Styrkir til ólíkra verkefna
Á liðnum vikum hafa tvö ólík verkefni sem ég tek þátt í hlotið góða styrki. Annars vegar hlaut vefverkefnið Icelandic Online 5-6 styrk úr Kennslumálasjóði Háskóla Íslands og hins vegar hlaut rannsóknarverkefnið Afterlife of Eddas and Sagas styrki frá Watanabe Trust Fund og The Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation. Síðarnefndu styrkirnir gera mér kleift að fara til Japan á komandi vetri til að vinna að rannsóknum á áhrifum íslenskra miðaldabókmennta á japanska teiknimyndasagnahöfunda.