Hvað er pólýúretan?
Andri Ólafsson og Steingrímur Teague fengu Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir textagerð ársins á plötu Moses Hightower, Önnur Mósebók. Af því tilefni birti ég á Hugrás umfjöllun um texta plötunnar og reyni að skýra hvers vegna þar er ort um “seli steypta í pólýúretan”. Umfjöllunin kallast á við eldri grein eftir mig á Hugrás sem fjallar um texta á fyrstu plötu þeirra félaga, Búum til börn.