Hetjan og höfundurinn

Jón Karl Helgason. Hetjan og höfundurinn. Brot úr íslenskri menningarsögu. Reykjavík: Heimskringla - háskólaforlag Máls og menningar, 1998, 269 bls.

Í bókinni er fjallað um viðhorf íslensku þjóðarinnar til Íslendingasagna, einkum vaxandi áhuga fólks á Njáls sögu sem listaverki mikilhæfs en óþekkts höfundar. Sjónum er meðal annars beint að aldalöngum "réttarhöldum" íslenskra skálda og fræðimanna yfir Hallgerði langbrók og vitnisburði alþýðufólks um fornsagnalestur á kvöldvökum. Einn kafli bókarinnar er helgaður draumleiðslum og skyggnilýsingum þar sem þekktar Njálupersónur viðra skoðanir sínar og í öðrum er staldrað við nafngiftir gatna í Reykjavík, höggmyndir og peningaseðla sem tengjast bókmenntaarfinum með áþreifanlegum hætti. Ítarleg umfjöllun er um umdeilda fornritaútgáfu Halldórs Laxness á fimmta áratug aldarinnar, en í niðurlagi verksins eru Nóbelsverðlaun Halldórs túlkuð í ljósi þeirrar hugmyndar að höfundurinn hafi leyst hetjuna af hólmi sem aðalpersóna íslenskrar menningarsögu.

Umfjöllun

Andsvör