Hanif Kureishi

kureishi1Hanif Kureishi. Náin kynni. Þýð. Jón Karl Helgason. Reykjavík: Bjartur, 1999.

Náin kynni er fyrsta saga ensk-pakistanska höfundarins Hanifs Kureishi sem birtist á íslensku. Hann hefur jöfnum höndum skrifað leikrit, sögur og kvikmyndahandrit. Þekktast verk hans er My Beautiful Laundrette sem hlaut tilnefningu til Óskarsverlauna. Náin kynni kom út í Englandi árið 1998 og vakti strax úlfúð vegna óvæginna lýsinga Kureishis á samskiptum kynjanna.

kureishi2Hanif Kureishi. Náðargáfa Gabriels. Þýð. Jón Karl Helgason. Reykjavík: Bjartur, 2002.

Gabriel er fimmtán ára piltur frá norðurhluta London sem reynir að ná fótfestu eftir brotthvarf föðurins af heimilinu. Foreldrar hans standa á krossgötum og þurfa á leiðsögn hans og ástúð að halda. Sjálfur leitar Gabriel stuðnings hjá tvíburabróður sínum Archie, sem lést á barnsaldri, og reynir að beisla þá óvenjulegu sköpunargáfu sem býr innra með honum. Hér er á ferðinni áhrifarík þroskasaga um mátt ímyndunaraflsins og böndin sem tengja okkur saman.

Umfjöllun

  • Hermann Stefánsson. "Að yfirgefa." Morgunblaðið 7. september 1999, s. 30.
  • Sigríður Albertsdóttir. "Ástin ofar öllu." DV 16. ágúst 1999, s. 16.
  • Steinunn Inga Óttarsdóttir. "Gabríel erkiengill." Morgunblaðið 7. september 2003, s. 23.
  • Fríða Björk Ingvarsdóttir. "Heimar skarast." Lesbók Morgunblaðsins 6. september 2003, s. 3.