Á gatnamótum Njálsgötu og Snorrabrautar
Hvernig hafa Íslendingasögurnar haldið dampi í 800 ára? Þetta var leiðarstefs sænsku útvarpskvennanna Miu Gerdin og Ullu Strängberg sem heimsóttu Ísland á liðnu sumri, leituðu að Snorra Sturlusyni í Reykholt og heimsóttu rithöfundana Sjón og Gerði Kristnýju í Reykjavík. Þær fengu mig líka til að leiða sig um gamla bæinn þar sem Njálsgata, Bergþórugata og Snorrabraut bera glöggan vott um tengsl fortíðar og samtíðar, bókmennta og borgar. Fyrri þáttur þeirra, På jakt efter den isländska sagans betydelse, var á dagskrá sænska útvarpsins í liðinni viku en sá síðari er á dagskrá 14. janúar. Ps. Síðari þátturinn er nú aðgengilegur á vef sænska útvarpsins.