Höfundur Njálu: Námskeið hjá Endurmenntun
Hver var höfundur vinsælustu Íslendingasögunnar? Hét hann Sturla Þórðarson, Þorvarður Þórarinsson eða Snorri Sturluson, eða leynist hann kannski meðal persóna sögunnar sjálfrar? Eitt vinsælasta og umdeildasta viðfangsefni þeirra Íslendinga sem fjölluðu um Njáls sögu á 20. öld var hver hefði skrifað söguna. Í námskeiðinu "Höfundur Njálu", sem ég kenni hjá Endurmenntun Háskóla Íslands dagana 8., 15. og 22. október, verður fjallað um helstu kenningar um þetta efni, þeirra á meðal skrif Barða Guðmundssonar, Matthíasar Johannessen og Helga Haraldssonar. Einnig verður rætt um að hve miklu leyti persónur sögunnar og síðari tíma menn hafa haft áhrif þann texta sem finna má í nútímaútgáfum og -þýðingum verksins.