Íslenskar glæpasögur 2010-2019 eftir útgáfuárum

Eftirfarandi listi er afrakstur af verkefnavinnu nemenda í námskeiðinu Glæpasögur við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands haustið 2020 (sjá nánar um verkefnið). Hugsanlega vantar einhverjar sögur á listann en í grófum dráttum virðist fjöldi útgefinni íslenskra glæpasagna fjölga fremur markvisst á tímabilinu, frá því að vera 9-10 á árunum 2010-2012 til þess að vera 18-20 árin 2018-2019.

Útgefið 2010

Arnaldur Indriðason. 1961. Furðustrandir. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2010. 301 s.  ISBN 9789979221234

  • Erlendur er á æskuslóðum og liðin tíð sækir á, atvik úr hans eigin lífi sem og önnur óuppgerð mál. Gömul saga af breskum hermönnum sem lentu í hrakningum og ungri konu sem hvarf á sama tíma vekur forvitni Erlendar sem þyrstir í svör við gátum fortíðar, hversu sársaukafull sem þau reynast.

Árni Þórarinsson. 1950. Morgunengill. Reykjavík: JPV, 2010. 300 s.  ISBN 9789935111333

  • Það er ekki margt líkt með fátækum bréfbera norðan heiða og auðmanni með milljarðaskuldir á bakinu. Örlög beggja fléttast þó saman við leit Einars blaðamanns að réttlæti ekki síður en forsíðufréttum.

Egill Egilsson. 1942. Vandamenn. Reykjavík: Salka, 2010. 175 s. ISBN 9789935418449

  • Útgerðarkóngurinn finnst hengdur í fiskverkunarhúsi sínu. Sagan fjallar um örlög fjölskyldu í íslensku sjávarplássi.

Lilja Sigurðardóttir. Fyrirgefningin. Reykjavík: Bjartur, 2010. 205 s.  ISBN 9789935423122

  • Ungur maður er fenginn til þess að skrifa viðtalsbók við fólk sem lifað hefur af ofbeldi eða hörmungar af annarra völdum. Hann sökkvir sér niður í viðfangsefnið og fyrr en varir er hann flæktur í rannsókn á dularfullum dauðsföllum sem honum finnst smám saman sem tengist á óvæntan hátt.

Óskar Hrafn Þorvaldsson. 1973. Martröð millanna. Reykjavík : JPV, 2010. 238 s. ISBN 9789935111586

  • Útrásarvíkingurinn, milljarðamæringurinn og hrokagikkurinn Reynir Sveinn Reynisson finnst myrtur á hrottalegan hátt og afklipptir fingur fljóta í kringum hann. Hér segir frá sturluðum lífsstíl með snekkjupartíum, kókaíni og fylgdarkonum, glannalegum viðskiptafléttum, ofsagróða og háu falli.

Ragnar Jónasson. 1976. Snjóblinda. Reykjavík: Veröld, 2010. 286 s. ISBN 9789979789710

  • Á Siglufirði finnst ung kona blóðug og hálfnakin í snjónum, nær dauða en lífi, og aldraður rithöfundur deyr á grunsamlegan hátt. Ungur lögreglumaður kemst að því að engum virðist að treysta við rannsóknina. Einangrun, myrkur og snjór þrengja að honum, óttinn nær tökum á bæjarbúum og gleymdir glæpir fortíðar koma upp á yfirborðið.

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir. 1954. Mörg eru ljónsins eyru. Reykjavík: JPV, 2010. 324 s. ISBN 9789935111326

  • Glæsikonan og sjónvarpsþulan Guðrún Óðinsdóttir hefur örlög margra í hendi sér. Mennirnir eru allnokkrir og elska hana allir. Þegar maður finnst með höfuðið sundurskotið þarf rannsóknarlögreglumaðurinn Leó að grafast fyrir um fortíð hins látna. Þessi skáldsaga kallast á við Kalt er annars blóð sem sótti efnivið sinn til Njálu en hér er leitað í Laxdælu.

Yrsa Sigurðardóttir. 1963.  Ég man þig. Reykjavík: Veröld, 2010. 317 s. ISBN 9789979789789

  • Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri í Jökulfjörðum um miðjan vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu. Hún virðist hafa verið hugfangin af syni hans sem hvarf fyrir þremur árum - og fannst aldrei. Þessir ólíku þræðir fléttast saman.

Ævar Örn Jósepsson. 1963. Önnur líf. Reykjavík: Uppheimar, 2010. 361 s. ISBN 9789979659525

  • Sagan gerist árið 2009 í eftirleik bankahruns. Eftir hrunið kom byltingin. Á Austurvelli barði fólk búsáhöld, kynti bálkesti og kyrjaði slagorð til höfuðs ríkjandi valdhöfum. Þetta sjötta glæpasaga Ævars Arnar um löggugengið Katrínu, Árna, Stefán og Guðna.

Útgefið 2011

Arnaldur Indriðason 1961. Einvígið. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2011. 317 bls. ISBN 9789979221570

  • Sumarið 1972 er Reykjavík í uppnámi; heimsmeistaraeinvígið í skák er að hefjast og fulltrúar austurs og vesturs fylgja sínum mönnum að taflborðinu. Meðan hæst stendur fer ungur piltur í bíó og verður fyrir fólskulegri árás. Marion Briem stýrir rannsókninni og reynir að átta sig á því að einvígi sem þarna er háð með lífið að veði.

Björn Valdimarsson 1967. Ólífulundurinn: Svikasaga. Reykjavík: Næst, 2011. 157 bls. ISBN 9789935904102

  • Dregin er upp mynd af íslenskum samtíma, þar sem hrunið, efnahagsglæpir og saga síðustu áratuga fléttast saman í hörkuspennandi bók.

Eyrún Ýr Tryggvadóttir 1978. Ómynd. Reykjavík: Salka, 2011. 201 bls. ISBN 9789935170163

  • Kaldan desembermorgun hverfur lítið barn úr vagni sínum á Akureyri. Íbúar eru harmi lostnir og lögreglan ráðþrota. Fljótlega kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist hjá fjölskyldu barnsins. Andrea gefst ekki upp fyrr en hún kemst að því hvað leynist undir yfirborðinu. Þriðja bókin um þessa knáu blaðakonu.

Óttar M. Norðfjörð 1980. Lygarinn. Reykjavík: Sögur útgáfa, 2011. 324 bls. ISBN 9789935416695

  • Árið 1972 fer fram sögufrægt skákeinvígi Ficher og Spasskys í Reykjavík. Í bakgrunni þarf lögreglan að takast á við skuggalega ráðgátu. 2011 koma fram í dagsljósið upplýsingar um hinn dularfulla Eimreiðahóp sem Davíð Oddsson, Geir Haarde o.fl. valdamenn tilheyrðu. Hvernig tengjast þessi tvö mál?

Ragnar Jónasson 1976. Myrknætti. Reykjavík: Veröld, 2011. 290 bls. ISBN 9789979789956

  • Illa útleikið lík finnst við eyðibýli í Skagafirði, nýgræðingur í lögreglunni á Siglufirði reynir að koma reiðu á eigið líf, ung reykvísk sjónvarpskona í upplýsingaleit og nepölsk stúlka sem bíður dauða síns á myrkum stað. Saman fléttast þessir þræðir í spennuþrungna frásögn þar sem ekkert er sem sýnist.

Sigrún Davíðsdóttir 1955. Samhengi hlutanna. Reykjavík: Uppheimar, 2011. 470 bls. ISBN 9789935432322

  • Blaðakonan Hulda er búsett í London og fjallar á gagnrýninn hátt um umsvif íslenskra auðmanna á erlendri grund. Hún er kominn vel á veg með bók um bankahrunið þegar hún lætur lífið í umferðarslysi. Arnar, unnusti hennar, ásamt blaðamanninum Ragnari, æskuvinu Huldu, ákveða að halda rannsókn hennar áfram. Saman rekja þeir slóðir þeirra sem með ósvífnum viðskiptahjáttum komu íslensku þjóðfélagi á heljarþröm. Á þeirri vegferð er ekki allt sem sýnist.

Stefán Máni 1970. Feigð. Reykjavík: JPV útgáfa, 2011. 524 s. ISBN 9789935222040

  • Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson er heljarmenni, einrænn og skyggn, og feigðin kallar að honum úr öllum áttum -- hann hefur komist af úr sjávarháska og hinu mannskæða snjóflóði á Súðavík. Á hverju degi berst hann við foróðaradrauga. Hörður á í höggi við fornan fjanda, dópsalann, steratröllið og undirheimahrottann Símon Örn Rekoja og berast átök þeirra á milli Reykjavíkur og Vestfjarða.

Yrsa Sigurðardóttir 1963. Brakið. Reykjavík: Veröld, 2011. 320 s. ISBN 9789935440082

  • Snekkja rekur mannlaus inn í Reykjavíkurhöfn og Þóra Guðmundsdóttir fær það verkefni að komast að örlögum fólksins, fjögurra manna fjölskyldu og þriggja manna áhöfn. Lesandi kemst smám saman að því hvaða óhugnalegu atburðir áttu sér stað um borð.

Þorlákur Már Árnason 1969. Litháinn. Akureyri: Tindur, 2011. 170 s. ISBN 9789979653707

  • Henrikas Lacatus er látinn laus úr fangelsi í Litháen. Hann á að hafa hægt um sig og er sendur í verkefni til Íslands. Vera hans hér hefur víðtækari áhrif en hann grunaði í fyrstu. Fyrr en varir er hann orðinn virkur þátttakandi í átökum innan íslenska glæpasamfélagsins sem samanstendur ekki bara af Íslendingum.

Útgefið 2012

Arnaldur Indriðason. 1961. Reykjavíkurnætur. Reykjavík: Forlagið - Vaka-Helgafell, 2012. 285 bls. ISBN: 9789979221951

  • Erlendur er nýlega genginn til liðs við lögregluna og starfið á strætum Reykjavíkur er erilsamt. Óútskýrt mannslát lætur hann ekki í friði. Útigangsmaður finnst drukknaður og öllum virðist standa á sama. Örlög hans ásækja Erlend og leiða hann æ dýpra inn í framandi heima borgarinnar. Saga um fyrsta mál Erlendar eftir Arnald Indriðason.Bókin var tilnefnd til Menningarverðlauna DV 2012.

Ágúst Þór Ámundason. 1980. Afturgangan. Akureyri: Tindur, 2012. 301 bls. ISBN: 9789979653387

  • Þegar líkamsleifar manns, sem hvarf sporlaust fyrir nokkrum áratugum, finnast milli þils og veggja eyðibýlis á Suðurnesjum rekast lögreglumennirnir Jón og Loki á röð gamalla mála sem skildu eftir sig sviðna jörð. Áður en þeir vita af fara gömul spírasmyglmál að tvinnast saman við glæpastarfsemi og önnur sakamál í samtímanum. Félagarnir tveir þurfa einnig að glíma við reimleika og hræðilega fortíð hússins..

Árni Þórarinsson. 1950. Ár kattarins. Reykjavík: JPV, 2012. 300 bls. ISBN: 9789935112903

  • Lífshættuleg árás fyrir utan skemmtistað í Reykjavík og óhugnanlegur hrekkur í brúðkaupi hrinda af stað atburðarás þar sem ekki er allt sem sýnist. Bókin fjallar um blaðamanninn Einar sem er oftast aðalpersóna hjá Árna.

Óttar M. Norðfjörð. 1980. Una. Reykjavík: Sögur, 2012. 190 bls. ISBN: 9789935448156

  • Óttar Norðfjörð segir hér sögu með yfirnáttúrulegu ívafi. Fimm ára sonur Unu hefur týnst og allir telja hann af, nema Una. Undarlegir aðilar fara að skipta sér af leitinni. Og af hverju liggur alnafna hennar sjálfrar í kirkjugarðinum?

Ragnar Jónasson. 1976. Rof. Reykjavík: Veröld, 2012. 308 bls. ISBN: 9789935440242

  • Hálfrar aldar gömul ljósmynd vekur upp ágengar spurningar um harmleik sem átti sér stað í Héðinsfirði. Samtímis er ung fjölskylda í Reykjavík ofsótt af ókunnum manni. Lögreglumaðurinn Ari sem starfar á Siglufirði rannsakar gamalt mál því allur bærinn er í einangrun vegna sóttpestar. Ari er einnig aðalpersóna í bókunum Snjóblinda (2010) og Myrknætti (2011).

Sigurjón Pálsson. 1950. Blekking. Reykjavík: Draumsýn, 2012. 306 bls. ISBN: 9789935444165

  • Mörður er á ferð um Norðausturland, æskuslóðir móður sinnar og lítur inn hjá Magnúsi, öldnum bróður hennar á Húsavík. Merði er vel fagnað af frænda sínum og þegar þeir kveðjast grefur Magnús upp gamalt bréf til hans frá stúlku sem Mörður hafði kynnst síðast er hann var á Húsavík, aldarþriðjungi áður. Í bréfinu  má finna Biblíutilvitnun sem tengist altaristöflu Húsavíkurkirkju og skilja má sem hróp Rúnu um hjálp, en á töflunni reisir Jesú Lasarus upp frá dauðum. Forvitni Marðar er vakin. Hann fer að kanna afdrif Rúnu og kemst fljótlega að því að skömmu eftir að hún skrifaði bréfið var hún myrt á hrottafenginn hátt. Við nánari eftirgrennslan um afdrif Rúnu rekst hann á hindranir. Atburðarásin teygir sig til Danmerkur þar sem sannleikurinn virðist leynast. Blekking er sjálfstæð saga en með persónum og ívafi úr bókinni Klækjum eftir Sigurjón, sem út kom 2011.

Sólveig Pálsdóttir. 1959. Leikarinn. Reykjavík: JPV, 2012. 284 bls. ISBN: 9789935112590

  • Leikarinn er fyrsta skáldsaga Sólveigar Pálsdóttur úr íslenskum samtíma. Þegar lokaatriðið í kvikmyndi er tekið upp hnígur aðalstjarnan, einn dáðasti leikari landsins, niður án þess að tökuliðið í kringum hann fái neitt að gert. Lögreglan á flókið starf fyrir höndum.

Stefán Máni. 1970. Húsið. Reykjavík: JPV, 2012. 591 bls. ISBN: 9789935112811

  • Á Þorláksmessu 1977 kemur upp eldur í húsi innst í Kollafirði. Ungur drengur kemst einn lífs af úr brunanum. Hann er minnislaus en fær óhugnanlegar martraðir sem tengjast eldsvoðanum. Árið 2007 er lögreglumaðurinn Hörður Grímsson kallaður til þangað sem gamall maður liggur í blóði sínu. Flest bendir til þess að hann hafi látist af slysförum en Hörður er á öðru máli. Skömmu síðar flytur fjölskylda í afskekkt hús innst í Kollafirði og draugar fortíðar vakna á ný. Sagan fékk Blóðdropann, hin íslensku glæpasagnaverðlaun (afhent 2013).

Stella Blómkvist. Morðið á Bessastöðum. Reykjavík: Mál og menning, 2012. 287 bls. ISBN: 9789979332572

  • Harðsoðni lögfræðingurinn Stella er í hringiðu hrunsins, sem er þó aðeins baksvið atburðanna. Nektardansmær hverfur og enginn vill leita hennar. Á Hrauninu situr erlendur dópsmyglari sem vill fá Stellu sem lögfræðing. Gamall maður deyr eftir að hafa játað á sig glæp – og eftir forsetaveislu á Bessastöðum finnst blóðugt lík við altarið í kirkjunni.
  • Anna Lilja Þórisdóttir. "Þú getur miklu betur Stella Blómkvist." Morgunblaðið 17. apríl 2012, bls. 31.
  • Kolbeinn Óttarsson Proppé. (2012, 30. apríl). Íslenskur Morgan Kane með píku. Fréttablaðið 30. apríl 2012, bls. 44.
  • Páll Baldvin Baldvinsson. (2012, 13. apríl). Ritdómur Morðið á Bessastöðum. Fréttatíminn 13. apríl 2012, bls. 34.

Yrsa Sigurðardóttir. 1963. Kuldi. Reykjavík: Veröld, 2012. 296 bls. ISBN: 9789935440365

  • Þegar ungur maður fer að rannsaka starfsemi unglingaheimilis frá áttunda áratugnum taka undarlegir atburðir að skekja tilveru hans og dóttur hans. En hvort eiga þeir rætur að rekja til hörmunga sem dundu yfir upptökuheimilið eða til sviplegs fráfalls barnsmóður hans hálfu ári fyrr?

Útgefið 2013

Arnaldur Indriðason 1961. Skuggasund. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2013. 316 s. ISBN 9789979222378

  • Einstæðingur finnst látinn í íbúð sinni í Reykjavík og blaðaúrklippur í fórum hans vekja forvitni lögreglu, en þar er sagt frá óhugnanlegu morði við Þjóðleikhúsið árið 1944. Hér fetar Arnaldur ótroðnar slóðir í fylgd nýrra sögupersóna.

Eyrún Ýr Tryggvadóttir 1978. Annað tækifæri. Reykjavík: Salka, 2013. 167 s. ISBN 9789935170989

  • Árum saman hefur Melkorka reynt að gleyma fortíð sinni og þeim skuggalegu atburðum sem hröktu hana frá heimaslóðum. Hún hefur náð að byggja upp farsælan starfsferil í höfuðborginni og lítur björtum augum til framtíðar – þar til hún neyðist einn góðan veðurdag til að snúa aftur og horfast í augu við fortíðina. Á örskömmum tíma er hún umlukin vef myrkraverka og fjölskylduleyndarmála um leið og hún reynir að átta sig á tilfinningum sínum í garð fyrrverandi elskhuga síns. Setið er um líf hennar og hún getur engum treyst.

Hermann Jóhannesson 1942. Olnbogavík: skáldsaga um glæpi, skapandi bókhald og óhefðbundna matargerðarlist. Reykjavík: Aðalatriði, 2013. 348 s. ISBN 9789979723196

  • Olnbogavík fjallar um ungan borgarbúa sem er fenginn til að líta yfir bókhald kaupfélagsins á Olnbogavík. Verkefnið á einungis að taka skamman tíma en óvæntar uppákomur verða til þess að tefja vinnuna. Stöðugt birtast nýir fletir á málinu og ýmislegt dularfullt kemur í ljós varðandi kaupfélagið, hálfgleymd mannshvörf og fortíð piltsins sjálfs.

Hermann Stefánsson 1968. Hælið. Reykjavík: Kind, 2013. 241 s. ISBN 9789935914521

  • Sagan hefst á því að sundurstungið lík finnst í kjallara Kleppsspítalans í Reykjavík. Aðalsteinn Lyngdal rannsóknarfulltrúi og Reynir Jónsson aðstoðarrannsóknarfulltrúi annast rannsókn málsins sem verður afar snúið. Bókin kom út í 1005 tímaritaröð.

Jón Óttar Ólafsson 1974. Hlustað, Reykjavík: Bjartur, 2013. 359 s. ISBN 9789935454195

  • Ung kona finnst látin í gömlum grásleppuskúr við Ægisíðu í desember 2009. Margt bendir til þess að hún hafi tekið of stóran skammt, en lögreglumaðurinn Davíð er sannfærður um að hún hafi verið myrt. Eina vísbending hans er óskráð símanúmer. Af tilviljun kemst hann yfir hljóðupptöku af heimili efnaðs fíkniefnasala, sem lögreglan fylgist með. Upptakan rennir stoðum undir grun hans. En hann þarf að berjast fyrir því að fá að rannsaka málið – um leið og hann reynir að bjarga starfi sínu. Og hjónabandinu. Valdamiklir menn vernda hver annan. Og þá skiptir morðrannsókn litlu.

Kári Valtýsson 1985. Afleiðingar. Útgáfustaðar ekki getið: Hrafnar, 2013. Rafbók. ISBN 9789935425027

  • Í þessari glæpasögu er lesandanum sífellt komið á óvart með spennandi og oft á tíðum fyndinni atburðarás þar sem allt er ekki eins og það sýnist.

Óttar Norðfjörð 1980. Blóð hraustra manna. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2013. 348 s. ISBN 9789979222545

  • Gunnar er glæpamaður sem má muna sinn fífil fegri og hyggur á hefndir. Hannes er ung og metnaðarfull lögga. Vegir þeirra liggja saman í því sameiginlega markmiði að fletta ofan af hvíslaranum – svikara innan lögreglunnar sem varar harðsvíraða glæpamenn við þegar lögreglan er á hælum þeirra. (Heimild: Bókatíðindi).

Ragnar Jónasson 1976. Andköf. Reykjavík: Veröld, 2013. 267 s. ISBN 9789935440501

  • Ung kona finnst látin undir klettabelti. Móðir hennar og systir hröpuðu fram af sömu klettum aldarfjórðungi áður.

Sindri Freysson 1970. Blindhríð. Reykjavík: Sögur, 2013. 312 s. ISBN 9789935448385

  • Veðurfræðingurinn Stefán kynnist konu í flugvél og eftir stuttan ástafund á hann ekki von á að sjá hana eða heyra oftar. En það fer á annan veg! Brátt er maðurinn flæktur í furðulegan vef sem hann getur ekki með nokkru móti snúið sig úr.

Sólveig Pálsdóttir 1959. Hinir réttlátu. Reykjavík: JPV, 2013. 246 s. ISBN 9789935113528

  • Kunnur athafnamaður á miðjum aldri finnst myrtur á golfvelli á Suðurlandi. Sama dag verður sprenging í hvalveiðiskipi í Reykjavíkurhöfn og hópur ungmenna stendur fyrir mótmælum við veitingahús sem hafa hvalkjöt á matseðlinum. Brátt taka atburðir alveg óvænta stefnu. (Heimild: Bókatíðindi)

Stefán Máni 1970. Grimmd: skáldsaga byggð á sönnum atburðum. Reykjavík: JPV, 2013. 451 s. ISBN 9789935113887

  • Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson rannsakar líkamsárás í undirheimunum þegar siðblindur faðir rænir mánaðargömlu barni sínu og hyggst koma því úr landi. Hjálp berst úr óvæntri átt – en er bjargvætturinn fól eða frelsari? Verkið fékk Blóðdropann, verðlaun Hins íslenska glæpafélags, árið 2014.

Sverrir Berg Steinarsson 1969. Drekinn. Akranes: Uppheimar, 2013. 348 s. ISBN 9789935432841

  • Flest bendir til að forstjóri Einarshafnar, eins stöndugasta smásölufyrirtækis landsins, hafi fyrirfarið sér enda kemur fljótt í ljós að þar er maðkur í mysunni. Brynjari sem starfar hjá ráðgjafarfyrirtæki í Reykjavík, er falið að rannsaka málið. Á sama tíma ríkir mikil eftirvænting í samfélaginu vegna fyrirhugaðrar olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Fyrr en varir dregst Brynjar inn í atburðarás þar sem líf venjulegs fólks er skiptimynt í miskunnarlausu valdatafli. (Heimild Bókatíðindi).

Yrsa Sigurðardóttir 1963. Lygi. Reykjavík: Veröld, 2013. 323 s. ISBN 9789935440570

  • Fjölskylda snýr heim úr íbúðaskiptum en kemst að því að fólkið sem var í húsinu þeirra er horfið. Lögreglukona rekst á áratuga gamla skýrslu sem tekin var af eiginmanni hennar á barnsaldri og telur það mál hugsanlega skýra tilraun hans til að binda enda á líf sitt. Fernt fer í vinnuferð í Þrídrangavita þangað sem aðeins verður sigið niður í þyrlu: kona, tveir smiðir og ljósmyndari. Nóttina á undan dreymdi ljósmyndarann að einungis tvö ættu afturkvæmt. Þessir ólíku þræðir fléttast saman í óhugnanlega sögu þar sem ekkert er sem sýnist.

Útgefið 2014

Arnaldur Indriðason 1961. Kamp knox. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2014. 323 s. ISBN 9789979222866

  • Kona rekst á illa farið lík í lóni á Reykjanesi. Árið er 1979 og margt bendir til að sá látni tengist herstöðinni á Miðnesheiði. Erlendur og Marion Briem rannsaka málið en Erlendur er þó um leið með hugann við annað.

Bjarni Bjarnason 1965. Hálfsnert stúlka. Reykjavík: Veröld, 2014. 248 s. ISBN 9789935440747

  • Ung kona finnst illa til reika eftir ellefu ára dvöl í afskekktum skógi í Ástralíu. Sálgreinandi fær það flókna verkefni að komast að því hvað gerðist. Í samtölum þeirra hverfur hún inn í draumkennda frásögn sem hann þarf að túlka og vinna úr.  Þegar í ljós kemur hvað gerðist í raun og veru fer af stað óvænt atburðarás.

Finnbogi Hermannsson 1945. Illur fengur. Reykjavík: Skrudda, 2014. 132 s. ISBN 9789935458209

  • Hér segir frá langri afbrotasögu við Breiðafjörð á öndverðri 20. öld. Búendur á bæ í miðri sveit komast upp með stórtækan sauðaþjófnað í áratugi. En þegar sauðaþjófarnir færa sig upp á skaftið og taka til við annars konar og augljósari afbrot í sveitinni er héraðsmönnum ofboðið.

Guðrún Guðlaugsdóttir 1944. Beinahúsið. GPA, 2014. 196 s. ISBN 9789979911074

  • Blaðamaðurinn Alma fær inni í mannlausu húsi æskuvinkonu sinnar til að skrifa skáldsögu. Skriftirnar þoka fyrir ískyggilegum ráðgátum sem Alma og Sveinbjörg vinkona hennar glíma við. Þær neyta ýmissa bragða í þeirri viðureign, þessa heims og annars. Léttleiki tilverunnar er þó aldrei langt undan.

Jón Óttar Ólafsson 1974. Ókyrrð. Reykjavík: Bjartur, 2014. 292 s. ISBN 9789935454386

  • Kvöld eitt fær lögreglumaðurinn Davíð Arnarson beiðni í SMS um að koma til Cambridge. Hann þekkir ekki númerið og það er hvergi á skrá. Morguninn eftir berst lögreglunni í Reykjavík hjálparbeiðni vegna morðs á íslenskum eðlisfræðistúdent sem var að rannsaka ókyrrð í lofti – við Cambridge-háskóla. Æsileg atburðarás fer í gang þar sem Davíð reynir að aðstoða bresk yfirvöld við komast til botns í morðmálinu en hverjum getur hann treyst? Og áður en hann veit af er lífi hans sjálfs ógnað.

Ragnar Jónasson 1976. Náttblinda. Reykjavík: Veröld, 2014. 279 s. ISBN 9789935475381

  • Lögreglumaður á Siglufirði er skotinn með haglabyssu af stuttu færi um miðja nótt. Ung kona flýr þangað norður undan ofbeldisfullum sambýlismanni. Og sjúklingur er lagður inn á geðdeild í Reykjavík gegn vilja sínum. Þessir þræðir fléttast svo saman í sögu þar sem ræturnar liggja í átakanlegum veruleika undir fáguðu yfirborðinu.

Sigurjón Magnússon 1955. Snjór í myrkri. Reykjavík: Ugla, 2014. 196 s. ISBN 9789935210548

  • Yfir minningunni um tónlistarkonuna Lillu grúfir dimmur skuggi. Eftir stuttan en glæsilegan feril finnst hún myrt á hrottafenginn hátt. Lítt þekktur rithöfundur fær það verkefni að skrifa ævisögu hennar. Kvöld eitt verður á vegi hans ung kona sem býr yfir óþægilegri vitneskju.

Skuggamyndir. Reykjavík: Óðinsauga útgáfa, 2014. 161 s. ISBN 9789935451705

  • Þema bókarinnar er hryllingur og dulúð og spanna sögurnar yfirnáttúrulega atburði og glæpsamlegan hrylling þar sem persónur missa vitið, umbreytast í einhverjar óskilgreindar verur og draugar hvetja lifandi manneskjur til vondra verka. Höfundar eru: Auður A. Hafsteinsdóttir 1962, Einar Leif Nielsen 1980, Elísabet Sigríður E. Kjerúlf 1957, Fjalar Sigurðarson 1964, Hákon Gunnarsson 1970, Hildur Enóla Þorvaldsdóttir 1968, Jóhanna Kristín Atladóttir 1962, Jón Páll Björnsson 1962, Júlíus Valsson 1953, Róbert Mervin Gíslason 1972, Sigríður Sigurðardóttir 1963.

Stefán Máni Sigþórsson 1970. Litlu dauðarnir. Reykjavík: Sögur útgáfa, 2014. 340 s. ISBN 9789935448705

  • Kristófer Sveinbjörnsson virðist lifa hinu fullkomna lífi. Hann er í öruggri vinnu, kvæntur konu af góðum ættum og saman eiga þau heilbrigðan dreng. En ekki er allt sem sýnist. Daginn sem hann missir vinnuna byrjar veröldin bókstaflega að molna undan fótum hans, litlar lygar verða að stórum vandamálum og einfaldar áætlanir breytast í ógnvænlega martröð sem engan endi ætlar að taka. Í örvæntingu sinni flýr Kristófer með fjölskylduna út á land en hann getur hvorki flúið sjálfan sig né fortíðina – farangurinn er lítið annað en svik, leyndarmál og lygar. Hvað gerðist í febrúar 2007?

Steinar Bragi 1975. Kata. Reykjavík: Mál og menning, 2014. 515 s. ISBN 9789979334842

  • Menntaskólastelpa fer á ball og hverfur sporlaust. Löngu seinna fær lögreglan nafnlausa tilkynningu um lík í gjótu utan við borgina. Kata er saga um glæp og eftirköst hans, um grimmd, sorg og stríðið milli kynjanna sem fer harðnandi

Yrsa Sigurðardóttir 1963. DNA. Reykjavík: Veröld, 2014. 380 s. ISBN 9789935440808

  • Ung kona er myrt á skelfilegan hátt á heimili sínu að nóttu til. Eina vitnið er sjö ára dóttir hennar. Morðinginn lætur aftur til skarar skríða og skömmu síðar fær radíóamatör sérkennileg skilaboð á öldum ljósvakans sem tengir hann við bæði fórnarlömbin. Þó þekkir hann hvoruga konuna.

Útgefið 2015

Arnaldur Indriðason 1961. Þýska húsið. Reykjavík: Vaka – Helgafell, 2015. 330 s. ISBN 9789979223467

  • Farandsölumaður finnst myrtur í lítilli leiguíbúð í Reykjavík, skotinn í höfuðið með skammbyssu. Sjónir lögreglunnar beinast strax að erlendu hermönnunum sem eru á hverju götuhorni sumarið 1941, en samskipti þeirra við heimafólk, ekki síst konur, eru mörgum þyrnir í augum. Í Skuggasundi, sem kom út 2013, voru þeir Flóvent og Thorson kynntir til leiks, samstarfsmenn við lögreglustörf í Reykjavík á árum síðari heimsstyrjaldar. Hér segir frá þeirra fyrsta máli – vestur-íslenski hermaðurinn Thorson er viðvaningur í glæparannsóknum en Flóvent reyndari, eini maðurinn sem sinnir starfi rannsóknarlögreglu í borginni.

Ágúst Borgþór Sverrisson 1962. Inn í myrkrið. Reykjavík: Draumsýn, 2015. 294 s. ISBN 9789935444745

  • Vorið 2011 er á yfirborðinu fallegt og friðsælt í lífi Óskars. En það er óhugur í honum. Brátt mun vaxandi ókyrrð í sálarlífi hans finna sér farveg í afdrifaríkum ákvörðunum. Óuppgerð mál úr fortíðinni leita upp á yfirborðið og smám saman dregst þessi 48 ára gamli maður inn í félagsskap og áform sem ógna tilveru hans. Þegar sumarið er á enda stendur Óskar frammi fyrir afleiðingum gerða sinna og framundan er örlagaríkt uppgjör.

Guðrún Guðlaugsdóttir 1944. Blaðamaður deyr. Reykjavík: GPA, 2015. 249 s. ISBN 9789979911098

  • Alma glímir við dularfullt mál sem tengist Árna rannsóknarblaðamanni og hinum hættulega sjáanda Marsibil. Rannsóknin snýst um morðmál og vafasaman tilgátusjóð Reynistaðarklausturs. Alma endurskoðar aðstæður sínar í starfi og einkalífi.

Helgi Ingólfsson 1957. Þegar Gestur fór. Mosfellsbær: Óðinsauga, 2015. 521 s. ISBN 9789935474131

  • Í skáldsögunni Þegar Gestur fór rekur Helgi Ingólfsson söguna af því þegar Gestur Pálsson gafst upp á Reykjavíkurlífinu og Jón Borgfirðingur var rekinn úr lögreglunni. Við sögu koma einnig persónur eins og Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Símon Dalaskáld, Hannes Hafstein, Benedikt Gröndal, Tobba í Tobbukoti og fleiri. Sagan er skáldskapur með glæpasögulegur ívafi og sögusviðið það sama og í skáldsögu Helga Þegar kóngur kom. Þegar Gestur fór gerist 15 árum síðar en Þegar kóngur kom og margar persónur eru þær sömu sem í fyrri bókinni, orðnar eldri og reyndari, en sumar hafa horfið af sjónarsviði og nýjar komið til sögunnar.

Jónína Leósdóttir 1954. Konan í blokkinni. Reykjavík: Mál og menning, 2015. 292 s. ISBN 9789979335665

  • Edda er nýhætt að vinna og dauðleiðist tíðindalaus tilvera eftirlaunaþegans. Þegar hún kemur heim úr skammdegisferð til Kanaríeyja bíður hennar bréf frá ókunnugum Þjóðverja sem biður hana að hjálpa sér að finna mömmu sína, konu sem Edda skrifaðist á við á yngri árum en er nú stungin af, mögulega til Íslands. Edda tekur verkefninu fegins hendi en ættingjar hennar eru allt annað en kátir. Á sama tíma vaknar menntaskólakennari á fertugsaldri upp við furðulegar aðstæður og þarf að komast að því hvort hún eigi sér mögulega óvildarmenn sem óska henni alls ills – jafnvel dauða.

Lilja Sigðurðardóttir 1972. Gildran. Reykjavík: JPV, 2015. 344 s. ISBN 9789935114846

  • Eftir harkalegan skilnað stendur Sonja uppi allslaus og ráðalaus. Það eina sem hún á er sonurinn Tómas sem hún fær ekki að hitta nema þegar pabba hans hentar. Í örvæntingu leiðist hún út í eiturlyfjasmygl; fyrir ágóðann vonast hún til að geta búið Tómasi gott heimili. Og Sonja er snjall smyglari og kemst upp með ótrúlegustu hluti. Allt þar til hún vekur athygli Braga, tollvarðar sem er að fara á eftirlaun. Sonja heitir sjálfri sér því að hver smyglferð sé sú seinasta. Hana langar bara að vera með drengnum sínum og rækta brothætt ástarsamband við bankastarfsmanninn Öglu. En til þess þarf hún að sleppa úr gildrunni.

Óskar Guðmundsson 1965. Hilma. Reykjavík: Draumsýn, 2015. 444 s. ISBN 9789935500007

  • Hefðbundin sjálfsvígsrannsókn tekur óvænta stefnu þegar lögreglukonan Hilma finnur tengsl við fleiri sjálfsvíg og slys. Þótt þessi mál eigi rætur í fortíðinni er Hilma skyndilega komin í æsilegt kapphlaup við tímann og harðsvíraður glæpamaður er á hælum hennar.

Ragnar Jónasson 1976. Dimma. Reykjavík: Veröld, 2015. 263 s. ISBN 9789935475107

  • Lögreglufulltrúinn Hulda rannsakar síðasta sakamálið sitt áður en henni er gert að láta af störfum fyrir aldurs sakir, 64 ára gömul.

Róbert Marvin Gíslason 1972. Konur húsvarðarins. Mosfellsbær: Óðinsauga, 2015. 182 s. ISBN 9789935451774

  • Maður með vafasama fortíð og hryllilegt áhugamál hefur afdrifaríkar afleiðingar á líf þess fólks sem verður á vegi hans. Skrímsli fæðast ekki. Þau eru búin til.

Sólveig Pálsdóttir 1959. Flekklaus. Reykjavík: Forlagið - JPV, 2015. 223 s. ISBN 9789935114990

  • Á miðjum níunda áratugnum ferst ung kona í eldsvoða í Reykjavík. Vitni sér tvö ungmenni forða sér á hlaupum en málið er aldrei upplýst. Lögreglumaðurinn Guðgeir er í vanda staddur þegar það lendir á borði hans.

Stefán Máni 1970. Nautið. Reykjavík: Sögur, 2015. 246 s. ISBN 9789935448996

  • Á rólyndislegum austfirskum sveitabæ gerast skelfilegir atburðir. Með einhverjum hætti tengjast þeir ofsa og persónulegum átökum í undirheimum Reykjavíkur. Fégræðgi og hefndarhugur virðast ráða för. En þegar kafað er dýpra leynast skuggaleg leyndarmál á hverju strái.

Stella Blómkvist. Morðin í Skálholti. Reykjavík: Mál og menning, 2015. 288 bls. ISBN 9789979335191

  • Hvert snýr kona sér þegar eiginmaðurinn er sakaður um að hafa myrt pabba hennar og bestu vinkonu? Hvað gera ættingjar stúlku sem hverfur sporlaust og lögreglan segir að muni aldrei koma í leitirnar? Þeir sem engu hafa að tapa snúa sér til Stellu Blómkvist. Áttunda bókin um Stellu sem er að vanda harðsnúin, sjálfstæð og herská. Stella Blómkvist er dulnefni og ekki er vitað hver rithöfundur er.
  • Friðrika Benónýsdóttir. Ekki meira eldvatn. Fréttablaðið 4. maí 2015, bls. 42.

Yrsa Sigurðardóttir 1963. Sogið. Reykjavík: Veröld, 2015. 368 s. ISBN 9789935475183

  • Lýst er eftir átta ára stúlku sem hverfur úr skólanum einn haustdag. Undarlegur spádómur unglings kemur upp úr hylki sem innsiglað var fyrir tíu árum, í kjölfarið taka voveiflegir atburðir að gerast í Reykjavík. Og lögreglan er ráðalaus.

Útgefið 2016

13 krimmar. Reykjavík: höfundar, 2016. 173 s. ISBN 9789935928412

  • 13 smásögur. Höfundar eru: Auður A. Hafsteinsdóttir, Elísabet Sigríður E. Kjerúlf, Hildur Enóla, Hrund Guðmundsdóttir, Jóhanna Kristín Atladóttir, Róbert Marvin, Rósa Grímsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Símon Vestarr Hjaltason.

Arnaldur Indriðason 1961. Petsamo. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2016. 341 s.  ISBN 9789979223825, 9789979223832, 9789979224143

  • Í Petsamo, nyrst í Finnlandi, bíður ung kona eftir unnusta sínum. Þau ætla að sigla heim til Íslands með Esjunni, burt frá stríðinu sem er nýkomið til Norðurlanda, en unnustinn kemur ekki. Vorið 1943 er heimstyrjöldin í algleymingi og mikið um að vera í Reykjavík þegar sjórekið lík finnst í Nauthólsvík. Á sama tíma verður ungur piltur fyrir heiftarlegri árás bak við hermannknæpu við Klamratún og kona sem hefur verið að gera sér dælt við hermenn virðist vera horfin. Petsamo er þriðja bókin um lögreglumennina Flóvent og Thorson

Emil Hjörvar Petersen 1984. Víghólar. Reykjavík: Veröld, 2016. 434 s. ISBN 9789935475466

  • Vinnuvélar verktakafyrirtækis eru stórskemmdar í skjóli nætur. Illa útleikin lík finnast á nokkrum stöðum á landinu. Margt bendir til að þarna séu að verki aðilar úr öðrum heimi.

Guðrún Guðlaugsdóttir 1944.  Dauðinn í opna salnum. Reykjavík: GPA, 2016. 277 s. ISBN 9789935933300

  • Á Ólympíumóti í bridge á Rhodos verður skyndilega niðamyrkur í opnum spilasal þar sem Alma Jónsdóttir blaðamaður horfir á viðureign Ítala og Íslendinga. Í myrkum salnum gerast óhugnanlegir atburðir. Leikurinn berst heim til Íslands og fyrr en varir er Alma farin að rannsaka dauðsföll sem tengjast bridgeheiminum.

Hildur Sif Thorarenssen 1984. Einfari. Mosfellsbær: Óðinsauga, 2016. 220 s. ISBN 9789935474537

  • Það heyrist hvinur og allt verður svart. Ungur Íslendingur finnst látinn í Osló og rannsóknarlögreglukonunni Júlíu gengur illa að finna morðingjann. Þegar höfuðlaust lík í skógarrjóðri bætist við prísar hún sig sæla að hafa geðlækninn Alexander sér til aðstoðar.

Ingvi Þór Kormáksson 1952. Níunda sporið. Reykjavík: Sögur útgáfa, 2016. 333 s. ISBN 9789935479303

  • Atburðir sem hendir tvo drengi í friðsælu sjávarþorpi á Vesturlandi hafa óhugnanlegar afleiðingar áratugum síðar. Saga um hefnd, fyrirgefningu og dularfull dauðsföll.

Jón Pálsson 1955. Valdamiklir menn. Reykjavík: Höfundaútgáfan, 2016. 424 s.  ISBN: 9789935925862

  • Það lítur út fyrir rólegan mánudag á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar skyndilega kveður við ærandi hávaði og byggingin nötrar. Bílsprengja hefur verið sprengd utan við húsið. Síðar sama dag finnst roskinn maður myrtur á bílaverkstæði í Kópavogi. Þórhallur og samstarfsfólk hans í rannsóknardeildinni eru undir mikilli pressu að upplýsa glæpina en fljótlega kemur í ljós að málin virðast teygja anga sína víðsvegar um samfélagið.

Lilja Sigurðardóttir 1972. Netið. Reykjavík: JPV, 2016. 353 s. ISBN 9789935116826

  • Sonja heldur að hún sé loksins sloppin úr gildrunni, frá samviskulausum eiturlyfjamógúlum sem héldu henni í heljargreipum. En þegar drengurinn Tómas, hennar dýrasta djásn, er tekinn frá henni enn á ný er fjandinn laus. Bankakonan Agla bíður dóms fyrir fjármálamisferli en fleira hvílir á henni: valdamiklir menn eiga hönk upp í bakið á henni og Sonja, sem hún elskar svo heitt, vill ekki sjá hana. Atferli Sonju veldur Braga tollverði líka áhyggjum; hefur hann misreiknað sig? Taugar þeirra allra eru þandar til hins ýtrasta – og útilokað að allt fari vel.

Magnús Þór Helgason 1977. Bráð. Mosfellsbær: Óðinsauga, 2016. 214 s. ISBN 9789935474551

  • Sveinn dvelur á huggulegu sveitabýli á meðan hann stundar jarðfræðirannsóknir á Skarðsheiði. Þegar morð er framið í sveitasælunni vaknar Sveinn upp við vondan draum því fljótlega verður ljóst að hann liggur undir grun. Lögreglan sinnir starfi sínu ekki sem skyldi. Tekst Sveini að sanna sakleysi sitt eða mun sumardvölin á Íslandi hafa afdrifaríkar afleiðingar.

Óskar Magnússon 1954. Verjandinn. Reykjavík: JPV útgáfa, 2016. 347 s. ISBN: 9789935116833

  • Stefán Bjarnason hæstaréttarlögmaður á við ramman reip að draga í heiftúðugu forræðismáli. Íslensk móðir hefur flúið með unga dóttur frá Bandaríkjunum til Íslands í trássi við niðurstöður dómstóla. Harðsnúnir „sérfræðingar“ eru ráðnir á vegum föðurins til að ná í barnið. Þeir beita alls kyns blekkingum og reyna að nema barnið á brott en mistekst og þá kemur til kasta verjandans, Stefáns.

Ragnar Jónsson 1976. Drungi. Reykjavík: Veröld, 2016. 297 s. ISBN 978993547541, 9789935475404, 9789935475657

  • Haustið 1987 fer ung par í rómantíska ferð í sumarbústað á Vestfjörðum – ferð sem fær óvæntan endi og hefur skelfilegar afleiðingar.Tíu árum síðar ákveður lítill vinahópur að verja helgi í gömlum veiðikofa í Elliðaey, nánast sambandslaus við umheiminn. Í lok dvalarinnar lætur kona úr hópnum lífið og margt bendir til þess að hún hafi verið myrt. Lögreglukonan Hulda Hermannsdóttir, sem lesendur kynntust í Dimmu, rannsakar andlát konunnar og fyrr en varir fer málið að vinda upp á sig.

Stefán Máni 1970. Svarti galdur. Reykjavík: Sögur, 2016. 373 s. ISBN 9789935479488

  • Alþingismaður er stunginn til bana á Austurvelli. Það sem í upphafi virðist vera einfalt morðmál breytist smám saman í óreiðukennda martröð sem engan enda ætlar að taka. Hefur Hörður Grímsson lögreglumaður mætt örlögum sínum?

Sjón 1962. Codex 1962. Reykjavík: JPV útgáfa, 2016. 562 s. ISBN 9789935116949

  • Árið 1962 – aldrei hafa fleiri kjarnorkusprengjur verið sprengdar, hvorki neðanjarðar né ofan. Það á eftir að hafa miklar afleiðingar fyrir sögumanninn Jósef Löwe og önnur börn fædd á Íslandi það ár, ef ekki mannkynið allt. Bókin er samansafn þriggja bóka: Augu þín sáu mig (1999), Með titrandi tár (2001) og  Ég er sofandi hurð (2016). Saman mynda bækurnar þríleikinn CoDex 1962.

Sölvi Björn Sigurðsson 1978. Blómið: Saga um glæp. Reykjavík: Mál og menning, 2016. 294 s. ISBN 9789979337355

  • Athafnamaðurinn Benedikt Valkoff vaknar um miðja nótt á heimili sínu við Sjafnargötu í Reykjavík og fer að brjóta saman þvott. Hann á afmæli, en dagurinn markar önnur tímamót. Þrjátíu og þremur árum fyrr hvarf litla systir hans meðan foreldrar þeirra voru að heiman. Enginn veit hvað af henni varð – eða hvað? Það er komið að uppgjöri. Barnið sem hvarf er enn ljóslifandi; steinn í brjósti foreldra sinna og bróður, ráðgáta þeim sem síðar bættust við fjölskylduna. Að kvöldi þessa kyrra dags, eftir ferðalög í tíma og rúmi, rennur stund sannleikans upp.

Yrsa Sigurðardóttir 1963. Aflausn. Reykjavík: Veröld, 2016. 363 s. ISBN 9789935475497

  • Ráðist er á unglingsstúlku á salerni í kvikmyndahúsi. Á óhugnanlegum myndskeiðum sem send eru vinum hennar á Snapchat sést þessi vinsæla stelpa ítrekað biðjast fyrirgefningar – en á hverju og af hverju? Lögreglan er ráðalaus í leit sinni að ofbeldismanninum og stúlkunni, sem er horfin. Og þá tekur málið ískyggilega stefnu.

Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir 1954. Kalt er annars blóð: Skáldsaga um glæp. Reykjavík: JPV, 2016. 332 s. ISBN 9789935117175

  • Í kuldalegri Reykjavíkurborg flögrar krummi um og fylgist með viðburðum sem draga munu dilk á eftir sér; hann sér margt sem mannleg augu sjá ekki – peningar skipta um hendur, kettir eru keyrðir niður, hús brennd og menn skotnir eins og skepnur. Þegar Ása finnur af tilviljun lík í malarhaugi norðan heiða ber margt fyrir augu sem áður hefur verið hulið – hvað rekur fólk til að ryðja öðrum úr vegi og hvað gerist þegar hömlurnar hverfa ein af annarri?

Útgefið 2017

Arnaldur Indriðason 1961. Myrkrið veit. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2017. 282 s.  ISBN 9789979224525

  • Óupplýst mannshvarf fyrir þrjátíu árum kemst aftur í fréttir þegar lík finnst frosið fast í ísinn á Langjökli. Málið hefur alla tíð ásótt Konráð, lögreglumanninn sem rannsakaði það í upphafi, og nú er hann kallaður til.

Eiríkur Bergman 1969. Samsærið. Reykjavík: Sögur útgáfa, 2017. 326 s.  ISBN (númer óskráð)

  • Hryðjuverk í Stokkhólmi. Íslensk þingkona er meðal fallinna. Er það tilviljun eða teygja þræðir voðaverksins sig til Íslands? Er þjóðernisfasisminn kominn að okkar ströndum? Huldir þræðir leyndarmála og lyga liggja víða.

Emil Hjörvar Petersen 1984. Sólhvörf. Reykjavík, 2017. 354 s.  ISBN 9789935475817

  • Börn hverfa án ummerkja í myrku skammdeginu og lögreglan er ráðalaus. Þegar fjórða barnið hverfur eftir að faðir þess hefur verið myrtur finnast vísbendingar sem taka af allan vafa um að yfirnáttúruleg öfl séu að verki. Hér fléttast saman norræna glæpasagan og íslensk þjóðtrú. Sjálfstætt framhald af bókinni Víghólar.

Friðrika Benónýsdóttir 1956. Vályndi. Reykjavík: Sögur, 2017. 263 s.  ISBN 9789935479785

  • Morð eru ekki framin á Húsavík! Tómas lögreglumaður situr nú samt uppi með sundurstungið lík í gufubaðinu og böndin taka brátt að berast að klíku yfirstéttarinnar á staðnum.

Guðrún Guðlaugsdóttir 1944. Morðið í leshringnum. Kópavogur: GPA, 2017. 257 s. ISBN 9789935933317

  • Alma blaðamaður fær tilboð um að skrifa ævisögu Kamillu von Adelbert, þekktrar konu í viðskiptalífi Reykjavíkur. Kamilla vill afhjúpa viðkvæm leyndarmál vinkvenna og samferðamanna. Á kyrrðardögum í Skálholti vakna upp draugar fortíðar og Alma uppgötvar að svipleg dauðsföll, sem verða í framhaldinu, snerta hennar eigin fjölskyldu.

Jónína Leósdóttir. Stúlkan sem enginn saknaði. Reykjavík: Mál og menning, 2017. ISBN 9789979337058

  • Ískaldan febrúarmorgun er stúlka stungin með hnífi þar sem hún situr á bekk við Ægisíðuna. Örskömmu síðar á eftirlaunaþeginn Edda leið fram hjá. Hún lætur sér ekki nægja að kalla í lögregluna heldur ákveður að rannsaka málið sjálf. Um sama leyti leggja hjón og uppkomin dóttir þeirra af stað til Íslands, föðurlands húsmóðurinnar. Þar hyggjast feðginin sækja ráðstefnu en dvölin verður martraðarkennd fyrir konuna sem trúir Eddu fyrir viðkvæmu fjölskylduleyndarmáli.

Lilja Sigurðardóttir 1972. Búrið. Reykjavík: JPV útgáfa, 2017. 373 s.  ISBN 9789935118004

  • Bankakonan Agla situr í fangelsi og Sonja ástkona hennar er löngu stungin af. Þegar Agla er beðin um aðstoð við að upplýsa svik í álbransanum er hún fljót að grípa tækifærið og leggur óhrædd til atlögu við hákarlana. Framhald bókanna Gildran og Netið.

Magnús Þór Helgason 1977. Vefurinn. Mosfellsbær: Óðinsauga, 2017. 304 s.  ISBN 9789935260239

  • Kormákur, fertugur lektor við Háskóla Íslands, er nýfluttur til Íslands ásamt fjölskyldu sinni eftir nokkurra ára námsdvöl í Stokkhólmi. Hann er leiður á sífelldum barsmíðum eiginkonunnar og stofnar til sambands við Kolbrúnu, ungan stúdent við Háskólann sem hakkar sig inn á tölvukerfi og smíðar vélmenni í frístundum sínum. Kormákur kynnist heimi á netinu sem vekur upp ýmsar spurningar um friðhelgi einkalífsins. Á framhjáhaldið eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar? Á sama tíma skoðar lögreglan á Íslandi dularfulla bylgju sjálfsmorða þar sem talið er að um morð séu að ræða í einhverjum tilfellum.

Ragnar Jónasson 1976. Mistur. Reykjavík: Veröld, 2017. 256 s.  ISBN 9789935475787

  • Stórhríð og einangrun, ókunnugur gestur í heimsókn á afskekktum bóndabæ í grunsamlegum erindagjörðum; andrúmsloftið er þrúgandi, símasamband rofnar, rafmagnið fer og ekki munu allir lifa heimsóknina af.

Róbert Marvin Gíslason 1972. Umsátur. Reykjavík: Draumsýn, 2017. 236 s.  ISBN 9789935444882

  • Dýrbítur gengur laus í sveitinni. Mannlaust bílhræ liggur utan vegar og héraðslögreglumaðurinn Marteinn rekst á gamla skýrslu er varðar mannshvarf sem virðist enn óupplýst.

Sólveig Pálsdóttir 1959. Refurinn. Reykjavík: Salka, 2017. 288 s.  ISBN 9789935483386

  • Guðgeir starfar tímabundið sem öryggisvörður á Höfn í Hornafirði á meðan hann jafnar sig á áföllum í starfi og einkalífi. Líf hans hefur tekið algjörum stakkaskiptum á stuttum tíma. Áður var hann hamingjusamlega giftur fjölskyldufaðir og farsæll yfirmaður í rannsóknarlögreglunni en nú reynir hann að láta dagana líða hjá og lítið á sér bera. Forvitni Guðgeirs er vakin og hann dregst inn í óvænta atburðarás þegar ung erlend kona hverfur sporlaust. Það er engu líkara en að hún hafi aldrei verið til.

Stefán Máni 1970. Skuggarnir. Reykjavík, 2017. 316 s.  ISBN 9789935479792

  • Sagan hefst á því að leikskólakennarinn Kolbrún og ljósmyndarinn Timmi leggja fótgangandi af stað til að finna eyðibýli á Melrakkasléttu sem Timmi ætlar að taka myndir af til að endurreisa ljósmyndaferil sinn. Við fyrstu sýn virðast þau eins og hvert annað kærustupar sem hefur ákveðið að eiga saman rómantíska gönguferð í fagurri náttúru, símalaus til að njóta samvistanna enn betur, en samband þeirra reynist flóknara en lítur út fyrir og einnig hafa þau sína djöflana hvort að draga sem einfalda ekki málin. Frásögnin flakkar í tíma og smám saman kemur í ljós raunverulegur tilgangur þeirra með ferðinni.

Stefán Sturla Sigurjónsson 1959. Fuglaskoðarinn.  Reykjavík: Ormstunga, 2017. 190 s.  ISBN 9789979631279

  • Ungur maður, sem er hugfanginn af fuglum, finnst látinn í gamla Garðskagavitanum. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að ekki er allt með felldu í fortíð piltsins. Lögreglukonunnar Lísu og hjálparmanna hennar bíður flókið púsluspil og þau fletta ofan af vafasömum flötum samfélagsins suður með sjó.

Stella Blómkvist. Morðið í Gróttu. Reykjavík: Mál og menning, 2017. 267 s.  ISBN 9789979338154

  • Stella Blómkvist trúir ekki á líf eftir dauðann. Þegar miðill kemur til hennar með morðgátu úr framtíðinni afgreiðir hún hann því sem loddara en bregður svo illa þegar kvótakóngur finnst myrtur, við aðstæður sem minna óhugnanlega á lýsingar miðilsins. Framhald í bókaflokknum um Stellu Blómkvist. Höfundur skrifar undir dulnefninu Stella Blómkvist en ekki er vitað hvert rétt nafn höfundar er.
  • Úlfhildur Dagsdóttir. „Stella og spillingin, eða: feður og dætur.“ Bókmenntaborgin, desember 2017.

Yrsa Sigurðardóttir 1963. Gatið. Reykjavík: Veröld, 2017. 360 s.  ISBN 9789935475848

  • Umsvifamikill fjárfestir finnst látinn í Gálgahrauni á Álftanesi. Barnaverndaryfirvöldum í Reykjavík er tilkynnt um lítinn dreng sem er aleinn og yfirgefinn í ókunnugri íbúð. Og fjórir vinir óttast að leyndarmál þeirra verði afhjúpað.

Útgefið 2018

Arnaldur Indriðason. Stúlkan hjá brúnni. Reykjavík: Vaka-Helgafell. 2018. 300 s. ISBN 9789979224914

  • Eldri hjón eru áhyggjufull vegna dótturdóttur sinnar. Þau vita að hún hefur verið að smygla fíkniefnum og nú er hún týnd svo þau leita til Konráðs, fyrrverandi lögreglumanns, sem þau þekkja af afspurn. Konráð er með hugann við annað og stöðugt að grufla í örlögum föður síns sem var stunginn til bana fyrir mörgum áratugum. En þegar kafað er ofan í fortíðina kemur fleira í ljós en leitað var að og lítil stúlka sem drukknaði í Reykjavíkurtjörn fangar óvænt athyglina.

Ármann Jakobsson. Útlagamorðin. Reykjavík: Bjartur. 2018. 328 s. ISBN 9789935500045

  • Ungur maður finnst látinn í litlum bæ úti á landi. Lögreglan fer á staðinn en bærinn er fullur af erlendum ferðamönnum, kattamorðingi gengur laus, tvær systur virðast ráða öllu og ein úr lögregluliðinu á þaðan miður góðar minningar.

Eva Björg Ægisdóttir. Marrið í stiganum. Reykjavík: Veröld. 2018. 384 s. ISBN 9789935495099

  • Ung kona finnst myrt í fjörunni við Akranes. Lögreglukonan Elma rannsakar málið ásamt samstarfsmönnum sínum. Upp á yfirborðið koma ýmis skuggaleg mál úr fortíðinni en Elma þarf líka að takast á við atburði í eigin lífi.

Guðmundur S. Brynjólfsson. Eitraða barnið. Reykjavík: Bókaútgáfan Sæmundur. 2018. 200 s. ISBN 9789935493088

  • Skelfilegur glæpur skekur Eyrarbakka sumarið 1899. Við sögu koma nafnkunnir Íslendingar, svo sem skáldin Einar Benediktsson og Jóhann Sigurjónsson, Nielsen faktor, séra Eggert í Vogsósum. En einnig skáldaðar persónur höfundar, hinn misheppnaði sýsluskrifari Kár Ketilsson og bjargvætturinn Anna sýslumannsfrú.Fyrst og fremst hverfist sagan þó um ungan og óreyndan sýslumann, Eyjólf Jónsson sem dreginn er upp úr vesöld sinni í Kaupmannahöfn og er næsta óöruggur um sig í æsilegri atburðarás í spilltri brennivínsveröld fátækra Árnesinga.

Guðrún Guðlaugsdóttir. Erfðaskráin. Útgáfustaðar ekki getið: GPA. 2018. 283 s. ISBN 9789935933324

  • Alma blaðamaður fær þær fréttir að gamall maður að Bjargarlæk í Árnessýslu hafi dáið. Dóttir Ölmu hafði ráðið sig í vist til að annast manninn og tvær aldraðar systur hans. Þegar Alma fer á staðinn áttar hún sig á að dauði gamla mannsins er grunsamlegur. Spennandi saga um glötuð lífstækifæri og óuppgerð glæpaverk.

Jón Pálsson. Þriðja morðið: Valdamiklir menn #3. Reykjavík: Höfundaútgáfan. 2018. 470 s. ISBN 9789935938404

  • Þórhallur rannsóknarlögreglumaður glímir við eitt flóknasta glæpamál sem komið hefur á hans borð. Hann er að komast á sporið en sogast þá inn í hringiðu spillingar og yfirhylmingar þar sem hættur liggja við hvert fótmál. Nú þarf hann að gera upp við sig hvort hann fylgir þeirri línu sem lögreglan kynnir opinberlega eða freistar þess að koma lögum yfir glæpamennina. Tíminn er að renna út og þegar aðstæður breytast skyndilega virðast öll sund lokuð.

Jónína Leósdóttir. Óvelkomni maðurinn. Reykjavík: Mál og Menning. 2018. 296 s. ISBN 9789979338956

  • Óvelkomni maðurinn er þriðja sagan um eftirlaunaþegann Eddu sem leysir flókin glæpamál á milli þess sem hún gerir sitt besta sem mamma og amma. Hér fellur þekktur athafnamaður fram af svölum við Birkimel og sömu nótt kveikir grandvar snyrtifræðingur í íbúð sinni. Bæði málin tengjast Eddu og hún getur ekki annað en grennslast aðeins fyrir um þau.

Lilja Sigurðardóttir. Svik. Reykjavík: JPV. 2018. 390 s. ISBN 9789935118950

  • Úrsúla fær óvænt boð um að setjast í ríkisstjórn og grípur tækifærið, grunlaus um hvað bíður hennar. Fjölmiðlar vaka yfir hverju fótmáli nýja ráðherrans en aðrir fylgjast líka með henni á laun, ekki allir vinveittir.

Oddbjörg Ragnarsdóttir. Hvunndagsmorð. Seltjarnarnes: Listfengi ehf. 2018. 384 s. ISBN 9789979796381

  • Lík af stúlku finnst í Gálgahrauninu. Á sama tíma hverfur kona í Kópavogi og lík af karlmanni finnst í húsbruna í Grafarvogi. Hrafnkell og Soffía stýra rannsókn mála. Á sama tíma tekst Soffía á við skugga úr sinni eigin fortíð.

Óskar Guðmundsson. Blóðengill. Reykjavík: Bjartur. 2018. 363 s. ISBN 9789935487896

  • Á frosthörðum vetrardegi hringir kornung stúlka í Neyðarlínuna og tilkynnir að móðir hennar sé látin. Þegar lögreglan kemur á staðinn er þar ekkert að finna nema blóðug ummerki. Rannsóknarlögreglukonan Hilma og félagar hennar mega engan tíma missa í leit sinni að mæðgunum – leit sem dregur þau inn á óvæntar slóðir og inn í myrkustu kima mannskepnunnar.

Ragnar Jónasson. Þorpið. Reykjavík: Veröld. 2018. 318 s. ISBN 9789935495280

  • Una, ungur kennari úr Reykjavík, ræður sig til starfa á Skálum á Langanesi árið 1985. Íbúar eru tíu og nemendurnir aðeins tveir. Samfélagið er lokað og tekur henni með miklum fyrirvara - eins og allir hafi eitthvaðað fela. Óútskýrð dauðsföll vekja ugg, Unu finnst sér ógnað og á nóttunni er stundum eins og hún sé ekki ein í herberginu sínu...

Stefán Máni. Krýsuvík. Reykjavík: Sögur Útgáfa. 2018. 428 s. ISBN 9789935498083

  • Höfuðlaust lík finnst í hraungjótu við Krýsuvík. Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson er kallaður til. Fyrr en varir er hann kominn á kaf í skuggaveröld þar sem erlendir verkamenn eru hafðir að leiksoppi og morðingi gengur laus.

Stefán Sturla. Fléttubönd. Reykjavík: Ormstunga. 2018. 204 s. ISBN 9789979631316

  • Barnslík finnst á förnum vegi og óvæntir hlutir koma í ljós við rannsókn málsins og við sögu koma vægast sagt vafasamir starfshættir tiltekinnar bílaleigu. Fléttubönd er önnur bókin í þríleiknum um Lísu lögreglukonu og aðstoðarfólk hennar, framhald af Fuglaskoðaranum (2017) en annars sjálfstæð frásögn.

Yrsa Sigurðardóttir. Brúðan. Reykjavík: Veröld. 2018. 360 s. ISBN 9789935495266

  • Gömul brúða þakin hrúðurköllum en með nisti um hálsinn er dregin úr sjó með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Forstöðumaður vistheimilis er sakaður um alvarlegan glæp. Útigangsmaður finnst myrtur. Og ferðamenn hverfa sporlaust.

Útgefið 2019

Arnaldur Indriðason. Tregasteinn . 306 bls. Reykjavík: Vaka Helgafell, 2019.

  • Kona finnst drepin á heimili sínu og á skrifborði hennar finnst símanúmer fyrrverandi lögreglumanns. Hún hafði sett sig í samband við hann og beðið um hjálp við að finna barn sem hún hafði látið frá sér hálfri öld áður.  Lögreglumaðurinn sér eftir því að hafa ekki aðstoðað konuna á meðan hún lifði og ákveður að bæta fyrir brot sitt og leita barnsins.

Ármann Jakobsson. Urðarköttur. 315 bls. Reykjavík: Bjartur, 2019.

  • Í Reykjavík eru tvær konur látnar, sama hvað lögreglan reynir finnur hún svo gott sem ekkert sem tengir konurnar tvær. Eina tengingin er óljós, dularfull bréf til lögreglu frá urðarkettinum.

Eiríkur P. Jörundsson. Hefndarenglar. 423 bls. Reykjavík: Bjartur, 2019.

  • Morð hefur verið framið á Súðavík og er blaðamaðurinn Sölvi frá Súðavík sendur þangað til að leita frétta af morðinu sem hefur verið framið í þorpinu. Sölvi er auk þess látin aðstoða unga blaðakonu við vinnslu á frétt um misnotkun stúlkna í undirheimum Reykjavíkur. Málin taka óvænta stefnu og varpa hulunni af skelfilegum atburðum fortíðar.

Eva Björg Ægisdóttir. Stelpur sem ljúga. 366 bls. Reykjavík: Bjartur, 2019.

  • Einstæð móðir skilur eftir skilaboð á eldhúsborðinu áður en hún hverfur sporlaust, í fyrstu er talið að um sjálfsvíg sé að ræða. Það er þar til illa útleikið lík hennar finnst í Grábókarhrauni sjö mánuðum síðar, þá standa Elma og lögreglan frammi fyrir flókinni morðgátu. Fimmtán árum áður liggur kona á fæðingardeild við hlið barns síns sem hún hefur óbeit á.

Fritz Már Jörgensson. Líkið í kirkjugarðinum. 267 bls. Reykjavík: Ugla, 2019.

  • Prestinum Sigrúnu finnst einhver vera að fylgjast með sér, hún heldur að einhver hafi verið í íbúð sinni, um svipað leiti finnst lík í kirkjugarði og fljótlega kemur í ljós að málin tengjast. Spennusaga um eltihrelli, morð, fórnbarlömb aðstæðna og grimman veruleika.

Guðmundur S. Brynjólfsson. Þögla barnið. 222 bls. Selfoss: Sæmundur, 2019.

  • Maður er drepinn á Vatnsleysuströnd, lík hans er illa útleikið, fólkið í sveitinni þykist allt um málið vita en samt er enginn handtekinn. Þó það séu engar sannanir virðist heimamönnum standa á sama. Eyjólfur sýslumaður tekur að sér rannsókn málsins og fléttast saman draugar sveitarinnar, áfengisdrykkja, breyskleiki fátæklinga og ást á réttlæti smælingja.

Guðrún Guðlaugsdóttir. Barnsránið. 249 bls. Reykjavík: GPA, 2019.

  • Þetta er sjötta glæpasagan um blaðamanninn Ölmu Jónsdóttur sem að stendur í ströngu, barni úr fjölskyldu hennar hefur verið rænt. Illa leikinn maður finnst í bakgarði hennar og hver drap gítarleikarann Manuel?

Íris ösp Ingjaldsdóttir. Röskun. 288 bls. Reykjavík: Salka, 2019.

  • Fyrsta bók höfundar og segir frá lögfræðingnum Heru sem er nýflutt í kjallaríbúð í Þingholtunum. Stuttu eftir flutningana fer hún að finna fyrir óþægilegri nærveru og undarlegir hlutir fara að gerast. Hera veltir því fyrir sér hvort að þetta sé allt saman ímyndun eða hvort að hún eigi að treysta sjálfum sér.

Jónína Leósdóttir. Barnið sem hrópaði í hljóði. 309 bls. Reykjavík: MM, 2019.

  • Edda á Birkimelum hefur ráðið sig sem ráðskonu til læknishjóna í Skerjafirði því henni leiðist eftirlaunaárin, þar á bæ er andrúmsloftið rafmagnað. Í íbúð dóttur Eddu eru mæðgur í felum sem vekja forvitni hennar. Á sama tíma heldur fjölskyldufaðir eiginkonu og börnum í heljargreipum í borginni.

Lilja Sigurðardóttir. Helköld sól. 326 bls. Reykjavík: JPV, 2019.

  • Áróra og Ísafold eru íslensk- enskar systur sem búa í sitthvoru landinu og talast lítið við. Þegar að Ísafold hverfur krefst móðir þeirra að Áróra komi strax heim til Íslands til að finna systur sína. Gegnt vilja sínum flýgur Áróra heim og kemst að því að systir hennar ekki  bara farin eitthvert í fýlu, hún er í raun horfin. Er hún að fela sig fyrir ofbeldisfullum sambýlismanni eða hefur eitthvað enn þá hræðilegra gerst?.

Ólafur Jóhann Ólafsson. Innflytjandinn. 398 bls. Reykjavík: Bjartur, 2019.

  • Í Örfirisey finnst innflytjandi látinn í febrúar, sömu helgi hverfur ung íslensk stúlka sporlaust. Hildur Haraldsdóttir kemur til landsins í persónulegum erindagjörðum, hún hefur þýtt Kóraninn á íslensku og leitar lögreglan ráða hjá henni í tengslum við lát innflytjandans.

Óskar Magnússon. Dýrbítar. 404 bls. Reykjavík: JPV, 2019.

  • Mannslík og tvö hundshræ finnast í Fljótshlíð, lögfræðingurinn Stefán Bjarnarson þarf á mörgu að taka vegna þessa, hann þarf að eiga við bandarísku leynilögregluna CIA, íslensk lögregluyfirvöld, rannsóknarlögreglumenn, ráðherra, ríkissaksóknara, ógæfumenn og mannræningja svo eitthvað sé nefnt.

Óskar Guðmundsson. Boðorðin. 304 bls. Reykjavík: Bjartur, 2019.

  • Lögreglukonan Salka snýr aftur eftir persónulegt leyfi og tekst hún nú á við afar viðkvæmt mál, þar sem engum virðist fyllilega treystandi. 19 ára piltur hittir prest fyrir utan Glerárkirkju á Akureyri og sést aldrei aftur eftir það. Tuttugu árum seinna er prestur myrtur á Grenivík, þegar að Salka fer að rannsaka málið kemur í ljós að djákni hafði einnig verið drepinn á Akureyri.  Morðinginn skilur eftir sig illráðanleg skilaboð sem benda til þess að hann sé í hefndarhug og að fleiri gætu verið í hættu staddir.

Ragnar Jónasson. Hvítidauði. 380 bls. Reykjavík: Bjartur, 2019.  

  • Tveir starfsmenn berklahælis á Akureyra deyja árið 1983 með óvenjulegum hætti. Árið 2012 er ungur afbrotamaður að vinna lokaritgerð um þetta undarlega mál og dregur hann uppá yfirborðið ýmislegt óvænt um þessa skelfilegu atburði. Samhliða þessari rannsókn þarf afbrotafræðingurinn að takast á við erfiðleika í eigin lífi, erfiðleika sem þola illa að koma á yfirborðið.

Sigurður H. Pétursson. Innbrotið. 202 bls. Reykjavík: Merkjal, 2019.  

  • Miklum verðmætum er stolið í innbroti á heimili mikils metinna hjóna í Sandvík. Láki lögga fer í að rannsaka glæpinn og komast að því hver eða hverjir voru að verki. Málið virðist í fyrstu klippt og skorið en málið verður Láka mun erfiðara en hann hélt í fyrstu og óvænt atvik koma upp og lengi virðist hann ekki geta leyst málið.

Sólveig Pálsdóttir. Fjötrar. 288 bls. Reykjavík: Salka, 2019.

  • Guðgeir og félagar rannsaka andlát konu sem finnst látin í klefanum sínum í fangelsinu á Hólmsheiði. Málið teygir sig um víðan völl, allt til aldamóta og stóra skjálftans þegar ungur maður hverfur sporlaust. Lögreglan fær að kynnast því hve langt fólk er tilbúið að ganga til að halda uppi ákveðinni ímynd og hve langt fjölskyldur eru tilbúnar að ganga til að varðveita leyndarmál sín. Verkið var valin glæpasaga ársins og fékk Sólveig fyrir það  Blóðdropann og var framlag Íslands til Glerlykilisins, norrænu glæpasagnaverðlaunana.

Stefán Máni. Aðventa. 295 bls. Reykjavík: Bjartur, 2019.  

  • Fjórir hælisleitendur hverfa úr gistiskýli rétt fyrir jól og er lögreglumaðurinn Hörður Grímsson fengin til að leysa málið. Lögreglan vil ekki upplýsa almenning um hvarf mannanna og þarf Hörður því að vinna leynilega til að spara almenningi áhyggjurnar. Ef fólk getur ekki verið öruggt hér uppi á litla Íslandi, hvar þá?

Stella Blómkvist. Morðið í Snorralaug. 317 bls. Reykjavík: Mál og menning, 2019.

  • Stella Blómkvist er með mikið á sinni könnu í þessu verki, hún rannsakar raðnauðgara í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks, ósanngjarnar árásir á sómamann, hún skoðar mál konu sem hafði verið ranglega dæmd fyrir morð á einkaþjálfara. Að auki finnur hún lík manns í Snorralaug sem hafði verið veginn með öxi.

Yrsa Sigurðardóttir. Þögn. 315 bls. Reykjavík: Bjartur, 2019.  

  • Lítil stúlka hverfur úr barnavagni í höfuðborginni, fædd af íslenskri staðgöngumóður. Ellefu árum síðar deyr stúlka úr mislingum og vill faðirinn ná fram hefndum við þann sem smitaði dóttur hans. Að auki finnst kona látin í yfirgefinni bifreið. Rannsóknarlögreglumaðurinn Huldar og sálfræðingurinn Freyja taka að sér flókið mál þar sem ekkert er eins og það sýnist og fer þögn sem rauður þráður um verkið, þögn sem enginn vill rjúfa.