Hugleiðing um helgifestu

Jón Karl Helgason, 28/09/2010

Á undanförnum öldum hafa tilteknir evrópskir einstaklingar átt beinan eða óbeinan þátt í að móta og efla þjóðarvitund landa sinna, gjarnan með afskiptum af stjórnmálum eða störfum á vettvangi menningar og lista. Í fyrirlestri sem ég flyt í fundaröð Alþjóðamálastofnunar föstudaginn 1. október ræði ég um þær formgerðir og þá siði sem mótast hafa í kringum nöfn og minningu þessara einstaklinga, sem og félagslegt hlutverk þeirra á síðari tímum. Þegar hugað er að þessum þáttum koma í ljós svo margar hliðstæður við kristna dýrlingahefð og að vart er um tilviljun að ræða. Fyrirlesturinn nefnist „Evrópskir þjóðardýrlingar: Hugleiðing um helgifestu“, hann er í stofu 103 á Háskólatorgi og hefst klukkan 12.00.