Bókmenntir og lögfræði - annáll
Í júní 2020 fékk ég styrk frá HÍ vegna stuðnings við samfélagsvirkni akademísks starfsfólks. Verkefnið, „Lög og bókmenntir“, miðaði að því að efla samræðu milli sviða lögfræði og bókmenntafræði um lög og bókmenntir, m.a. með námskeiðahaldi. Vegna COVID frestaðist upphaf verkefnis um rúmt ár en í millitíðinni hóf ég samstarf við Hafstein Þór Hauksson, dósent við Lagadeild, um þetta verkefni og hafa allir viðburðir verið skipulagðir af okkur í sameiningu. Alls hafa verið skipulögð þrjú tengd námskeið, hið fyrsta með þátttöku starfsfólks Héraðsdóms Reykjavíkur, og síðari tvö með félögum í Lögfræðingafélagi Íslands, og tvær málstofur, sú fyrri á Hugvísindaþingi og sú síðari á Þjóðarspegli. Einnig hefur verkefnið tengst ferð Lögfræðingafélagsins á söguslóðir Sjöundármála, þátttöku Jóns Karls á öðru Hugvísindaþingi og umfjöllun í Lögmannablaðinu. Hér á eftir eru viðburðirnir raktir í tímaröð.
- 4. nóvember 2021, kl. 20-22. Starfsfólk úr Héraðsdómi ræddi skáldsöguna Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson. Fundarsalur LÍ við Álftamýri.
- 1. desember 2021, kl. 20-22. Starfsfólk úr Héraðsdómi ræddi skáldsögurnar Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson og Vaðlaklerk eftir Steen S. Blicher og dómsskjöl Sjöundármála. Matsalur Héraðsdóms við Lækjartorg.
- 9. febrúar 2022, kl. 20-22. Starfsfólk úr Héraðsdómi ræddi skáldsöguna Gott fólk eftir Val Grettisson. Fundarherbergi Lögfræðideildar í Lögbergi. (Fundur átti að vera 12. janúar en var frestað vegna COVID).
- 13. mars 2022, kl. 13-14.30. Jón Karl Helgason, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Hafsteinn Þór Hauksson fluttu erindi á málstofunni Svartfugl: Vannýtt kennsluefni í lögfræði? en hún var hluti af Hugvísindaþingi. Stofa 202 í Odda.
- 16. mars 2022, kl. 20-22. Starfsfólk úr Héraðsdómi ræddi skáldsöguna Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttur. Fundarsalur LÍ við Álftamýri.
- 26. apríl 2022, kl. 20-22. Starfsfólk úr Héraðsdómi ræddi leikritið Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir William Shakespeare. Kaffistofa Héraðsdóms við Lækjartorg.
- 27. apríl 2022, kl. 17.00. Jón Karl Helgason flutti erindi um Svartfugl fyrir félaga í Lögmannafélagi Íslands. Salur Blaðamannafélags Íslands við Síðumúla. Hluti af undirbúningi fyrir ferð félaga úr Lögfræðingafélagi Íslands viku síðar á söguslóðir Sjöundármála og málstofu á Patreksfirði um réttarhöldin yfir Bjarna Bjarnasyni og Steinunni.
- 4. október 2022, kl. 17-18.30. Félagar úr Lögfræðingafélaginu ræddu skáldsöguna Útlendinginn eftir Albert Camus. Fundarsalur LFÍ í Álftamýri.
- 28. október 2022, kl. 11-12.30. Jón Karl Helgason, Hafsteinn Þór Hauksson, Ástráður Eysteinsson og Guðrúnu Steinþórsdóttir fluttu erindi um skáldsögurnar Svartfugl, Réttarhöldin og Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón á málstofunni Lög og bókmenntir en hún var hluti af Þjóðarspegli Félagsvísindasviðs. Stofa 101 Odda.
- 1. nóvember 2022, kl. 17-18.30. Félagar úr Lögfræðingafélaginu ræddu skáldsöguna Réttarhöldin eftir Franz. Sérstakur gestur Ástráður Eysteinsson. Fundarsalur LFÍ í Álftamýri.
- 5. desember 2022, kl. 17.-18.30. Félagar úr Lögfræðingafélaginu ræddu skáldsöguna Gott fólk eftir Val Grettisson. Fundarsalur LFÍ í Álftamýri.
- 10. janúar 2023, kl. 17-19. Félagar úr Lögfræðingafélaginu ræddu skáldsöguna Að drepa hermikráku eftir Harper Lee. Fundarsalur LFÍ í Álftamýri.
- 7. febrúar 2023, kl. 17-19. Félagar úr Lögfræðingafélaginu ræddu Hrafnkels sögu Freysgoða. Sérstakur gestur Viðar Pálsson. Fundarsalur LFÍ í Álftamýri.
- 7. mars 2023, kl. 17-19. Félagar úr Lögfræðingafélaginu ræddu leikritið Kaupmanninn í Feneyjum eftir William Shakespeare. Fundarsalur LFÍ í Álftamýri.
- 11. mars 2023, kl. 13-14.30. Jón Karl Helgason ræddi réttarhöld í Sögu Ólafs Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal í málstofunni Í heimi laganna á Hugvísindaþingi. Stofa 304 í Árnagarði.
- 5. september 2023, kl. 17-19. Félagar úr Lögfræðingafélaginu ræddu Sögu Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi. Fundarsalur LFÍ í Álftamýri.
- 3. október 2023, kl. 17-19. Félagar úr Lögfræðingafélaginu ræddu skáldsöguna Kötu eftir Steinar Braga. Fundarsalur LFÍ í Álftamýri.
- 31. október 2023, kl. 17-19. Félagar úr Lögfræðingafélaginu ræddu Njáls sögu. Sérstakur gestur Torfi H. Tulinius. Fundarsalur LFÍ í Álftamýri.
- 5. desember 2023, kl. 17-19. Félagar úr Lögfræðingafélaginu ræddu Sögu þernunnar eftir Margaret Atwood. Fundarsalur LFÍ í Álftamýri.
- 6. desember 2023, kl. 20-22.30. Félagar úr Lögfræðingafélaginu fór á leiksýninguna Orð gegn orði eftir Suzie Miller og hlýddu á pallborðsumræður í lok sýningar. Kassinn í Þjóðleikhúsinu.
- 9. janúar 2024, kl. 17-19. Þrettándaboð leshrings félaga í Lögfræðingafélaginu þar sem litið verður um öxl og rætt um eftirminnilegustu verkin sem tekin hafa verið til umræðu, auk þess sem leikritið Orð gegn orði og kvikmyndin Anatomy of a Fall gætu komið við sögu.
Prentað efni sem tengist verkefninu
Lög og bókmenntir. Þemahefti Ritsins 18/1 (2018) í ritstjórn Jóns Karls Helgasonar og Láru Magnúsardóttur.
„Glæpir og refsing í bókmenntum.“ Viðtal Eyrúnar Ingadóttur við Jón Karl Helgason um tengsl bókmenntafræði og lögfræði. Lögmannablaðið 28/2 (2022), s. 20-21.
„Bókmenntir og lög.“ Lögmannablaðið 28/4 (2022) s. 20-21. Grein eftir Eyrúnu Ingadóttur um námskeið Hafsteins Þórs Haukssonar og Jóns Karls Helgasonar.