Höfundar Njálu

HofundarNjaluJón Karl Helgason. Höfundar Njálu. Þræðir úr vestrænni bókmenntasögu. Reykjavík: Heimskringla - háskólaforlag Máls og menningar, 2001, 200 bls. + margmiðlunardiskur.

Er höfundur Njálu breskur aðalsmaður, dönsk kvenréttindakona, bandarískur miðaldafræðingur eða íslenskur leikhússtjóri? Í Höfundum Njálu er sjónum einkum beint að endurritun sögunnar erlendis. Fram á sviðið stíga þýðendur, barnabókahöfundar, leikskáld, ferðalangar, myndlistarmenn, skáldsagnahöfundar og ljóðskáld sem gera sitt tilkall til þess að nefnast höfundar Njálu. Bókinni fylgir margmiðlunardiskurinn Vefur Darraðar með texta eins elsta handrits Njálu og fjölda ljóða og myndskreytinga sem sprottið hafa af sögunni. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk þess sem Jón Karl  hlaut fyrir hana Viðurkenningu Hagþenkis 2001 "fyrir vandaða fræðimennsku sem byggir brú milli margmiðlunar nútímans og sagnaheims fortíðar".

Umfjöllun