Bein Jónasar og Fáfræði Kundera

Jón Karl Helgason, 29/03/2012

"A Poet’s Great Return: Jónas Hallgrímsson’s reburial and Milan Kundera’s Ignorance" er titill greinar sem ég hef nýlega birt á ensku í tímaritinu Scandinavian Canadian Studies. Þar fjalla ég um það með hvaða hætti Milan Kundera fléttar frásögn af beinamáli Jónasar Hallgrímssonar inn í skáldsögu sína Fáfræðina, þar á meðal þau atriði þar sem lýsing tékkneska skáldsins stangast á við staðreyndir. Um er að ræða efni sem ég gerði upphaflega nokkra grein fyrir í bók minni í Ferðalok: Skýrsla handa akademíu sem út kom á íslensku árið 2003.