Sögusagnir og Snorra-Edda
"Sögusagnir: Sjónarhorn á íslenskar miðaldabókmenntir" er titillinn á fyrirlestri sem ég flyt á málþinginu Staðlausir stafir í hátíðarsal Háskóla Íslands 4. desember næstkomandi. Málþing er haldið af Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum til heiðurs Helgu Kress, prófessors emeritus. Í fyrirlestrinum hyggst ég ræða um að hve miklu marki íslenskar miðaldabókmenntir fjalla um tungumálið, sína eigin tilurð, skáldskaparfræði og viðtökur. Sótt verður í skrif Helgu og Laurence de Looze um efnið, auk þess sem sérstakri athygli verður beint að Eddu Snorra Sturlusonar.