Kennsluvika í Feneyjum
Vikuna 3. til 9. október 2010 verð ég gestakennari við málvísindadeild Università Ca' Foscari í Feneyjum, og flyt þar meðal annars fyrirlestra um bókmenntalega meðvitund í íslenskum miðaldabókmenntum og um viðtökur Íslendingasagna í Evrópu á 19. og 20. öld. Þá mun ég taka þátt í vinnustofu sem helguð er fjölkerfiskenningum (polysystem-theory) ísraelska fræðimannsins Itamar Even-Zohars en hann verður þar meðal þátttakenda. Ferðin er styrkt af Erasmus-áætlun Evrópusambandsins.