Echoes of Valhalla

echoes-of-valhallaJón Karl Helgason. Echoes of Valhalla. The Afterlife of Eddas and Sagas. London: Reaktion Books, 2017.

Eins og titillinn gefur til kynna fjallar bókin um framhaldslíf íslenskra miðaldabókmennta en sjónum er einkum beint að teiknimyndasögum, kvikmyndum, ferðabókum, leikritum og tónlist. Meðal þeirra listamanna sem við sögu koma eru teiknararnir Jack Kirby og Peter Madsen, leikskáldin Henrik Ibsen and Gordon Bottomley, ferðabókahöfundarnir Frederick Metcalfe og Poul Vad, tónskáldin Richard Wagner og Edward Elgar, rokkararnir Jimmy Page og Robert Plant og kvikmyndaleikstjórarnir Roy William Neill og Richard Fleischer. Þá er einn kafli bókarinnar helgaður endurritaranum Snorra Sturlusyni.

Umfjöllun