Herra Þráinn

1005Jón Karl Helgason. Herra Þráinn. 1005, 3/7 (2015).

Herra Þráinn er safn stuttra texta sem eru á mörkum menningarfræðilegrar greiningar  og heimspekilegs skáldskapar. Lesandinn slæst í för með herra Þránni sem ver dýrmætum tíma í að hlusta á Þórhall miðil í útvarpinu, skoða Marlboro-auglýsingar í erlendum tímaritum og horfa á ljósmynd af Sophiu Loren og Jayne Mansfield inni á klósetti, milli þess sem hann svitnar í spinning í World Class.  Sá sem hefur séð sjálfsupptekinn nútímann með augum herra Þráins mun í versta falli rakna úr áralöngu roti og í besta falli yppta öxlum.

Umfjöllun