Alls konar aðferðir við ritlistarkennslu

Í byrjun árs sendi bókaforlagið Bloomsbury frá sér bókina A to Z of Creative Writing Methods þar sem ritlistarkennarar frá ýmsum löndum deila aðferðum sem að gagni mega koma við ritun skapandi texta.
Ég er einn þessara kennara og á þarna kafla um það hvernig nota má þýðingar, ekki síst það sem ég kalla sjónrænar þýðingar úr málum sem maður skilur ekkert í, við frumsamningu texta, oft með óvæntri útkomu.
Bókin er sett saman að frumkvæði ástralskra ritlistarkennara en þeir hafa fengið til liðs við sig marga sjóaða kennara aðra. Hér er því upplagt tækifæri fyrir þau sem vilja tileinka sér spennandi aðferðir við að laða fram óvæntar hugmyndir í ritlistarkennslu.