1005 tímaritröð

Tímaritröðin 1005 hóf göngu sína 10. maí 2013 og kom út í þrjú ár, alltaf á þessum sögulega degi. Í þessari ritröð voru sameinaðir styrkleikar tveggja útgáfuforma, tilraunagleði og fagurfræðilegur margbreytileiki tímaritsins annars vegar og áhersla ritraðarinnar á einstök bókverk í tímalegri samfellu hins vegar. Verkefnið var óbeint framhald af ritröðinni Svörtu línununni sem út kom hjá Bjarti áratug fyrr. Lögð var áhersla á tilraunakennd verk og önnur sem útgefendur töldu ósöluvænleg af einhverjum ástæðum eða komust einfaldlega ekki á prent.  Ég sat í ritstjórn fyrsta árgangsins ásamt Þresti Helgasyni, Eiríki Guðmundssyni, Hermanni Stefánssyni, Jóni Halli Stefánssyni, Oddnýju Eiri Ævarsdóttur, Ragnari Helga Ólafssyni og Sigurbjörgu Þrastardóttur en á hverju nýju ári bættust þeir höfundar sem gátu út í 1005 í hópinn. Útgáfubækurnar urðu 14 talsins.

  • Hermann Stefánsson. Hælið, glæpasaga um geðveiki (2013)
  • Sigurbjörg Þrastardóttir. Bréf frá borg dulbúinna storma, ljóðabálkur (2013)
  • Jón Hallur Stefánsson. Bautasteinn Borgesar, fræðigátubók (2013)
  • Sveinn Yngvi Egilsson. Hjarðljóð úr Vesturbænum, ljóðasafn (2014)
  • Bragi Ólafsson. Rússneski þátturinn, smásögur (2014)
  • Adolfo Bioy Casares, Uppfinning Morels, skáldsaga í þýðingu Hermanns Stefánssonar (2014)
  • Styttri ferðir, úrval smáprósa eftir 27 höfunda (2014)
  • Halldóra Thoroddsen. Tvöfalt gler, nóvella (2015)
  • Jón Karl Helgason. Herra Þráinn, táknfræðileg ævisaga (2015)
  • Thomas Bernhard. Eftirherman, örsögur í þýðingu Óskar Árna Óskarssonar (2015)
  • Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Jarðvist, nóvella (2015)
  • Ragnar Helgi Ólafsson, Fundur útvarpsráðs þann 14. mars 1984 og mótandi áhrif hans á kynverund drengsins (2015)
  • Oddný Eir Ævarsdóttir, Fæðingarborgin, bréfasafn (2015)
  • Eiríkur Guðmundsson, Blindur hestur, ljóðasafn (2015)

Umfjöllun