Sögusagnir á íslensku
Hér fyrir neðan er listi í mótun yfir ýmis skáldverk eftir íslenska höfunda eða sem birst hafa á íslensku undanfarna öld og gagnrýnendur rætt um að varpi ljósi á eigin tilurð, eðli sitt eða viðtökur. Jafnan er aðeins staldrað við texta þess gagnrýnanda sem fyrstur hefur þokkalega skýr orð á þessum einkennum viðkomandi verks (miðað er við skrif sem birt eru á timarit.is).
1926
Luigi Pirandello. Sex verur leita höfundar (Sei personaggi in cerca d'autore, 1921). Sett á svið af Leikfélagi Reykjavíkur, sýnt 11. nóvember til 12. desember 1926. „Pirandello hefir viljað sýna, það sem enginn hefir ráðist í á undan honum, svo mjer sje kunnugt — og til þess þurfti hann nýtt form. Hann hefir viljað sýna hvernig skáldverk verður til — hvernig sjónleikur verður til, frá því persónur hans vitrast höfundinum og þangað til á að fara að sýna á leiksviði, það sem skáldið hefir sjeð og heyrt í ímyndun sinni. Pirandello lýsir þvi hverjum örðugleikum er bundin sköpun hreinnar og sannrar listar — ekki síst á leiksviði. [...] Höfuðsorgarefnið í leiknum um verurnar sex er ekki ógæfa þeirra og þjáningar — heldur hitt, að þær geta ekki orðið að því skáldverki, sem þær þrá að verða, að ekki er hægt að sýna þær á leiksviði nema gjörólíkar sjálfum þeim. Leikurinn er sorgarleikur skáldverks, sem ekki fær notið sín þar sem það á að njóta sín, á leiksviðinu.“ (Kristján Albertsson. „Leikhúsið. Sex verur leita höfundar.“ Vörður, 20. nóvember, 1926, s. 3−4.)
1932
Gunnar Gunnarsson. Vikivaki: Jake Sonarsons efterladte papirer. København: Gyldendal, 1932. „Bókin er skopteikning af höfundinum sjálfum með annan fótinn í fornöld og hinn í nútíð, með miðöldina dansandi í kring um hann. Hugmyndin er snjöll og prýðilega útfærð, og hún gildir eigi að síður, þótt Íslendingar yfirleitt séu settir inn í hana í stað höfundarins.“ (Stefán Einarsson. „Gunnar Gunnarsson.“ Skírnir 112 (1938), s. 159. )
1945
Sigurður Nordal. Uppstigning. Sett á svið af Leikfélagi Reykjavíkur, sýnt 8. nóvember til 11. desember 1945. „Mjög óvæntur atburður hefur gerzt, atburður, sem naumast á sér fordæmi í leikbókmenntunum: leikarinn, sem fer með hlutverk prestsins, hefur gert uppreisn gegn höfundinum. Hann getur ekki fallizt á nauðsyn þess, að presturinn fari í hundana, og hefur ákveðið að láta hann brjóta af sér öll bönd, hvað sem hver segir, að sýna hann sem sigrandi mann og frjálsan." (G.Á. „Leikfélag Reykjavíkur: Uppstigning.“ Þjóðviljinn 15. nóvember 1945, s. 2.)
1946
Elías Mar. Eftir örstuttan leik. Reykjavík: Helgafell, 1946. „Haustið 1946 kom út hjá Víkingsútgáfimni, einu af bókaforlögum Ragnars Jónssonar í Smára, skáldsagan Eftir örstuttan leik eftir Elías Mar. [...] var skáldsaga hans fremur nýstárleg í íslenskum bókmenntum, uppfull af því sem stundum er kennt við skáldlega sjálfsmeðvitund eða lýst með hugtakinu sjálfsaga." Jón Karl Helgason. „Deiligaldur Elíasar. Tilraun um frásagnarspegla og sjálfgetinn skáldskap." Ritið 6/3 (2006), s. 102).
1948
Gunnar Gunnarsson. Vikivaki. Þýð. Halldór Kiljan Laxness. Reykjavík: Landnáma, 1948. „Það skiptir ekki máli hvort sagan táknar uppgjör höfumdar við liðinn tima og nýjan, er skýrsla um tengsl hans við þjóð sína, eða lýsir glímu skáldsagnahöfundar við persónur sínar, sjálft yrkisefni sitt. Vikivaka nægir það líf, sem fólgið er í sjálfum andblæ hans, vegna þess að sagan er slunginn skáldskapur, aðdáunarverður leikur skálds.“ (Jóhann Hjálmarsson. „Skrítin saga en sönn.“ Morgunblaðið 18. maí 1969, s. 11.
1952
Halldór Kiljan Laxness. Gerpla. Reykjavík: Helgafell, 1952. „Gerpla er í gerð sinni „metabókmenntir" þ.e. bókmenntir um bókmenntir. Í bókinni eru aðrar bækur túlkaðar, fyrst og fremst Fóstbræðra saga og Ólafs saga helga. Við erum minnt á það hvað eftir annað, t.d. með formálanum, að þessi bók er skáldskapur um skáldskap og gerir ekki kröfu til að vera lesin sem veruleiki eða raunsæissaga.“ (Dagný Kristjánsdóttir. „Aldrei gerði Kristur sálu Þórelfi, vorri móður ... Um ástina og óhugnaðinn í Gerplu.“ Tímarit Máls og menningar 49/3 (1988), s. 302.)
1968
Halldór Kiljan Laxness. Kristnihald undir jökli. Reykjavík: Helgafell, 1968.
1972
Ólafur Jóhann Sigurðsson. Hreiðrið
1975
Jorge Luis Borges. Suðrið.Þýð. Guðbergur Bergsson. Reykjavík: Almenna bókafélagið.
1979
Guðbergur Bergsson. Saga af manni sem fékk flugu í höfuðið.
1981-1984
Miguel de Cervantes Saavedra. Don Kíkóti frá Mancha. Þýð. Guðbergur Bergsson. Reykjavík: Almenna bókafélagið.
1981
Jakobína Sigurðardóttir. Snaran. Reykjavík: Mál og menning. 1968. „Þannig fjallar þessi saga öðrum þræði um tungumál skáldskaparins um leið og hún fjallar um sjálfa sig og eigin vanda, er sjálfvísandi eða sjálfmeðvituð." (Ástráður Eysteinsson. „„... þetta er skáldsaga." Þankar um nýjustu skáldsögu Jakobínu Sigurðardóttur." Tímarit Máls og menningar 44/1 (1968), s. 90.
1984
Umberto Eco. Nafn rósarinnar. Þýð. Thor Vilhjálmsson. Reykjavík : Svart á hvítu, 1984. "Sé þessum skilningi fylgt fast eftir mætti vafalaust telja textatengslin í Nafni rósarinnar til vitnis um sjálfsöguleg einkenni verksins; þetta sé það sem á sumum málum er nefnt
„metafiksjón“, saga sem fjallar um sagnagerð og þar með líka um eigin tilurð og samsetningu, og þá erum við komin í nánd við það sem sumir hafa talið listræna blindgötu póstmódernismans: sjálfhverfu og takmarkalitla afstæðishyggju, þar sem erfitt er að ná gagnrýnum tökum á nokkurri túlkun." Ástráður Eysteinsson. "Tungan svarta ... Keld??
1985
John Fowles, Ástkona franska lautinantsins. Þýð. Magnús Rafnsson. Reykjavík: Mál og menning, 1985. „Sögumaður eða persónur fara með gest sinn, lesandann, í e.k. skoðunarferð um húsakynni sín, verkið sjálft. [...] Frægt dæmi um slík látbrögð er Ástkona franska lautinantsins eftir Fowles, en sögumaður hans spyrnir t.d. við fótum og segir að saga sín sé „tóm ímyndun, þessar persónur sem ég skapa hafa aldrei verið til nema í höfðinu á mér." Sumir telja slíka sjálfvísandi texta vera einkennandi fyrir stöðu sagnagerðar á síðustu áratugum og jafnvel það sem helst markar athafnasvið póstmódemismans." (Ástráður Eysteinsson. "Hvað er póstmódernismi." Tímarit Máls og menningar 49/4 (1988), s. 439.)
Guðlaugur Arason. Sóla, Sóla: Skáldsaga. Reykjavík: Mál og menning, 1985. „Meta-bókmenntir þ.e. bókmenntir um bókmenntir eru býsna áberandi um þessar mundir; þannig eru bæði Sagan öll og Sóla, Sóla bækur um sína eigin tilurð.“ (Dagný Kristjánsdóttir. „Orð.“ Tímarit Máls og menningar 47/4 (1986), s. 521.)
Pétur Gunnarsson. Sagan öll. Reykjavík: Punktar, 1985. „Meta-bókmenntir þ.e. bókmenntir um bókmenntir eru býsna áberandi um þessar mundir; þannig eru bæði Sagan öll og Sóla, Sóla bækur um sína eigin tilurð.“ (Dagný Kristjánsdóttir. „Orð.“ Tímarit Máls og menningar 47/4 (1986), s. 521.)
1991
Italo Calvino. Riddarinn sem var ekki til. Þýð. Árni Sigurjónsson. Reykjavík: Mál og menning, 1991. "Þessi skírskotun til samtíma höfundar með galopalegri riddarasögu er nokkurs konar „metabókmenntir", þ. e. bókmenntaverkið snýst að vissu leyti um sjálft sig. Af sama tagi er það að ýmsir kaflar hefjast á því að söguritari segir frá sjálfum sér." Örn Ólafsson. "Nútíma riddarasaga." DV 20. nóvember 1991, s. 24.
1993
Guðbergur Bergsson. Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma. Reykjavík: Forlagið, 1993.
Paul Auster. Glerborgin. Bragi Ólafsson þýddi. Reykjavík: Bjartur, 1993. „Skáldskapur Austers minnir á skáldskaparlegt eðli sitt. Í
Glerborginni er Daniel Quinn í stanslausu limbói og virðist meðvitaður um að hann lúti stjórn duttlungafulls höfundar. Sjálfsvitundina sem einkennir skáldskap Austers má að mörgu leyti sjá sem tilraun til að færa skáldskapinn nær raunveruleikanum. Verkin viðurkenna takmörk sín, sömuleiðis persónur þeirra." (Arnar Pálsson. "Hefðin höfð að spotti?" Lesbók Morgunblaðsins 17. september 2005, s. 6.)
1994
Vigdís Grímsdóttir. Grandavegur 7. Reykjavík: Iðunn, 1994. "Grandavegur 7 er raunar að því leyti dæmigerð nútímasaga
af þeirri gerð sem fræðimenn kenna við póst- módernisma, að hún fjallar sér í lagi um sjálfa sig, eða öllu heldur um sköpunarstarf sagnaskáldsins. Þannig finnst mér réttast að skilja hana." (Gunnar Stefánsson. "Saga um sögu." Tíminn 21. desember 1994, s. 2.)
Sjón. Augu þín sáu mig. Reykjavík: Mál og menning, 1994. „Sjón er einn af fáum íslenskum höfundum sem hefur gert tilraun til að skrifa metnaðarfulla póstmóderníska ‘metaskáldsögu’, en slíkar skáldsögur hafa verið áberandi á síðustu þremur áratugum í alþjóðlegum bókmenntaheimi. Í þessum tveimur skáldsögum sínum [Augu þín sáu mig og Með titrandi tár] tekur Sjón metaskáldsöguna og vangaveltur hennar um tengsl höfundar og verks, verksins og veruleikans, og speglar hana í sköpunarsögum af ýmsu tagi“. Úlfhildur Dagsdóttir. „Skyldi móta fyrir landi? Af leirmönnum, varúlfum og víxlverkunum.“ Skírnir 176 (haust 2002), s. 442.
1996
Denis Diderot. Jakob forlagasinni og meistari hans. Þýð. Friðrik Rafnsson. Reykjavík: Mál og menning.
1997-1998
Marcel Proust Í leit að glötuðum tíma: Leiðin til Swann. Tvö bindi. Þýð. Pétur Gunnarsson. Reykjavík: Bjartur.
1999
William Saroyan. Kæra Gréta Garbo. Óskar Árni Óskarsson þýddi. Reykjavík: Bjartur, 1999. "Textinn fjallar svo mikið um sjálfan sig og tilurð sína að lesandi þarf að vera vakandi fyrir litlum setningum sem koma af stað fhugun hans sjálfs." (Kristín Ólafs. "Saga um sögu." Morgunblaðið 23. desember, 1999, s. 30.)
2001
Sjón. Með titrandi tár. Reykjavík: Mál og menning, 2001. „Sjón er einn af fáum íslenskum höfundum sem hefur gert tilraun til að skrifa metnaðarfulla póstmóderníska ‘metaskáldsögu’, en slíkar skáldsögur hafa verið áberandi á síðustu þremur áratugum í alþjóðlegum bókmenntaheimi. Í þessum tveimur skáldsögum sínum [Augu þín sáu mig og Með titrandi tár] tekur Sjón metaskáldsöguna og vangaveltur hennar um tengsl höfundar og verks, verksins og veruleikans, og speglar hana í sköpunarsögum af ýmsu tagi“. Úlfhildur Dagsdóttir. „Skyldi móta fyrir landi? Af leirmönnum, varúlfum og víxlverkunum.“ Skírnir 176 (haust 2002), s. 442.
2004
Guðbergur Bergsson. Lömuðu kennslukonurnar. Reykjavík: JPV.
2005
Javier Cercas. Stríðsmenn Salamis. Þýð. Jón Hallur Stefánsson. Reykjavík: Bjartur. "Og sagan fjallar líka um sjálfa sig með vissum hætti því lesandinn fylgist með tilurð sögunnar sem hann er að lesa. ... Ef til vill er óvenjulegt að metafiksjón – eða sjálflýsandi skáldverk – nái svo miklum vinsældum." (Hermann Stefánsson, „Sagan um það hvernig tekið er viðtal við Javier Cercas", Lesbók Morgunblaðsins, 17. september 2005, s. 3.)
Hermann Stefánsson. Stefnuljós. Reykjavík: Bjartur, 2005. "Það er eitt af einkennum sjálfsagna að þar eru rofin mörk milli bókmennta og bókmenntaumræðu og í Níu þjófalyklum er fjallað um rithöfundinn Guðjón Ólafsson sem stríðir við ýmsa þráhyggju og hefur m.a. rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson á heilanum, en auk þess fjallar sagan um textatengsl í bókmenntum, um það hvernig sögur spretta hver út úr annarri og höfundar „stela“ hver frá öðrum." (Ástráður Eysteinsson. "Sjálfur Guðjón?" Morgunblaðið 6. desember, s. 8B.)
2006
Bragi Ólafsson. Sendiherrann. Reykjavík: Mál og menning, 2006. "Hvað er raunsæi? Hverju er hægt að treysta
í frásögn? Sendiherrann glímir við þessar spurningar. Hann er metafiction, skáldverk um skáldskap, saga sem er sífellt að gera athugasemdir við það hvernig hún er sögð, texti sem grefur undan sér með nákvæmlega sömu aðferð og Bragi beitir í svarinu um meintan realisma sinn: Að búa til leiðarvísi um sjálfan sig sem er villandi." (Þröstur Helgason. "Veruleiki skáldsögunnar." Lesbók Morgunblaðsins 5. apríl 2008, s. 10.)
Calvino. Ef ferðalangur " Það er einmitt þessi truflun sem ítalski höfundurinn Italo
Calvino kannar og bregður snilldarlega á leik með í skáldsögunni Se una
notte d‘inverno un viaggiatore (Ef ferðalangur á vetrarnóttu) sem birtist 1979.
Það verk er dæmi um sjálfsögu, þá sjálfsrýni sem stundum var talin póstmódernískt einkenni þegar hún kom fram á seinni hluta tuttugustu aldar
en hefur í reynd alltaf sett svip sinn á módernískar bókmenntir." Ástráður Eysteinsson