Hlutverk þjóðardýrlinga í Evrópu
"The Role of Cultural Saints in European Nation States" er titill á stuttri grein sem ég hef nýlega birt í afmælisriti ísraelska fræðimannsins Itamars Even-Zohar. Ritið ber titilinn Culture Contacts and the Making of Cultures, ritstjórar þess eru þau Rakefet Sela-Sheffy og Gideon Toury og útgefandi er Rannsóknarstofa í menningarfræðum við háskólann í Tel Aviv. Even-Zohar er hve þekktastur fyrir kenningar sínar um bókmenntir sem fjölþætt kerfi (polysystem) en skrif hans um stöðu þýddra bókmennta innan bókmenntakerfisins hafa haft afar mikil áhrif á alþjóðavettvangi. Á síðari árum hafa rannsóknir hans í auknum mæli beinst að hlutverki menningar í mótun þjóðríkja og því hvernig smáríkjum og smærri menningarheildum gengur að fóta sig frá einu tímabili til annars. Öll skrif Even-Zohars eru aðgengileg á heimasíðu hans.