Í stuttu máli
Ég er menntaður í bókmenntafræði og íslensku frá Háskóla Íslands og doktor í samanburðarbók- menntum frá University of Massachusetts. Ég hef verið kennari á Hugvísindasviði Háskóla Íslands frá árinu 2006 og kenni einkum í námsgreinunum Íslenska og Íslenska sem annað mál. Helstu viðfangsefni í rannsóknum mínum á liðnum árum hafa verið endurritanir íslenskra fornrita, menningarlegir þjóðardýrlingar Evrópu, íslenskar sögusagnir og einsögur byggðar á persónulegum heimildum. Þá hef ég fengist við þýðingar og komið að ritstjórn tímarita, fræðirita og vefja á Netinu.
Skrifstofa: Árnagarður, Á-307
Skrifstofutímar: Eftir samkomulagi.
Netfang: jkh(hja)hi.is
Sími: +354-5255238