Þýddar glæpasögur 2010-2017 eftir útgáfuárum

 

Eftirfarandi listi er afrakstur af verkefnavinnu nemenda í námskeiðinu Glæpasögur við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands haustið 2020 (sjá nánar um verkefnið). Hugsanlega vantar einhverjar sögur á listann en í grófum dráttum virðist fjöldi þýddra glæpasagna rokka á milli þess að vera 20-30 á tímabilinu. Ekki er markviss aukning, öfugt við það sem á við um frumsamdar glæpasögur.

Útgefið 2010

Blædel, Sara. 1964. Aldrei framar frjáls. Þýð. Árni Óskarsson. Akranes: Uppheimar, 2010. 365 s.  ISBN 9789979659655

  • Lík af konu finnst á Vesterbro. Lousie Rick rannsakar málið ásamt félögum sínum í dönsku lögreglunni og allt bendir til að morðið tengist vændisstarfsemi í Kaupmannahöfn.

Hammer, Lotte. 1955. Hammer, Søren. 1952. Svívirða. Þýð. Ásdís Guðnadóttir. Reykjavík: Bjartur, 2010. 340 s. ISBN 9789935423153

  • Lík af fimm karlmönnum finnast í íþróttasal grunnskóla að morgni dags. Engu er líkara en fram hafi farið opinber aftaka. Svívirða er glæpasaga um það þegar menn taka lögin í sínar hendur, hvernig hægt er að spila á mannfjöldann og skapa yfirþyrmandi múgæsingu. (Heimild: Bókatíðindi)

Hermanson, Marie. 1956. Kallinn undir stiganum. Þýð. Ísak Harðarson. Akranes: Uppheimar, 2010. 262 s. ISBN 9789979659679.

  • Fredrik er í góðu starfi og kvæntur listakonunni Paulu – dásamlegri konu sem hann tilbiður og furðar sig á að skuli hafa vilj­að hann. Saman eiga þau tvö börn og eru nýflutt í gam­alt hús á fallegum stað utan við Kungsvik. En svo tekur til­vera þessarar hamingjusömu fjölskyldu að breytast.

Holt, Anne. 1958. Það sem mér ber. Þýð. Sólveig Brynja Grétarsdóttir. Reykjavík: Salka, 2010. 383 s. ISBN 9789935418319.

  • Emilie, níu ára, hverfur á leið heim úr skólanum. Eftir liggur skólataskan hennar og lítill fíflavöndur. Sex dögum síðar er Kim litla rænt úr rúmi sínu um miðja nótt. Líki hans er skilað og á því er miði þar sem stendur: ÞAR FÉKKSTU MAKLEG MÁLAGJÖLD.

Hjorth, Micheal. 1963. Rosenfeldt, Hans, 1964. Maðurinn sem var ekki morðingi. Þýð. Halla Kjartansdóttir. Reykjavík: Bjartur, 2010. 432 s. ISBN 9789935423184.

  • Sextán ára piltur finnst myrtur. Hjartað hefur verið fjarlægt úr líkinu. Sebastian Bergman er réttarsálfræðingur og aðalsérfræðingur lögreglunnar í að draga upp mynd af óþekktum ódæðismönnum. Hann er eldklár, en líka ögrandi, hrokafullur og hreinasta martröð fyrir samstarfsmennina.

Kaaberbøl, Lene, 1960. Friis, Agnete, 1974. Barnið í ferðatöskunni. Þýð. Ólöf Eldjárn. Reykjavík: Mál og Menning, 2010. 339 s. ISBN 9789979331704

  • Nina starfar fyrir Rauða krossinn með flóttamönnum í Danmörku. Hún er vön óvæntum útköllum og hefur iðulega horft upp á kúgun, mansal, misnotkun og ofbeldi. En þegar hún finnur lítinn dreng vandlega pakkaðan ofan í ferðatösku getur hún ekki látið hann í hendur yfirvalda. Hún verður að komast að því hver hann er. Það reynist háskaleg ákvörðun.

Kallentoft, Mons. 1968. Vetrarblóð. Þýð. Hjalti Rögnvaldsson. Akranes: Undirheimar, 2010. 451 s. ISBN 9789979659662.

  • Lík manns finnst hangandi í stöku eikartré á vindbarinni sléttu á Östergötlandi. Ummerkin á vettvangi minna á heiðna fórnarsiði. Malin Fors, ungri lögreglukonu og einstæðri móður sem glímir við erfið vandamál í einkalífinu, er falið að rannsaka málið. Rannsóknin leiðir Malin á vit myrkustu afkima mannlegs eðlis.

Kepler, Lars. (dulnefni). Dávaldurinn. Þýð. Jón Daníelsson. Reykjavík: JPV, 2010. 536 s. ISBN 9789935111548.

  • Karlmaður finnst myrtur í búningsklefa í úthverfi Stokkhólms. Skömmu síðar kemur í ljós að kona hans og dóttir hafa einnig verið myrtar. En sonurinn lifir, mikið særður. Lögregluforingi fær dávaldinn Bark til að dáleiða drenginn. Æsispennandi sálfræðitryllir sem vakið hefur heimsathygli. „Bygging sögunnar er gífurlega snjöll. Spennan og undirliggjandi ógnin vex stöðugt á meðan lesandi nagar neglurnar upp í kviku.“ - Aftonbladet. (Heimild: Bókatíðindi)

Larson, Åsa. 1966. Blóðnætur. Þýð. Eyrún Adda Hjörleifsdóttir. Reykjavík: JPV, 2010. 365 s. ISBN 9789935111470.

  • Í heimsókn til æskustöðvanna flækist lögfræðingurinn Rebecka Martinson inn í skelfilegt mál: Mildred Nilsson, presturinn umdeildi, hefur verið myrt af mikilli heift á bjartri sumarnótt og alblóðugt lík hennar hengt upp í kirkjunni. (Heimild: Bókatíðindi)

Läckberg, Camilla. 1974. Hafmeyjan. Þýð. Sigurður Þór Salvarsson. Akranes: Uppheimar, 2010. 497 s. ISBN 9789979659624.

  • Í Fjällbacka hefur karlmaður horfið sporlaust og enginn veit hvort hann er lífs eða liðinn. Kunningja hins týnda, rithöfundinum Christian Thydell, taka að berast nafnlaus hótunarbréf. Erica, sem þekkir Christian, er kasólétt af tvíburum en getur þó ekki stillt sig um að skipta sér af rannsókninni sem Patrik stýrir.

Läckberg, Camilla. 1974. Vitavörðurinn. Þýð. Sigurður Þór Salvarsson. Akranes: Undirheimar, 2010. 472 s. ISBN 9789979659693.

  • Á bjartri vornótt snarast kona inn í bíl sinn - hendurnar á stýrinu eru ataðar blóði. Með son sinn ungan í aftursætinu leitar hún á eina griðarstaðinn sem hún þekkir, eyjuna Grásker, sem liggur út af Fjällbacka. Skömmu síðar finnst maður myrtur í íbúð sinni en hann hefur eftir áralanga fjarveru snúið aftur á æskuslóðirnar.

Mankell, Henning. 1948-2015. Danskennarinn snýr aftur. Þýð. Þórdís Gísladóttir. Reykjavík: Mál og menning, 2010. 448 s. ISBN 9789979331957.

  • Líkið af Herbert Molin, fyrrverandi lögregluþjóni, finnst fyrir utan afskekkt heimili hans í Härjedal. Allt bendir til að hann hafi verið myrtur með óhugnanlegum aðferðum. Inni í húsi hans eru blóðug spor sem mynda undarlegt munstur. Hyldjúp og hörkuspennandi saga eftir einn fremsta glæpasagnahöfund heims.

Marklund, Liza. 1962. Patterson, James. 1947. Póstkortamorðin. Þýð. Guðni Kolbeinsson. Reykjavík: JPV, 2010. 317 s. ISBN 9789935110985.

  • Jacob Kanon ferðast á milli evrópskra stórborga í leit að morðingja dóttur sinnar og unnusta hennar. Í félagi við blaðakonuna Dessie Larsson reynir hann að finna mynstur í óhugnanlegum raðmorðum – áður en það verður of seint. Bandaríski metsöluhöfundurinn James Patterson og sænska glæpasagnadrottningin Liza Marklund leggja saman krafta sína og útkoman er æsispennandi tryllir.

Ohlsson, Kristina. 1979. Utangarðsbörn. Þýð. Jón Daníelsson. Reykjavík: JPV, 2010. 432 s. ISBN 9789935111388.

  • Martröð allra foreldra: Barn hverfur sporlaust. Flestir telja að faðir litlu stúlkunnar sé valdur að hvarfi hennar en Fredrika Bergmann er ekki jafnviss. Brátt kemur í ljós að hér býr annað og myrkara að baki en forræðisdeila. Fleiri börn hverfa, rannsókn lögreglunnar verður að vonlitlu kapphlaupi við tímann og spennan verður næstum óbærileg.

Ridpath, Michael. 1961. Hringnum lokað. Reykjavík: Veröld, 2010. 349 s. ISBN 9789979789673.

  • Prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands telur sig hafa fundið handrit að Íslendingasögu sem menn töldu glatað en sagan á meðal annars að hafa veitt höfundi Hringadróttinssögu innblástur. Skömmu síðar finnst hann látinn í Þingvallavatni. Magnús Jónsson, rannsóknarlögreglumaður í Boston, er á flótta undan harðsvíruðu glæpagengi og leitar skjóls á Íslandi en hann hefur ekki komið til landsins í tvo áratugi. Hér dregst hann inn í rannsókn á láti prófessorsins, ásamt því að takast á við drauga fortíðarinnar – og mennina sem vilja hann feigan.

Sundstøl, Vidar. 1963. Land draumanna. Þýð. Kristín R. Thorlacius. Akranes: Undirheimar, 2010. 340 s. ISBN 9789979659648.

  • Lögreglumaðurinn Lance Hansen í Minnesota finnur lík við Lake Superior. Ungur norskur ferðamaður hefur verið myrtur á hroðalegan hátt og skilinn eftir í blóði sínu. Illur grunur læðist að Lance um morðið uns hann telur sig vita hver morðinginn er. En segi hann frá því mun tilvera hans og fjölskyldunnar allrar hrynja til grunna.

Vargas, Fred. 1957.  Þríforkurinn.  Þýð. Guðlaugur Bergmundsson. Reykjavík: Bjartur, 2010. 437 s. ISBN 9789935423016.

  • Níu manneskjur hafa á sextíu ára tímabili verið stungnar til bana með óvenjulegu vopni: Þríforki. Í öll skiptin var einhver grunaður um verknaðinn, handtekinn, og dæmdur í ævilangt fangelsi. Morðingjarnir áttu annað en þríforkinn sameiginlegt: Allir þjáðust af minnisleysi þegar glæpurinn var framinn.

Útgefið 2011

Adler-Olsen, Jussi 1950. Konan í búrinu. Þýð. Hilmar Hilmarsson. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2011. 378 s. ISBN 9789979221340.

  • Ung þingkona hverfur sporlaust af ferju á leið til Þýskalands og hinn hæfileikaríki en vinafái Carl Mørk er settur í málið.

Blædel, Sara 1964. Hefndargyðjan. Þýð. Árni Óskarsson. Reykjavík: Uppheimar, 2011. ISBN 9789935432179.

  • Lögreglukonan Louise Rick kljáist við erfið mál í þessarri bók. Þetta er þriðja glæpasagan um Louise Rick, lögreglukonu í Kaupmannahöfn.

Bradley, Alan 1938. Þegar öllu er á botninn hvolft. Þýð. Karl Emil Gunnarsson. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2011. 352 s. ISBN 9789979221401.

  • Flavia de Luce er 12 ára efnafræðisnillingur með ástríðu fyrir eitri sem aldrei hefur fundið raunveruleg not fyrir hæfileika sína. En sumarið 1950 taka dularfullir atburðir að gerast, meðal annars í gúrkubeðinu heima hjá henni. Alan Bradley hlaut verðlaun Samtaka breskra glæpasagnahöfunda fyrir þessa bráðskemmtilegu bók en bækur hans um spæjar­ann Flaviu hafa vernt efstu sæti metsölulista víða um heim.

Child, Lee 1954. Fimbulkaldur. Þýð. Salka Guðmundsdóttir. Reykjavík: JPV útgáfa, 2011. 406 bls. ISBN 9789935111869.

  • Leið Jack Reacher liggur nú til Suður-Dakóta um helkaldan vetur. Í kyrrlátu smáþorpi er mikil spenna í loftinu og hún tengist öryggisfangelsi í grenndinni og yfirgefinni herstöð úti á eyðilegri sléttunni þar sem mótorhjólagengi hefur hreiðrað um sig. Og öllu er stýrt af mikilli grimmd sunnan frá Mexíkó.

Clark, Mary Higgins 1927-2020. Skugginn af brosi þínu. Þýð. Pétur Gissurarson. Reykjavík: Bókaforlagið Bifröst, 2011. 328 s. ISBN 9789935412096.

  • Monica Farrel, barnalæknir, veit ekki hverra manna hún er. Hún þekkir ekki uppruna sinn en aðrir vita allt um hann og þeim er ekki í hag að Monica komist að því hverrar ættar faðir hennar var. Mikill ættarauður er í húfi. Atvik haga því svo að Monica fær grunsemdir um hver raunverulegur afi hennar sé. Sá grunur setur hana í mikla hættu.

Claudel, Philippe 1962. Rannsóknin. Þýð. Kristín Jónsdóttir. Reykjavík: Bjartur, 2011. 192 s. ISBN 9789935423368.

  • Rannsóknarmaðurinn á að komast að rótum sjálfsmorðsbylgju sem gengið hefur yfir. En ekkert fer eins og hann ætlaði, spurningar vakna og svörin láta á sér standa.

Egholm, Elsebeth 1960. Líf og limir. Þýð. Auður Aðalsteinsdóttir. Reykjavík: Mál og menning, 2011. 384 s. ISBN 978997933210.

  • Lík ungrar konu finnst við fótboltavöll og athygli vekur að augun hafa verið fjarlægð. Eina vísbending lögrelgunnar er fótur í sérkennilegum skó sem sést á bak við líkið á mynd farsíma lítillar stúlku.

Enger, Thomas 1973. Skindauði. Þýð. Halla Sverrisdóttir. Reykjavík: Uppheimar, 2011. 418 s. ISBN 8789935432247.

  • Í tjaldi á Ekebergsléttunni finnst lík myrtrar konu. Henning Juul er falið að fjalla um málið og han rekur þræði sem leiða hann á svífellt hæggulegri brautir. Öfugt við lögregluna trúir hann ekki að málið sé eins einfalt og það virðist við fyrstu sýn. Og dauðsföllin verða fleiri.

Gerritsen, Tess 1953. Skurðlæknirinn. Þýð. Hallgrímur H. Helgason. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2011. 375 s. ISBN 978-9979221357.

  • Morðingi gengur laus í Boston, nefndur „Skurðlæknirinn“ af gildri ástæðu. Blóðugar aðfarir hans eru úthugsaðar, einbeitnin ótrúleg og konurnar – sérvalin fórnarlömb sem búa ein – algjörlega varnarlausar þegar þær vakna upp m eð óhugnaðinn yfir sér.

Grue, Anna 1957. Fallið er hátt. Þýð. Berglind Steinsdóttir. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2011. 358 s. ISBN 9789979221425.

  • Ræstingarkona er myrt á ayglýsingastofunni þar sem hún vinnur – og í ljós kemur að enginn veit hver hún er eða hvaðan hún kemur, enginn saknar hennar. Dan Sommerdahl dregst inn í rannsóknina og kemst að því að samstarfsfólk og vinir virðast þvæld í vafasama starfssemi – en býr kannski góður hugur að baki?

Heivoll, Gaute 1978. Meðan enn er glóð. Þýð. Sigrún Árnadóttir. Reykjavík: Mál og menning, 2011. ISBN 9789979332398.

  • Vorið 1978 gengur brennuvargur laus í Suður-Noregi. Héraðslögreglan fær liðsauka frá Osló en vísbendingar eru fáar.

Holt, Anne 1958. Það sem aldrei gerist. Þýð. Sólveig Brynja Grétarsdóttir. Reykjavík: Salka, 2011. 392 s. ISBN 978­9935­418­52­4.

  • Þjóðkunnir einstaklingar finnast myrtir og margt bendir til þess að morðinginn sé að senda skilaboð með voðaverkum sínum. Málið er flókið og æsispennandi leit hefst. Þetta er sjálfstætt framhald af bókinni Það sem mér ber.

Kallentoft, Mons 1968. Sumardauðinn. Þýð. Ísak Harðarson. Reykjavík: Uppheimar, 2011. 480 s. ISBN 9789979659938.

  • Á heitasta sumri í manna minnum eru íbuar Linköping þjakaðir af kæfandi svækjunni og hvæsandi skóareldum. Stúlka á táningsaldri – sem man ekki hvað gerðist – finnst nakin og blóðug í almenningsgarði. Niðri á ströndinni kemur annar óhugnaður í ljós og það rennur upp fyrir Malin Fors að hitabylgjan er ekki stærsta áhyggjuefnið, en dóttir hennar sjálfrar er á sama aldri og fórnarlömbin tvö.

Kazinski, A.J. Síðasta góðmennið. Þýð. Jón Hallur Stefánsson. Reykjavík: Bjartur, 2011. 468 s. ISBN 9789935423481.

  • Niels Bentzon er vanur því sem lögreglumaður að eltast við brotamenn. Hann á því erfitt með að taka það alvarlega þegar honum er falið að finna manneskju sem geti orðið næsta fórnarlamb morðingja sem hefur myrt góðmenni um víða veröld.

Kepler, Lars. Paganinisamningurinn. Þýð. Jón Daníelsson. Reykjavík: JPV útgáfa, 2011. 510 s. ISBN 9789935112019.

  • Lík ungrar stúlku finnst í bát á reki í skerjagarðinum utan við Stokkhólm og skömmu síðar finnst forstjóri sænska vopnaeftirlitsins hengdur á heimili sínu. Lögregluforinginn Joona Linna kemst á sporið en þarf líka að hjálpa fólki á flótta undan kaldrifjuðum byssumanni.

Khoury, Raymond 1960. Táknið. Þýð. Ása Kristín Hauksdóttir. Reykjavík: JPV útgáfa, 2011. 491 bls. ISBN 9789935111784.

  • Undarlegur ljóshnöttur birtist yfir Suðurskautslandinu í beinni útsendingu hjá sjónvarpskonunni Gracie Logan. Matt Sherwood, Bostonbúi með vafasama fortíð, kemst að því að ekki var allt með felldu þegar bróðir hans fórst í slysi tveimur árum áður – og skyndilega er hann kominn í ójafnan leik við morðingja sem svífast einskis til að hindra hann í að komast að sannleikanum.

Larsson, Åsa 1966. Myrkraslóð. Þýð. Eyrún Edda Hjörleifsdóttir. Reykjavík: JPV útgáfa, 2011. 414 s. ISBN 9789935111807.

  • Gaddfreðið lík af vel klæddri konu finnst í veiðiskýli í Lapplandi. Lögfræðingurinn Rebecka Martinsson og lögreglan í Kiruna rannsaka málið og saman rekja þau sig eftir þráðum hagsmuna og peninga alla leið þangað sem enginn lög og engar reglur gilda.

Läckberg, Camilla 1974. Morð og möndlykt. Þýð. Sigurður Þór Salvarsson. Reykjavík: Uppheimar, 2011. 160 bls. ISBN 9789979659952.

  • Það er tæp vika til jóla þegar Martin Molin, lögreglumaður í Tanumshede, mætir til veislu hjá ættingjum kærustunnar, þótt tregur sé. Höfuð Liljecrona-fjölskyldunnar, Ruben, sem stýrir málefnum hennar harðri hendi, hefur stefnt hópnum saman á Hvaley, sem liggur úti fyrir Fjällbacka. Þegar grenjandi stórhríð brestur á rofnar allt samband við meginlandið.

Mankell, Henning 1948-2017. Órólegi maðurinn. Þýð. Hólmfríður Gunnarsdóttir. Reykjavík: Mál og menning, 2011. 472 s. ISBN 9789979332374.

  • Árið 2008 hverfur sænskur sjóliðsforingi, tengdafaðir Lindu, dóttur Wallanders lögreglufulltrúa, og skömmu síðar hverfur eiginkona sjóliðsforingjans líka sporlaust. Þræðir málsins liggja aftur til kalda stríðsins en margir vilja varpa ryki í augun Wallanders.

Nesbø, Jo 1960. Djöflastjarnan. Þýð. Bjarni Gunnarsson. Reykjavík: Uppheimar, 2011. 480 s. ISBN 9789979659686.

  • Þetta er þriðja bókin á íslensku um Harry Hole sem er að þessu sinni að leita uppi raðmorðingja sem merkir fórnarlömb sín með rauðri stjönulaga demöntum og sker af þeim fingur.

Nesbø, Jo 1960. Frelsarinn. Þýð. Ingunn Ásdísardóttir. Reykjavík: Uppheimar, 2011. 528 s. ISBN 9789979695990.

  • Í miðborg Oslóar er meðlimur Hjálpræðishersins skotinn til bana af manni úr áheyrendahópnum. Blaðaljósmyndari hefur náð myndum af grunsamlegum manni en Beate Lønn, sérfræðingur lögreglunnar í að þekkja andlit, ruglast í ríminu því ásýnd mannsins virðist breytast frá einni mynd til annarrar. Rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Hole leitar þessa andlitslausa morðingja og meðan Oslóarbúar óska hver öðrum gleðilegra jóla verða stokkfrosin strætin að vígvelli þar sem barist er upp á líf og dauða. Einkum dauða. Þetta er fjórða bókin á íslensku um Harry Hole.

Nesbø, Jo 1960. Hausaveiðararnir. Þýð. Ingunn Ásdísardóttir. Reykjavík: Uppheimar, 2011. ISBN 9789935432292.

  • Hér segir af hausaveðaranum og listaverkaþjófnum Roger Brown. Lesandanum er kastað vægðarlaust inn í tryllta skuggaveröld.

Patterson, James 1947. Sjöundi himinn. Þýð. Magnea J. Matthíasdóttir. Reykjavík: JPV útgáfa, 2011. 270 s. ISBN 9789935111746.

  • Brennuvargur kveikir í húsum auðmanna í San Francisco og brennir þá inni. Einkasonur ríkisstjórans er horfinn. Málið tekur óvænta stefnu og eldarnir í auðmannahverfunum færast sífellt nær.

Ridpath, Michael 1961. Hefndarþorsti. Þýð. Helgi Már Barðason. Reykjavík: Veröld, 2011. 399 bls. ISBN 9789979789970.

  • Þar sem allir þekkja alla er auðvelt að búa til lista yfir þá sem bera ábyrgð á hrakföllum heillar þjóðar – og strika þá síðan út einn af örðum. Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar finnst ungur íslenskur bankastjórnandi látinn og nokkrum mánuðum síðar er íslenskur bankastsjóri myrtur í London. Lögreglumaðurinn Magnus Jonsson, sem búið hefur lungann úr ævinni í BNA, fær það hlutverk að rannsaka þessi sérstæðu dauðsföll.

Roslund, Anders 1961 og Hellström, Börge 1957-2017. Ófreskjan. Þýð. Halla Sverrisdóttir. Reykjavík: Uppheimar, 2011. 368 s. ISBN 9789935432162.

  • Tvær ungar stúlkur finnast látnar. Fjórum árum síðar nær morðingi þeirr að flýja úr haldi lögreglu. Stúlka á leikskólaaldi finnst síðar látin og svívirt og þegar lögreglan er komin í þrot grípur faðir fórnarlambsins til sinna ráða.

Sundstøl, Vidar 1963. Hinir dauðu. Þýð. Kristín R. Thorlacius. Reykjavík: Uppheimar, 2011. 176 s. ISBN 9789979659945.

  • Lögreglumaðurinn Lance Hansen í Monnesota á í sálarstróði eftir að ungur norskur ferðamaður hefur verið myrtur á bökkum vatnsins mikla, Lake Superior.

Theorin, Johan 1963. Náttbál. Þýð. Anna R. Ingólfsdóttir. Reykjavík: Uppheimar. 424 s. ISBN 9789979659969.

  • Katrine og Joakim Westin kaupa gamalt býli á Ölandi og flytja þangað. En eftir að þau eru flutt heyra þau hrollvekjandi sögusögn: að þeir sem dáið hafa við Åludden snúi þangað aftur um hver jól.

Verdon, John 1942. Hugsaðu þér tölu. Þýð. Nanna B. Þórsdóttir. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2011. ISBN 9789979221432.

  • Dave Gurnsey kemst á slóð dularfulls bréfritara og brátt er hann fastur í neti manns sem virðist snjallari og illskeyttari en orð frá lýst.

Wallentin, Jan 1970. Stjarna Strindbergs. Reykjavík: Bjartur, 2011. 356 s. ISBN 9789935423498.

  • Í gömlum námugöngum í sænsku Dölunum finnst lík sem heldur á krossi. Í ljós kemur að krossinn tengist týndri stjörnu. Gripirnir tveir eru lykillinn af best varðveitta leyndarmáli veraldar. Þegar gripirnar koma fram í dagsljósið eftir að hafa verið faldir í heila öld getur eltingarleikurinn hafist. Lendi krossinn og stjarnan í röngum höndum er voðinn vís.

Útgefið 2012

Adler-Olsen, Jussi. Flöskuskeyti frá P. Þýð.: Jón St. Kristjánsson. Reykjavík. Vaka-Helgafell, 2012. 421. bls. ISBN: 9789979221838

  • Á lögreglustöðinni í Wick, nyrst í Skotlandi, hafði óralengi staðið rispuð flaska með bréfi í. Enginn gaf henni gaum eða velti fyrir sér hvað orðið þýddi sem mátti lesa gegnum glerið: HJÁLP. Þegar Carl Mørck í Deild Q hjá dönsku lögreglunni fær flöskuskeytið í hendur telur hann að um barnabrek sé að ræða en því betur sem Assad aðstoðarmaður hans skoðar velkt skeytið, því betur átta þeir sig á skilaboðum þess, að tveimur drengjum hafi verið rænt á tíunda

Adler-Olsen, Jussi. Veiðimennirnir. Þýð.: Hilmar Hilmarsson. Reykjavík. Vaka-Helgafell, 2012. 416 bls. ISBN: 9789979221593.

  • Önnur bókin í sagnaröð um Carl Mørck og aðstoðarmenn hans á deild Q hjá dönsku lögreglunni. Tvö systkini fundust myrt á hrottafenginn hátt í sumarbústað á Sjálandi árið 1987 en þó að maður sitji inni fyrir glæpinn reynist ekki allt með felldu.

Alsterdal, Tove. Konurnar á ströndinni. Þýð.: Jón Daníelsson. Reykjavík: Veröld, 2012. 392 bls. ISBN: 9789935440136.

  • Ung kona finnur lík af svörtum manni á ferðamannaströnd á Spáni. Skammt þar frá tekst annarri konu, ólöglegum innflytjanda sem hrakist hefur yfir hafið, að komast í land.  Í New York reynir leikmyndahönnuðurinn Ally Cornwall án árangurs að ná sambandi við eiginmann sinn sem er þekktur rannsóknarblaðamaður. Hann hafði farið til Parísar í upplýsingaleit vegna greinar um mansal og þrælahald. Ally heldur til Frakklands í leit að manni sínum – í ferð sem breytist í spennuþrunginn eltingarleik um myrkustu skúmaskot Evrópu og leyndustu afkima mannssálarinnar.

Bauer, Belinda. Svörtulönd. Þýð.: Anna Margrét Björnsdóttir. Reykjavík: Draumsýn, 2012. 366 bls. ISBN: 9789935444059.

  • Hinn tólf ára gamli Steven Lamb grefur holur á Exmoor heiði, í von um að finna lík. Á hverjum degi eftir skóla og um helgar, á meðan skólafélagar hans skiptast á fótboltamyndum, grefur Steven holur til þess að freista þess að finna og leggja til hinstu hvílu frændann sem hann kynntist aldrei, sem hvarf þegar hann var ellefu ára gamall og talið er að hafi verið fórnarlamb hins alræmda raðmorðingja Arnold Avery. Þetta er fyrsta bók höfundar og fékk hún Gyllta rýtinginn 2010.

Blædel, Sara. Aðeins eitt líf. Þýð.: Árni Óskarsson. Akranes: Undirheimar, 2012. 350 bls. ISBN: 9789935432391.

  • Dag einn í september finnur sportveiðimaður lík af stúlku í Holbækfirði. Kaðli er brugðið um mitti hennar og á enda hans stór garðhella. Stúlkan er af erlendu þjóðerni og strax kviknar sá grunur að um heiðursmorð sé að ræða. Louise Rick í Kaupmannahafnarlögreglunni er fengin til að aðstoða farandsveit lögreglunnar við rannsókn málsins. Louise reynir af öllum mætti að láta ekki fordóma í samfélaginu trufla rannsóknina en málið flækist enn frekar þegar annað morð er framið. Væntingar og draumar víkja þegar árekstrar verða á milli ólíkra menningarheima.

Child, Lee. Eitt skot. Þýð.: Nanna B. Þórsdóttir. Reykjavík: JPV, 2012. 415 bls. ISBN: 9789935113269.

  • Í bandarískri borg er skotum hleypt úr riffli. Fimm manns liggja í valnum. Skelfing grípur um sig en innan fárra stunda hefur lögreglan hendur í hári skotmannsins. Sönnunargögnin eru óhrekjanleg og málið liggur ljóst fyrir – að frátöldu einu smáatriði. Fanginn hefur bara eitt að segja: „Náið í Jack Reacher fyrir mig.“ Einfarinn Reacher leitar ekki uppi vandræði en þau leita hann uppi. Og þegar hann fréttir af handtöku mannsins mætir hann á vettvang – en ekki til að bera vitni um sakleysi hans. Þvert á móti. Þó er eitthvað sem ekki stemmir.

Child, Lee. Fórnardauði. Þýð.: Jón St. Kristjánsson. Reykjavík: JPV, 2012. 411 bls. ISBN: 9789935112842.

  • Jack Reacher á leið um afskekkta sveit á sléttum Nebraska. Hann ætlar ekkert að stoppa en þegar hann veitir manni sem lemur konuna sína ráðningu flækist hann inn í atburðarás sem reynist háskalegri en flest annað sem hann hefur lent í. Flutningafyrirtæki Duncan-bræðra heldur ekki bara bændunum á svæðinu í heljargreipum einokunar, það flytur líka eitthvað sem enginn má vita um. Reacher þarf bæði að takast á við hóp vöðvatrölla og harðsvíraða útsendara.

Conrad, Joseph. Leynierindrekinn: einföld frásaga. Þýð.: Atli Magnússon. Reykjavík: Ugla. 319 bls. ISBN: 9789935210180.

  • Bókin kom fyrst út í Lundúnum árið 1907 undir nafninu The Secret Agent. Þetta er í fyrsta sinn sem hún birtist á íslensku. Bókin gerist á síðari hluta 19. aldar og segir frá njósnaranum Adolf Verloc sem njósnar um anarkísk hryðjuverkasamtök. Bókin er ekki hefðbundin glæpasaga en er flokkuð sem pólitískur tryllir á helstu vefbókasölum. Bókin hefur verið sett í samhengi við árásirnar á Tvíburaturnanna 11. september 2001 og aðrar hryðjuverkaárásir á þjóðargersemar.

Egholm, Elsebeth. Með góðu eða illu. Þýð.: Auður Aðalsteinsdóttir. Reykjavík: Mál og menning, 2012. 400 bls. ISBN: 9789979332916.

  • Dicte Svendsen kemst hjá bráðum bana þegar tvær sprengjur springa í miðborg Árósa. Í annarri sprengingunni ferst fötluð kona og grunur beinist að syni Dicte sem er nýsloppinn úr fangelsi.

Enger, Thomas. Draugaverkir. Þýð.: Halla Sverrisdóttir. Akranes: Uppheimar, 2012. 480 bls. ISBN: 9789935432438.

  • Þegar blaðamaðurinn Henning Juul fær skilaboð frá Tore Pulli, dæmdum morðingja sem segist búa yfir upplýsingum um hvað gerðist daginn sem sonur Hennings dó. Hann þarf að meta hvort morðingjanum sé treystandi. Í staðinn fyrir upplýsingarnar er Henning knúinn til að hjálpa Tore að sanna sakleysi sitt.

Friis, Agnete og Kaaberøl, Lene. Dauði næturgalans. Þýð.: Ingunn Ásdísardóttir. Reykjavík: Mál og menning, 2012. 377 bls. ISBN: 9789979332954.

  • Þegar Natasha Doroshenko flýr á leið til yfirheyrslu hjá lögreglunni hefst ofbeldisfull atburðarás. Fyrrverandi sambýlismaður hennar finnst dauður með brotnar hendur rétt eins og eiginmaður hennar í Kiev þremur árum fyrr. Nina Borg trúir ekki að konan hafi drýgt þessa glæpi og heldur hlífiskildi yfir dóttur hennar. En Natasha er ekki öll þar sem hún er séð og rætur glæpanna reynast langar og blóðugar; þær teygja sig alveg aftur til Úkraínu á tímum Stalíns ... Þetta er þriðja bókin um hjúkrunarkonuna Ninu Borg.

Gerritsen, Tess. Lærlingurinn. Þýð.: Hallgrímur H. Helgason. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2012. 357 bls. ISBN: 9789979221708.

  • Skelfileg ódæði eru framin í Boston og nágrenni. Aðfarirnar minna á fjöldamorðingja sem setið hefur í öryggisfangelsi í heilt ár, síðan lögreglukonan Jane Rizzoli elti hann uppi. Nú vaknar ótti hennar á ný og þrátt fyrir taumlausan óhugnað neitar hún að gefast upp fyrr en í fulla hnefana.

Hjorth, Michael og Rosenfeldt, Hans. Meistarinn. Þýð.: Halla Kjartansdóttir. Reykjavík: Bjartur, 2012. 504 bls. ISBN: 9789935423863

  • Réttarsálfræðingurinn Sebastian Bergman, sem kominn er í öngstræti í lífi sínu, átti stóran þátt í að koma upp um raðmorðingja sem nú situr í fangelsi. En þó er eins og þessi morðingi sé farinn að myrða á ný.

Holt, Anne. Forsetinn er horfinn. Þýð.: Solveig Brynja Grétarsdóttir. Reykjavík: Salka, 2012. 429 bls. ISBN: 9789935418920.

  • Fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna hverfur í opinberri heimsókn til Noregs. Svo virðist sem heimsveldinu sé ógnað og jafnframt konungdæmi Noregs,enn  auk þess hriktir í pólitískum stoðum víða um heim. Sjálfstætt framhald fyrri bóka Holt, Það sem aldrei gerist og Það sem mér ber.

Horst, Jørn Lier. Vetrarlokun. Þýð.: Örn Þ. Þorvarðarson. Reykjavík: Draumsýn, 2012. 333 bls.  ISBN: 9789935444066.

  • Ove Bakkerud ætlar að njóta síðustu helgarinnar í sumarhúsinu sínu áður en hann lokar því fyrir veturinn. En þar er allt á rúi og stúi, innbrotsþjófar hafa látið greipar sópa. Í næsta sumarbústað hefur manni verið misþyrmt þannig að bani hlaust af. Yfirlögregluþjóninn William Wisting hefur áður séð hrottafengin morð. En sú örvænting sem hann verður vitni af á Stavern þetta haust er ný fyrir honum. Áhyggjurnar minnka ekki þegar fleiri illa útleikin lík finnast í yfirgefnum skerjagarðinum. Og af himnum ofan falla dauðir fuglar.

Jahn, Ryan David. Góðir grannar. Þýð.: Bjarni Jónsson. Reykjavík: Bjartur, 2012. 260 bls. ISBN: 9789935423559.

  • Fjölmörg vitni eru að miskunnarlausri árás. En enginn kemur til hjálpar. Við fylgjumst með fórnarlambi, árásarmanni og vitnum, og flóknum aðstæðum þeirra. Sagan er byggð á sönnum atburðum, en sálfræðingar hafa kallað þetta fyrirbæri „hlutlaus áhorfandi.” Bókin kom út í Neon, bókaflokki Bjarts.

Joly, Eva og Perrington, Judith. Augu Líru. Þýð.: Friðrik Rafnsson. Reykjavík: Skrudda, 2012. 295 bls.ISBN: 9789979655916.

  • Yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglunnar í Lagos í Nígeríu er að mati þarlendra ráðamanna farinn að hnýsast óþægilega mikið í þeirra mál. Í Suður-Frakklandi tekur dómritarinn Felix þátt í leit um borð í lúxussnekkju færeyska bankastjórans Stephensens eftir að lík eiginkonu hans hefur fundist í höfninni í Nice. Líra, blaðakona frá Sankti-Pétursborg heldur til Lundúna til að rannsaka ærið vafasöm viðskipti rússnesks athafnamanns Sergeis Lússkí. Þegar leiðir þeirra Líru, Felix og Nwankwos liggja saman í Lundúnum komast þau á snoðir um að fleiri morð hafa verið framin og að þau tengjast á dularfullan hátt.

Kallentoft, Mons. Haustfórn. Þýð.: Ísak Harðarson. Akranes: Undirheimar, 2012. 506 bls. ISBN: 9789935432643.

  • Lík marar í hálfu kafi í hallarsíkinu við Skogså-setrið. Lög- fræðingurinn Jerry Petersson, sem nýlega hefur fest kaup á Skogså, er alræmdur fyrir vægðarleysi í viðskiptum en mun ekki vinna fleiri sigra á keppinautum sínum. En hvers vegna var hann myrtur? Haustfórn er þriðja bók Kallentofts  um Malin Fors.

Kepler, Lars. Eldvitnið. Þýð.: Jón Daníelsson. Reykjavík: JPV, 2012. 523 bls. ISBN: 9789935112965.

  • Á dimmu haustkvöldi finnast lík á stúlknaheimili í Svíþjóð. Engin vitni eru að voðaverkunum. Smátt og smátt kemst Joona Linna lögregluforinginn snjalli á sporið og í ljós kemur hreint ótrúleg saga. Eldvitnið var þriðja bók Lars Kepler sem kom út á íslensku, hinar tvær voru Dávaldurinn og Paganinisamningurinn

Larson, Åsa. Dauðadjúp. Þýð.: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir. Reykjavík: JPV, 2012. 326 bls. ISBN: 9789935112491

  • Tvö ungmenni í ævintýraleit finna flugvélarflak á botni stöðuvatns í óbyggðum Norður-Svíþjóðar. Þegar haustar halda þau í köfunarleiðangur til að kanna flakið en segja engum hvert ferðinni er heitið. Og þau snúa aldrei til baka. Þetta er fjórða spennusaga Larson um lögfræðinginn Rebecku Martinsson.

Läckberg, Camilla. Englasmiðurinn. Þýð.: Sigurður Þór Salvarsson. Akranes: Undirheimar, 2012. 472 bls. ISBN: 9789935432377

  • Á Hvaley fyrir utan Fjällbacka hverfur fjölskylda sporlaust. Yngsta dóttirin, hin ársgamla Ebba, kemur þó í leitirnar, en af öðrum fjölskyldumeðlimum finnst hvorki tangur né tetur. Englasmiðurinn er áttunda bók Camillu Läckberg þar sem Erica og Patrik eru í forgrunni.

Marklund, Liza. Krossgötur. Þýð.: Anna R. Ingólfsdóttir. Akranes: Uppheimar, 2012. 396 bls. ISBN: 9789935432384.

  • Krossgötur eru níunda bókin um blaðakonuna Anniku Bengtzon sem kom út á íslensku. Þarna er dregin upp mynd af árekstrum ólíkra heima og hvernig reynir á samskipti og sambönd fólks við erfiðustu aðstæður sem hugsast getur.

Nesbø, Jo. Snjókarlinn. Þýð.: Bjarni Gunnarsson. Akranes: Uppheimar, 2012. 509 bls. ISBN: 9789935432360.

  • Harry Hole hefur borist dularfullt bréf í pósti, undirritað „Snjókarlinn“. Hann grunar að hvarf móður Jonasar tengist þessu bréfi á einhvern hátt og setur saman lítinn rannsóknarhóp. Við athugun á gömlum lögregluskýrslum kemur í ljós að furðumargar ungar mæður, ýmist giftar eða í sambúð, hafa horfið á undanförnum árum. Þetta er fimmta bókin á íslensku um Harry Hole.

Patterson, James. Feluleikur. Þýð.: Magnea J. Matthíasdóttir. Reykjavík: JPV, 2012. 279 bls.

  • ISBN:9789935112859. Þegar á að taka mann af lífi fyrir glæp sem Nina Bloom veit að hann hefur ekki framið þarf hún að snúa aftur til fortíðarinnar.

Roslund, Anders og Hellström, Börge. Box 21. Þýð.: Sigurður Þór Salvarsson. Akranes: Uppheimar, 2012. 411 bls. ISBN: 9789935432421.

  • Ung vændiskona finnst húðstrýkt í íbúð þar sem henni hefur verið haldið nauðugri ásamt annarri konu. Hún er flutt á sjúkrahús og óvæntir atburðir gerast í kjölfarið. Á þessu sama sjúkrahúsi liggur fársjúkur ungur fíkill sem hefur verið staðinn að því að blanda þvottaefni saman við amfetamín og selja – valdamiklir aðilar í undirheimum Stokkhólmsborgar hyggja á hefnd. Örlög þessara tveggja persóna fléttast saman á eftirminnilega hátt í rannsókn Ewert Gren lögregluforingjaog félaga hans, Sven Sundkvist rannsóknarlögreglumanns.

Sundstøl, Vidar. Hrafnarnir. Þýð.: Kristín R. Thorlacius. Akranes: Uppheimar, 2012. 367 bls.ISBN: 9789979659983.

  • Hrafnarnir eru þriðja bók Sundstøls á íslensku og jafnframt lokabindi Minnesota-þríleiksins.

Theorin, Johan. Steinblóð. Þýð.: Anna R. Ingólfsdóttir. Akranes: Uppheimar, 2012. 424 bls. ISBN: 9789935432414.

  • Per Mörner á von á syni sínum og dóttur í heimsókn en áætlanir hans um notalegar stundir með börnunum fara úr skorðum þegar Jerry faðir hans hringir og virðist í háska staddur. Jerry er maður með vafasama fortíð og Per hefur forðast hann árum saman en neyðist nú til að hitta að nýju.

Útgefið 2013

Adler-Olsen, Jussi 1950. Skýrsla 64. Þýð. Jón St. Kristjánsson 1958. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2013. ISBN 9789979222163.

  • Árið 1987 hurfu nokkrar manneskjur í Kaupmannahöfn. Rúmum tuttugu árum seinna vekja þessi mannshvörf athygli Carls M. og félaga hans í Deild Q og þau rekja slóðina, annars vegar til þekkts læknis og forystumanns í nýjum stjórnmálaflokki og hins vegar til Sprogeyjar þar sem lengi var illræmt hæli fyrir afvegaleiddar stúlkur.

Blædel, Sara 1964. Dauðaengillinn. Þýð. Árni Óskarsson og Magnús Sigurðsson. Reykjavík: Undirheimar, 2013. 300 s. ISBN 9789935432827.

  • Kynslóðum saman hefur hin vellauðuga Sachs-Smithfjölskylda haldið því kyrfilega leyndu að í hennar fórum er aldagömul og ómetanleg steinglersmynd; Dauðaengillinn. Það er því áfall þegar myndin hverfur og ekki bætir úr skák að lögreglan tilkynnir fjölskyldunni að lát móðurinnar nokkru fyrr hafi ekki verið sjálfsvíg heldur sé nú til rannsóknar sem morð. Um sama leyti vinnur Louise Rick að máli konu sem týndist í sólarlandaferð og lögreglan telur jafnvel að hafi látið sig hverfa til að hefja nýtt líf. Þegar svo önnur kona hverfur á sömu slóðum er Louise ekki lengur í neinum vafa; konunum tveimur hefur verið rænt eða þær myrtar. Smám saman rennur upp fyrir henni að mál Dauðaengilsins og hvarf kvennanna tengjast…

Brekke, Jørgen. 1968. Endimörk náðarinnar: Hvernig viltu helst hafa skurðhnífinn, flugbeittan, miðlungsbeittan eða bitlausan? Þýð. Salbjörg Jósepsdóttir. Reykjavík: Draumsýn, 2013. 382 s. ISBN 9789935444370.

  • Árið 1528 hefur fransiskumunkur stutta viðdvöl í Bergen áður en hann heldur för sinni áfram til norðurs. Þegar hann yfirgefur bæinn tekur hann með sér hnífa og óunnið skinn. Nærri því fimm hundruð árum síðar finnst lík, sem búið er að flá, á safni í Richmond, Virginíu, annað lík finnst síðan í bókahvelfingu í Þrándheimi. Í báðum tilvikum virðist mega finna tengingu við Jóhannesarbók, sem er gömul bók skrifuð á skinn.

Brown, Dan. 1964. Inferno. Þýð. Arnar Matthíasson og Ingunn Snædal. Reykjavík: Bjartur, 2013. 487 s. ISBN 9789979535812.

  • Robert Langdon, prófessor í táknfræði við Harvard-háskóla, vaknar á spítala og hefur hvorki hugmynd um hvar hann er staddur í veröldinni né hvernig hann lenti þarna. Því síður getur hann útskýrt dularfullan hlut sem finnst í fórum hans. Í huga hans bergmálar hins vegar: Leitið og þér munuð finna. Áður en hann veit af er Langdon kominn á æðisgenginn flótta um Flórens ásamt ungum lækni, Siennu Brooks, þar sem aðeins þekking hans á afkimum borgarinnar, fornum leyndardómum hennar – og Inferno Dantes – getur bjargað þeim. En hverjir veita þeim eftirför og hvers vegna?

Child, Lee 1954. Rutt úr vegi. Þýð. Hallgrímur H. Helgason. Reykjavík: JPV, 2013. ISBN 9789935416827.

  • Bók um Jack Reacher. Hann stekkur úr rútunni rétt fyrir utan Margrave í Georgíufylki, hugdetta sem hann á eftir að iðrast.

Clark, Mary Higgins 1927-2020. Týndu árin. Þýð. Pétur Gissurarson. Reykjavík: Bifröst, 2013. 312 s. ISBN 9789935412270.

  • Það syrtir í álinn þegar dr. Lyons er myrtur á heimili sínu á grimmilegan hátt. Þá koma ýmis leyndarmál í einkalífi hans í ljós og eiginkona hans, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn, er dregin inn í morðrannsóknina. Það kemur í hlut dóttur þeirra hjóna að leysa móður sína undan ákærunni og finna ástæðuna fyrir morðinu á föður sínum.

De la Motte, Anders. 1971. [Geim].Þýð. Jón Daníelsson. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2013. ISBN 9789979222101.

  • HP er smákrimmi sem gefur skít í samfélagið og dag einn er honum boðið að taka þátt í hættulegum leik. Lögreglufulltrúinn Rebecca Normén er alger andstæða HP en einhver sem þekkir fortíð hennar gerir henni lífið leitt.

Egeland, Tom, 1959. Boðskapur Lúsífers. Kristín R. Thorlacius. Reykjavík: JPV, 2013. 477.s. ISBN 9789935112446.

  • Tvö skelfileg morð og múmíufundur verða til þess að fornleifafræðingurinn Gjörn Beltö hefur leit að sögunni á bak við undarlegt, ævafornt handrit.

Flynn, Gillian 1971. Hún er horfin. Þýð. Bjarni Jónsson. Reykjavík: Bjartur, 213. 569 s. ISBN 9789935454041.

  •  Nick og Amy eiga fimm ára brúðkaupsafmæli - gjafirnar klárar og búið að panta borð fyrir kvöldið - þegar hin eldklára og fallega Amy hverfur sporlaust af heimili þeirra. Lögreglan stendur ráðþrota og fjölmiðlar fara hamförum, enda kemur í ljós að Nick og Amy voru ekki jafn hamingjusöm og þau vildu vera láta. Draumaeiginmaðurinn reynist vera háll sem áll, þótt hann haldi stöðugt fram sakleysi sínu. En er eiginmaðurinn ekki alltaf sá seki?

Hiltunen, Pekka 1966. Stúdíóið. Sigurður Karlsson þýð. Akranes: Undirheimar, 2013. 440 s. ISBN 9789935432810.

  • Lia verður vitni að því þegar lík finnst í farangursgeymslu bíls í miðborg London. Vændiskona frá Lettlandi hefur verið myrt. Lia getur ekki gleymt því sem hún sá og þegar hún svo hittir Mari, samlöndu sína frá Finnlandi , er eins og örlöginnhafi leitt þær saman í leit að lausn málsins. Stúdíóið hlaut finnsku glæpasagnaverðlaunin 2012 og var tilnefnd til Glerlykilsins, Norrænu glæpasagnaverðlaunanna 2013.

Hjorth, Michael 1963. Gröfin á fjallinu. Eftir Michael Hjorth og Hans Rosenfeldt 1964. Þýð. Halla Kjartansdóttir. Reykjavík: Bjartur, 2013. 488 s. ISBN 9789935454171

  • Sænskur krimmi um hinn skapstygga en eldklára Sebastian Bergman. Eftir höfund Brúarinnar.

Horst, Jørn Lier 1970. Veiðihundarnir. Þýð. Örn Þ. Þorvarðarson. Reykjavík: Draumsýn, 2013. 360 s. ISBN 9789935444592.

  • William Wisting er leystur frá störfum sakaður um að hafa hagrætt sönnunargögnum í morðmáli. Alla sína starfsævi hefur hann rannsakað glæpamál. Nú er hann hinn grunaði og verður að gera allt sem hann getur til að sanna sakleysi sitt. Bókin fékk Glerlykilinn 2013 og var valin besta norska glæpasagan 2012.

Horst, Jørn Lier 1970. Möltugátan. Þýðandi Sigurður Helgason. Reykjavík: Draumsýn, 2013. 169 s. ISBN 9789935440433.

  • Þrjú börn og einn hundur lenda í ótrúlegum ævintýrum þar sem gistiheimili í Noregi er miðpunkturinn.

Ingelman-Sundberg, Catharina 1948. Kaffi og rán. Þýð. Jón Daníelsson. Reykjavík: Veröld, 2013. 464 s. ISBN 9789935440433.

  • Fimm vistmenn á elliheimili hafa fengið sig fullsadda af nísku og forræðishyggju stjórnenda heimilisins. Þegar þau átta sig á því að föngum er boðið upp á mun betri vist í fangelsum ákveða þau að fremja glæp til að komast á bak við lás og slá.

Kepler, Lars 1949. Sandmaðurinn: sakamálasaga. Þýð. Jón Daníelsson. Reykjavík: JPV, 2013. 487 s. ISBN 9789935113870.

  • Á kaldri vetrarnóttu finnst fárveikur ungur maður á reiki í Stokkhólmi. Sjö ár eru síðan hann og systir hans voru lýst látin. Einhver verður að freista þess að vinna traust siðblinda glæpamannsins Jureks Walter í æðisgengnu kapphlaupi við tímann. Þar kemur aðeins ein manneskja til greina. (Heimild: Bókatíðindi).

Koomson, Dorothy 1971. Rósablaðaströndin. Þýð. Halla Sverrisdóttir. Reykjavík: JPV, 2013. 621 s. ISBN 9789935113566.

  • Kvöld eitt bankar lögreglan fyrirvaralaust á dyr hjá Tamy og Scott og sakar heimilisföðurinn um hryllilegan glæp. Veröld Tamy hrynur til grunna. Hve langt er hún tilbúin að ganga fyrir það sem henni er kærast?

Larsson, Åsa 1966. Fórnargjöf Móloks. Þýð. Eyrún Edda Hjörleifsdóttir. Reykjavík: JPV, 2013. 410 s. ISBN 9789935113719.

  • Kona er stungin til bana á heimili sínu í Norður-Svíþjóð og í ljós kemur að flestir ættingjar hennar hafa látist voveiflega. Sá eini sem eftir lifir er sjö ára sonarsonur hennar.

Mankell, Henning 1948-2015. Höndin. Þýð. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir. Reykjavík: Mál og menning, 2013. 135 s. ISBN 9789979333937.

  • Þegar Kurt Wallander skoðar gamalt býli sem honum býðst að kaupa hnýtur hann um eitthvað í garðinum sem ekki á að vera þar: hönd af manneskju sem hefur legið í leynilegri gröf í hálfa öld. Hver var hún? Og hver gróf hana þarna? Síðasta bókin um þessa söguhetju með eftirmála höfundar um hvernig lögreglumaðurinn Wallander varð til.

Meyer, Deon 1958. Djöflatindur. Þýð. Þórdís Bachmann. Akureyri: Tindur, 2013. 416 s. ISBN 9789979653950.

  •  Bókin lýsir ógnvæglegum viðburðum, máttlausum yfirvöldum til að takast á við glæpina og sjálfsbjargarviðleitni einstaklinga í kjölfarið. Bókin hlaut bæði sænsku og frönsku glæpasagnaverðlaunin árið 2010.

Nesbø, Jo 1960. Brynhjarta. Þýð. Bjarni Gunnarsson. Akranes: Undirheimar, 2013. 714 s. ISBN 9789935432773.

  • Með stuttu millibili finnast lík tveggja kvenna í Osló. Af dularfullum áverkum í munni þeirra dregur lögreglan þá ályktun að þær hafi verið myrtar af sama ódæðismanninum. Kaja Solness er send til Hong Kong til að hafa uppi á eina norska lögreglumanninum sem er sérfróður um raðmorðingja. Hann hefur falið sig þar í mannhafinu og vill ekki láta finna sig. Vill ekki horfast í augu við drauga fortíðarinnar. Hann heitir Harry Hole.

Nesbø, Jo 1960. Leðurblakan. Þýð. Ævar Örn Jósepsson. Akranes: Undirheimar, 2013. 391 s. ISBN 9789935462107.

  • Lík norskrar konu finnst undir sjávarhömrum í Ástralíu og allt bendir til þess að hún hafi verið myrt. Norsk yfirvöld senda ungan lögreglumann þvert yfir hnöttinn til að vera lögreglunni í Sydney innan handar við rannsókn málsins. Sá heitir Harry Hole. Hann velst ekki til fararinnar vegna þess að hann sé svo hátt skrifaður á heimaslóðum, heldur glímir hann þvert á móti við áfengisvanda og hefur nýlega orðið valdur að hræðilegu slysi í starfi. Hann á að láta sig hverfa um stund, fylgjast með, gera eins og honum er sagt. En Harry er það síður en svo eiginlegt að halda sig á hliðarlínunni og fyrr en varir á morðrannsóknin hug hans allan.

Nesser, Håkan 1950. Manneskja án hunds. Þýð. Ævar Örn Jósepsson. Reykjavík: Undirheimar, 2013. 491 s. ISBN 9789935432803.

  • Manneskja án hunds er fyrsta bókin af fimm um rannsóknarlögreglumanninn Gunnar Barbarotti og leit hans að sannleikanum, tilgangi lífsins og öðru smálegu.

Ohlsson, Kristina 1979. Verndarenglar. Þýð. Jón Daníelsson. Reykjavík: JPV, 2013. 525 s. ISBN 9789935113412.

  • Sundurhlutað lík ungrar stúlku finnst í skóglendi í Stokkhólmi. Tvö ár eru síðan hún hvarf. Og skógurinn geymir fleiri leyndarmál. Á elliheimili í grennd dvelur kona sem hefur þagað í þrjátíu ár – yfir hverju?

Roberts, Nora 1950. Vitnið. Þýð. Snjólaug Bragadóttir. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2013. 460 s. ISBN 9789979222149.

  • Unglingsstúlka í uppreisn verður vitni að morðum rússnesku mafíunnar. Hún leggur á flótta og lifir eftir það í tólf ár undir fölsku flaggi og óttast stöðugt að hún finnist og verði drepin. En þá kynnist hún lögreglustjóranum í Bickford sem finnur sig knúinn til að leysa gátuna í lífi hennar. (Heimild Bókatíðindi).

Staalesen, Gunnar 1947. Sá sem erfir vindinn. Þýð. Þorbjörg Guðmundsdóttir. Reykjavík: Draumsýn, 2013. 295 s. ISBN 9789935444455.

  • Karin Bj¢rge, vinkona Varg Veums, liggur lifshættulega slösðuð á sjúkrahúsi og Veum verður að viðurkenna að sökin er hans. Allt hófst þetta með tiltölulega sakleysislegu máli þar sem tilkynnt var um mannshvarf. Eiginmaður einnar vinkonu Karin hafði horfið sporlaust nokkrum dögum áður en hann átti að taka þátt í fundi á landsvæði þar sem.

Sten Viveca 1959. Svikalogn, Þýð. Sigurður Þór Salvarsson. Akranes: Uppheimar, 2013. 418 s. ISBN 9789935432797.

  • Svikalogn er fyrsta bókin í nýrri röð glæpasagna sem gerast í Sandhamn í sænska skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Í aðalhlutverkum eru rannsóknarlögreglumaðurinn Thomas og æskuvinkona hans, lögfræðingurinn Nora, sem dvelur á eynni á sumrin ásamt manni sínum og börnum. (Heimild: Bókatíðindi).

Sund, Erik Axl, Jerker Eriksson og Håkan Alexander Sundquist. Hungureldur. Þýð. Halla Sverrisdóttir. Undirheimar, 2013. 475 s. ISBN 9789935432872.

  • Annar þáttur í þríleik um Victoriu Bergman. Í fyrstu bókinni Krákustelpunni, voru kynntar til sögunnar Sofia Zetterlund og skjólstæðingur hennar Victoria ásamt Janettu Kihlberg í rannsóknarlögreglunni sem þarf að takast á við erfiðasta málið á ferlinum.  Annar hluti þríleiksins um Victoriu Bergman. Erik Axl Sund er nafn sem Jerker Eriksson og Håkan Alexander Sundquist nota í bókum sem þeir skrifa saman.

Sund, Erik Axl, Jerker Eriksson og Håkan Alexander Sundquist. Krákustelpan. Þýð. Sigurður Þór Salvarsson. Akranes: Uppheimar, 2013. 431 s. ISBN 9789935432834.

  • Sálfræðingurinn Sofia Zetterlund er með tvo óvenjulega skjólstæðinga. Annar er barnahermaður frá Sierra Leone og hinn er Victoria Bergman. Bæði sýna merki um klofinn persónuleika. Við rannsókn lögreglunnar á morði á dreng stendur Jeanette Kihlberg frammi fyrir sömu spurningu og Sofia Zetterlund: Hvenær hefur manneskja mátt þola svo mikið að hún breytist í andhverfu sína. (Fyrsti hluti þríleiksins um Victoriu Bergman. Erik Axl Sund er nafn sem Jerker Eriksson og Håkan Alexander Sundquist nota í bókum sem þeir skrifa saman.

Watson, S.J. 1971. Áður en ég sofna. Þýð. Jón St. Kristjánsson. Reykjavík: JPV, 2013. 407 s. ISBN 9789935113436.

  • Christine vaknar í ókunnugu húsi, við hlið ókunnugs manns og í speglinum mætir henni framandi andlit. Hún veit ekki hver hún er man ekki neitt. Nætursvefninn hefur rænt hana öllum minningum.

Útgefið 2014

Binet, Laurent 1972. HHhH. Þýð. Sigurður Pálsson. Reykjavík: JPV, 2014. 376 s. ISBN 9789935114129.

  • Prag 1942. Tveir menn eru komnir frá London til að drepa þann þriðja, Reinhard Heydrich, yfirmann Gestapo, leyniþjónustu nasista, og skipuleggjanda Endanlegu lausnarinnar á „gyðingavandamálinu“, manninn sem ýmist var kallaður Böðullinn í Prag, Ljóshærða villidýrið eða Hættulegasti maður Þriðja ríkisins.

Child, Lee 1954. Eða deyja ella. Þýð. Jón St. Kristjánsson. Reykjavík: JPV, 2014. 473 s. ISBN 9789935114181.

  • Í Chicago er lögreglukonu rænt um hábjartan dag. Af tilviljun er Jack Reacher á röngum stað á röngum tíma; við hlið hennar. Þau eru handjárnuð saman, fleygt aftur í sendiferðabíl og þannig hefst langt ferðalag þvert yfir Bandaríkin, þrungið spennu, hörku og óvissu þar sem fórnarlömbin hafa ekki hugmynd um af hverju þeim var rænt. Hollý Johnson er hörð af sér, hæfni hennar og styrkur vekja aðdáun Reachers. En kröfur mannræningjanna benda til hversu mikils virði hún er í raun. Í blóðugu kapphlaupi við tímann tekst Reacher á við sína verstu martröð.

Clark, Mary Higgins 1927-2020. Pabbi er farinn á veiðar. Þýð. Pétur Gissurarson. Reykjavík: Bifröst, 2014. ISBN 9789935412362.

  • Kate lá í rúminu sínu og horfði á móður sína. Hún var komin í rauðan kjól og búin að setja á sig rauðu háhælaskóna. Þá kom pabbi inn í svenfherbergið. Þessa nótt fórst móðir hennar í bátsslysinu.

Dicker, Joel 1985. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert. Þýð. Friðrik Rafnsson. Reykjavík: Bjartur, 2014. 684 s. ISBN 9789935454287.

  • Harry Quebert er sakaður um að hafa myrt unglingsstúlku sem hvarf sporlaust rúmum þrjátíu árum fyrr. Rithöfundurinn Marcus flettir ofan af flóknu neti ástarsambanda, leyndarmála og lyga.

Doughty, Louise 1964. Öngstræti. Þýð. Bjarni Jónsson.. Reykjavík: Bjartur, 2014. 342 s. ISBN 9789935454300.

  • Yvonne er mikils metinn erfðafræðingur, prýðilega gift móðir uppkominna barna. Hún hefur aldrei mátt vamm sitt vita. Hún hefur ástarsamband við bláókunnugan mann, og það hrindir af stað atburðarás sem hefur ófyrirsjáanlegar og skelfilegar afleiðingar.

Gerhardsen, Carin 1962. Piparkökuhúsið. Þýð. Nanna B. Þórsdóttir. Reykjavík: JPV, 2014. 323 s. ISBN 9789935114198.

  • Börn geta verið ótrúlega grimm og veitt sár sem aldrei gróa. Áratugum seinna gerist eitthvað sem ýfir sárin ... En hver ber þyngsta sektarbyrði – sá sem fremur verknað, sá sem rís upp til hefnda eða sá sem horfir aðgerðalaus á?

Kent, Hannah 1985. Náðarstund. Þýð. Jón St. Kristjánsson. Reykjavík: JPV, 2014. 353 s. ISBN 9789935114495.

  • Agnes Magnúsdóttir bíður aftöku fyrir hrottalegt morð. En er hún sek? Hér er dregin upp margræð mynd af nöprum íslenskum veruleika, heitum tilfinningum og hörmulegum örlögum.

Koomson, Dorothy 1971. Bragð af ást. Þýð. Halla Sverrisdóttir. Reykjavík: JPV, 2014. 562 s. ISBN 9789935114396.

  • Í hálft annað ár hefur Saffron Mackleroy tekist á við sorgina og söknuðinn eftir að Joel eiginmaður hennar var myrtur. Enginn veit hver varð honum að bana eða hvers vegna, nema ekkja hans. Og nú er morðinginn farinn að skrifa henni bréf. Til að bæta gráu ofan á svart er fjórtán ára dóttir hennar komin í ógöngur. Á milli þess sem Saffron reynir að höndla veruleikann og vernda fjölskyldu sína leitar hún athvarfs í matargerð sem var líf og yndi Joels. Hún ákveður að ljúka við matreiðslubókina sem hann var að semja og reynir um leið að finna aftur bragðið af ástinni sem þau áttu saman, en ógnin færist sífellt nær.

Läckberg, Camilla 1974. Ljónatemjarinn. Þýð. Sigurður Þór Salvarsson. Reykjavík: Sögur útgáfa, 2014. 465 s. ISBN 9789935448842.

  • Janúarkuldinn heldur Fjällbacka í heljargreipum. Hálfnakin stúlka ráfar um í skóginum, út á veg og verður fyrir bíl. Þegar Patrik Hedström og félagar hans í lögreglunni eru kallaðir út kemur í ljós að þetta er stúlka sem hvarf frá reiðskóla í héraðinu nokkrum mánuðum áður og ekkert hefur spurst til hennar síðan. Hún hefur orðið fyrir hræðilegum pyntingum og lögreglan óttast að sömu örlög bíði fleiri stúlkna. Á sama tíma vinnur Erica Falck að bók um gamalt sakamál; fjölskylduharmleik sem endaði með voveiflegu dauðsfalli. Kona fórnarlambsins var dæmd fyrir morðið og Erica heimsækir hana hvað eftir annað í fangelsið til að leita upplýsinga um það sem gerðist en án árangurs. Hvað er konan að fela? Erica skynjar að ekki er allt sem sýnist. Og það er eins og skuggar fortíðar teygi sig til nútímans.

Landey, William 1963. Verjandi Jakobs. Þýð. Ásdís Mjöll Guðnadóttir. Reykjavík: Almenna Bókafélagið, 2014. 443 s. ISBN 9789935426956.

  • Starf Andy Barbers er að fá morðingja dæmda á bak við lás og slá. Þegar lík pilts, skólabróður Jakobs sonar hans, finnst með stungusár verður Andy ákveðinn í að finna og ákæra morðingjann, uns fram kemur mikilvægt sönnunargagn sem tengir Jakob við morðið. Skyndilega standa Andy og eiginkona hans frammi fyrir því að sonur þeirra er ákærður fyrir kaldrifjað morð. Hjónin gera allt sem þau geta til að verja drenginn sinn, andspænis verstu martröð hverra foreldra, því að djúpt undir niðri þekkja þau hann betur en nokkur annar. Eða er það ekki svo?

Ohlsson, Kristina 1979. Paradísarfórn. Þýð. Jón Daníelsson. Reykjavík: JPV, 2014. 444 s. ISBN 9789935114280.

  • Farþegaþota er á leið frá Stokkhólmi til New York þegar hótunarbréf finnst um borð. Verði kröfurnar ekki uppfylltar verður vélin sprengd í loft upp. Bandaríkjamenn óttast hryðjuverkaárás og neita að taka við vélinni. Eldsneytistankarnir eru að tæmast og tíminn að renna út.

Robert Martin 1908-1976. Byssan í hendi. Þýð. Bjarni Valtýr Guðjónsson. Reykjavík: Sigurjón Þorbergsson, 2014. (blaðsíðutal óþekkt). ISBN (upplýsingar ekki tiltækar).

  1. Jim Dennett, þekktur einkauppljóstrari frá Cleveland, er kallaður á vettvang af einum þekktasta framámanni bæjarins Wheatville, sem óttast í sífellu að setið sé um líf hans af leyniskyttum. Málum fjölgar og viðsjár aukast, en Jim bregst ekki bogalistin hvað sem á gengur.

Roberts, Nora 1950. Húsið við hafið. Þýð. Ásdís Mjöll Guðnadóttir. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2014. 485 s. ISBN 9789979222668.

  • Í meira en 300 ár hefur hið dularfulla Kletthús sett svip sinn á Viskíströnd — en í huga stjörnulögfræðingsins Elis Landon er það griðastaður fjölskyldunnar. Eli hefur átt velgengni að fagna. Hann vann hjá góðu fyrirtæki, átti glæsilega konu og allt gekk honum í haginn þar til hann komst að því einn góðan veðurdag að konan hélt fram hjá honum. Þegar hún fannst myrt skömmu síðar var Eli grunaður um verknaðinn en ekki ákærður. Eli leitar skjóls á fjölskyldusetrinu, bugaður á sál og líkama. Þar kynnist hann nuddaranum Öbru Walsh sem gerir hvað hún getur til að hjálpa en hver flækjan af annarri þvingar hann í leiðangur sem hann hefur forðast; að horfast í augu við sjálfan sig. Þegar undarlegir atburðir í Kletthúsi ógna tilveru Elis tekur hann málin í sínar hendur.

Stein, Jesper 1965. Órói. Þýð. Sigurður Helgason. Reykjavík: Draumsýn, 2014. 467 s. ISBN 9789935444653.

  • Miklar óeirðir standa yfir á Nörrebro í Kaupmannahöfn í kjölfar rýmingar Ungdómshússins við Jagtvej: Lík finnst í Assistens kirkjugarði, skammt frá húsinu. Var þetta pólitískt morð eða fólskuverk vanstilltra lögreglumanna? Axel Steen leitar svara við því og fer oft óhefðbundnar leiðir.

Sten, Viveca 1959. Í innsta hring. Þýð. Elín Guðmundsdóttir. Reykjavík: Ugla, 2014. 431 s. ISBN 9789935210562.

  • Völd, virðing og metnaður takast á í skuggalegu ráðabruggi þegar varaformaður konunglega sænska lystisnekkjuklúbbsins er skotinn til bana við upphaf stærstu kappsiglingakeppni á Norðurlöndum. Sögusviðið er ein af sumarleyfisparadísum sænska skerjagarðsins.

Útgefið 2015

Adler-Olsen, Jussi 1950. Stúlkan í trénu. Á frummáli: Den grænseløse. Þýð.: Jón St. Kristjánsson (1958). Reykjavík: Vaka – Helgafell, 2015. 544 s. ISBN 9789979223276.

  • Roskinn lögreglumaður styttir sér aldur á síðasta starfsdegi. Í 17 ár hefur hann verið með sama málið á heilanum; þegar stúlka fannst dáin uppi í tré. Carl, Assad og Rose hjá Deild Q sjá sig tilneydd að rannsaka málið sem reynist flóknara en þau óraði fyrir. Bókin kom út í heimalandinu árið 2014.

Blædel, Sara 1964. Gleymdu stúlkurnar. Á frummáli: De glemte piger. Þýð.: Árni Óskarsson (1954). Reykjavík: Bjartur, 2015. 268 s. ISBN 9789935454591.

  • Lögreglukonan Louise Rick er að hefja störf hjá sérstökum mannshvarfahóp. Það eru liðnir fjórir dagar síðan lík konu fannst í skóginum, en það er eins og enginn sakni hennar. Bókin kom út í heimalandinu árið 2011.

Child, Lee 1954. Ekki snúa aftur. Á frummáli: Never go back. Þýð.: Jón St. Kristjánsson (1958). Reykjavík: JPV, 2015. 398 s. ISBN 9789935114693.

  • Jack Reacher er kominn til Virginíu til að hitta Susan Turner majór sem nú gegnir hans fyrra starfi. En hún er horfin og það er eitthvað sérkennilegt í gangi. Reacher stendur frammi fyrir alvarlegum ásökunum. Og þegar manni er ógnað er tvennt í stöðunni: Að berjast eða flýja. Hvað gerir Jack Reacher? Bókin kom út í heimalandinu árið 2013.

Christie, Agatha 1890-1976. Morðið í Austurlandahraðlestinni. Á frummáli: Murder on the Orient Express. Þýð.: Jakob F. Ásgeirsson (1961). Reykjavík: Ugla, 2015. 232 s. ISBN

  • Nokkru eftir miðnætti verður hin fræga Austurlandahraðlest að nema staðar á miðri leið vegna snjóflóðs. Um morguninn kemur í ljós að einn farþeginn hefur verið myrtur í klefa sínum. Ein snjallasta bók drottningar sakamálasögunnar – og frægasta ráðgáta Hercules Poirots.

Clark, Mary Higgins 1927-2020. Þú ert ávallt í huga mér. Á frummáli: I've got you under my skin. Þýð.: Pétur Gissurarson (1935). Reykjavík: Bókaforlagið Bifröst, 2015. 295 s. ISBN

  • Þegar eiginmaður Laurie Moran var myrtur af algjöru miskunnarleysi sá Timmy, sonur hans andlit morðingjans. Fimm árum síðar ryðjast blá augu morðingjans inn í drauma Timmys og móður hans ekki síður. Morðinginn ætlar þeim báðum sömu örlög og hann bjó eiginmanninum. Þegar hann flýr af vettvangi, eftir að hafa myrt föðurinn, skilur hann eftir þessi boð til drengsins:,, segðu móður þinni að hún verði næst og svo kemur röðin að þér.„.“ Bókin kom út í heimalandinu árið 2014.

Gerhardsen, Carin 1962. Mamma, pabbi, barn. Á frummáli: Mamma, pappa, barn. Þýð.: Nanna B. Þórsdóttir (1945).  Reykjavík: JPV, 2015. 348 s. ISBN 9789935114709.

  • Þriggja ára stúlka vaknar alein. Hún er læst inni og enginn kemur að vitja hennar. Og dagarnir líða. Tvö einkennileg mál hafna samtímis á borði lögregluforingjans Connys Sjöberg og hann og félagar hans velta fyrir sér hvort þau geti tengst. Bókin kom út í heimalandinu árið 2009.

Hawkins, Paula 1972. Konan í lestinni. Á frummáli: The girl on the train. Þýð.: Bjarni Jónsson (1966). Reykjavík: Bjartur, 2015. 377 s. ISBN 9789935454645.

  • Rachel ferðast alltaf með sömu lest á morgnana. Og lestin stansar alltaf á sama ljósinu, fyrir aftan gömul íbúðarhús sem standa við lestarsporið. Rachel fer að finnast hún þekkja íbúana í einu húsanna. Hún kallar fólkið „Jess og Jason“. Líf þeirra virðist fullkomið, Rachel vildi svo sannarlega vera í þeirra sporum. En einn daginn sér hún skelfilegan atburð út um lestargluggann. Rachel skýrir lögreglunni frá málavöxtum og flækist inn í ófyrirsjáanlega atburðarás. Getur verið að inngrip hennar hafi bara orðið til ills?

Horst, Jørn Lier 1970. Hellisbúinn. Á frummáli: Hulemannen. Þýð.: Örn Þ. Þorvarðarson (1962). Reykjavík: Draumsýn, 2015. 344 s. ISBN 9789935444660.

  • Þremur húsum frá heimili lögreglumannsins hefur maður verið dáinn fyrir framan sjónvarpstækið í fjóra mánuði. Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið til með saknæmum hætti. Viggo Hansen var maður sem engin veitti athygli jafnvel þó hann ætti heima mitt á meðal fólks. Það er ekki fjallað um andlítið í fjölmiðlum, en eitthvað við málið vekur forvitni blaðamannsins Line, Dóttir Wisting, sem vill skrifa grein um manneskju sem engin þekkti. Á sama tíma og Line byrjar að rannsaka málið fær lögreglan tilkynningu um annað andlát. Maður finnst á skógarhöggssvæði og ber hann það með sér að hafa legið þar lengi. Það sem finnst á líkinu vekur athygli og leiðir til mestu leitar í norskri glæpasögu. Það eina sem getur hindrað störf lögreglunnar er að fjölmiðlar komist á snoðir um það sem er í aðsigi. Bókin kom út í heimalandinu árið 2013.

Kallentoft, Mons 1968. Vorlík. Á frummáli: Vårlik. Þýð.: Jón Þ. Þór (1944). Reykjavík: Ugla, 2015. 495 s. ISBN 9789935210777.

  • Geislar vorsólarinnar leika um Linköping í Svíþjóð. Borgarbúar varpa af sér vetrardrunganum og flykkjast á útiveitingahúsin við Stóra torgið í hjarta borgarinnar. Nokkrar svölur svífa í loftinu, litríkir túlípanar eru boðnir til sölu og móðir með tvö ung börn gengur í átt að hraðbanka. Skyndilega er kyrrðin rofin —af öflugri og háværri sprengingu. Rannsóknarlögreglukonan Malin Fors stendur við kistu móður sinnar er lágur dynur rýfur þögnina í útfararkapellunni. Skömmu síðar er hún á leið á Stóra torgið. Þar mætir henni sjón sem hún mun aldrei gleyma. Torgið er þakið glerflísum, sundurtættum blómum og grænmetisleifum. Augu hennar staðnæmast við ónýtan barnaskó. Mitt í þrúgandi þögninni nartar dúfa í eitthvað rautt. Bókin kom út í heimalandinu árið 2013.

Kallentoft, Mons (1968) og Markus Lutteman (1973). Zack. Á frummáli: Zack. Þýð.: Sigurður Þór Salvarsson (1955). Reykjavík: Sögur, 2015. 432 s. ISBN 9789935448910.

  • Fjórar asískar konur eru myrtar í Stokkhólmi og sú fimmta finnst limlest fyrir utan sjúkrahús í borginni. Hún virðist hafa orðið fyrir árás einhvers konar villidýrs. Allar unnu þær á sömu nuddstofunni. Zack er ungur rannsóknarlögreglumaður sem á sér skuggalega fortíð og lifir tvöföldu lífi. Á næturnar stundar hann næturklúbbana og neytir eiturlyfja með þeim sem hann ætti að koma bak við lás og slá. Rannsókn málsins á hug hans allan og spurningarnar hrannast. Snýst þetta um kvenhatur, rasisma eða mansal? Bókin kom út í heimalandinu árið 2014.

Kepler, Lars. Hrellirinn. Á frummáli: Stalker. Þýð.: Nanna B. Þórsdóttir (1945). Reykjavík: JPV útgáfa, 2015. 588 s. ISBN 9789935115164.

  • Lögreglunni berst myndskeið, tekið inn um glugga, af konu sem er að klæða sig. Daginn eftir finnst hún myrt á hroðalegan hátt. Svo berst önnur upptaka … Lars Kepler er samheiti fyrir hjónin og höfunda: Alexander Ahndoril (1967) og Alexandra Coelho Ahndoril (1966). Kom út í heimalandinu árið 2014.

Lagercrantz, David 1962 - 2004. Það sem ekki drepur mann. Á frumáli: Det som inte dödar oss. Þýð.: Halla Kjartansdóttir (1959). Reykjavík: Bjartur, 2015. 437 s. ISBN 9789935454690.

  • Fremsti sérfræðingur heims í gervigreind er myrtur á heimili sínu í Stokkhólmi þrátt fyrir að vera undir lögregluvernd. Einhverfur sonur hans er vitni að ódæðinu. Blaðamaðurinn Mikael Blomkvist og tölvusnillingurinn Lisbeth Salander glíma við málið. David Lagercrantz spinnur hér áfram þann þráð sem Stieg Larsson entist ekki aldur til að ljúka við.

Marklund, Liza 1962. Hamingjuvegur. Á frummáli: Lyckliga gatan. Þýð.: Ísak Harðarson (1956). Reykjavík: Mál og menning, 2015. 384 s. ISBN 9789979335344.

  • Þegar Ingemar Lerberg finnst á ríkmannlegu heimili sínu, nær dauða en lífi eftir pyntingar, kemur í hlut lögreglukonunnar Ninu Hoffmann að rannsaka málið en blaðakonunnar Anniku Bengtzon að skrifa um það. Því dýpra sem þær grafa eftir sannleikanum, hvor á sinn hátt, því fleiri leyndarmál koma upp á yfirborðið. Kom út árið 2013 í heimalandinu.

Nesbø, Jo 1960. Afturgangan. Á frummáli: Gjenferd. Þýð.: Bjarni Gunnarsson (1968). Reykjavík: JPV útgáfa, 2015. 518 s. ISBN 9789935114914.

  • Áttunda bók Jo Nesbø í bókaflokknum um Harry Hole. Æsispennandi saga um heim eiturlyfja og spillingar sem hefst á því að Oleg, sonur fyrrverandi unnustu Harrys, er handtekinn, sakaður um morð. Harry trúir ekki að hann sé sekur og tekur málið í eigin hendur. Kom út í heimalandinu árið 2011.

Nesbø, Jo 1960. Blóð í snjónum. Á frummáli: Blod på sno. Þýð.: Bjarni Gunnarsson (1968). Reykjavík: JPV útgáfa, 2015. 192 s. ISBN 9789935115225.

  • Ólafur er leigumorðingi og „afgreiðir“ aðallega fólk sem á það skilið. Líf hans er einmanalegt en loks hittir hann draumadísina – gallinn er sá að hún er gift yfirmanni hans sem hefur einmitt falið Ólafi að koma henni fyrir kattarnef.

Ohlsson, Kristina 1979. Davíðsstjörnur. Á frummáli: Davidsstjärnor. Þýð.: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir (1975). Reykjavík: JPV útgáfa, 2015. 535 s. ISBN 9789935114808

  • Í ísraelskri þjóðsögu segir frá Pappírsstráknum sem rænir börnum að næturlagi. Þegar kennari í Stokkhólmi er drepinn og tveir ísraelskir drengir í borginni hverfa sama dag kemst sagan á kreik. Er lausnina að finna í Ísrael?  Kom út í heimalandinu 2013.

Roslund, Anders 1961 og Hellström 1957. Auga fyrir auga. Á frummáli: Edward Finnigans upprättelse. Þýð.: Sigurður Þór Salvarsson (1955). Reykjavík: Veröld, 2015. 472 s. ISBN 9789935475015.

  • Dægurlagasöngvarinn John Schwarz er handtekinn eftir að hafa misþyrmt manni á ferju á leið frá Finnlandi til Svíþjóðar. Þegar lögreglan fer að grennslast fyrir um fortíð hans kemur í ljós að John lést á dauðadeild í fangelsi í Ohio í Bandaríkjunum allnokkrum árum fyrr. Kom út árið í heimalandinu 2006.

Roslund, Anders 1961 og Stefan Thunberg 1968. Dansað við björninn. Á frummáli: Björndansen. Þýð.: Halla Kjartansdóttir (1959). Reykjavík: Veröld, 2015. 697 s. ISBN  9789935440945.

  • Þrír bræður bindast órjúfanlegum böndum eftir að móðir þeirra flýr ofbeldisfullan föðurinn. Líf piltanna tekur óvænta stefnu þegar þeir ásamt æskuvini sínum ræna vopnabúr sænska hersins og fara að fremja hin fullkomnu bankarán.Bókin kom út 2014 í heimalandinu.

Sten, Viveca 1959. Í nótt skaltu deyja. Á frummáli: I natt år du död. Þýð.: Elín Guðmundsóttir (1945). Reykjavík: Ugla, 2015. 370 s. ISBN 9789935210784.

  • Ungur maður virðist hafa stytt sér aldur. En móðir hans er sannfærð um að sonur hennar hafi verið myrtur. Lögfræðingurinn Nóra Linde og rannsóknarlögreglumaðurinn Thomas Andreasson taka höndum saman við lausn ráðgátunnar.

Sten, Viveca 1959. Syndlaus. Á frummáli: I grunden utan skuld. Þýð.: Elín Guðmundsóttir (1945). Reykjavík: Ugla, 2015. 418 s. ISBN 9789935210708

  • Illvirki í lífi drengs, sem ólst upp á Sandhamn-eyju í heimsstyrjöldinni fyrri, hefur hörmulegar afleiðingar hundrað árum síðar þegar ung stúlka hverfur sporlaust á eyjunni. Kom út í heimalandinu 2010.

Theorin, Johan 1963. Haugbúi. Á frummáli: Rörgast. Þýð.: Elín Guðmundsóttir (1945). Reykjavík: Ugla, 2015. 464 s. ISBN 9789935210753.

  • Maður nokkur snýr heim til Norður-Ölands eftir langdvöl í öðru landi til að krefjast uppgjörs á gamalli skuld – og hann skilur eftir sig blóðuga slóð. Engan nema Gerlof Davidsson, gamla skútuskipstjórann, grunar hver hann er.  Kom út í heimalandinu 2011.

Vallgren, Carl-Johan 1964. Skuggadrengur. Á frummáli: Skuggpojken. Þýð.: Þórdís Gísladóttir (1965). Reykjavík: Bjartur, 2015. 359 s. ISBN 9789935454638.

  • Sumarið 1970 hverfur lítill drengur á lestarstöð í Stokkhólmi. Áratugum síðar hverfur bróðir drengsins, á fullorðinsaldri. Fjölskyldan leitar aðstoðar hjá gömlum vini, Danny Katz, sem er tungumálasnillingur með vafasama fortíð.

Útgefið 2016

Adler-Olsen, Jussi 1950. Stúlkan í trénu. Þýðandi: Jón St. Kristjánsson 1958. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2015. 544 s. ISBN 9789979223276.

  • Eldri lögreglumaður hringir í Carl Mørck til að skýra honum frá máli sem hefur plagað hann í sautján ár. Carl vísar honum snarlega frá en daginn eftir er aftur hringt: þá hefur maðurinn stytt sér aldur í sinni eigin starfslokaveislu. Carl og félagar hans hjá Deild Q, þau Assad og Rose, sjá sig tilneydd að halda af stað og komast að því hvað það var sem hann vildi þeim. Árið 1997 fannst lík ungrar stúlku á Borgundarhólmi. Ekið hafði verið á hana á miklum hraða og hún kastast upp í tré en bílstjórinn stungið af. Málið var rannsakað en ekki upplýst. Habersaat lögreglumaður vildi þó ekki gefast upp og brátt snerist allt hans líf um þetta slys – eða var það kannski ekki slys?

Bjørk, Samuel 1969. Ég ferðast ein. Þýðandi: Ingibjörg Eyþórsdóttir 1957. Reykjavík: Bjartur, 2016. 537 s. ISBN 9789935454867.

  • Lítil stelpa finnst látin úti í skógi og eina vísbending lögreglunnar er miði sem hangir um háls hennar: „Ég ferðast ein“. Holger Munch er fenginn til að safna saman liði sínu, þar á meðal Miu Krüger, sem hefur einangrað sig frá umheiminum.

Blædel, Sara 1964. Dauðaslóðin. Þýðandi: Ingunn Snædal 1971. Reykjavík: Bjartur, 2016. 236 s. ISBN: 9789935454812.

  • Dauðaslóðin kallast stígur í skóginum við Hróarskeldu.Í fornum sið var hinum deyjandi ekið eftir þessum stíg á leið til fórnar. Nú er eins og umferð um Dauðaslóðinasé hafin á ný. Louise Rick stýrir leitinni að dreng sem hverfur þarna í skóginum

Child, Lee 1954. Villibráð. Þýðandi: Jón St. Kristjánsson 1958. Reykjavík : JPV útgáfa, 2016. 400 s. ISBN 9789935115980.

  • Jack Reacher, heimsins harðsnúnasta lögga, er sendur til Mississippi þar sem lík ungrar konu hefur fundist. Grunur beinist að hermanni í nálægri herstöð en rannsókin gengur hægt og spurning hvort lögreglustjórinn á svæðinu, Elizabeth Deveraux, vill yfirleitt finna morðingjann. Smám saman tekst þeim þó að púsla saman myndinni en þá á Reacher erfitt með að koma vitneskju sinni á framfæri án þess að verða drepinn.

Gerhardssen, Carin 1962. Vögguvísa. Þýðandi: Nanna B. Þórsdóttir 1945. Reykjavík : JPV, 2016. 299 s. ISBN 9789935116895.

  • Kona og tvö ung börn eru myrt á heimili sínu í Stokkhólmi. Engar vísbendingar finnast og spurningarnar hrannast upp. Hvers vegna hefur faðir barnanna engin samskipti við fjölskyldu sína? Hvernig hafði atvinnulaus filippseysk kona efni á rándýrri íbúð? Er svörin kannski að finna í löngu liðnum atburðum í sænskum smábæ? Lögregluforinginn Conny Sjöberg og félagar hans standa ráðþrota gagnvart þessum skelfilega glæp og þurfa um leið að kljást við drauga úr eigin fortíð. Og einn úr hópnum, Einar Eriksson, virðist gufaður upp.

Green, Linda 1970. Á meðan ég lokaði augunum. Þýðandi: Ingunn Snædal 1971. Reykjavík: Drápa, 2016. 352 s.  ISBN 9789935933003.

  • Einn, tveir, þrír... Lisa Dale lokar augunum og telur upp í hundrað í feluleik. Þegar hún opnar augun finnur hún ekki Ellu, fjögurra ára gömlu dóttur sína. Hún er horfin, sporlaust. Lögreglan, fjölmiðlar og fjölskylda Lisu halda öll að þau viti hver tók Ellu.

Hiekkapelto, Kati 1970. Kólibrímorðin. Þýðandi: Sigurður Karlsson 1946. Reykjavík : Skrudda, 2016. 372 s. ISBN 9789935458391.

  • Hrottalegt morð á hlaupastíg. Fórnarlambið er ung kona, í vasa hennar finnst hálsmen með mynd af Astekaguði, morðvopnið er haglabyssa. Annað morð: sama umhverfi, sams konar skartgripur. Hvernig velur morðinginn fórnarlömb sín? Tengjast morðin leynilegum trúarsöfnuði? Hver verður næsta fórnarlamb?

Horst, Jørn Lier 1970. Botnfall. Þýðandi: Örn Þ. Þorvarðarson 1962. Reykjavík: Draumsýn, 2016. 293 s.  ISBN 9789935444752.

  • Hvað gerir yfirlögregluþjónn þegar fjóra afhöggna vinstri fætur rekur á ströndina í litlum bæ í Vestfold? Yfirlögregluþjónninn William Wisting hefur aldrei upplifað slíkt áður, en hefur grun um að þetta geti tengst gömlum mannshvörfum. Aldraðir menn og geðsjúk kona hafa horfið skyndilega.

Lapena, Shari 1960. Hjónin við hliðina. Þýðandi: Ingunn Snædal 1971. Reykjavík : Bjartur, 2016. 310 s. ISBN 978993545499.

  • Lífið leikur við Anne og Marco; samband þeirra er kærleiksríkt, þau eru vel stæð, njóta velgengni í starfi og eiga nýfædda, heilbrigða dóttur. En kvöld eitt fara þau í matarboð til hjónanna við hliðina, sem líka eru vel stæð velgengnishjón, og á meðan er glæpur framinn. Þegar rannsókn hans hefst fellur samstundis grunur á þau öll og málið vindur upp á sig. Í ljós kemur allir hafa eitthvað að fela, enginn og ekkert er sem sýnist og sannleikurinn er flóknari en nokkurn gat grunað.

Lagercranz, David 1962 og Stieg Larsson 1954. Það sem ekki drepur mann. Þýðandi: Halla Kjartansdóttir 1959. Reykjavík:Bjartur, 2016. 525 s. ISBN 9789935487308.

  • Fremsti sérfræðingur heims í gervigreind er myrtur á heimili sínu í Stokkhólmi þrátt fyrir að vera undir lögregluvernd. Einhverfur sonur hans er vitni að ódæðinu. Það eru áfram rannsóknarblaðamaðurinn Mikael Blomkvist og tölvusnillingurinn Lisbeth Salander sem í sameiningu glíma við flókin mál, eins og þeim einum er lagið. Bókin er sjálfstætt framhald Millennium-þríleiksins eftir Stieg Larsson.

Lemaitre, Pierre 1951. Iréne. Þýðandi: Friðrik Rafnsson 1959. Reykjavík : JPV útgáfa, 2016.406 s. ISBN 9789935115942.

  • Þaulskipulagður og kaldrifjaður raðmorðingi gengur laus og fjölmiðlar kalla hann „skáldsagnahöfundinn“ því að hvert morð virðist vera óður til sígildrar glæpasögu. Það gengur hvorki né rekur hjá Camille Verhæven sem rannsakar málið og fyrr en varir er einkalíf hans og barnshafandi eiginkonunnar, Iréne, orðið viðfangsefni þessarar hroðalegu „listgreinar“ morðingjans.

Marklund, Liza 1962. Járnblóð. Þýðandi: Ísak Harðarson 1956. Reykjavík : Mál og menning, 2016. 362 s.  ISBN 9789979335894.

  • Dularfull sms-skilaboð eru síðasta lífsmarkið sem komið hefur frá Birgittu, systur Anniku Bengtzon. Annika þarf að finna hana og sú leit knýr hana til að horfast í augu við erfiða reynslu úr eigin fortíð. Framtíðin er líka óviss því að Kvöldblaðið stendur á krossgötum. En meðan á öllu þessu gengur flytur Annika fréttir af óútkljáðu dómsmáli vegna óhugnanlegra morða og einhvers staðar er á sveimi sálsjúkur morðingi sem hugsar henni þegjandi þörfina.

Nesbo, Jo 1960. Kakkalakkarnir. Þýðandi: Kristín R. Thorlacius 1933. Reykjavík : JPV, 2016. 378 s. ISBN 9789935115379.

  • Ung vændiskona finnur sendiherra Noregs myrtan á mótelherbergi í Bangkok. Drykkfelldi rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Hole er sendur til Taílands til þess að finna hinn seka og afstýra hneyksli á landsvísu. Sendiherrann var nefnilega góðvinur forsætisráðherrans. Fljótlega kemur í ljós að málið er flóknara en í fyrstu var talið og Harry og taílenskt samstarfsfólk hans flækist á milli norskra diplómata, ópíumbæla og karaókíbara í steikjandi hita borgarinnar. Bókin er önnur bókin í flokknum um Harry Hole en sú níunda sem kemur út á íslensku.

Nesbo, Jo 1960. Meira blóð. Þýðandi: Bjarni Gunnarsson 1968. Reykjavík: JPV, 2016. 255 s. ISBN 9789935115263.

  • Bjarta síðsumarsnótt árið 1977 kemur maður í eyðilegt þorp nyrst í Noregi. Hann segist heita Úlfur og ætla á veiðar en smám saman kemur í ljós að sjálfur er hann bráðin og veiðimennirnir, eiturlyfjasalar frá Osló, ekki langt undan. Þorpsbúar eru flestir í sértrúarsöfnuði, mótaðir af einangrun og harðri lífsbaráttu á hjara veraldar, og Úlfur á ekki annarra kosta völ en að flétta örlög sín saman við þeirra með kostulegum afleiðingum.

Ohlson, Kristina 1979. Vefur Lúsífers. Þýðandi: Nanna B. Þórsdóttir 1945. Reykjavík : JPV útgáfa, 2016. 412 s.  ISBN 9789935116383.

  • Sara Texas tók eigið líf eftir að hafa játað á sig fimm morð – en eitthvað við játningar hennar virðist ekki standast nánari skoðun. Lögfræðingurinn Martin leggur einkalíf sitt og starfsheiður að veði við rannsókn málsins og festist smám saman í þéttriðnum og ógnvekjandi vef sem hann veit ekki hver stjórnar.

Pauw, Marion 1973. Konan í myrkrinu. Þýðandi: Ragna Sigurðardóttir 1962. Reykjavík: Veröld, 2016. 338 s. ISBN 9789935475374.

  • Íris er ungur lögfræðingur og einstæð móðir sem reynir að fóta sig á framabrautinni samhliða því að sjá um erfiðan son sinn. Ray, sem er ekki eins og fólk er flest, er lokaður inni á stofnun eftir að hafa verið dæmdur fyrir hrottalegt morð á ungri konu og dóttur hennar. Leiðir Írisar og Rays liggja óvænt saman sem verður til þess að af stað fer atburðarás sem gjörbreytir lífi þeirra.

Roslund, Anders 1961 og Börge Hellström 1957. Þrjár sekúndur. Þýðandi: Sigurður Þór Salvarsson 1955 Reykjavík : Veröld, 2016. 618 s. ISBN 9789935475213.

  • Piet Hoffmann er flugumaður sænsku lögreglunnar innan pólsku mafíunnar. Fjölskylda hans veit ekki einu sinni að hann lifir tvöföldu lífi. En þegar hann neyðist til að taka að sér stórt verkefni fyrir mafíuna er hann skyndilega einn á báti og með dauðann á hælunum.

Schepp, Emelie 1979. Merkt. Þýðandi: Kristján H. Kristjánsson 1960. Akranes: MTH, 2016. 391 s. ISBN 9789935926814.

  • Yfirmaður á Útlendingastofnuninni í Norrköping, finnst myrtur á heimili sínu og Jönu Berzelius saksóknara er falin rannsókn málsins. Henrik Levin og Mia Bolander hjá rannsóknarlögreglunni eru henni til aðstoðar og fljótlega kemur í ljós að annað morð hefur verið framið – morð sem tengir Jönu við ógnvænlegt leyndarmál úr fortíðinni.

Sten, Vivica 1945. Hættuspil. Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir. Reykjavík : Ugla, 2016. 365 s. ISBN 9789935210944.

  • Sandhamn í vetrarbúningi. Óttaslegin kona kemur til eyjunnar. Tveimur dögum síðar finnst lík á ströndinni. Saga þar sem lögreglumaðurinn Thomas Andreasson og lögfræðingurinn Nóra Linde eru í aðalhlutverki.

Valeur, Erik 1955. Sjöunda barnið. Þýðandi: Eiríkur Brynjólfsson 1951. Reykjavík : Draumsýn, 2016. 690 s. ISBN 9789935444813.

  • Börnin sjö áttu eitt sameiginlegt: Þau fæddust á fæðingargangi B á Rigshospitalet og öll skyldu þau ættleidd. Næstu mánuði fundu konurnar á hinu fræga ungbarnaheimili Kongslund nýjar fjölskyldur handa þeim víðsvegar um Danmörku og þau uxu úr grasi án hinnar minnstu vitneskju um fortíð síns. Eitt barnanna bjó yfir leyndarmáli, sem varð að halda leyndu hvað sem það kostaði. Þegar gömul kona fannst látin á strönd skammt frá barnaheimilinu kom upp mál sem hafði áhrif á alla þjóðina: Hafði hið mikilsvirta barnaheimili leynt hneykslismáli úr efstu stigum þjóðfélagins í hálfa öld?

Útgefið 2017

Adler-Olsen, Jussi 1950. Afætur. Jón St. Kristjánsson þýddi. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2017. 484 s. ISBN 9789979224099.

  • Roskin kona finnst myrt í Kaupmannahöfn og ökuníðingur eltir uppi og ekur niður ungar konur. Hvaða leyndu þræðir liggja milli þessara mála? Hvernig tengjast þau ungum, afar sjálfhverfum konum sem lifa á bótum og leita stöðugt nýrra leiða til að ná meiri peningum út úr kerfinu?

Ahnhem, Stefan 1966. Níunda gröfin. Elín Guðmundsdóttir þýddi. Reykjavík: Ugla, 2017. 552 s. ISBN 9789935211118.

  • Á ísköldum vetrardegi hverfur sænski dómsmálaráðherrann sporlaust. Lögregluforingjanum Fabian Risk er falið að rannsaka hvarfið. Hinum megin Eyrarsunds finnst eiginkona frægrar sjónvarpsstjörnu myrt á heimili sínu. Rannsókn málsins beinir dönsku lögreglukonunni Dunja Hougaard yfir til Svíþjóðar. Smám saman kemur í ljós að málin tengjast — og ískyggilegur samsærisvefur blasir við. Framhald af bókinni Fórnalamb án andlits.

Kepler, Lars. Kanínufangarinn. Nanna B. Þórsdóttir þýddi. Reykjavík: JPV, 2017. 573 s. ISBN 9789935117144.

  • Lögreglumaðurinn Joona Linna hefur setið í fangelsi í tvö ár þegar yfirvöld leita aðstoðar hjá honum. Dularfullur morðingi sem kallar sig Kanínufangarann er kominn á kreik og fórnarlömb hans eru af háttsettara taginu. Lars Kepler er dulnefni en rétt nafn höfunda er Ahndoril, Alexandara C.  (f. 1966) og Alexander Ahndoril (f. 1967).

Bates, Quentin 1962. Bláköld lygi. Jón Þ. Þór þýddi. Reykjavík: Ugla 2017. 358 s. ISBN 9789935211101.

  • Skipaeigandi finnst látinn, bundinn við rúm í einu af fínni hótelunum í Reykjavík. Rannsóknarlögreglumaðurinn Gunnhildur Gísladóttir fær málið til rannsóknar. Rannsókn hennar leiðir í ljós skuggalegan heim kynlífsóra og fjárkúgunar.

Blædel, Sara 1964. Talin af. Ingunn Snædal þýddi. Reykjavík: Bjartur, 2017. 302 s. ISBN 9789935487407.

  • Húsmóðir í Englandi er skotin til bana með riffli í gegnum eldhúsgluggann. Í ljós kemur að konan var dönsk og hvarf sporlaust átján árum fyrr. Enska lögreglan kemst að því að hópur Dana hefur lagt umtalsverða fjármuni inn á reikning konunnar og leitar á náðir Louise Rick hjá mannhvarfsdeild lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Þar með tekur málið óvænta stefnu, jafnframt því sem samband Louise og Eiks, unnusta hennar og samstarfsmanns, lendir í miklum ólgusjó.

Carlsson, Christoffer 1986. Ósýnilegi maðurinn frá Salem. Akureyri: Tindur, 2017. 287 s. ISBN 9789935464170.

  • Sumarið er á enda. Ung kona finnst myrt í íbúð sinni. Þremur hæðum ofar býr ungur lögreglumaður sem hefur verið leystur frá störfum. Hann heitir Leo Junker og stenst ekki freistinguna að kynna sér morðmálið, þótt hann hafi ekki leyfi til þess. Hann laumar sér inn á svæðið, skoðar myrtu konuna sem heldur á hálsmeni í krepptum lófa. Þetta hálsmen minnir Leo óþægilega á liðna tíð. Það er einmitt þessi liðna tíð í lífi Leo Junkers sem treður sér inn í nútímann, þegar hann hefur flækst í flókið lögreglumál sem verður honum að falli. Mál þessarar myrtu konu með hálsmenið leiðir hann á fornar slóðir – Salem, sem er úthverfi í Stokkhólmi. Systkinin Júlía og Grimmi eiga eftir að hafa geigvænleg áhrif á líf hins unga, óreynda Leo Junker.

Chirovici, E.O. 1964. Speglabókin. Magnes J. Matthíasdóttir þýddi. Reykjavík: JPV, 2017. 304 s. ISBN 9789935116543.

  • Virðulegur sálfræðiprófessor er myrtur á hrottafenginn hátt. Mörgum árum síðar reynir umboðsmaður rithöfunda að fá botn í handrit sem honum er sent – þar sem sagt er undan og ofan af því voðaverki.

Clark, Mary Higgins 1927-2020. Áfram líður tíminn. Pétur Gissurarson þýddi. Reykjavík: Bifröst, 2017. 280 s. ISBN 9789935412492.

  • Sjónvarpskonan Delaney Wright er á mörkunum að verða stjarna þegar hún byrjar að fjalla um tilkomumikið morðmál en löngun hennar til að finna lífmóður sína yfirtekur hugsanir hennar. Þegar vinir hennar byrja að rannsaka sannleikann um fæðingu Delaney afhjúpa þau leyndamál sem þau vilja ekki greina frá.

Egholm, Elsebeth 1947. Eigin áhætta. Sigurlín Sveinbjarnardóttir þýddi. Reykjavík: Ugla, 2017. 351 s.  ISBN 9789935211194.

  • Lögreglan í Árósum stendur ráðalaus frammi fyrir tveimur íkveikjum og grimmilegu morði á konu. Líkið finnst skammt frá heimili dönsku blaðakonunnar Dicte. Áður en hún veit af er hún komin á kaf í rannsókn málsins. Stuttu síðar er önnur kona myrt með sama hætti. Gömul fjölskylduleyndarmál afvegaleiða rannsóknina – og það er fyrst þegar morðinginn fær augastað á Dicte sjálfri sem málin fara smám saman að skýrast.

Giolito, Malin P. 1969. Kviksyndi. Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi. Reykjavík: JPV, 2017. 458 s.  ISBN 9789935116680.

  • Fjöldamorð er framið í skóla í auðmannahverfi. Níu mánuðum síðar kemur hin átján ára Maja fyrir rétt. Sæta, ríka, klára og vinsæla stelpan er orðin hataðasta ungmenni Svíþjóðar.

Granhus, Frode 1965-2017. Hringiðan. Örn Þ. Þorvarðsson þýddi. Reykjavík: Draumsýn, 2017. 342 s. ISBN 9789935444738.

  • Landegode fyrir utan Bodø: Óhuggnalegt öskur vekur athygli tveggja drengja sem leika sér í klöppunum. Í sjávarmálinu finna þeir karlmann – hlekkjaðan með hendurnar ofan í ísköldum sjónum.

Hawkins, Paula 1972. Drekkingarhylur. Ingunn Snædal þýddi. Reykjavík: Bjartur 2017. 422 s. ISBN 9789935487421.

  • Síðustu dagana fyrir dauða sinn hringdi Nel Abbott margoft í Jules systur sína, en hún hundsaði hróp hennar á hjálp – og Nel drekkti sér. Jules hafði heitið sjálfri sér þvi að snúa aldrei aftur til smábæjarins Beckford, en á nú engra kosta völ. Jules óttast minningarnar, húsið sem þær systur ólust upp í, öll andlitin úr fortíðinni. En mest af öllu óttast hún hylinn í ánni sem rennur í gegnum bæinn. Fyrr um sumarið drukknaði ung stúlka í honum.

Child, Lee.. Eftirlýstur. Jón St. Kristjánsson þýddi. Reykjavík: JPV. 400 s. ISBN 9789935117052.

  • Harðjaxlinn Jack Reacher stendur nefbrotinn við hraðbrautina og tekst á endanum að húkka far. Fólkið sem tekur hann upp í hefur eitthvað að fela – og af hverju hefur lögreglan sett upp vegartálma? Fyrr en varir eru allir á hælum Reachers. Lee Child er dulnefni James Dover Grant (f. 1954).

Kallentoft, Mons 1968. Englar vatnsins. Jón Þ. Þór þýddi. Reykjavík: Ugla, 2017. 416 s. ISBN 9789935211026.

  • Dag einn í septembermánuði er lögregluforinginn Malin Fors kölluð út til að rannsaka morð í einu af fínni hverfum Linköping. Hjón hafa fundist látin í heitum potti við hús sitt. Fimm ára gömul uppeldisdóttir þeirra, Ella, er hvergi sjáanleg. Mikil leit hefst að barninu. Enn á ný neyðist Malin til að horfast í augu við eigin djöfla. En hún má ekki bregðast Ellu litlu, hún verður að finna hana og klófesta þann sem myrti foreldra hennar.

Ekberg, Anna.  Konan sem hvarf. Árni Óskarsson þýddi. Reykjavík: Veröld, 2017. 460 s. ISBN 9789935475503.

  • Dag nokkurn kemur ókunnur maður inn á kaffihúsið sem Louise rekur og segist vera eiginmaður hennar. Hún heiti Helene, sé tveggja barna móðir og hafi horfið fyrir þremur árum. Ekberg er dulnefni Anders Rønnow Klarlund og Jacob Weinrich.

Lagercrantz, David 1962,. Stúlkan sem gat ekki fyrirgefið. Halla Kjartansdóttir þýddi. Reykjavík: Bjartur, 2017. 414 s. ISBN 9789935487476.

  • Lisbeth Salander afplánar stuttan dóm í kvennafangelsi. Þangað heimsækir Holger Palmgren hana, en hann hefur komist yfir skjöl sem varpa nýju ljósi á æsku hennar. Hún biður Mikael Blomkvist um aðstoð og þræðirnir liggja til Leos Mannheimer, meðeiganda í stóru verðbréfafyrirtæki. Framhald í bókaflokknum um Lisbeth Salander gefin út eftir dauða Stieg Larson.

Lemaitre, Pierre 1951. Camille. Friðrik Rafnsson þýddi. Reykjavík: JPV, 2017. 360 s. ISBN 9789935116550.

  • Anne, ástkonu hans, er misþyrmt hrottalega og hún skilin eftir í blóðpolli. En hún sá andlit annars ofbeldismannsins – og Camille veit að það ríður á öllu að hann finni ódæðismanninn áður en maðurinn finnur Anne … Lokabindi þríleiks um smávaxna lögreglumanninn Camille sem tókst á við hrollvekjandi glæpi í glæpasögunum Irène og Alex.

Lindell, Unni 1957. Ég veit hvar þú átt heima. Sigurlín Sveinbjarnardóttir þýddi. Reykjavík: Ugla, 2017. 382 s. ISBN 9789935211217.

  • Throna var sex ára þegar hún hvarf í Osló fyrir fimmtán árum. Hennar er enn saknað. Lögregluforingjanum Marian Dahle er falið að rannsaka þetta gamla mál upp á nýtt. En endurupptaka málsins hefur afdrifaríkar afleiðingar. Í ljós kemur að við stórhættulegan glæpamann er að etja. Og nótt eina er hann kominn heim til Marian.

Läckberg, Camilla 1974. Nornin. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Reykjavík: Sögur, 2017. 720 s. ISBN 9789935479686.

  • Barnung stúlka hverfur í Fjällbacka og sárar minningar vakna um barnshvarf 30 árum fyrr en jafnframt kvikna minningar um annað ennþá eldra mál. Hið illa hefur snúið aftur til Fjällbacka.

Marsons, Angela. Ljótur leikur. Ingunn Snædal þýddi. Reykjavík: Drápa, 2017. 383 s. ISBN 9789935933058.

  • Þegar dæmdur nauðgari er stunginn til bana eru rannsóknarfulltrúinn Kim Stone og liðið hennar kölluð á vettvang til að leysa málið í snatri. Fleiri skuggalegir atburðir eiga sér stað og það verður æ ljósara að eitthvað enn óheillavænlegra liggur að baki. Eftir því sem rannsókninni vindur áfram og Kim er einnig að reyna að ljóstra upp leyndarmálum hrings barnaníðinga, verður hún smám saman skotmark brjálaðs einstaklings sem fæst við sjúklegar tilraunir.

Marsons, Angela. Týndu stúlkurnar. Ingunn Snædal þýddi. Reykjavík: Drápa, 2017. 446 s. ISBN 9789935933072.

  • Þegar hinar níu ára gömlu Charlie og Amy hverfa skyndilega upplifa fjölskyldur þeirra sannkallaða martröð. Stuttu síðar berst staðfesting á hinu óhugsandi í textaskilaboðum; stúlkunum hefur verið rænt. Næstu skilaboð etja fjölskyldunum tveimur saman í keppni um líf dætra sinna, og tíminn er senn á þrotum hjá Kim Stone og liðinu hennar.

Marsons, Angela. Þögult óp. Ingunn Snædal þýddi. Reykjavík: Drápa, 2017. 381 s. ISBN 9789935933027.

  • Jafnvel myrkustu leyndarmál liggja ekki grafin að eilífu … Fimm manneskjur standa yfir grunnri gröf. Þær höfðu allar skipst á að grafa. Gröf fyrir fullorðinn hefði tekið lengri tíma. Saklaust líf hafði verið tekið en fólkið hafði gert með sér samning. Leyndarmál þeirra skyldu grafin, bundin í blóði. Mörgum árum síðar finnst skólastýra myrt; hið fyrsta í röð hrottalegra morða í Svörtulöndum. Þegar mannabein finnast hjá fyrrum upptökuheimili fara gömul leyndarmál að koma í ljós. Rannsóknarlögreglan Kim Stone áttar sig fljótlega á því að hún er á höttunum eftir sjúkum einstaklingi sem á áratuga langa morðsögu.

McEwan, Ian 1948. Hnotskurn. Árni Óskarsson þýddi. Reykjavík; Bjartur, 2017. 208 s. ISBN 9789935487483.

  • Hún býr enn í niðurníddu en verðmætu húsi hans í London. Þó ekki með honum heldur bróður hans Claude, smásálarlegum manni og gírugum. Saman gera þau áætlun, en það er vitni að áformum þeirra; hinn forvitni, níu mánaða gamli íbúi í móðurlífi Trudyar. Hnotskurn er sígild saga um morð og svik, sögð frá einstæðu sjónarhorni.

Nesbø, Jo 1960. Löggan. Bjarni Gunnarsson þýddi. Reykjavík: JPV, 2017. 583 s. ISBN 9789935115362.

  • Lögreglumaður er myrtur á hryllilegan hátt á vettvangi morðmáls sem hann hafði tekið þátt í að rannsaka. Nokkrum mánuðum síðar endurtekur sagan sig – og svo enn einu sinni. Lögreglan stendur ráðþrota og Harrys Hole er sárt saknað.

Nesbø, Jo 1960. Sonurinn. Bjarni Gunnarsson þýddi. Reykjavík: JPV, 2017. 556 s. ISBN 9789935115355.

  • Hálfa ævina hefur heróínneytandinn Sonny setið í fangelsi fyrir glæpi sem hann framdi ekki. Faðir hans var spillt lögga sem svipti sig lífi í stað þess að axla ábyrgð. Þegar Sonny kemst að sannleikanum strýkur hann úr fangelsi til að leita réttlætis. Hann er hundeltur og fjandmönnum hans fjölgar stöðugt.

Ohlsson, Kristina 1979. Sonur Lúsífers. Nanna B. Þórsdóttir þýddi. Reykjavík: JPV, 2017. 363 s. ISBN 9789935116796.

  • Hvers konar skrímsli rænir barni úr leikskóla? Lögfræðingurinn Martin Benner gerir dauðaleit að syni mafíuforingjans Lúsífers en einhver vill ekki að Mio finnist. Framhald af bókinni Vefur Lúsífers.

Paris, B. A. Örvænting. Ingunn Snædal þýddi. Reykjavík: Drápa, 2017. 356 s. ISBN 9789935933041.

  • Cass Anderson nam ekki staðar til að hjálpa konunni í hinum bílnum – og nú virðist hún hafa verið myrt.

Redondo, Dolores 1969. Ósýnilegi verndarinn. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýddi. Reykjavík: Angústúra, 2017. 447 s. ISBN 9789935934192.

  • Unglingsstúlka finnst myrt við bakka Baztán-árinnar í Baskalandi á Spáni. Lögregluvarðstjórinn Amaia Salazar stýrir morðrannsókninni sem leiðir hana aftur á æskuslóðir í smábænum Elizondo en þangað hafði hún aldrei ætlað sér að snúa aftur.

Roslund, Anders 1961, Hellström, Börge 1957-2017. Þrjár mínútur. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Reykjavík: Veröld, 2017. 599 s. ISBN 9789935475732.

  • Piet Hoffmann er á flótta umdan sænskum yfirvöldum og gerist flugumaður bandarískra stjórnvalda í kólumbísku kókaínmafíunni. Honum tekst að komast til metorða í hrottalegum heimi glæpamanna sem svífast einskis. Þegar háttsettur bandarískur stjórnmálamaður er tekinn í gíslingu lendir Hoffmann milli steins og sleggju – báðir aðilar vilja hann feigan. Sænski lögreglumaðurinn Ewert Grens er sendur til Kólumbíu til að reyna að ná sambandi við Hoffmann sem hefur ákveðið að taka málin í sínar hendur.

Slaughter, Karin 1971. Þríkrossinn. Ragnheiður Þórðardóttir þýddi. Akureyri: Tindur, 2017. 390 s. ISBN 9789935464033.

  • Í Atlanta finnast kornungar stúlkur myrtar og lík þeirra limlest á hrottalegan hátt. Lögreglan hefur mikla leit, án árangurs. En gamall tugthúslimur hefur komist á snoðir um slóðir raðmorðingjans sem merkir sér líkin með því að skera úr þeim tunguna. Hann virðist vera eina von lögreglunnar um að leysa þessi óhugnanlegu morð.

Sten, Viveca 1959. Í skugga valdsins. Elín Guðmundsdóttir þýddi. Reykjavík: Ugla, 2017.  360 s. ISBN 9789935211040.

  • Umdeildur áhættufjárfestir byggir sér risastóra sumarvillu á suðurströnd Sandhamn-eyju. Undarleg óhöpp gerast á byggingartímanum. Eru þau tilviljanir eða skemmdarverk? Kvöldið sem innflutningspartíið er haldið dynur ógæfan yfir. Tvær grímur renna á lögregluforingjann Thomas Andreasson þegar hann fer að kljást við eitt sitt erfiðasta mál. Til allrar hamingju er Nóra vinkona hans komin til Sandhamn í sumarfrí. Hún vinnur núna við rannsókn efnahagsbrota og henni tekst að rekja dularfulla slóð fjármálagerninga áhættufjárfestisins til Rússlands.

Theils, Lone 1971. Stúlkurnar á Englandsferjunni. Þórdís Bachman þýddi. Reykjavík: Ugla, 2017. 389 s. ISBN 97899935211033.

  • Danski blaðamaðurinn Nóra Sand finnur ljósmynd af tveimur stúlkum í gamalli ferðatösku. Fljótlega kemur í ljós að myndin tengist hvarfi tveggja danskra stúlkna á leið til Englands árið 1985. Leitin að sannleikanum um örlög stúlknanna reynist ískyggilegri en nokkurn gat órað fyrir.