Minni, gleymska og norðurslóðir

Jón Karl Helgason, 16/11/2010

Minni og gleymska á Norður Atlantshafi (Memory and Forgetting in the North Atlantic) er yfirskrift vinnustofu fyrir doktorsnema sem Deildir menningar- og listfræði við Kaupmannahafnarháskóla og Deild evrópskrar menningarfræða við Háskólann í Hróarskeldu standa fyrir 23. nóvember næstkomandi. Meðal fyrirlesara þennan dag eru Joep Leerssen, Marianna Ping Huang, Kim Simonsen og við Sumarliði Ísleifsson. Fyrirlestur minn fjallar um samfélagslegt hlutverk þjóðardýrlinga. Að minnsta kosti tveir framhaldsnemendur við Íslensku- og menningardeild verða meðal þátttakenda og munu þeir kynna rannsóknarverkefni sín með veggspjöldum.