Þjóðardýrlingar
Á nýöld, ekki síst 19. öldinni, léku tilteknir evrópskir einstaklingar lykilhlutverk í að móta þjóðarvitund landa sinna, ýmist með afskiptum af stjórnmálum eða starfsemi á vettvangi menningar á lista. Í þessum hópi voru meðal annars málfræðingar, textafræðingar, þjóðfræðingar, ljóðskáld, rithöfundar, málarar og tónskáld. Eftir dauðann hafa margir þessara manna (konur heyrðu til undantekninga) verið teknir í eins konar dýrlingatölu í heimalöndum sínum og orðið að holdgerðum táknmyndum viðkomandi þjóðernis. Tiltekin einkenni Jónasar Hallgrímssonar sem þjóðardýrlings eru til umfjöllunar í bók minni Ferðalok: Skýrsla handa akademíu en viðameiri úttekt efninu er að finna í bókinni Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga og bókum okkar Marijan Dović, National Poets, Cultural Saints og Great Immortality: Studies on European Cultural Sainthood. Hér fyrir neðan er að finna lista yfir flestar þær ritgerðir þær sem ég safnaði saman í Ódáinsakri.
- „Kja®val“. Blámi. Kjarvalsstaðir, 1999, s. 4–7.
- "Móðgunin við alnáttúruna: Um eftirtekjur Kjarvals." Lesbók Morgunblaðsins 9. apríl 2005, s. 8.
- “Menningarlegir þjóðardýrlingar Evrópu. Samanburður á France Preseren og Hans Christian Andersen. “ Ritið 11/3 (2011). 69-97.
- “Lárviðarskáld. Valið milli Bjarna Thorarensen og Jónasar Hallgrímssonar.” Tímarit Máls og menningar 73/1 (2012): 63-78.
- „Manntafl sjálfstæðisbaráttunnar. Hvernig rataði líkneski Jóns Sigurðssonar á Austurvöll?“ Andvari 136/1 (2011): 141‒58.
- „Líf að þessu loknu.“ Tímarit Máls og menningar 66/3 (2005): 29-44.
- „Þýðing, endurritun, ritstuldur. Íslenzk menning: annað bindi. Ritstj. Magnús Þór Snæbjörnsson. Reykjavík: Einsögustofnun, 2007, s. 97-113.
- "Halldór Laxness í íslenskum skáldskap.“ Tímarit Máls og menningar 68/4 (2007): 58–72.
- "Stóri ódauðleikinn: Minningarmörk, borgaraleg trúarbrögð og bakjarlar menningarlegs minnis." Ritið 13/1 (2013): 79-100.