Ný þýðing Jónasar Hallgrímssonar
Árið 1906 komu út á íslensku fjórar þýðingar Jónasar Hallgrímssonar á áður óþekktum ævintýrum eftir danska skáldið Hans Christian Andersen. Einu þessara ævintýra fylgdi danskur frumtexti og í sömu útgáfu mátti einnig finna áður óbirta smásögu eftir Jónas sjálfan. Allir höfðu þessir textar orðið til í framhaldi af ósjálfráðri skrift sautján ára menntaskólapilts, Guðmundar Jónssonar, síðar Kamban. Ég hyggst fjalla um þessar þýðingar á ráðstefnunni Translation, History, Literary Culture. Nordic Perspectives sem Bókmennta- og listfræðastofnun stendur fyrir í Háskóla Íslands 25.-26. júní næstkomandi.