Bakjarlar menningarlegs minnis
Væntanlegur 10.000 króna seðill Seðlabanka Íslands, prófessorsembætti kennt við Jónas Hallgrímsson, Dagur íslenskrar tungu og Menningarfélagið Hraun í Öxnadal er meðal þess sem ber á góma í grein minni "Stóri ódauðleikinn: Minningarmörk, borgaraleg trúarbrögð og bakjarlar menningarlegs minnis". Greinin birtist í nýútkomnu hefti Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar sem þær Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Daisy Neijmann ritstýra. Heftið allt er helgað minni og gleymsku en aðrir höfundar sem fjalla þarna um þau efni eru Irma Erlingsdóttir, Róbert Haraldsson, Andreas Huyssen, Kristín Loftsdótttir, Marion Lerner, Úlfar Bragason og Sverrir Jakobsson. Þá er í heftinu athyglisverður myndaþáttur um minnismerki á Íslandi eftir Ketil Kristinsson.