Mynd af Ragnari í Smára
Jón Karl Helgason. Mynd af Ragnari í Smára. Reykjavík: Bjartur, 2009, 383 bls.
Ragnar í Smára var goðsögn í lifanda lífi; kraftmikill sveitastrákur úr Flóanum sem gerðist iðnrekandi, bókaútgefandi, málverkasafnari og lífið og sálin í íslensku tónlistarlífi um áratuga skeið. Ragnar var margbrotinn persónuleiki sem átti í nánu sambandi við alla helstu listamenn þjóðarinnar og þær hræringar í menningu og pólítík sem skóku þjóð hans og veröldina alla á tuttugustu öld.
Lesandi þessarar bókar slæst í för með forleggjaranum sem er á leið á Nóbelshátíð í Stokkhólmi í desembermánuði árið 1955. Meðal þeirra sem á vegi hans verða eru Jón Stefánsson listmálari, Jón Helgason prófessor, Sigurður Nordal sendiherra og Halldór Laxness rithöfundur en við sögu kemur einnig fjöldi annarra einstaklinga, þekktra og óþekktra, sem eiga líf sitt og auðnu með einhverjum hætti undir hinum listelska athafnamanni.
Umfjöllun
- Árni Bergmann. "Athafnaskáld í draumleiðslu." Tímarit Máls og menningar 71/4 (2010 ): 122-129
- Björn Bjarnason. "Ragnar í Smára með samferðamönnum." Þjóðmál 6/1 (2010): 90-92.
- Einar Falur Ingólfsson. "Almennileg mynd af hópnum." Morgunblaðið 13. desember 2009, s. 49.
- Hrafn Jökulsson. "Jólamyndin í ár." Viðskiptablaðið 10. desember, 2009.
- Jón Viðar Jónsson. "Safn til sögu Ragnars í Smára." DV 27. nóvember 2009.
- Páll Baldvin Baldvinsson. "Gikkur í veiðistöð." Fréttablaðið 13. desember 2009, s. 28-29.
- Rúnar Helgi Vignisson. "Ein stök mynd." Hugrás, vefrit Hugvísindasviðs, 1. júní 2011.
- Sigrún Sigurðardóttir. "Jón Karl Helgason, Mynd af Ragnari í Smára." Saga 48/1 (2010): 206-10.
- "Mynd af Ragnari í Smára." Brot úr kvikmyndum sem Kristján Jónsson (Kiddi í Kiddabúð) tók af Ragnari (YouTube).