Skírnir (1995-1999)

Á árabilinu 1995 til 1999 vorum við Róbert Haraldsson ritstjórar Skírnis. Tímarits Hins íslenzka bókmenntafélags. Alls komu út 10 hefti undir ritstjórn okkar Róberts en á árabilinu 1993 hafði ég verið aðstoðarmaður forvera okkar, þeirra Ástráðs Eysteinssonar og Vilhjálms Árnasonar. Skírnir hefur verið gefinn út frá í ríflega 200 ár en fyrsti árgangurinn kom út árið 1816. Á vef HÍB er vakin athygli á að hann er eitt "elsta og eitt virtasta menningartímarit á Norðurlöndum".  Þar birtast "ritgerðir og styttri greinar um bókmenntir, sagnfræði, heimspeki, þjóðfélagsmál og stjórnmálafræði, vísindi, listir og þjóðlegan fróðleik, auk ítarlegra ritdóma um bækur".

Umfjöllun