Smásögur heimsins

smasogur-heimsins-nordur-amerikaSmásögur heimsins: Norður Ameríka. Ritstjórar: Rúnar Helgi Vignisson, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Jón Karl Helgason. Reykjavík: Bjartur, 2016.

Í Smásögum heimsins er safnað saman góðum smásögum úr öllum heimsins hornum. Fyrsta bindið er helgað Norður-Ameríku og hefur að geyma sögur eftir þrettán höfunda, sú elsta er eftir Sherwood Anderson, sú yngsta eftir Alice Munro. Þarna eru líka sögur eftir William Faulkner, Ernest Hemingway, Joyce Carol Oates, Raymond Carver, Flannery O’Connor, Susan Sontag, Amy Tan, Jhumpa Lahiri, Sherman Alexie, Ralph Ellison og Philip Roth.

 

Smásögur heimsins: Rómanska Ameríka. Ritstjórar: Kristín Guðrún Jónsdóttir, Rúnar Helgi Vignisson og Jón Karl Helgason. Reykjavík: Bjartur, 2017.

Annað bindi ritraðarinnar Smásögur heimsins sem hefur að geyma smásögur eftir ýmsa fremstu smásagnahöfunda Rómönsku-Ameríku, þar á meðal Jorge Luis Borges og Gabriel García Márquez. Smásagnaritun hefur verið mikilvæg í löndum álfunnar alla 20. öldina og fram á okkar daga og frá henni koma leiðandi höfundar í smásagnaskrifum. Í bókinni eru 22 smásögur frá sextán löndum og er elsta sagan frá 1917 en sú yngsta frá 2006. Langflestar sögurnar eru þýddar úr spænsku, en einnig eru þarna sögur þýddar úr portúgölsku, frönsku og ensku.

 

Smásögur heimsins: Asía og Eyjaálfa. Ritstjórar: Rúnar Helgi Vignisson, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Jón Karl Helgason. Reykjavík: Bjartur, 2018.

Í Smásögum heimsins er safnað saman góðum smásögum úr öllum heimsins hornum. Í þessu þriðja bindi er að finna smásögur eftir ýmsa fremstu smásagnahöfunda Asíu og Eyjaálfu síðustu hundrað árin. Höfundar eru: Katherine Mansfield, Dazai Osamu, Saadat Hasan Manto, Leylâ Erbil. Peter Carey Gregorio C. Brillantes. Zakaria Tamer, Atsiri Tammatsjót, Duong Thu Huong, Bisham Sahni, Beth Yahp, Ch‘oe Yun, Mo Yan, Hanan al-Shaykh, Bandi, Eka Kurniawan, Amos Oz, Fariba Vafi, Mai Al-Nakib og Stephanie Ye.

 

Smásögur heimsins: Afríka. Ritstjórar: Rúnar Helgi Vignisson, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Jón Karl Helgason. Reykjavík: Bjartur, 2019.

Í Smásögum heimsins er safnað saman góðum smásögum úr öllum heimsins hornum. Í þessu fjórða bindi er að finna smásögur eftir ýmsa fremstu smásagnahöfunda Afríku síðustu hundrað árin. Höfundar eru: Nadine Gordimer, Yusuf Idris, Ousmane Sembène, Luis Bernardo Honwana, Ibrahim al-Koni, Mohammed Berrada, Hassouna Mosbahi, Fatmata A. Conteth, Naguib Mahfouz, Tololwa Marti Mollel, Nuruddin Farah, Assia Djebar, J. M. Coetzee, Dipita Kwa, Chimamanda Ngozi Adichie, Ondjaki, Edwige Renée Dro, Petina Gappah og Lauri Kubuitsile.

 

Smásögur heimsins: Evrópa. Ritstjórar: Rúnar Helgi Vignisson, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Jón Karl Helgason. Reykjavík: Bjartur, 2020.

Í Smásögum heimsins er safnað saman góðum smásögum úr öllum heimsins hornum. Í þessu þriðja bindi er að finna smásögur eftir ýmsa fremstu smásagnahöfunda Evrópu síðustu hundrað árin. Meðal höfunda eru Franz Kafka, James Joyce, Tove Jansson, Heinrich Böll, Italo Calvino, Ole Korneliussen, Karen Blixen og Virginia Wolf.

Umfjöllun

  • Einar Falur Ingólfsson. "Vandað og hrífandi sagnasafn." Morgunblaðið 18. ágúst 2016.
  • Gunnar Hersveinn. "Sögurnar fylla lesandann sælu." Stundin 11. mars 2018.