Skírnir (1995-1999)
Á árabilinu 1995 til 1999 vorum við Róbert Haraldsson ritstjórar Skírnis. Tímarits Hins íslenzka bókmenntafélags. Alls komu út 10 hefti undir ritstjórn okkar Róberts en á árabilinu 1993 hafði ég verið aðstoðarmaður forvera okkar, þeirra Ástráðs Eysteinssonar og Vilhjálms Árnasonar. Skírnir hefur verið gefinn út frá í ríflega 200 ár en fyrsti árgangurinn kom út árið 1816. Á vef HÍB er vakin athygli á að hann er eitt "elsta og eitt virtasta menningartímarit á Norðurlöndum". Þar birtast "ritgerðir og styttri greinar um bókmenntir, sagnfræði, heimspeki, þjóðfélagsmál og stjórnmálafræði, vísindi, listir og þjóðlegan fróðleik, auk ítarlegra ritdóma um bækur".
Umfjöllun
- Jóhann Hjálmarsson. "Endurmat á sjálfskilningi." Morgunblaðið 10. júní 1995, s. C2.
- Jóhann Hjálmarsson. "Hraðfari inn í nýja öld?" Morgunblaðið 20. janúar 1996, s. C4.
- Skafti Þ. Halldórsson. "Gróska í fræðiheiminum." Morgunblaðið 24. desember 1999, s. 38.
- Ármann Jakobsson. "Fimm góð ár í langri sögu Skírnis." DV 30. desember 1999, s. 14.