlotið mikið lof fyrir. Þegar ég hitti hann fyrst, hafði hann einnig lokið við Inward Bound (1986), magnað yfirlitsrit um sögu öreindafræðinnar til 1985. Hann var nú með aðstöðu við Niels Bohr skjalasafnið til að vinna að ævisögu Bohrs, sem kom út skömmu síðar.

Eðlisfræðingurinn og vísindasagnfræðingurinn Abraham Pais (1918-2000) árið 1983. Vísindasöguverðlaun Bandaríska eðlisfræðifélagsins eru við hann kennd.
 Ljósmynd: AIP Emilio Segrè Visual Archives.

Ég get ekki sagt, að ég hafi átt mikil samskipti við Pais, enda má segja, að himinn og haf hafi skilið okkur að, ekki síst hvað varðar aldur, reynslu og þekkingu. Þá sjaldan við spjölluðum í hádeginu, vildi hann hvorki tala um eðlisfræði né sögu, heldur einungis um daglegt líf í Kaupmannahöfn og nýjustu fjölmiðlafréttir. Ég hafði þó verulegt gagn af bókum hans og greinum, bæði þá og síðar. Hann var mér einnig á vissan hátt fyrirmynd, einkum sem yfirlætislaus fulltrúi þeirra vísindamanna, sem ekki telja það fyrir neðan virðingu sína að fjalla um sögu og hugmyndagrundvöll eigin fræða.

Í þessu sambandi ætti ég einnig að nefna stjarneðlisfræðinginn Donald Osterbrock, sem ég var svo heppinn að kynntist lítilega á heimsfræðiráðstefnu í Kaupmannahöfn sumarið 1977. Hann var einn af þeim mörgu raunvísindamönnum, sem gerst höfðu vísindasagnfræðingar á efri árum. Á því sviði skilaði hann miklu verki með greinum og bókum, einkum um sögu stjarnvísinda í Kaliforníu á nítjándu og tuttugustu öld.

Stjarneðlisfræðingurinn og vísindasagn-fræðingurinn Donald E. Osterbrock (1924-2007) í heimsókn í Yerkes stjörnuathugunarstöðinni árið 1997. Sérstök vísindasöguverðlaun Bandaríska stjarnvísindafélagsins eru við hann kennd.
 Ljósmynd: R. Dreiser.

Á árunum 1993-94 hóf ég að safna upplýsingum um Vestur-Íslendinginn Sturlu Einarsson, sem verið hafði prófessor í stjörnufræði við  Kaliforníuháskóla í Berkeley á fyrri hluta tuttugustu aldar. Ég leyfði mér því að skrifa Osterbrock til að kanna, hvort hann vissi eitthvað um manninn. Hann brást við, bæði fljótt og vel, og sendi mér margvísleg gögn um Sturlu og störf hans. Nú eru liðin nær þrjátíu ár frá þessum samskiptum, og ég verð því miður að viðurkenna, að ég hef ekki enn lokið við greinina, sem ég ætlaði að skrifa um Sturlu. Það stendur þó allt til bóta, því efnið liggur fyrir, og greinin er þegar hálf-skrifuð.

Út úr vísindasöguskápnum

Haustið 1988 ákvað ég að opinbera áhuga minn á vísindasögu með stuttum fyrirlestri um stjörnumeistarana Johnsoníus og Lievog á ráðstefnu Eðlisfræðifélags Íslands í Munaðarnesi. Sá vettvangur hentaði mér ágætlega og til að sýna, að ég hefði alls ekki yfirgefið eðlisfræðina, þáði ég boð mótshaldara um að halda einnig yfirlitserindi um rannsóknir á mikilli stjörnusprengingu, sem sést hafði í Stóra Magellanskýinu árið áður.

Sjálfum fannst mér þessi frumraun mín í vísindasögumiðlun takast bærilega og þátt fyrir miklar annir á næstu árum, hélt ég ótrauður áfram að safna frekara söguefni. Það varð meðal annars til þess, að haustið 1992 hóf ég að kynna mér verk Stefáns Björnssonar reiknimeistara, sem varðveitt voru í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Með frekara grúski uppgötvaði ég fljótlega, að Stefán hafði verið sá maður íslenskur, sem fremstur var í stærðfræðilegum lærdómslistum á átjándu öld.

Þessi uppgötvun kom mér nokkuð á óvart, þar sem lítið sem ekkert hafði verið minnst á Stefán í íslenskum sögubókum frá því á dögum Þorvalds Thoroddsen. Ég taldi mér því skylt að heiðra minningu hans með einhverjum hætti og greip tækifærið, þegar mér var boðið að taka þátt í málþinginu Um náttúruvísindi og heimsmynd Íslendinga 1700-1850, en það var haldið haustið 1994 á vegum Félags um átjándu aldar fræði. Þar hélt ég erindi um Stefán, sem birt var aukið og endurbætt í Fréttabréfi Íslenzka stærðfræðafélagsins  árið eftir (sjá bls. 8-27).

Haustið 1996 komst skriður á umræðurnar um aðkomu Íslendinga að norrænu samstarfi um stjörnusjónauka á Kanaríeyjum og sumarið 1997 varð aðildin að raunveruleika. Mikil vinna fólst í því að undirbúa fyrstu mælingarnar, sem fóru fram strax þá um haustið. Einhvern veginn fann ég þó tíma til að skrifa grein í Lesbók Morgunblaðsins í tilefni af 450 ára afmæli Týchós Brahe (1996) og ganga frá langri ritgerð um Gísla Einarsson skólameistara í Skálholti (1998).

Grein minni um Stefán Björnsson frá 1995 hafði verið vel tekið, og því ákvað ég að kynna verk hans almenningi á tveggja alda ártíð hans í vetrarbyrjun 1998. Vandinn var bara sá, að sum ritanna voru á latínu, og þrátt fyrir að hafa lært málið í heilt ár í MR, treysti ég mér ekki fyllilega til að koma innihaldinu skammlaust til skila. Ég brá þá á það ráð að leita hjálpar hjá Eyjólfi Kolbeins latínukennara. Hann tók erindi mínu ljúfmannlega, grófþýddi fyrir mig þrjár díspútatíur eftir Stefán á íslensku og gaf mér góðfúslega leyfi til að nota þýðingarnar að vild. Það gerði ég svo í Lesbókargrein í október 1998: Ferhyrningar, halastjörnur og grunnmaskínur.

Eyjólfur Kolbeins cand. mag. (1929-2017) sem nýstúdent í kringum 1950. Að beiðni minni grófþýddi hann á íslensku samtals 15 fornar latneskar dispútatíur, texta sem ég hef síðan notað víða í verkum mínum um sögu raunvísinda á Íslandi á sautjándu og átjándu öld. Ljósmynd: Heimaslóð.

Þetta var ekki í eina skiptið, sem ég þáði ómetanlega aðstoð frá Eyjólfi. Árið 2005 fékk ég boð um að halda erindi á ráðstefnu, sem haldin var í tilefni af 400 ára afmæli Brynjólfs biskups Sveinssonar. Ég ákvað að fjalla um heimsmyndina á sautjándu og og átjándu öld og af því tilefni tók Eyjólfur að sér að grófþýða hvorki meira né minna en 12 latneskar dispútatíur eftir þá Gísla Þorláksson biskup, Þorleif Halldórsson rektor og Magnús Arason landmælingamann. Þessa miklu vinnu innti hann af hendi endurgjaldslaust og af einskærum áhuga.

Mér tókst einnig að fá vin minn, Þorstein Vilhjálmsson eðlisfræðing, til að aðstoða okkur Eyjólf við frágang á handriti mínu um þetta efni og greinin birtist árið 2006 í svokallaðri Brynjólfsbók undir heitinu Heimsmyndin í ritum lærðra Íslendinga á sautjándu og átjándu öld. Þorsteinn þýddi síðan ritsmíðina á ensku fyrir ráðstefnu, sem hann sótti í Krakow í Póllandi um haustið. Hún birtist í styttri útgáfu sama ár sem Copernicanism in Iceland.

Eðlisfræðingurinn og vísindasagfræðingurinn Þorsteinn Vilhjálmsson árið 2015. Ljósmynd úr safni ÞV.

Að öðrum ólöstuðum, hafa fáir við Háskóla Íslands sýnt mér meiri stuðning í sögugrúskinu en Þorsteinn. Þar kom meðal annars til áhugi hans á sögu raunvísinda á Íslandi, en sennilega rann honum einnig blóðið til skyldunnar, þar sem hann hafði áður fullnýtt sér hið akademíska frelsi til að gera vísindasögu að meginviðfangsefni sínu við Háskólann, í bland við öfluga vísindamiðlun.

Aðrir hjálpsamir samstarfsmenn voru hinir skarpskyggnu og fróðu vísindamenn Leó Kristjánsson jarðeðlisfræðingur og Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur. Mér var líka viss huggun í því, að bæði Páll Theodórsson eðlisfræðingur og Ottó J. Björnsson stærðfræðingur höfðu fengist við vísindasögu. Þessir menn voru mjög ólíkir sem einstaklingar, en allir höfðu þeir brennandi áhuga á sérsviðum sínum og sögu þeirra. Í skránni Íslendingar sem birt hafa rit um sögu raunvísinda má finna vísbendingar um ritsmíðar þessara ágætu manna um vísindasögu.

Leó Kristjánsson jarðeðlisfræðingur (1943-2020) á skrifstofu sinni árið 2015. Ljósmynd: Breiðdalssetur.

Í byrjun tíunda áratugarins endurnýjaði ég kynni við Skúla Sigurðsson, gamlan nemanda minn úr MR, þar sem ég hafði kennt honum bæði eðlisfræði og stjörnufræði. Skúli var nú kominn með doktorsnafnbót í vísindasögu frá Harvard og hafði mestan áhuga á sögu stærðfræði og eðlisfræði tuttugustu aldar. Við ræddum oft saman, meðal annars um þróun raunvísinda Íslandi og það varð á endanum til þess, að við skrifuðum grein um stærðfræðinginn Ólaf Dan Daníelsson í tilefni af aldarafmæli takmörkuðu afstæðiskenningarinnar árið 2005. Til stóð, að við ynnum saman að öðru vísindasöguverkefni hér heima, en úr því varð ekki, því Skúli fluttist alfarinn til Berlínar skömmu síðar.

Skúli Sigurðsson vísindasagnfræðingur. Hann býr nú í Berlín og er þar með aðstöðu við Max Planck stofnunina í vísindasögu. Ljósmynd úr safni SS.

Ég tel mig hafa lært heilmikið af Skúla um rannsóknir í vísindasagnfræði. Hið sama á við um Steindór J. Erlingsson, sem ég hitti fyrst í hópi ungra nemenda í almennu námskeiði um stjörnufræði, sem ég kenndi á sínum tíma við HÍ.

Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur. Ljósmynd úr safni SJE.

Ég kynntist Steindóri til muna betur, þegar hann var í meistaranámi hjá Þorsteini Vilhjálmssyni, og átti síðan við hann talsverð samskipti eftir að hann lauk doktorsprófi í vísindasögu við Manchesterháskóla. Þrátt fyrir langvinn veikindi, eru fáir jafn einbeittir og afkastamiklir og Steindór, þegar hann er í vinnuham. Að mínu mati eru þau verk, sem hann hefur náð að skrifa um sögu lífvísinda, einstaklega áhugaverð og fræðandi.

Árið 2011 voru liðin rúm 35 ár frá því að ég hóf að vinna fyrir alvöru að verkefnum í stjarneðlisfræði. Þar af hafði ég sinnt rannsóknum og kennslu við HÍ í um 30 ár og var orðinn nokkuð ánægður með uppbyggingu greinarinnar hér á landi og stöðu hennar við skólann. Ég taldi einnig næsta víst, að heimurinn færist ekki, þótt ég sneri mér í auknum mæli að öðrum áhugmálum. Af þeim sökum tók ég ákvörðun um að fara í hálft starf í ársbyrjun 2011, sex árum áður en ég þurfti svo endanlega að ljúka störfum og gerast prófessor emeritus.

Þetta reyndist mikið gæfuspor. Nú hafði ég nægan tíma til frekara grúsks í vísindasögu, og að auki var ný tækni komin til sögunnar, sem gerði það mögulegt að galdra ólíklegustu heimildir fram úr ljósvakanum heima í stofu, jafnvel heilu bækurnar. Sumarið 2017 uppgötvaði ég svo bloggið og þá varð ekki aftur snúið. Sú tegund útgáfu, sem þessi stórkostlega tækni býður upp á, hentar mér sérlega vel og ég hef nýtt hana til fullnustu á undanförnum árum. Afraksturinn af þeirri vinnu geta áhugasamir nálgast með því að fara inn á vefsíðuna Saga stjörnufræði og eðlisfræði á Íslandi frá miðöldum fram á tuttugustu og fyrstu öld - Nokkur rit eftir Einar H. Guðmundsson.

Að lokum þetta: Ég hef alla tíð kappkostað að halda sem bestu sambandi við hugvísindamenn, ekki síst í kringum sögugrúskið. Ég á og marga góða kunningja í þeirra hópi og met þá mikils. Það hefur aldrei truflað mig, að nálgun sagnfræðinga og heimspekinga við val og úrvinnslu rannsóknarverkefna er yfirleitt talsvert frábrugðin þeirri, sem tíðkast meðal eðlisfræðinga og annarra raunvísindamanna. Ég á því bágt með að skilja þau átök, sem stundum blossa upp milli „menningarheimanna tveggja“ og minnst var á í inngangi þessarar færslu. Hins vegar get ég ekki annað en tekið undir með Aðalgeiri Kristjánssyni sagnfræðingi og skjalaverði (1924-2021), sem lét eftirfarandi orð falla, eftir að hafa lesið yfir drög að fyrstu grein minni um Björn Gunnlaugsson og gefið henni blessun sína: „Það er athyglisvert, hvernig raunvísindamenn og hugvísindamenn skrifa yfirleitt gjörólíka texta, jafnvel þegar þeir eru að fjalla um sama viðfangsefnið.“


 

Viðaukar um nokkur sögutengd viðfangsefni

Aldarsaga Háskóla Íslands

Sumarið 2005 skipaði Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, fimm manna ritnefnd til að stjórna ritun sögu skólans í tilefni af aldarafmælinu 17. júní 2011. Ég var settur í nefndina sem fulltrúi Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og tók þannig þátt í að koma ritinu, Aldarsögu Háskóla Íslands, út á tilsettum tíma. Vegna plássleysis í bókinni, var frá upphafi stefnt að því, að Aldarsagan myndi fyrst og fremst fjalla um þróun skólans í samfélagslegu, pólitísku og menningarlegu samhengi og hlutfallslega lítil áhersla var því lögð á það að rekja smáatriði í sögu einstakra fræðigreina, stofnana eða einstaklinga. Ritstjórnin gerði sér fulla grein fyrir því, að þessi ákvörðun myndi falla í misgóðan jarðveg meðal starfsmanna skólans. Reyndin varð og sú, að þegar bókin kom út, byggðu ýmsir dóma sína á því, hvort þeirra var getið þar með nafni eða ekki.

Saga Raunvísindastofnunar Háskólans

Sjálfur hafði ég nokkrar áhyggjur af því, að ekki var rými í Aldarsögunni til að fjalla nógu ítarlega um þróun raunvísinda við Háskólann. Það varð til þess, að haustið 2010 fékk ég þá Þorstein Vilhjálmsson og Leó Kristjánsson í lið með mér til að kanna, hvort mögulegt væri að láta skrá hálfrar aldar sögu Raunvísindastofnunar Háskólans, og gefa hana út á afmælisárinu 2016. Niðurstaða okkar var sú, að það væri full ástæða til að reyna og við höfðum því samband við stjórn stofnunarinnar um málið. Stjórnin brást vel við og bað okkur að skila inn tillögum um framkvæmdina, sem við og gerðum haustið 2011.

Í kjölfarið fór af stað löng og flókin atburðarás, þar sem margir komu að málum, sótt var árangurslaust um styrki til verksins og vísindasagnfræðingur tók að safna gögnum og skrásetja. Því miður veiktist sagnfræðingurinn alvarlega sumarið 2017 og þurfti að draga sig í hlé. Við það lognaðist verkefnið útaf.

Vorið 2021 var ég viðstaddur undirritun skipulagsskrár sjóðsins Vísindi og velferð: Styrktarsjóður Sigrúnar og Þorsteins og hitti þar Jón Atla Benediktsson Háskólarektor. Mér til mikillar ánægju spurði hann, hvort ekki væri orðið tímabært að skrásetja sögu Raunvísindastofnunar. Ég játti því og við ræddum málið stuttlega. Í ágúst sendi ég honum og helstu stjórnendum stofnunarinnar svo langt bréf, þar sem ég sagði frá fyrri tilraunum til að rita söguna og hvatti til, að málið yrði tekið upp að nýju. Jón brást snöggt við, lagði til að stjórnin tæki málið strax til umræðu og lýsti jafnframt yfir vilja rektorsembættisins til að styðja verkefnið eftir því sem kostur væri. Stjórnin tók áskorun rektors vel, og síðast þegar ég vissi, var undirbúningur að ritun sögunnar kominn á góðan rekspöl.

Saga Nordita í Kaupmannahöfn

Hálfrar aldar sögu Nordita í Kaupmannahöfn lauk í árslok 2006, þegar stofnunin var flutt til Stokkhólms. Þrátt fyrir, að ég væri orðinn hálfþreyttur á stjórnunarstörfum í norrænu samstarfi, tók ég það að mér af skyldurækni að sitja sem fulltrúi Íslands í fyrstu Stokkhólmsstjórninni 2007-2010. Fljótlega var farið að spjalla um það í þröngum hópi velunnara, að æskilegt væri að skrá sögu Kaupmannahafnaráranna með einhverjum hætti. Í einni fundarferðinni til Stokkhólms rakst ég svo fyrir tilviljun á hina frábæru bók um sögu rannsókna á örbylgjukliðnum, Finding the Big Bang (2009) eftir eðlisfræðingana P.J.E. Peebles, L.A. Page, Jr. og R.B. Partridge. Mér líkaði vel, hvernig verkið var upp byggt, með ítarlegum inngangi og yfirlitisgreinum ásamt á fimmta tug persónulegra frásagna eftir vísindamenn, sem komið höfðu að mikilvægustu rannsóknunum. Í kjölfarið stakk ég upp á því við Norditahópinn að nota kliðssöguna sem fyrirmynd við skipulagningu og ritun Norditasögunnar. Þetta var árið 2009.

Málin voru rædd fram og aftur í tölvupósti, en með löngum hléum vegna anna. Það var því ekki fyrr en í sumarbyrjun 2013, sem skriður komst á verkefnið. Enn átti þó eftir að líða langur tími þangað til bókin kom út, en það var ekki fyrr en í árslok 2021. Það skal tekið fram, að ég kom fyrst og fremst að verkinu, sem einn af ritstjórnarmönnum, og hitinn og þunginn af vinnunni lenti á herðum félaga minna í Kaupmannahöfn. Kynningu á verkinu má finna hér, en sjálf bókin er aðgengileg á vefnum: Nordita - The Copenhagen Years: A Scrapbook.

Meistaranámsleið í hugmynda- og vísindasögu

Allt frá því ég tók til starfa sem stjarneðlisfræðingur við Raunvísindastofnun árið 1982, hef ég stutt við bakið á tilraunum til að festa vísindasagnfræði í sessi við HÍ. Það var mér því fagnaðarefni, þegar mér bauðst í vetrarbyrjun 2012 að setjast í starfshóp til undirbúnings að námi í vísindasögu við skólann. Í hópnum voru einnig prófessorarnir Vilhjálmur Árnason heimspekingur og Guðmundur Jónsson sagnfræðingur. Fjórum árum síðar, haustið 2016, var svo meistaranámsleiðin Hugmynda og vísindasaga sett formlega á fót í samvinnu Sagnfræði- og heimspekideildar og Raunvísindadeildar.

Fagnefnd meistaranámsleiðar í hugmynda- og vísindasögu ásamt nokkrum af fyrstu nemendunum á kaffistofunni í Bóksölu stúdenta haustið 2016.  Frá vinstri: Undirritaður, Björn Þorsteinsson prófessor, Jón Gunnar Þorsteinsson, Kristín Hildur Sætran, ?, Tinna Guðbjartsdóttir og Ragnheiður Kristjánsdóttir prófessor. Ljósmyndari er óþekktur.

Starfi mínu fyrir HÍ á þessu sviði lauk ekki með stofnun námsleiðarinnar. Þótt ég væri þá kominn á eftirlaun, tók ég að mér að skipuleggja og sjá um sérstaka málstofu, Heimsfræði í ljósi sögu og heimspeki, á vormisseri 2017. Ég leiðbeindi svo fyrsta nemandanum, sem lauk námi við námsleiðina, Gabríelu Radulescu, með meistaraverkefni hennar, Communication with (Extra)Terrestrial Intelligence: Soviet Radio Astronomers, Scientific Internationalism and Outer Space Imaginary (2020). Gabríela stundar nú framhaldsnám í Þýskalandi.

Félag um átjándu aldar fræði

Einn af góðkunningjum mínum meðal hugvísindamanna er Ingi Sigurðsson sagnfræðingur og prófessor emeritus. Fyrir hartnær þrjátíu árum átti hann frumkvæðið að stofnun eins þekktasta fræðafélags landsins á seinni tímum, Félags um átjándu aldar fræði, og hefur séð til þess, að það héldi fullum dampi alla tíð síðan, aðallega með málþingahaldi. Ingi fékk mig til að sitja í stjórn félagsins á árunum 2015 til 2018, verkefni sem ég hafði mikla ánægju af, enda kynntist ég þar mörgu góðu og kraftmiklu fólki, fékk tækifæri til að halda erindi um vísindasöguleg efni og jafnframt að hjálpa til við skipulagningu öðruvísi málþinga en ég var vanur.

Sögunefnd Stjarnvísindafélags Íslands

Í tilefni af þrjátíu ára afmæli Stjarnvísindafélagsins árið 2018 tók ég saman stutt yfirlit um sögu þess. Um svipað leyti var að mínu frumkvæði stofnuð nefnd til að halda utan um sögu félagsins og reyndar einnig almenna sögu stjarnvísinda á Íslandi. Eitt fyrsta verkefni nefndarinnar var að koma í framkvæmd gömlum draumi vinar míns, Þóris Sigurðssonar eðlisfræðings, um að reisa minnisvarða um vinnumanninn Odda Helgason í Múla, en hann gerði merkar athuganir á göngu sólar á tólftu öld. Eftir nær tveggja ára undirbúningsvinnu var minnisvarðinn loks reistur í landi Grenjaðarstaðar á sumarsólstöðum árið 2020.

Næsta verkefni sögunefndarinnar var að undirbúa og síðan taka viðtöl við elstu meðlimi Stjarnvísindafélagsins um ævi þeirra og störf í þágu vísindanna. Fyrstu viðtölin sex voru tekin upp sumarið og haustið 2021 og eru nú í eftirvinnslu. Ætlunin er að viðtölunum fjölgi smám saman, þegar efni og aðstæður leyfa. Að loknum frágangi verða viðtölin geymd á öruggum en aðgengilegum stað, þar sem bæði núlifandi og komandi kyndslóðir geta nálgast þau.

 

Tengdar færslur:

Birt í Eðlisfræði, Efnafræði, Stærðfræði, Stjörnufræði

Íslendingar sem birt hafa rit um sögu raunvísinda - Drög

Athugið að skráin er ekki tæmandi - Færsluhöfundur þiggur með þökkum allar athugasemdir sem og ábendingar um viðbætur.

Með tíð og tíma er skránni ætlað að ná yfir sem flesta Íslendinga, sem birt hafa ritsmíðar um sögu raunvísinda (þar á meðal stærðfræði), án tillits til þess hvort þær eru frumsamdar, þýddar eða endursagðar. Ekki verður heldur gerður greinarmunur á því, hvort ritin fjalla sérstaklega um sögu raunvísinda á Íslandi eða um vísindasögu almennt.

Mér er fullljóst, að talsverð slagsíða er á skránni. Hallinn er í átt að áhugasviðum mínum, sem eru einkum stjörnufræði, eðlisfræði og stærðfræði. Eflaust vantar því í skrána ýmsa höfunda, sem fjallað hafa um sögu annarra eðlisvísinda sem og lífvísinda. Ég vona, að lesendur hjálpi mér að fylla í eyðurnar með því að senda mér gagnlegar upplýsingar.

Í samantekt sem þessari er útilokað að birta fullnægjandi ritaskrá fyrir allan hópinn, enda eru slíkar skrár yfirleitt ekki auðfundnar (í skránni er þó í sumum tilvikum hægt að nálgast ritaskrár með því að smella á viðeigandi nöfn eða aðra tengla). Hér hef ég því tekið þann kost að nefna aðeins nokkrar helstu vísindasöguritsmíðar viðkomandi höfunda, stundum þó aðeins eina, og í vissum tilvikum enga.

Athugið að skráin er í tveimur hlutum:

      1. Látnir höfundar í aldursröð.
      2. Lifandi höfundar í stafrófsröð.

I


17. og 18. öld

Gísli Einarsson skólameistari í Skálholti og síðar prestur á Helgafelli (1621-1688).

Hann reiknaði árlegt almanak fyrir Kaupmannahöfn árið 1650 og undirbjó prentun þess: Almanach Paa det Aar [...] M.DC.L. Síðasti kaflinn, Continuatio historia om Astromomiæ Begyndelse oc Fremgang, fjallar á frekar einfaldan hátt um sögu stjörnufræðinnar frá tímum Ptólemaíosar fram á daga Týchós Brahe. Kaflinn var sá síðasti af þremur um söguna. Hinir tveir höfðu áður birst í almanökunum 1648 og 1649, sem aðrir en Gísli gáfu út. Mér er því ekki ljóst, hvort kaflinn er skrifaður af Gísla sjálfum, eða einhverjum öðrum. Ekki veit ég heldur við hvaða heimild(ir) höfundurinn studdist, en nefna má, að á 16. og 17. öld var fyrst og fremst fjallað um sögu stjörnufræðinnar í inngangi rita um stjörnufræði og í prentuðum fyrirlestrum lærdómsmanna.


Þorleifur Halldórsson skólameistari á Hólum (1683-1713).

Í latneskri dispútatíu hans frá 1706, De inventione astronomiæ apud Chaldæos (Um uppruna stjörnufræðinnar meðal Kaldea) er tekin fyrir deilan um það, hvort stjörnufræðin sé upprunin meðal Kaldea (Babylóníumanna), Hebrea eða Egifta. Hinn forni spekingur Jósephus (1. öld e.Kr.) hélt því fram, að Seth sonur Adams hefði uppgötvað stjörnufræðina og  þekking hans á stjörnuhimninum hefði verðið skráð á tvær súlur, sem stóðust syndaflóðið.  Samkvæmt Jósepheusi voru það Nói og synir hans, einkum Sem, sem varðveittu þessa þekkingu og hún barst áfram til Kaldea, niðja Sems. Að lokum var það svo Abraham, sem færði Egiftum stjörnufræðina og þaðan barst hún til Forn-Grikkja.

Hugmyndir Jósephusar lifðu enn góðu lífi á endurreisnartímanum. Sem dæmi má nefna, að Týchó Brahe fjallaði um þær í opinberum fyrirlestri, sem hann hélt við Hafnarháskóla árið 1574 (sjá Translation of Tycho Brahe's De disciplinis mathematicis, bls. 315-16).

Umfjöllunin í dispútatíu Þorleifs byggir fyrst og fremst á tilvitnunum í átorítet eins og  Jósephus sjálfan, Lúkretíus (1. öld f.Kr.), Diodoros (1. öld f.Kr.), Ciceró (106-43 f.Kr), Polydore Vergil (1470-1555), Golíus (1596-1667), Horníus (1620-1670) og A. Le Grand (1629-1699), sem og Biblíuna. Niðurstaða hans er sú, að Kaldear hafi fyrstir mótað stjörnufræðina, en hvorki Hebrear né Egiftar. Sjá í þessu sambandi:


Stefán Björnsson reiknimeistari (1721-1798).

Gaf m.a. út Rímbeglu á íslensku og latínu ásamt skýringum árið 1780.


19. öld

Jónas Hallgrímsson náttúrufræðingur og skáld (1807-1845).

Í greininni Um eðli og uppruna jarðarinnar (1835) kemur hann inná sögu hugmynda um uppruna og þróun jarðarinnar og sólkerfisins. Hann kynnti einnig sögu stjörnufræðinnar fyrir Íslendingum, því síðasti kaflinn í Stjörnufræði Ursins (bls. 204-218) fjallar um hana.


Benedikt Gröndal fornfræðingur, náttúrufræðingur og skáld (1826-1907).

Síðasti kaflinn í Efnafræði hans (1886) fjallar um sögu greinarinnar (bls. 67-76).


Janus Jónsson prestur (1851-1922).

Skrifaði m.a. greinar um Brúnó (1913) og Kóperníkus (1915).


Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur (1855-1921).

Stórvirki hans Landsfræðissaga Íslands: Hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun þess og rannsóknir, fyrr og siðar IIIIII og IV kom út á árunum 1892 til 1904. Ritið er ein mikilvægasta prentaða heimildin um sögu raunvísinda á Íslandi.

Landfræðissagan var gefin út aftur á árunum 2003-2009, nú fallega myndskreytt. Jafnframt fylgdi sérstök lykilbók  (5. bindi) með fróðlegum söguritgerðum eftir Freystein Sigurðsson jarðfræðing, Pál Imsland jarðfræðing, Guðrúnu Ólafsdóttur landfræðing, Leif Á. Símonarson steingervingafræðing, Karl Skírnisson líffræðing, Gunnar Jónsson dýrafræðing og Eyþór Einarsson grasafræðing.


20. og 21. öld

Á fyrri hluta 20. aldar jókst mjög áhugi manna á sögu raunvísinda á Íslandi á miðöldum. Skrár yfir ýmis rit um það efni má finna, ásamt tenglum, á vefsíðunni Stjörnufræði á Íslandi á miðöldum. Sjá einnig í þessu sambandi ritin A World in Fragments: Studies on the Encyclopedic Manuscript GKS 1812 4to (aðalritstj. Gunnar Harðarson; 2021) og Íslensk þjóððmenning VII: Alþýðuvísindi (ritstj. Frosti F. Jóhannsson; 1990).


Ágúst H. Bjarnason heimspekingur (1875-1952).

Skrifaði talsvert um raunvísindi og sögu þeirra, m.a. í ritunum Yfirlit yfir sögu mannsandans I-V (1905 - 1915), Saga mannsandans I-V (1949-1954), Himingeimurinn (1926) og Heimsmynd vísindanna (1931). Meðal þýðinga hans er bókin Kjarnorka á komandi tímum (1947) eftir D. Dietz, þar sem m.a. er fjallað um sögu atómkenningarinnar.


Þorkell Þorkelsson eðlisfræðingur (1876-1961).

Skrifaði m.a. um raunvísindi á miðöldum, þ.á.m. greinarnar Stjörnu-Oddi (1926), Misseristalið og tildrög þess (1928) og Ari fróði og sumaraukareglan (1932). Sjá einnig greinina Frumefnin og frumpartar þeirra (1922).


Trausti Ólafsson efnaverkfræðingur (1891-1961).

Skrifaði m.a. greinina Frumeindakenning nútímans (1924).


Jón Eyþórsson veðurfræðingur (1895-1968).

Fjallaði talsvert um sögu vísindanna í ýmsum verkum sínum. Þar á meðal eru tvær merkar greinar um Rasmus Lievog stjörnumeistara.


Niels Dungal læknir (1897-1965).

Hann gaf út umdeilda bók, Blekking og þekking, árið 1948. Umfjöllunarefnið var barátta vísinda og kirkju og efnið að hluta byggt á hugmyndafræði sagnfræðingsins A. D. Whites í verkinu A History of the Warfare of Science with Theology in Christendom frá 1896.


Kristín Ólafsdóttir læknir (1889-1971).

Þýddi bókina Frú Curie (1939) eftir Ève Curie.


Steindór Steindórsson náttúrufræðingur (1902-1997).

Skrifaði ýmislegt um sögu náttúruvísinda, m.a. bókina Íslenskir náttúrufræðingar 1600-1900 (1981).


Björn Franzson kennari og blaðamaður (1906-1974).

Meginrit hans er Efnisheimurinn frá 1938. Þar er fjallað um eðlisvísindi og sögu þeirra.


Trausti Einarsson stjörnufræðingur og jarðeðlisfræðingur (1907-1984).

Fjallaði m.a. um sögu heimsmyndarinnar í formála að bókinni Uppruni og eðli alheimsins eftir Fred Hoyle (1951; þýð.: Hjörtur Halldórsson) og í greininni Hugmyndir manna um alheiminn fyrr og nú (1958). Fjallaði einnig um raunvísindi á miðöldum í greinunum Nokkur orð um sumaraukagreinina í Íslendingabók (1961) og Hvernig fann Þorsteinn surtur lengd ársins? (1968) og Nokkur atriði varðandi fund Íslands, siglingar og landnám (1970).


Hjörtur Halldórsson kennari, rithöfundur og áhugamaður um raunvísindi (1908-1977).

Þýddi eða endursagði ýmis rit um raunvísindi, sem mörg hver voru með sögulegu ívafi, t.d. Þættir úr ævisögu jarðar (1954) og Vísindamaðurinn (1966).


Haraldur Sigurðsson bókavörður (1908-1995).

Þekktasta verk hans er Kortasaga Íslands (tvö  bindi, 1971 og 1978).


Guðmundur Arnlaugsson stærðfræðingur (1913-1996).

Eftir hann liggur ýmislegt sagnfræðilegs eðlis um stærðfræði og stærðfræðimenntun. Einnig söguleg grein um þyngdina. Bókin Stærðfræðingurinn Ólafur Dan Daníelsson: Saga brautryðjanda (1996) er eftir hann og Sigurð Helgason stærðfræðing.


Ólafur Björnsson læknir (1915-1968).

Þýddi bókina Á morgni atómaldar (1947) eftir sænska eðlisfræðinginn Helge Tyrén og skrifaði inngang.


Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræðingur (1917-1988).

Skrifaði nokkrar greinar um sögu eðlisfræðinnar.

Í ritinu Í hlutarins eðli - Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor (ritstj. Þorsteinn I. Sigfússon, 1987) eru margar fróðlegar greinar um sögu rannsókna í nútíma eðlisvísindum, m.a. eftir Pál Theodórsson, Magnús Magnússon, Þorstein Vilhjálmsson,  Örn Helgason, Leó Kristjánsson, Braga Árnason, Guðmund Pálmason, Pál Einarsson, Sveinbjörn Björnsson, Helga Björnsson, Guðmund E. Sigvaldason, Einar Júlíusson, Guðna Sigurðsson og Jakob Yngvason.


Jón Jónsson fiskifræðingur (1919-2010)

Meðal rita hans er Hafrannsóknir við Ísland I og II (1988, 1990).


Unnsteinn Stefánsson haffræðingur (1922-2004)

Skrifaði m.a. um sögu hafrannsókna. Sjá t.d. bókina Hafið (1999; bls. 368-372).


Páll Theodórsson eðlisfræðingur (1928-2018).

Skrifaði heilmikið um sögu vísinda, ekki síst um sögu rannsókna við Eðlisfræðistofnun Háskólans og eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar (sjá ritaskrá Páls).


Þorleifur Einarsson jarðfræðingur (1931-1999).

Sjá m.a. ingang um sögu jarðfræðirannsókna í bók hans, Jarðfræði, frá 1968.


Ottó J. Björnsson stærðfræðingur (1934-2016).

Skrifaði ýmislegt um sögu stærðfræðinnar og gaf m.a. út tvo bæklinga um spekinginn Björn Gunnlaugsson og verk hans (1990 og 1997). Einnig bæklingana Úr sögu stærðfræðinnar (1983) og Um reglu Herons (1991).


Svend-Aage Malmberg haffræðingur (1935-2014)

Skrifaði m.a. greinina Haffræði og upphaf hafrannsókna við Ísland (2003).


Leó Kristjánsson jarðeðlisfræðingur (1943-2020).

Skrifaði heilmikið um sögu raunvísinda, einkum jarðvísinda og eðlisfræði. Sjá heimasíðu á Vefsafn.is. Bókin Silfurberg kom út að honum látnum, árið 2020.


II


Andri S. Björnsson sálfræðingur.

Höfundur bókarinnar Vísindabyltingin (2004).


Einar H. Guðmundsson stjarneðlisfræðingur.

Hefur m.a. fengist við sögu raunvísinda á Íslandi. Sjá skrána Saga stjörnufræði og eðlisfræði á Íslandi frá miðöldum fram á tuttugustu og fyrstu öld - Nokkur rit eftir Einar H. Guðmundsson.


Guðmundur Eggertsson líffræðingur.

Höfundur bókanna Rök lífsins (2018), Ráðgáta lífsins (2014), Leitin að uppruna lífs: Líf á jörð, líf í alheimi (2008) og Líf af lífi: gen, erfðir og erfðatækni (2005).


Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur.

Meðal verka hans eru Melting the Earth: The History of Ideas on Volcanic Eruptions (1999) og The Encyclopedia of Volcanoes (ritstj., 2. útg. 2015).


Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur.

Meðal verka hans er bókin Jöklar á Íslandi (2009). Þar er að finna áhugavert yfirlit um sögu rannsókna á jöklum á Íslandi.


Helgi Hallgrímsson líffræðingur.
Ritaði m.a. greinina Johan Gerhard König og upphaf íslenskrar grasafræði (2018).


Helgi Sigvaldason vélaverkfræðingur og tölfræðingur.

Hefur skrifað talsvert um þróun tölvunarfræðinnar.


Hilmar Garðarsson sagnfræðingur.

Höfundur bókarinnar Saga Veðurstofu Íslands (1999).


Jón Ragnar Stefánsson stærðfræðingur.

Skrifaði m.a. um Leif Ásgreirsson stærðfræðing í bókinni Leifur Ásgeirsson – Minningarrit (1998).


Jón Þorvarðarson kennari.

Höfundur bókarinnar Og ég skal hreyfa jörðina (2. útg., 2012).


Júlíus Sólnes verkfræðingur.

Var m.a. aðalritstjóri verksins Náttúruvá á Íslandi og skrifaði í það kaflana Úr sögu jarðvísindanna (bls. 21-43) og Úr sögu jarðskjálfafræðinnar (bls. 471-491).


Karl Emil Gunnarsson.

Þýddi m.a. bækurnar Alheimurinn (2010) og  Vísindin (2011), sem báðar fjalla um fræðin og sögu þeirra.


Kristín Bjarnadóttir stærðfræðingur.

Hefur skrifað heilmikið um sögu stærðfræði og stærðfræðimenntunar á Íslandi.


Kristín Halla Jónsdóttir stærðfræðingur.

Þýddi bókina Síðasta setning Fermats eftir S. Singh með inngangi eftir Sigurð Helgason stærðfræðing.


Kristján Guðmundur Arngrímsson heimspekingur.

Þýddi verkið Vísindabyltingar eftir T.S. Kuhn með inngangi eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur.


Magnús Magnússon eðlisfræðingur.

Hefur m.a. skrifað um Einstein og kenningar hans, sögu Kjarnfræðanefndar Íslands, aðdragandinn að stofnun Raunvísindastofnunar Háskólans og Reiknistofnun HÍ.


Sigrún Helgadóttir líf- og umhverfisfræðingur.

Skrifaði ævisöguna Sigurður Þórarinsson – Mynd af manni I-II (2021).


Sigurður Helgason stærðfræðingur.

Hefur skrifað ýmislegt sagnfræðilegs eðlis um stærðfræði og stærðfræðinga, m.a. greinina Ólafur Dan Daníelsson og bókina Stærðfræðingurinn Ólafur Dan Daníelsson: Saga brautryðjanda (1996; í samvinnu við Guðmund Arnlaugsson stærðfræðing).


Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur.

Sjá Researchgate.net. Hefur m.a. skrifað talsvert um sögu raunvísinda, einkum jarðvísinda. Þýddi, ásamt Jóhönnu Jóhannesdóttur, bókina Vísindafyrirlestar handa almenningi (2021) eftir H. Helmholtz og skrifaði inngang.


Skúli Sigurðsson vísindasagnfræðingur.

Fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í vísindasagnfræði (Harvard 1991). Einnig með BA-próf í eðlisfræði og stjörnufræði frá Brandeis háskóla í Bandaríkjunum.


Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur.

Annar Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í vísindasagnfræði (Manchester 2005). Einnig með BS-próf í líffræði frá Háskóla Íslands.


Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Hefur skrifað talsvert um sögu veðurfræðinnar. Sjá bloggsíðu og Researchgate.net.


Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur.

Hefur m.a. skrifað um Kóperníkus (1973) og Lavoisier (1968). Einnig greinina Drög að heimsmynd nútímans (1966).


Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur og vísindasagnfræðingur.

Sumar greinar hans eru aðgengilegar á Academia.net. Hefur skrifað mikið um sögu og heimspeki vísindanna, þ.á.m. um raunvísindi á miðöldum. Hann var og stofnandi Vísindavefsins, þar sem finna má marga vísindasögupistla eftir ýmsa höfunda. Þekktasta verk hans er Heimsmynd á hverfanda hveli (tvö bindi, 1986-87). Þorsteinn var ritstjóri og aðalhöfundur bókarinnar Einstein. Eindir og afstæði (2015), en þar má jafnframt finna fróðlegar greinar eftir eðlisfræðingana Jakob Yngvason og Þorstein J. Halldórsson.


Þór Jakobsson veðurfræðingur
Hefur m.a. skrifað um Jóhannes Kepler og Gíordanó Brúnó.


Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur.

Meðal verka henar er Flóra Íslands (2018; meðhöfundar: Hörður Kristinsson grasafræðingur og Jón Baldur Hlíðberg myndlistamaður; söguyfirlit er á bls. 55-58).

 

Tengdar færslur

Birt í Óflokkað

Nokkur gagnleg rit um vísindasögu

Eins og í færslunum Raunvísindamenn og vísindasagan og Íslendingar sem birt hafa rit um sögu raunvísinda mótast eftirfarandi skrár talsvert af áhugasviðum færsluhöfundar (stjörnufræði, eðlisfræði og stærðfræði). Ábendingar, sem bæta úr þessu, eru því vel þegnar. Ritin í listunum geyma yfirleitt góðar heimildaskrár, sem nota má til að kafa dýpra í viðkomandi efni.

Hvers vegna ættu vísindamenn að kynna sér vísindasögu?

Ýmislegt um vísindasagnfræði og sögu hennar

Dæmi um nútíma vísindasögurit

Wikipedugreinar um sögu raunvísinda

Saga stjarnvísinda

Saga eðlisfræðinnar

Saga efnafræðinnar

Saga stærðfræðinnar

Tilbrigði við nútíma vísindasöguritun

Hugleiðingar um raunvísindi á jaðarsvæðum og sögu þeirra

Tímarit

 

Tengdar færslur

Birt í Óflokkað

Tvö hundruð og fimmtíu ár frá stofnun embættis konunglegs stjörnumeistara á Íslandi

Vorið 1772 skipaði Kristján konungur sjöundi Borgfirðinginn Eyjólf Jónsson (1735-1775) stjörnumeistara á Íslandi (Observator paa Vort Land Island). Eyjólfur hafði áður verið aðstoðarmaður Christians Horrebow við stjörnuathuganir í Sívalaturni, og síðan framkvæmt ýmsar mælingar hér á landi, samhliða því að vera ritari landsnefndarinnar, sem hér starfaði á áunum 1770-71.

Í erindisbréfi Eyjólfs frá 1772 eru taldar upp þær athuganir, sem honum var ætlað að stunda, og jafnframt tekið fram að reisa skuli fyrir hann viðunandi athugunarstöð. Stiftamtmaður fékk og sérstök fyrirmæli um stuðning við við hinn nýja stjörnumeistara.

Eyjólfur mun hafa þjáðst af tæringu og háði sjúkdómurinn honum svo mjög, að honum varð minna úr verki en annars hefði orðið. Hann kom sér þó upp aðstöðu til stjörnuathugana á Arnarhóli í Reykjavík, þar sem hann stundaði meðal annars athuganir á sólinni. Sjálfur bjó hann í tugthúsinu (nú Stjórnarráðshúsinu). Því miður hefur ekkert varðveist af mæliniðurstöðum hans frá Íslandsárunum, hvernig sem á því stendur.

Eyjólfur lést fertugur að aldri, sumarið 1775, nokkrum dögum eftir að byrjað var að grafa fyrir stjörnuathugunarstöðinni í landi Bessastaða. Við lát hans var hætt við verkið.

Teikning Eyjólfs Jónssonar frá 1773 af stjörnu-athugunarstöðinni, sem aldrei var reist. Stjörnumeistarinn átti að búa á neðri hæðinni, en mælingarnar að fara fram á þeirri efri.

Erfiðlega gekk að finna eftirmann Eyjólfs og það var ekki fyrr en vorið 1779, sem Norðmaðurinn Rasmus Lievog (1738-1811) var  skipaður nýr stjörnumeistari á Íslandi. Áður hafði hann starfað í Sívalaturni, fyrst sem aðstoðarmaður Christians Horrebow 1775-76 og síðan hjá Thomas Bugge, sem tók við sem prófessor í stjörnufræði að Horrebow látnum árið 1777.

Fljólega eftir komuna til landsins hóf Lievog stjörnuathuganir, fyrst á lofti Bessastaðastofu, þá á heimili sínu, Lambhúsum (árin 1780-83), og loks í sérbyggðum stjörnuturni, sem tilbúinn var í árslok 1783.

Grunnleikning Lievogs af athugunarstöðinni í Lambhúsum frá 1785-86.

Óhætt er að fullyrða, að Lievog hafi starfað hér við erfiðar aðstæður, bæði  hvað varðar veðurfar og skilningsleysi, jafnt Íslendinga sem danskra embættismanna. Að auki var tækjakostur hans rýr og úr sér genginn og kvartaði hann oft yfir því við Bugge í bréfum sínum. Þrátt fyrir þetta voru mælingar hans vandaðar og stóðust fyllilega samjöfnuð við mælingar samtímamanna annars staðar. Í því sambandi ber sérstaklega að geta athugana hans á myrkvum Júpíterstungla, en niðurstöður þeirra mælinga eru enn nýttar.

Hin þekkta mynd Johns Baine af stjörnuathugunarstöð Lievogs sumarið 1789. Við hliðina á turninum er heimili stjörnumeistaranns (bærinn Lambhús) og lengra í burtu er bústaður stiftamtmanns.

Þess ber að geta, að auk margvíslegra stjörnuathugana sá Lievog um daglegar veðurathuganir, fylgdist með sjávarföllum og norðurljósum sem og misvísun áttavita. Meðal Íslendinga er hann þó sennilega þekktastur fyrir Reykjavíkurkortið, sem hann lauk við 1787 (sjá einnig hér). Þessi fjölbreytta starfsemi gerir það að verkum að líta má á stjörnuturninn í Lambhúsum sem fyrstu raunvísindastofnunina á Íslandi.

Lista yfir mæliniðurstöður Lievogs stjörnumeistara, bæði útgefnar og í handritum, má finna hér.

Lievog starfaði á Íslandi í rúman aldarfjórðung, eða til ársins 1805, þegar hann fluttist alfarinn til Kaupmannahafnar. Lögðust stjarnmælingar þá af í Lambhúsum. Tengdist það meðal annars upphafi strandmælinganna síðari árið 1801.

Hér að framan hefur verið stiklað mjög á stóru, en frekari smáatriði í þessari annars flóknu sögu er að finna í eftirfarandi heimildum:

Aðrar gagnlegar heimildir:

 

Viðauki

Ekki er vitað hvenær stjörnuturninn í Lambhúsum var rifinn, en hann var allavega horfinn árið 1836, eins og sjá má á eftirfarandi mynd A. Mayers frá því ári. Myndin birtist fyrst í ferðabók Gaimards 1838.

„Lambhús á Álftanesi með leifum athugunarstöðvar Lievogs.“ Mynd úr bókinni Íslandsmyndir Mayers 1836.

Bærinn Lambhús var síðar rifinn. Þannig voru til dæmis engin merki sjáanleg um bústað stjörnumeistarans, þegar ég fór þarna um í fyrsta sinn á sjöunda áratugi tuttugustu aldar.

Árið 2018 grófu fornleifafræðingar í túni Lambhúsa og fundu margvíslegar og forvitnilegar minjar. Þar á meðal var húsgrunnur af timburhúsi, sem talið er að kunni að vera leifar af stjörnuturni Lievogs.

Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur og samstarfsmenn við rannsóknir í túni Lambhúsa í september 2018. Ljósmynd: Mbl.

Nánar má fræðast um þessar áhugaverðu rannsóknir í eftirfarandi heimildum:

Birt í Átjánda öldin, Eðlisfræði, Stjörnufræði