Útvarpsleikrit eftir meistaranema í ritlist
Útvarpsleikhús Rásar 1 flytur á næstunni sjö útvarpsverk sem ritlistarnemar á meistarastigi við Háskóla Íslands sömdu. Verkin sjö, sem verða flutt í útvarpinu laugardagana 4. og 11.febrúar 2017, voru samin á námskeiðinu Gjörningatímar sem er leikritunarnámskeið í meistaranámi í ritlist undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur.
Á námskeiðinu skrifa nemendur þrjú verk fyrir leiksvið eða leikflutning af einhverju tagi. Í einu verkanna fengu nemendur tækifæri til að velja sér miðil til að skrifa fyrir eftir að hafa fengið innsýn m.a. í útvarpsmiðilinn. Af sextán nemendum völdu sjö að skrifa fyrir útvarp og í framhaldi var efnt til samstarfs milli námsleiðarinnar og Útvarpsleikhússins um framleiðslu á verkunum.
Leikrit flutt laugardaginn 4.febrúar kl. 14.00:
- Þýðir ekkert annað eftir Brynjar Jóhannesson. Leikarar: Arnar Jónsson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Sigurður Skúlason.
- Verksmiðjan eftir Stefaníu Dóttur Páls. Leikarar: Elfa Ósk Ólafsdóttir og Þór Birgisson
- Algrímur alsjáandi eftir Brynjólf Þorsteinsson. Leikarar: Þór Birgisson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Elfa Ósk Ólafsdóttir, Arnar Jónsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir.
Leikrit flutt laugardaginn 11.febrúar kl. 14.00:
- Viðtal við konseptlistamann eftir Unu Björk Kjerúlf. Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir og Sigurður Skúlason
- Hringbraut eftir Fríðu Ísberg. Leikarar: Arnar Jónsson og Þór Birgisson
- Dansandi skuggar eftir Ólöfu Sverrisdóttur. Leikarar: Elfa Ósk Ólafsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Kolbeinn Arnbjörnsson
- Blóðmenn eftir Brynju Hjálmsdóttur. Leikarar: Kolbeinn Arnbjörnsson, Þór Birgisson, Kolbeinn Orfeus Eiríksson og Áslákur Hrafn Thorarensen.
Leikstjóri allra verkanna er Hlín Agnarsdóttir og Einar Sigurðsson sér um hljóðvinnslu.