Ritstuldur í íslenskum skáldskap

Jón Karl Helgason, 21/02/2011

"Translating, Rewriting, Plagiarizing: Crisis of Authorship in Contemporary Icelandic Literature" er titill á fyrirlestri sem ég flyt á ráðstefnunni Writing (in the) crisis: on the situation of Icelandic contemporary literature sem Háskólinn í Basel í Sviss stendur fyrir 3. til 5. mars næstkomandi. Í fyrirlestrinum hyggst ég ræða hvernig íslenskir höfundar á borð við Braga Ólafsson, Eirík Guðmundsson, Einar Kárason, Hermann Stefánsson, Stefán Mána og Sjón hafa á liðnum árum fengist við spurningar um höfundarskap, frumleika, ritstuld og endurritun í sumum skáldsagna sinna. Í nokkrum tilvikum er vísað með beinum hætti til umdeilanlegrar heimildanotkunar Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness sem út kom árið 2003 en fróðlegt er að velta fyrir sér hvort einhver tengsl séu á milli ritstuldar og íslenska bankahrunsins.