Þjóðardýrlingar

Á nýöld, ekki síst 19. öldinni, léku tilteknir evrópskir einstaklingar lykilhlutverk í að móta þjóðarvitund landa sinna, ýmist með afskiptum af stjórnmálum eða starfsemi á vettvangi menningar á lista. Í þessum hópi voru meðal annars málfræðingar, textafræðingar, þjóðfræðingar, ljóðskáld, rithöfundar, málarar og tónskáld. Eftir dauðann hafa margir þessara manna (konur heyrðu til undantekninga) verið teknir í eins konar dýrlingatölu í heimalöndum sínum og orðið að holdgerðum táknmyndum viðkomandi þjóðernis. Tiltekin einkenni Jónasar Hallgrímssonar sem þjóðardýrlings eru til umfjöllunar í bók minni Ferðalok: Skýrsla handa akademíu en viðameiri úttekt efninu er að finna í bókinni Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga og bókum okkar Marijan Dović, National Poets, Cultural Saints og Great Immortality: Studies on European Cultural Sainthood. Hér fyrir neðan er að finna lista yfir flestar þær ritgerðir þær sem ég safnaði saman í Ódáinsakri.