Paul Auster

auster1Paul Auster. Mynd af ósýnilegum manni. Þýð. Jón Karl Helgason. Reykjavík: Bjartur, 2004, 108 bls.

Í þessu óvenjulega verki lýsir Pauls Auster föður sínum, manni sem virtist lifa lífinu úti á þekju og hverfa á vit dauðans án þess að nokkur kippti sér upp við það. Jafnhliða því sem Auster gengur frá dánarbúinu reynir hann að draga upp mynd af þessum ósýnilega manni. Upp úr kafinu kemur sextíu ára gamalt morðmál sem varpar óvæntu ljósi á persónuleika föðurins og harmræna sögu Auster-fjölskyldunnar.

auster2Paul Auster. Brestir í Brooklyn. Þýð. Jón Karl Helgason. Reykjavík: Bjartur, 2006, 275 bls.

"Ég var að leita að rólegum stað til að deyja á. Einhver mælti með Brooklyn ..." Sögumaður þessarar rómuðu skáldsögu er Nathan Glass, tæplega sextugur fráskilinn tryggingasali sem má muna sinn fífil fegurri. Hann er með krabbamein og flytur í upphafi frásagnarinnar á æskuslóðir sínar í New York og ætlar þar að bíða dauðans. Fyrir tilviljun rekst Nathan á ungan systurson sinn, Tom Wood, efnilegan doktorsnema sem farið hefur út af sporinu og virðist sömuleiðis vera að bíða af sér lífið. Þeir frændur endurnýja sín fyrri kynni og fyrr en varir hefur tilvera þeirra og fjölda annars fólks í kringum þá tekið ófyrirsjáanlega stefnu.

Umfjöllun