Hvað er asesúlfam-K?
Geisladiskurinn Búum til börn með hljómsveitinni Moses Hightower er tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir framúrskarandi textasmíði. Af því tilefni birti ég á Hugrás, nýju vefriti Hugvísindasviðs, greinina Hvað er asesúlfam-K? um samband textasmiða hljómsveitarinnar, þeirra Andra Ólafssonar og Steingríms Karls Teague, við íslenska tungu. Niðurstaða þessa alvörulausa ritdóms er í stuttu máli sú að þeir félagar séu skínandi dægurlagaskáld enda eru textarnir þeirra löðrandi í dásamlega einlægri sjálfsíróníu.